Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 3
Miðvikuðagur 1. maf 1963 MOK nvisrtl 4 OIÐ 3 . ....................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... ■ ' ' - ’ SVO sem skýrt var frá hér í blaðinu sl. laugardag hrapaði 10 ára drengur frá Akranesi, Guðmundur Magnússon, í klettum í Akrafjalli, er hann var að reyna að komast að hrafns hreiðri, sem þar var. Blaða maður Mbl. hitti sl. mánu- dag hinn unga pilt og rabb aði ofurlítið við hann um slysið. G-uðmundur litli er 1 jós- hærður hnokki, pattaralegur eftir aldri og lætur sér sýni- lega ekki allt fyrir brjósti brenna. Við fundum hann í hópi 6 glaðlegra manna, er frá er talið gamalmenni, seim lá í einu rúminu. Hinir voru kátir og gamansamir og skutu inn setningu og setningu meðan samtal okkar fór fram. — Það er ekki verið að hafa blaðaviðtal við okkur, sagði einn þeirra sem gat ekki hreyft sig í rúminu þar sem einhverjar leiðslur og pípur lágu frá honum, þar af ein frá nefinu. — Hafið þið lent í einhverj- um ævintýrum? — Nei. Það er verið að lappa upp á magann í mér og sprengja hrygginn í þessum, sagði sá með klemmuna og benti á næsta granna sinn. Einhver sagði mér að bað væru 15 mannhæðir Við snúum okkur nú að Guð mundi litla og setjumst á rúm- stokkinn hans og hef jum rabb- ið. Guðmundur sat upp í rúm inu og var hinn glaðlegasti. — Hvað voruð þið að ferðast þarna langt uppi i Akrafjalli, þú og Ólafur Karls son?, spyrjum við. — Við fórum bara þarna bara upp eftir að gamni okk- ar. Hrafnshreiðrið var í neðstu klettastöllunum. Við sáum menn skammt frá hreiðrinu, en þeir voru farnir þegar við komum. Okkur datt þá í hug að fara að skoða hreiðrið og ég fór að klifra niður að því. — Þið hafið þá komið út á klettabeltið ofan við hreiðr-, ið? — Já, já. Ég lét mig síga ofan af brúninni og ætlaði nið ur á stein, sem ég sá fyrir neðan. Ég sá líka hreiðrið og það voru 5 egg í því. En þegar ég kom á steininn lét hann undan og ég dinglaði þá á ann arri hendinni og snérist nærri við og þá mi9sti ég takið. — Og hvar rankar þú svo við þér? — Ég man það ekkert. Ég heyrði í strákunum en þá var ég víst kominn hálfa leið heim. En ég man þetta ekkert. Ég veit ekkert hvernig ég var þegar þeir fundu mig. Þeir sögðu að ég hefði setið. — Og hefir þér ekki liðið illa síðan? — Nei, nei. Ég hef ekkert mikið fundið til. — Var hátt fram af klettun- um þar sem þú hrapaðir? — Ég veit það ekki ná- kvæmlega. Það var nokkuð hátt. Það sagði mér einhver að það væru 15 mannhæðir. — Er þetta lóðrétt bjarg? — Nei það hallast dálítið. — Eru skriður þarna? — Nei, það er engin möl. Bara grjót. — Af hverju vilduð þið komast að hreiðrinu? — Við vildum bara ná í egg in. — Var það af því þið höfð- uð heyrt að hrafninn tæki stundum litl-u lömbin á vörin? — Nei, nei. Þetta var bara svona í gamni. Nú skýtur einn sjúkrafélag- anna inn spurningu. — Þú hefir líklega komið í kletta áður? — Já, já. — Heldurðu að þú hættir að klifra eftir þetta?spyrjum við. — Ætli það, segir Guð- mundur litli og brosir kank- víslega um leið og við smell- um mynd af honum. — vig. 1. maí í Hafnarfirði: Kröfuganga, útifund- ur og skemmtanir 1. MAÍ verður minnzt í Hafnar- firði með svipuðu sniði og undan- farin ár. Farin verður kröfu- ganga, haldinn útifundur svo og ekemmtanir. Kröfugangan hefst frá Verka- mannaskýlinu kl. 1,30 síðdegis og gengið um bæinn og staðnæmzt við Fiskiðjuver Bæjarútgerðar- innar, þar sem útifundur verður haldinn. Ræður flytja Hermann Guðmundsson, formaður vmf. Hlífar, Sigurður Þórðarson, full- trúi Starfsmannafélags Hafnar- fjarðar, Guðríður Elíasdóttir, gjaldkeri vkf. Framtiðin og Ólaf- ur Brandsson, ritari Sjómanna- félags Hafnarfjarðar. Lúðrasveit Hafnarfjarðar, undir stjórn Jóns Ásgeirssonar, leikur í kröfugöng- unni og á útifundinum. Barnaskemmtun verður í Bæj- arbíó klukkan 5 síðdegis og þar stjórnar Haukur Helgason fjöl- breyttri dagskrá, sem m. a. Árm Tryggvason og Bessi Bjarnason taka þátt í. Um kvöldið verður dansleikur í Alþýðuhúsinu og hefst hann klukkan 9 síðdegis. Aðalfundur Blaða- mcnnafélags íslands Ivar H. Jónsson kjörinn formaður Aðalfundur Blaðamannafélags íslands var haldinn nýlega Stjórnaði fráfarandi formaður, Gunnar G. Schram, fundinum og flutti skýrslu yfir störf stjórn- arinnar, sem voru margþætt og umsvifameiri en nokkru sinni fyrr. Lesnir voru og skýrðir reikn- ingar félagssjóðs svo og Menn- ingarsjóðs ásamt minningarsjóð- um Vilhjálms Finsen og Hauks Snorrasonar. í þessum þremur síðasttöldu sjóðum eru nú 427.000 kr. samtals, og voru veittar á sl. ári 75 þús. kr. í styrki til utan- ferða blaðamanna. Var nú í fyrsta sinni úthlutað úr Finsensjóði. í Lífeyrissjóði blaðamanna eru nú um 1.2 millj. kr., og hefur sjóðstjórnin lánað 1.118.000 kr. til húsbygginga blaðamanna. fvar H. Jónsson, ritstjóri Þjóð- viljans, var kjörinn formaður fé- lagsins, en formannssætið skipt- ist milli blaða frá ári til árs. Aðr- ir í stjórn voru kjörnir: Atli Steinarsson, Björgvin Guðmunds son, Elin Pálmadóttir og Tómas Karlsson. í stjórn Menningarsjóðs blaða- manna voru kjörnir: Björn Thors Indriði G Þorsteinsson og Ingólf- ur Kristjánsson. STAK8TEII\1AH Ljóst dæmi fölsunar. Það er ekki undantekning heldur regla, að Tíminn falsi staðreyndir í málflutningi. Menn eru þess vegna hættir að kippa sér upp við falsanirnar, þeir ganga út frá þeim sem visum. Engu að síður ætlar Morgunblað ið að benda á eina af fölsunum Tímans í gær. í ritstjórnargrein stcndur eftirfarandi: „Sl. sunnudag ver Bjarni Benediktsson nær öllu Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins til að réttlæta það, að kosningadegin- um var flýtt um þrjár vikur frá því, sem kosningalögin gera ráð fyrir. Höfuðvörn Bjarna er sú, að Tryggvi Þórhallsson hafi ákveðið kjördag 11. júní, er hann rauf þingið 1931. Þess get- ur Bjarni ekki, að Tryggrvi gat ekki ákveðið kjördaginn síðar nema með því að brjóta stjórnar skrána. Samkvæmt henni verður að kjósa innan tveggja mánaða frá þingrofi. Þingrofi gat Tryggvi ekki frestað og þá heldur ekki ákveðið kosningarnar síffar. Tryggvi var hér bundina af stjórnarskránni.“ „Þess getur Bjarni ekki“ Það er rétt, að um þingrofið 1931 var fjallað í Reykjavíkur- bréfi sL sunnudag, og hér skal endurprentað það, sem Tíminn segir að EKKI hafi staðið í Reyk javíkurbréf i: „Fyrir 1931 hafffi Alþingi að minnsta kosti verið rofið níu sinnum. í þessi níu skipti voru kosningar einungis tvisvar látnar fara fram innan tveggja mánaða frá kjördegi. 1 öll hin skiptin var ákvæðiff skilið og framkvæmt þannig að látið var nægja að á- kveða og auglýsa kosningarnar innan hins tiltekna tima. Fram- sóknarmenn voru því alveg frjálsir að því 1931 að láta kosn- ingar fara fram eftir 12. júní, einungis þurfti aff gæta þess að þær yrðu svo snemma að þingið gæti komið’saman áður en átta mánuðir væru liðnir frá þingrofi Segja má, að orðalag stjórnar- skrárákvæðisins megi misskilja og sé Gísla að því leyti vorkunn en ef hann hefði viljað hafa það sem sannara reynist, mundi hann hafa leitað til þingbróffur síns, Ólafs Jóhannessonar, sem í stjórnlagafræffi sinni segir:“ Síðan kemur tilvitnunin í pró- fessor Ólaf, þar sem m.a. er vik- ið að því að föst venja hafi mynd ast um þaff áður, að nægilegt væri að kjördagur væri ákveð- inn og auglýstur innan 2ja mán- aða, þótt kosningar færu fram síðar. „Mundi sá skilningur senni lega talinn venju helgaður“, seg- ir í tilvitnuninni. Sjö skipti af níu. Síðan segir í Reykjavíkurbréf- inu: „Ólafur Jóhannesson slær að vísu nokkuð úr og í, eins og var- færnum lögfræðingum er títt. En mjög fer Gísli Guðmundsson óheiðarlega með heimildir, ef hann byggir Tímainnskot sitt á þessari fræðilegu umsögn Ólafs, sem ósennilegt er annað en hann hafi borið sig saman við. Þótt orðalagið megi skilja á tvo vegu, sker venjan úr, enda er það með ólíkindum, að orðalagið hafi verið gersamlega misskilið í sjö skipti af níu. Mundi og sá skiln- ingur, sem Gísli Guðmundsson fyrirvaralaust staffhæfir að sé hinn eini rétti leiða til þess, að stundum kynnu kosningar að verffa óhjákvæmilegar um há- vetur, ef íslenzkum þingræðis- reglum ætti að halda.“ Þetta m.a. stóð í Reykjavíkur- bréfinu, og geta menn svo dæmt um sannleiksást Timans meff hliðsjón af ritstjórnargrein þess blaðs í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.