Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 21
1M O R GU'W B L 4 Ð 1Ð ^ 21 t Miðvikudagur 1. maf 1963 er úrvals jurtafeiti frá Banda— ríkjunum, sem tryggir hús- móðurinni öruggan bakstur. Ekkert jafnast á við CRISCO. Allar kökur verða betri sé það notað. Enda eru vinsældir CRISCO ótví- ræðar. Auk þess tekur CRISCO öllu öðru fram, þegar þér þurfið að steikja fisk eða kjöt. Reynið það sjálf og þér munið aldrei nota annað sé CRISCO fáanlegt. CRISCO ar auðmelt og algjörlega bragðlaust. Q.Johnson & Kaaber " VeitingasaSan Hótel Garði Ein framreiðslustúlka og tvær aðstoðarstúlkur, ósk- ast 1. júní n.k. Upplýsingar í síma 17489 kl. 12—13 og kl. 18—19 í dag og á morgun. I. O. G. T. Stúkan Mínerva nr. 172 .heldur fund í kvöld kl. 20.30. Hagnefndaratriði o. fl. Mætið stundvíslega. Æt. Stúkan Andvari nr. 265 Fundur fimmtudaginn 2. maí. Kosning og innsetning embættismanna og kosning fulltrúa á umdæmisstúkuiþing. Kaffi eftir fund. Hagnefndar- atriði. Æt. TJmdæmisstúkan nr. 1 Voiþing Umdæmisstúkunn- ar nr. 1 verður sett í Bind- indishöllinni í Reykjavík, Frí- kirkjuvegi 11, laugardaginn 25. maí 1963 kl. 2 e. h. — Nánar kynnt stúkunum bréf- lega. Umdæmistemplar. Hið viðurkennda danska prjónagarn. fæst nú af mörgum tegundum og í fallegum litum MARTEÍNI Morgunblaðið vantar nú þegar unglinga eða eldra fólk til að bera blaðið til kaupenda þess í þessum hverfum. Bergstaðastrœti — SörSaskjói og Herskólakamp við Suðurlandsbr. 4 LESBÓK BARNANNA li Sagan af Vellýgna - Bjarna 5. Bjarni hafði þá drepið keilu heldur væna. Bjarni lét draga upp stjóra og halda til lands. Á leiðinni flatti hann keiluna og lagði hana aftur í skut, en þegar vika var til lands, kom þorsk- hausahríð svo mikil úr landi, að þeim lá við bana, fuku fjallháir hausahlaðar sem lausamjöll. Þeir hertu nú á róðrinum sem mest máttu þeir, létu koli fylgja kili, rykktu á og rifu aftur úr, Loksins komust þeir til lands við illan leik. 6. Bjarni var þá orðinn heldur matlystugur, eiida át hann þá svo mikið, að furðu sætti. En át hans dró dilk á eftir sér, því að hann fékk vindgang mikinn. Tók hann þá stjóra og lét hann fyrir óæðri endann á sér, en svo var vindgangurinn mik- ill, að stjórinn þeyttist aust- ur undir Eyjafjöll. Það er frá keilu Bjarna að segja, að hún var orðin sleggjutæk, þegar þeir komu í land, og var hún þó hálf- ur annar fjórðungur á þyngd. 7. Bjarni býr nú ferð sína ©g heldur að Görðum á Álfta- nesi; réri hann þaðan inemma morguns. Hann sigl- ir í landsynning veslur á Svið. l»ax er nógur fiskur og meðal annars dregur Bjarni þar lúðu. Hún var svo stór, að þeir gátu ekki innbyrt hana og urðu að hafa hana 4 efUr sér. Veðrið tók nú að hvessa og fylgdi því svo mikill gnýr, aö allir héldu að það væri galdraveður, þeir héldu því til lands sem fljót- ast. 8. Bjarni sá þá svarta flygsu í loftinu, rís upp og nær í hana. Þetta var þá Garða- kirkja. Hana hafði tekið upp í veðrinu. Bjarni hnýtti henni lika aftan í skipið. Þeir komast nú til lands með hcilu og höldnu og draga upp aflann, en Bjarni nennti ekki að para lúðu sína' um kvöldið. Morguninn eftir kemur fjósamaður frá Mosfelli. Mos- íeliskýrnar hafði hrakið eitt- hvað út í buskann kvöldinu áður, og var fíósamður að leita að þeim. Umskiptingurinn „ÞAÐ er fjölskylda að flytja í gamla húsið hérna við hliðina á okkur,“ sagði pabbi, þegar við vorum að borða hádegis matinn. „Maðurinn byrj- aði að vinna í verzlun- inni hjá mér í dag. Kon- an hans kemur ekki fyrr en eftir viku, en Hans sonur hans kom með hon um, — dökkhærður dreng ur á aldur við þig. Þú ættir að skreppa til hans á morgun og leika þér við hann, því ég er hrædd ur um, að honum leiðist." Daginn eftir fór ég á- samt Lappa, hundinum mínum, sem fylgdist með mér. Hanntrítlaði á undan upp að húsinu. Lappi gat ekki stillt sig um að gelta af kátínu um leið og hann kíkti inn um einn gluggann rétt hjá útidyr- unum. Á næsta andar- taki rak hann upp ýlfur og hljóp heim með skott- ið milli fótanna eins hratt og hann gat. Það var ekki laust við, að mér hætti að standa á sama. Lappi var ekki vanur að verða svona hræddur að ástæðulausu. Ég veigraði mér við að berja þarna að dyrum, svo ég fór að svipast um eftir bakdyrunum. Þær voru á hinni hlið húss- ins og ég herti upp hug- ann og barði nokkur létt högg. Enginn svaraði. Þá barði ég aftur, fastara og beið stundarkorn. Ég ætlaði að fara að berja í þriðja sinn, þegar ég heyrði, að einhver inni í húsinu kallaði: „Hjálp!“ Fyrst datt mér í hug að fara að dæmi Lappa og hlaupa heim, en þá heyrði ég sagt á bak við mig: „Pabbi er ekki heima.“ Ég sneri mér svo snöggt við, að ég var næstum dottinn niður tröppurn- ar. Drengur á aldur við mig (og er tólf ára) stóð við húshornið — og horfði á mig. En hár hans var ekki svart, — það var eldrautt! Hann var góðlegur á svipinn. „Ert þú Hans Sand,‘ spurði ég, — „ég heiti Óli Hansen. „Já, eftirnafn mitt er Sand“, svaraði hann. Það var fallegt af þér að líta til mín. Dyrnar eru læst- ar, en nú skal ég fara og opna.“ Hann hvarf aftur fyrir hornið. Mér varð litið á hárið á honum. Pabbi hafði sagt að hann væri dökkhærður en það er ekki rétt. Nú var lyklin- um snúið í skránni og dyrnar opnuðust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.