Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 1. maí 1963 MORCVNTiLAÐIÐ 11 J>að er stundum talað um aS landið okkar haíi færzt nær um- faeiminum og er þá einkum átt við samgöngurnar. En það eru fleiri stoðir sem renna undir J>essa kenningu, >ótt í dálítið ann arri merkingu sé. Hin stóraukna ræktun og fjölbreytni í þeim efn um hefur vissulega sett sinn suð- læga svip á landið okkar, og ekki er þáttur hinna fjölmörgu skrúð- garðaeigenda hvað minnstur að þessu leyti, því svo mjög hafa þeir stuðlað að því að fegra landið, til sjávar og sveita og ekki sízt í höfuðborginni. Má sem dæmi nefna að fyrir 30 árum voru aðrar trjátegundir óþekkt- ar í skrúðgörðum bæjarins en birki; reynir og víðir og runnar eð undanskildum rifsi, óþekktir með öllu. Nú má segja að trjá- tegundimar skipti tugum og runnarnir hundruðum, sem hald- ið hafa innreið sína í ísl. skrúð- garða, ekki sízt í Beykjavík. Fólk hefir komizt að raun um að það getur ræktað hinar fegurstu rósir í garði sínum, og fjölbreytn in eykst með hverju árinu. Engu að síður er nauðsynlegt að vanda val hina einstöku tegunda og af- brigða vel, og í þeim efnum er faið bezta og ræktunarfasta aldrei of gott. f>ví ber að bannfæra „köttinn í sekknum" í þessum efnum, vanda valið vel og um- fram allt þekkja kröfur plantn- anna og haga ræktuninni í garð- inum í samræmi við þær. i Ýmsir velunnarar verða gjarn- Frá Austurvelli í Keykjavík. Sœmningsslitin í Brussel rædd í Evrópurúðinu RÁÐHERRANEFND Evrópuráðs I ins heldúr fund í Strasbourg 6. maí nk. Verður Sviss þá form- | lega aðili að ráðinu. Síðdegis sama dag hefjast jfundir 15. ráðgjafarþings Evrópu ráðsins. Hefur fjöldi ráðherra frá hinum 17 aðildarríkjum tilkynnt, að þeir muni sækja þingið. Framkvæmdastjóri Evrópuráðs ins, Lodovico Benvenuti, mun flytja skýrslu um Evrópuráðið og afleiðingar samningsslitanna í Brússel um aðild Bretlands að Efnahagsbandalagi Evrópu. Ben- venuti hefur gert að tillögu sinni, að Evrópuráðið beiti sér fyrir því, að aftur verði teknir upp samningar milli Bretlands og EBE. Þá hefur hann látið í ljós þá skoðun, að mikil hætta sé í því fólgin að ala til lengdar á ósamkomulagi milli Bvrópu- manna um ýmis mikilvæg, en þó minni háttar, vandamál. „Þau vandamál, sem allan heiminn varða og við og næsta kynslóð þurfum að fást við, eru miklu alvarlegri en þeir framkvæmda- örðugleikar, sem við var glímt í Brússel! Telur framkvæmda- stjórinn ógerlegt fyrir Vestur- Evrópu að standast það, sem framundan er í átökum milli menningar frjálsra þ jóða og kömmúnismans, nema hún öll, þar á meðal bæði meginlands- ríkin og Bretland, sameini krafta sína og verði jafnoki Bandaríkjanna og jafnframt nán asti bandamaður þeirra. Fram- kvæmdastjóri Evrópuráðsins tel- ur, að hættulegt sé að draga úr starfinu að æ nánari samvinnu sexveldanna í EBE, en vill, að jafnframt sé unnið að því, að Bretland gerist aðili bandalags- ins Oig að komið sé á nánu sam- starfi við Bandaríkin. Á ráðgjafarþinginu verður sérstök umræða um stefnu Evrópuráðsins og efnahagssam- vinnu Evrópuríkja. Framsögu- maður verður brezki ráðherrann Heath, aðalsamningamaður lands síns í Brússel. Utanríkisráðherra Luxemborgar, Schaus, mun flytja skýrslu sem formaður ráðherra- nefndar Evrópuráðsins, en hann er jafnframt formaður ráðherra- nefndar EBE. Af öðrum dagskrármálum á ráðgjafarþingi Evrópuráðsins má nefna skýrslu um ráðstefnu menntamálaráðherra Evrópu, og skýrslu um starfsemi Efna- hags- og framfarastofnunarinnar í Paris. (Frétt frá upplýsingadeild Evrópuráðsins 16. apríl ’63). Skruðgarðurinn : Þú getur líka ræktað rdsir an á vegi þeirra sem ná beztum árangri í skrúðgarðræktinni og eiga fegursta garðinn. Hér skal fólki bent á einn slíkan, en hann munu margir garðeigendur þegar þekkja, en það er Hallgrrmur Egilsson, garðyrkjueigandi í Hveragerði. Hann elur upp í garðyrkjustöð sinni ýmsan þann garðagróður sem nú er hvað eftirsóknarverðastur í skrúðgörð um borgarinnar og landsins alls, því hann á viðskiptavini á hverju landshorni. Það er að vísu rétt að taka það fram að þetta er hans „lifibrauð‘!, hann er „at- vinnumaður" í garðrækt og rósa runnar og ýmis konar skrúð- garðjurtir er einn liður í rækt- un hans. Ég var staddur í plöntuuppeld- isstöð Hallgríms á dögunum og lét hann mér í té upplýsingar um nokkrar tegundir runna og skrúðjurta er ég benti á, að vísu nokkuð af handahófi, því af miklurn fjölda tegunda er að taka, en þó valdi ég öðrum þræði þær tegundir, sem mér þótti vænlegar til fróðleiks, þrif- legar og gróskuvænlegar. Fer sú upptalning hér á eftir, ef það mætti verða einhverjum garðeig endum til leiðbeiningar og upp- örvunar, nú þegar vorstörfin fara að standa sem hæst, ef tíð- *rfar leyfir. RÓSIR: Ofkrýnd skráprós (Rósa rug- ©sa hybrida Hansa) er mjög harð ger rósarunni sem verður um það bil 2 metrar á hæð. Blómin rauð, fyllt og verða mjög stór, geta orðið 12—15 sm í þvermál. Ein allra harðgerasta og árvissasta rós, sem ræktuð er í görðum hér é landi. Fögur, ilmandi og ár- viss um allt land. Blómstrar lengi að sumrinu og dæmi eru til að einn einasti runni hefir blómstrað einum 150 blómum í einu, nokkurn tíma sumars. Eina stöðin sem framleiðir þessa rós til sölu ennþá er stöð Hallgríms, og er hún mjög eftirsótt. Fjallarós (Rós:- pendulina). Mjög harðger og verður allt eð 2 metrum á hæð. Ljósrauð blóm, falleg planta. Þolir vel vinda og veður. Sweigensowirrós (Rósa sweg- ensowii) getur hér orðið 5 metrar é hæð eða meir. Fögur rós með rauðum blómum. Mjög harðger, hálfklifandi, og getur þakið veggi. Merkurrós (Rósa Woodsii). Gróskumikil, verður um 1 meter á hæð. Blóm Ijósrauð. Eplarós (Rósa eglanteria magnificia.) Verður á annan metra á hæð og verður eitt blómahaf. Blóm ljósrauð. KVISTIR: Margaritakvistur (Spirea Margaritae) er harðger, fagur með ljósrauðum blómum. Verð- ur upp undir einn metri á hæð. Kvistarnir eru mjög fallegar plöntur. Bumaldakvistur (Spiera Bum- alda). Rósrauð blóm. Verður Vz til 1 metri á hæð. Þarf skjól. Kínakvisturinn er mjög svip- aður áðurnefndum hálfbróður sínum. GEITBLÖÐUNGAR (topar): Gulltoppur (Lonicera deflexi- calyx). Mjög harðger og fljót- vaxinn runni, sem verður 2—3 metrar á hæð. Gullgul blóm og mjög góð skjólplanta í limigirði. Vaftopur (L. peryclymenum), er fallegur vafningsrunni. ÝMSIR BLÓMRUNNAR: Fagurlaufamispili (Cotonester acutifolia) hefur reynst hér á landi fullkomlega harðger og ör- uggur í ræktun. Ágætur í lim- gerði. Er fallegur runni, með sin um ljósrauðu blómum og dökk- um berjum. Blöðin gullfalleg sem standa í fegursta skrúða í gulum og rauðum skærum litum er líður að hausti. P* M.l. Dronning Alexandrine fer frá Reykjavik til Færeyja og Kaupmannahafnar þann 15. maí. Pantaðir farseðlar óskast greiddir fyrir 4. maí, þannig að eftir það sé hægt að afgreiða farseðla til fólks, sem er á biðlista eftir því sem pláss leyfir. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Ilin snækóróna (Philadelphus hybrida) Mjög harðgerður runni með hvítum appelsínuangandi blómum. Verður 1—IV2 metri á hæð. Hornviður (Cornus stoloni fera). Hvítir blómklasar og rauð ir leggir enda fallegur sumar og vetur. — xxx — Þannig hefði mátt halda áfram lengi dags og langt fram á kvöld, því það kennir margra grasa í plöntuuppeldisstöð Hallgríms Egilssonar í Hveragerði. Stefágn Þorsteinsson. & EnTímtífí Herðubreið RIKISINS fer austur um land í hring- ferð 6. þ. m. — Vörumóttaka á fimmtudag til Hornafjarðar, Djúpavögs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar og Kópaskers. — Farseðlar seldir á mánudag. Samkomur Almenn samkoma Boðun fagnaðarerindisins Hörgshlíð 12, Reykjavík kl. 8 í kvöld — miðvikudag. Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn Engin samkoma á fimmtud. Almenn samkoma föstudag kl. 8.30. Kapt Ástrós Jóns- dóttir stjórnar. Samkomuhúsið Zion Óðinsgötu 6 A. Á morgun: Almenn sam- koma kl. 20.30. Allir vel- komnir. Heimatrúboð leikmanna. K.F.U.M. AD fundur annað kvöld (fimmtudag) kl. 8.30. Bjarni Eyjólfsson talar: Frá erlend- um vettvangi. Allir karlmenn velkomnir. ÚTSÝN til onnorra landa — og ferðinni er Munið hinar hagkvæmu, vinsælu hópferðir: Bretlandsferð með Gullfossi 15.—27. júní Kaupmannahöfn, Rínarlönd, Sviss, París 10.—27. ágúst. Spánarferð 10.—27. september. Austurlandaferð í október. Tryggið yður sæti, og pantið strax. Kaupið farseðl- ana hjá UTSÝN, og við veitum yður hvers konar upplýsingar og fyrirgreiðslu endurgjaldslaust. — Athugið, að skrifstofan er flutt og er nú opin kl. 9—18 á virkum dögum. Ferbaskrifstofan Útsýn Hafnarstræti 7. — Sími 2-35-10. Rýmingarsala á greiðslu- sloppum heldur áfram á morgun. Margar gerðir. Mikill afsláttur. Marfeinn Einarsson & Co. Fata- & gardínudeild Laugavegi 31 - Sími 12816

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.