Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 8
8 unnnrNRL4ÐIB Miðvikudagur 1. maí 1963 1. maí ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganua í Reykjavík 40 AR hefur Fulltruarað verkalýðsfélaganna í Reykja- vík gengist fyrir hátíðahöld- um verkafólksins í höfuðborg- inni 1. maí, eða allt frá því er dagurinn var fyrst hátíð- legur haldinn hér á landi, hinn 1. mai 1933. Þennan dag hefur launafólk ið gert hlé á daglegum störf- um til þess að bera sameigin- lega fram kröfur sínar um bætt kjör og aukin réttindi, á sama hátt og verkamenn í öllum frjálsum löndum heims hafa gert ár hvert frá því er verkamenn í Bandaríkjum Norður-Ameríku helguðu kröf um sínum þennan dag árið 1886. Á þessum tímamótum minn- umst við þaklátum huga þjirra karla og kvenna sem fyrir fjórum áratugum hófu merki verkafólksins á loft, allra þeirra sem með starfi sínu ruddu brautina og lögðu grund völl að þeim þjóðféiagsum- bótum sem orðið hafa hér á landi síðustu 40 árin. Við m innu rr.it margra og merkra sigra sem unnist hafa á liðn- um árum í hagsmunabarátt- unni fyrir styrk samtaka launafólksins, jafnframt því sem við fögnum margháttaðri löggjöf sem tryggir rétt verka fólks og stuðlar að meiri jöfn uði og auknu félagslegu rétt- Iæti. Fyrir 40 árum var ein meg- inkrafa alþýðunnar: Fullnægj andi alþýðutryggingar. — Nú getum við verið stolt af því að á sviði félagsmálalöggjafar eru íslendingar í hópi þerira þjóða sem fremst standa. — Þannig hafa flestar kröfur, senr. settar hafa verið fram 1. maí orðið að veruleika í einni eða annarri mynd. Þessa minn umst við í dag. TJm leið og við fögnum unn- um sigrum eflum við styrk okkar til framhaldandi bar- áttu. Þar sem lýðræði ríkir verður ekki lát á bará.ttu frjálsra samtaka verkafólks- ins fyrir aukningu þjóðarfram leiðslunnar, síbatnandi lífs- kjörum, auknum afrakstri vinnunar og réttlátrar skipt- ingu þjóðarteknanna. 1. maí er okkur það efst í huga að þótt nú séu liðin 20 ár fra því er 8 stunda í vinnudagurinn var viður- / kenndur, skortir enn sem fyrr S mikið á að dagvinna gefi þær I tekjur sem nauðsynlegar eru ( til menningarlífs í nútíma 1 þjóðfélagi. Launafólkið þarf / að vinna óheyrilega langan i vinnudag til þess að hafa sóma 1 samlegar tekjur. Þessa öfug- i þróun, sem átt hefur sér stað / í hálfan annan áratug, verður / þegar í stað að stöðva og Ieita 1 allra tiltækra ráða til að t tryggja verkafólki þau laun k sem nægja til menningarlífs I fyrir hóflegan vinnutíma. / Þetta er unnt að gera, annars S vegar með beinni kauphækk- I un, sem aukin þjóðarfram- \ leiðsla og bætt afkoma at- í vinnuveganna getur borið, en / hins vegar með styttingu I vinnuvikunnar án skerðingar i launa. Jafnfran?.t þarf að i koma á í vaxandi mæli nýj- < um launagreiðslukerfum, taka / upp ákvæðisvinnu við öll störf t þar slíkt er hagkvæmt og auka í hagræðingu í öllum greinum í ativnnulífsins. Launafólkið krefst raun- i hæfra kjarabóta — varan- / legra kjarabóta — sem ekki S verði aftur teknar í hækkuðu I verðlagri. t Við heitum á allt launafólk l að sameinast um þá stefnu / sem hér er mörkuð með því » að fylkja liði 1. maí undir merkjum Fulltrúaráðsins — á Lækjartorgi. Látum ekki annarleg sjón- armið „forystumanna“ verka- lýðsfélaga, sem vilja flokks- nýta 1. maí, en hafa kjara- baráttuna að yfirvarpi, sundra röðum verkafólksins. Launfólk er mikill meiri- hluti Reykjavíkinga. Sýnið í verki að þið fordæmið sundr- ungariðju kommúnista. Fjölmennið á útifund Fuli- trúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík á Lækjartorgi kl. 2 í dag. Með 1. maí kveðjum, stjóm Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík, Óskar Hallgrímsson, Gu^jón Sv. Sigurðsson, Sigfús Bjarnason, Guðnv B. Hersir, Gísii Gíslason. Ávarp stjérnar BSRB STJÓRN Bandalags starfs- manna ríkis og bæja sam- þykkíi einróma á fundi sín- nm s.l. mánudag eftirfarandi á.varp: Á HÁTÍÐIS- og baráttudegi laun þegasamtakanna sendir stjóm Bandalags starfsmanna ríkis og bæja meðlimu.m samtakanna og öllum launþegum landsins kveðj ur og árnaðaróskir. Það ár, sem liðið er síðan samtök opinberra starfsmanna fengu samningarétt, hatfa þau haft til meðferðar mikil og vanda söm viðfangsefni. Á síðastliðnu hausti markaði fjölmennt þing fulltrúa þeirra fimm þúsund starfsmanna, sem aðild eiga að samtökunum, þá meginstefnu, sem kröfur banda- lagsins hafa verið byggðar á. Vegna síversnandi launakjara opinberra srtarfsmanna er fyrir nokkrum árum hafinn flótti úr opinberum störfum. Hafa opin- berir starfsmenn dregizt aftur úr í launakjörum, auk þess sem sihaekkandi verðlag rýrir að sjálfsögðu kjör þeirra eins og annarra landsmanna. Launakjör crpinberTa starfamanna eru af þessum ástæðum orðin með öllu óviðunndi. Launakröfuir samtakanna miða að því að starf'ímennirnir geti lifað aif föstum launum sinum, án þess að aukagreiðslur og yfirvinna komi tjl, að við ákvörðun launa sé tek- ið tillit til menntunar, ábyrgðar og sérhæfni í starfi, að laun hinna lægst launuðu verði lífvænleg. að opiniberir starfsmenn hafi sambærileg laun og aðrar hliðstæðar stéttir. Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja þakkar félögum og einstaklingum innan samtak- anna fyrir mikið starf og góða samstöðu í þeirri kjarabaráttu, sem samtökin eiga í, og skorar á menn að láta ekkert verða til að rjúfa þessa einingu. (Frá stjórn B.S.R.B.). Frú Audrey Perri og hr. Frank Perri. 100 manna enskunámskeið á Akureyri UNDANFARNAR vikur hefur staðið yfir enskunámskeið á veg- um Íslenzk-ameríska félagsins á Akureyri, sem lauk nú um pásk- ana. Þátttaka var geysimikil, og komust færri að en vildu. Kenn- arar á námskeiðinu voru hjónin Audrey og Frank Perri frá Cali- forniu, en þau dveljast um þess- ar mundir hér á landi á vegum Fulbright-stofnunarinnar í Banda ríkjunum í því augnamiði að kenna enskt talmál í íslenzkum framhaldsskólum og skipuleggja framhald slíkrar kennslu á kom- andi árum. Þegar Íslenzk-ameríska félagið á Akureyri auglýsti námskeið þeirra hjóna, bárust strax um- sóknir frá nær 200 Akureyring- um um þátttöku, en þar sem tími var naumur að þessu sinni, varð að takmarka nemendafjölda við 100 manns, sem kennt var í sex deildum um þriggja vikna skeið með mjög góðum árangri. Kennsluaðferð sú, sem Perri- hjónin styðjast við, er hin svo- nefnda „audio-lingual“ aðferð, en hún er í þ'ví fólgin, að menn læra að tala erlent tungumál á sama hátt og ungbörn læra að tala, eðlilega og áreynslulaust. Þátttak endur í námskeiðinu voru mjög hrifnir af þeim árangri, sem náð- Gestaboð LAUGARDAGINN 2. marz sl. bauð Þorkelshólshreppur í Vest- ur-Húnavatnssýslu Þverhrepp- ingum til „Víðihlíðar". Mættu þar milli 50—60 Þverhreppingar, •auk fjölmargra Þorkelshóls- hreppsbúa. Hófið setti Ólafur Daníelsson, oddviti, Sólbakka og stjórnaði því. Spiluð var félags- vist undir- stjórn Helga Axelsson- ar, Valdarási. Ávörp fluttu Jó- hannes E. Levy, oddviti, Hrísa- koti, sr. Sigurður Norland, Hind- isvík og sr. Robert Jack, Tjörn, Vatnsnesi. Sigvaldi Jóhannesson, Enniskoti, flutti frumvort kvæði í tilefni dagsins. Halldór Gísla- son, Kambhól, Baldur Skarphéð- insson, Króki og Helgi Aexlsson, Valdarási, sungu ljóð er ort var í tilefni þessa heimboðs, með undirleik Guðmundar Árnason- ar, Neðri-Fitjum. Að lokum var stíginn dans frameftir nóttu af miklu fjöri, við undirleik hinn- ar alkunnu hljómsveitar „Rómó“. Gestaboð þetta var mjög á- nægjulegt í alla staði og ógleym- anlegt þeijp er það sóttu. Þáðu gestir rausnarlegar veit- ingar, sem er þeim er að því stóðu til fyrirmyndar og færa Þverhreppingar þeirr þakkir fyr- ir það. Gestaboð þetta, á milli sveita, er nýlunda í Vestur-Húna vatnssýslu. X. ist á svo stuttum tíma, og fyrir- hugað er að halda slíkum nám- skeiðum áfram á vegum félags- ins, þar sem vonir standa til, að Fulbright-stofnunin muni aftur senda hingað kennara næsta haust. Mun þá námskeiðið vænt- anlega standa í 8 til 10 vikur. Perri-hjónin létu mjög vel af dvöl sinni á Akureyri. Þau héldu Arshátíð Skógaskóla Borgareyrum, 20. apríl. ÁRSHÁTÍÐ Skógaskóla var hald in þann 9. þ. m. Nemendur höfðu með aðstoð skólastjóra og kenn- ara undirbúið fjölþætta og vand- aða dagskrá er hófst með sam- söng nemendakórs skólans undir ágætri stjórn Þórðar Tómassonar rithöfundar, þjálfara kórsins. Þá söng tvöfaldur kvartett stúlkna með gítarundirleik. — Fimleikaflokkur pilta og stúlkna sýndu undir stjórn Snorra Jóns- sonar íþróttakennara. Þá var sýndur listdans. Stuttur leik- þáttur: Ráðskonan í Seli eftir Björn í Mörk, vakti hann dill- andi hlátur og náði þar með til- gangi sínum. Við varðeldinn. Söngur stúlkna með gítar undir leik. Fjallkonan, geðug stúlka í skrautbúningi las ísland ögrum skorið. Sundsýnimg pilta undir stjórn Snorra Jónssonar vakti athygli. Skólastjóri Jón R. Hjálmars- son flutti snjallt ávarp og kynnti dagskráratriði. Að lokum var stiginn dans. Hátíðina — sem var með hin- um mesta glæsibrag og öllum til sóma er að henni stóðu — sóttu 3—4 hundruð manns. — Markús. flugleiðis til Reykjavíkur eftir páskana, en þar munu þau kenna enn um skeið við framhaldsskóla. (Fréttatilkynning frá fslenzk- amerískafélaginu á Akur- eyri). Olli ótta og öng- þveiti Stokkhólmi, 24. apríl, NTB Það bar við á Strandvágen í Stokkhólmi í morgun, þar sem hundruð borgarbúa gengu um og nutu vorsólarinnar, 1 eftir harðan vetur, að sjald- séður vegfarandi skaut mörg- ! um skelk í bringu og skapaði i mikið umiferðaröngþveiti. ! Stór og mikill hestur kom i á harðaspretti eftir götunni í ] áttina að Nybroplan, geyst- ist milli sporvagna og bifreiða 1 og mátti minnstu muna, að i hann hlypi fjölda manns um | koll. Fólk hljóp hljóðandi og 1 skelfingu lostið, í allar áttir,1! en hesturinn linnti ekki sprett l inum fyrr en hann rakst á | fóiksbifreið og steyptist um 1 koll. í fallinu tók hann með | sér lítinn dreng, er hafði ver- j ið þar á hjóli. Hestur og strák | ur voru fluttir í sjúkrahús, j en hvorugur meiddist mikið. Hesturinn, sem heitir j „Darco“, hafði verið inni í, i 1 búri í Djurgárden. Hann sleit j sig burt, rauk út úr búrinu i yfir Djurgárds-brúna og inn 1 á Strandvágen, sem er með i meiri umferðargötum Stokk- j hólmsborgar. I Ingólfur Kristjánsson for- maður Fél. ðsl. rithöfunda AÐALFUNDUR Félags íslenzkra rithöfunda var haldinn laugar- daginn 20. apríl að Hótel Borg. Á fundinum var lögð fram staðfest skipulagsskrá Bók- menntasjóðs félagsins, sem stofn aður var fyrir rúmu ári, og sam- þykkti fundurinn að verja 5000 krónum af tekjuafgangi siðasta árs til sjóðsins, en hann nemur nú rúmum 45 þúsund krónum. Tilgangur sjóðsins er að veita rithöfundum bókmenntaverðlaun í viðurkenningarskyni fyrir ákveðin ritverk eða bókmennta- afrek. Sjóðnum hafa þegar bor- izt nokkrar gjafir, þar á meðal 25 þúsund króna gjöf frá göml- um Reykvíking, en sjóðurinn veitir viðtöku gjöfum frá ein- staklingum, fyrirtækjum og fé- lögum, sem styrkja vilja rithöf- unda og efla með því íslenzkar bókmenntir. í stjórn Félags íslenzkra rit- höfunda voru kjörnir: Formaðwr Ingólfur Kristjáns- son, ritari Þóroddur Guðmunds- son, gjaldkeri Ármann Kr. Ein- arsson og meðstjórnendur Gunn- ar Dal og Stefán Júlíusson, og i varastjórn Jón Björnsson og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúar i stjórn Rithöfunda- sambands íslands fyrir næsta ár voru kjörnir Guðmundur G. Hagalín og Stefán Júlíusson og til vara Indriði Indriðason ag Ingólfur Kristjánsson. I stjórn Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins var kjörinn Helgi Sæmundsson og til vara Guðmundur G. Haga- lín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.