Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 2
2 MORC.VNBL AfílB Miðvikudagur 1. maí 1963 Guðmundur Jónsson Gunnar Eyjólfsson — Alþýða Rvikur Framhald af bls. 1. Þá munu listamennirnir Guð- mundur Jónsson, óperusöngvari og Gunnar Eyjólfsson, leikari, koma fram. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á milli atriða. í kvöld gengst Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna fyrir dans- leikjum í 4 samkomuhúsum borgarinnar og eru þeir auglýst- ir á öðrum stað hér í blaðinu. í tilefni dagsins kemur út í dag í fyrsta skipti vandað tíma- rit um verkalýðsmál, sem Full- trúaráð verkalýðsfélaganna gef- ur út. Kostar ritið aðeins 10 kr. og verður selt á götum borgar- innar ásamt 1. maí merki Full- trúaráðsins. Fulltrúaráð verkalýðsféiag- anna hefur í áratugi staðið fyrir hátíðahöldum verkalýðsins í Reykjavík 1. maí. Eftir síðasta Alþýðusambandsþing komust kommúnistar í vonlausan minni hluta í Fulltrúaráðinu og var því Ijóst, að þeir gátu ekki lengur misnotað 1. maí til áróðurs í nafni verkalýðshreyfingarinnar. Vegna væntanlegra kosninga lagði forysta kommúnistaflokks- ins höfuðáherzlu á, að fá tæki- færi til að koma áróðri sínum á framfæri 1. maí og var reynt að fá fjölmörg verkalýðsfélög til þátttöku í hátíðahöldum á þeirra vegum. Sú tilraun tókst ekki betur en svo, að ekkert verka- lýðsfélag hefur á lögmætan hátt samþykkt þátttöku í slíkum há- tíðahöldum. Þá var gripið til þess ráðs .að fá nokkra einstaklinga úr stjórnum verkalýðsfélaga til að auglýsa hátíðahöld kommún- ista. Fengust til þess menn úr 9 af 38 verkalýðsfélögum, sem aðild eiga að Fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna í Reykjavík. Það er þessi hópur, sem kall- ar sig nú „1. maí nefnd“ og boð- ar til kröfugöngu og útifundar í dag. Þarf að leita allt til fyrstu ára kommúnistaflokksins til að finna dæmi um jafnaugljósa klofnings- og sundrungarstarf- semi í samabndi við hátíðisdag verkalýðsins. Alþýða Reykjavíkur hefur val ið heildarsamtökum sínum for- ystu, sem á málefnalegan hátt vinnur að hagsmunum verka- lýðsins. Pólitísk áróðursstarfsemi er henni fjarri skapi á hátíðisdegi verkalýðsins. REYKVÍSKIR LAUNÞEGAR! HÖFNUM KOSNINGA- BRÖLTI KOMMÚNISTA FJÖLMENNUM A LÆKJARTORG. Þingkosningarnar í Ítalíu: Kristilegir demókratar tapa fylgi Kommúnistar og Frjáfslyndir auka atkvæðamagn sitt Róm, 30. apríl (AP). I DAG voru kunn úrslit þingkosn inganna í Ítalíu, sem fram fóru í gær og fyrradag. Kommúnistar og Frjálslyndir juku fylgi sitt meir, en gert hafði verið ráð fyrir, en flokkur Fanfanis, for- sætisráðherra, Kristilegi demó- krataflokkurinn, fékk eins og AP kemst að orði, verstu útreið, sem hann hefur fengið í þingkosning- um frá því að ítalia varð lýðveldi að lokinni siðari heimsstyrjöld- inni. Kosið var sérstaklega til öld ungadeildar og fulltrúadeildar, og í báðum deildum minnkaði fylgi KristUegra demókrata um 4%. Hafa þeir nú 38,3% í fulltrúa- eidldinni, en 37.2 í öldungadeild- inni. Frá því að ftalía varð lýð- veldi hafa nú í fyrsta skipti tyeir vinstrisinnaðir flokkar, Nenni- sósíalistar og Kommúnistar sam anlagt meira atkvæðamagn, en Kristilegir demókratar, eða um 40%. Þessir flokkar voru eitt sinn sameinaðir. Hlutfáll atkvœöa % öldunga- deildinni (í svigum hlutfaU % Jcosningunum 1958): Kristilegir demókratar 37,2% (41,2%) Kommúnistar 25,5% (21,8%) Frjálslyndir 7,5% ( 3,9%) Repúblíkanar 0,8% ( 1,4%) Jafnaðarmenn (Saragt) Nenni-sósíalistar Konungssinnar Fasistar Aðrir flokkar 6,3% 14,0% 2,6% 5,2% 0,9% HlutfaU atkvæöa í deildinní (% svigum hlutfall í kosningunum 1958): Kristilegir demókratar 38,3% (42,3%) Kommúnistar 25,3% (22,7%) ( 4,4%) (14,1%) ( 5,2%) ( 4,3%) ( 3,7%) fulltrúa- r _ F.I. vantar Douglas DC-3 fyrir Fær- eyjaflugið FLUGFÉLAG íslands vinnoir nú að því að fé leigða flugvél af gerðinni Douglas, DC-3, fyrir væntanlegt Færeyjaflug. Flugfélagið á nú þrjár vélar af gerðinni Douglas, DC-3, en má enga þeirra xnissa fyrir Fær- eyjaflugið vegna flugs hér inn- anlands svo og Grænlandsflugs- ins. Ein þessara véla er útbúin með skíðum. Frjálslyndir 7,0% ( 3,5%) Repúblíkanir 1,4% ( 1,4%) J afnaðarmenn (Saragat) 6,1% ( 4,6%) Nenni-sósíalistar 13,8% (14,2%) Konungssinnar 1,7% ( 4,3%) Fasistar 5,1% ( 4,7%) Aðrir flokkar 1,3% ( 1,8%) • Óvænt úrslit Úrslit kosninganna komu mjög á óvart því ekki hafði verið gert ráð fyrir miklum breytingum á fylgi flokkanna. Þeir, flokkar, sem fylgja vinstri stefnu Fanfan- is, forsætisráðherra hafa enn meirihluta í báðum deildum þó að þeir hafi tapað atkvæðum. 108 tonn af þorski til Akraness í gær Akranesi, 30. apríl. HEILDARÞORSKAFLINN hér í gær varð 108 tonn. Aflahæstir voru Sigurður með 22 tonn, Nátt- fari 16.8 tonn og Sæfari 16.4 tonn. Höfrungur II landaði í' gær- kvöldi 160 tunnum síldar og í morgun landaði hann 70 tunnum, sem hann fékk í Forinni kringum Skagabæj arklett. Það fréttist að Gullborg hefði fengið í morgun 300 tunnur sild- ar austan Vestmannaeyja. Síld- arbátar héðan lögðu þegar af stað, en stönzuðu eitthvað á Hrauns- vík, þar sem Guðmundur Þórðar- son hafði fengið 100 tunnur. — Oddur. Bæði Kommúnistar og Frjálslynd ir eru mótfallnir stefnu Fanfanis, en ástæðurnar eru óskyldar. Kommúnistum finnst Fanfani ekki vera nægilega langt til vinstri, en Frjálslyndir eru mun hægri sinnaðri en hann. Eins og sjá má af hliutfallstöl- unum juku Kommúnistar fylgi sitt um tæp 4% í báðum deildum. Þegar úrslitin voru kunn sagði leiðtogi þeirra, Palmiro Togliatti: „Þetta er raunverulegur sigur“. Við öldungadeildarkosningam- á kjörskrá, en þar miðast kosn- ar voru tæpar 29 milljónir manna ingaaldur við 25 ár. Við full- trúadeildarkosningar voru tæpar 34 millj. á kjörskrá, en kosninga- aldur til þeirrar deildar miðast við 21 ár. Vegna aukins kjósendafjölda frá því í kosningunum 1958, hef- ur sætum á þingi verið fjölgað úr 596 í 630. í öldungadeildinni voru áður 246 sæti, en eru nú 315. Þar af fá Kristilegir dernó- kratar nú 133 sæti, þeir höfðu áður 123 sæti og til þess að halda hlutfallslega jafn mörgum sætum nú og áður, hefðu þeir þurft að fá 158 sæti. Aðrir flokkar hlutu eftirfarandi sætafjölda í öldunga- deildinni (það, sem þeir höfðu áður í sigum): Kommúnistar 85 (60), Nenni-sósíalistar 44 (37), Jafnaðarmenn 14 (5), Frjálslynd- ir 19 (4), Fasistar 15 (8), Kon- ungssinnar 2 (7), Aðrir flokkar 3 (2). Eins og kunnugt er hafa Kristi- legir demókratar, Jafnaðarmenn og Repúblíkanar, átt sæti í stjórn Ítalíu frá 1958 og fyrir ári sam- þykktu Nenni-sósíalistar að styðja stjórnina án þess að fá sæti í henni. SAS hefur ferðir með skrúfuvélum 1. okt. í VIÐTALI við aðalforstjóra SAS, Karl Nilsson, sem birt- ist í sænska blaðinu Dagens Nyheter fyrir skömmu, ræðir hann ma.. ferðir yfir N.-Atl- antshaf með skrúfuvélum. Sem kunnugt er hyggst SAS hefja slíkar ferðir á hausti komanda og skýrði Nilsson frá því, að frá 1. okt. n.k. myndi SAS fljúga fjórum sinnum í viku til Bandaríkjanna með skrúfuvélum af gerðinni DC- 7C og á sama verði og Loft- leiðir. Iðnskóli llafnar- f jarðar 35 ára IIAFNARFIRÐI — Iðnskólanum var sagt upp 30. marz og lauk þá 35. starfsári skólans. Var hann rekinn frá stofnun af Iðn- aðarmannafélagi Hafnarfjarðar og allt tiil 1955, en þá var hann gerður að dagskóla og rekinn af ríki og bæ. Skólastjórar hafa verið fjórir, sá fyrsti Emil Jónsson ráðherra, og núverandi Sigurgeir Guð- mundsson. Flutti hann skýrslu skólans og afhenti einkunnir og verðlaun, þeim er bezt stóðu sig. í vetur voru 137 nemendur í skólanum og luku 25 burtfarar- prófi. Hæsta einkunn hlaut Jó- hannes Einarsson frá Sebbergi, sem er í vélvirkjun, 9,39, Guðrún Jóhannsdóttir (hárgreiðslu) 9,15 og Birgir Guðmundsson (raf- vélavirkjun) 9,05. Cat skapað hófaábyrg'ó EINS OG skýrt hefur verið frá í Mbl. hefur Oddi Thorarensen verið veitt lyfsöluleyfi í Lauga- vegsapóteki. Byggist sú leyfis- veiting m.a. á því, að í lyfsölu- leyfi sínu var Stefáni Thoraren- sen eiganda Laugavegsapóteks, veittur ríkari réttur til að hafa áhrif á val eftirmanns sins en öðrum lyfsölum. Þó var eiganda Akureyrar Apóteks veittur hlið- stæður réttur og einnig nýtur Reykjavíkurapótek algjörrar sér- stöðu meðal lyfjabúða. Algjör sérstaða Vegna þeirra skrifa, sem birt- ust í Tímannm í gær um þessa leyfisveitingu, þykir rétt að drepa á nokfera höfuðþætti þessa máls. Ægir kannar Islands og VARÐSKIPH) Ægir lagði af stað í gær í leiðangur á vegum Fiskideildar Atvinnudeildar Há- skólans. Verður kannað hafsvæð ið millí íslands og Grænlands, með sérstöku tilliti til útbreiðslu þorskeggja og seiða, karfaseiða, dýrasvifs, plöntusvifs og hita og seltu sjávar o.fl. atriðL Leiðangur þessi er þáttur ís- lamds í allþjóðlegri samvinnu um rannsóknir á hafsvæðinu frá ís- landi meðfram ströndum Græn- lands allt til Nýfundnalands. Megintilgangur þessara við- tæku leiðangra er að kanna út- breiðslu og rek þorskeggja og seiða .svo og karfaseiða og dýra- svifs, með sérstöku tilliti til strauma og setis. í þessum rannsóknum takra þátt, auk íslendinga, Norðmenn, Danir, Rússar, Þjóðverjar, Frakk svæðið milli Grænlands ar, Englendingar, Skotar og Kanadamenn. Farnar verða þrjár yfirferðir yfir fyrmefnt haf- svæði með 4—5 skipum saim- timis. Fyrstu yfirferð er nú lok- ið og önnur yfirferð að hefjast, sú seim íslendingar taka þátt í. Auk Ægis taka þátt í þessari yfirferð skip frá Þýzkalandi, Danmörku og Kanada. Á vegum Fiskideildar taka þátt í þessum leiðangri: Dr. Jakob Magnússon, leiðangurs- stjóri, Jutta Magnússon, fiski- fræðingur, Mag. scient. Ingvar Hallgrímsson, fisikifræðingur, Dr. Svend Malmiberg, sjófræð- ingur, Sigrún Sturlaugsdóttir, Sigtryggur Guðmundsson, Guð- miundur Sv. Jónsson og Stefán M. Stefánsson. Skipstjóri á Ægi er Haraidur Björnsson, skipherra. í lyfsöluleyfi því, sem Stefáni Thorarensen var veitt hinn 12. febrúar 1919 „er honum heitið því, ef hann vill selja og fær kaupanda að lyfjabúðimni, þá skuli kaupandinn fá lyfsöluleyf- ið, ef hann fullnægir þeim skil- yrðum, sem til þess þurfa að vera lyfsali hér á landi, enda mælir landlæknir með að hon- um sé veitt leyfið". Deilt er um, hvað í þessu loi- orði felst, og hugsanlegt er, að skapazt geti bótaábjrrgð á hend- ur ríkissjóðs, ef öðrum en Oddi Thorarenæn hefði v.erið veitt leyfið. Engin ástæða er til að hætta á neitt í því efni. Enda getur að sjálfsögðu ekki farið á milli mála, að slik fyrirheit eru ekki gefin af hálfu hins opin- bera nema til þess sé ætlazt, að tillit sé til þeirra tekið. Það liggur ljóst fyrir, að í umsögn sinni um umsækjendur talidi landlæknir Odd Thoraren- sen hæfan. Má auk þess benda á, að hann hefur hvað eftir ann- að veitt Laugavegsapóteki for- stöðu í fjarveru föður síns. Fer því fjarri því að um misbeitingu á embættisvaldi sé að ræða þótt honum sé veitt lyfsöluleyfið, eins og Tíminn fullyrðir. Þá er algjör liega út í hött að vitna til hinna nýju lyfsölulaga í þessu efni, eina og gerf var í Tímanum, þar sem þau taka ekki gildi fyrr en 1. júlí n.k. og geta því engin áhrif haft á þessa leyfisveitingu, hvorki til eða frá. Auk þess gát heilforigðismálaráðherra sérstak- lega um þá sérstöðu, sem eig- endur Lauga-vegsapóteks og Stjörnu Apóteks hafa í þessu efni við umræðurnar á Alþingi um nýju lyfsölulögin og gerði grein fyrir þeim forréttindum, sem í leyfishréfum þeirra felast. /* NA /5 hnútor / S V 50 hnutar K SnjóAomo » ÚSi -*■ 7 SJtírir 5 Þrumar m*z, KuUoM Hitotkit H HmS | t- tmáj HÆÐIN yfir Grænlandi hélzt en sunnan lands var hægur lítt breytt í gær og allhvöss vindur og birti upp úr hádegi. NA-átt var víða norðan lands Lægðirnar fóru hver eftir með snjókomu og vægu frosti aðra austur fyrr sunnan land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.