Morgunblaðið - 01.05.1963, Side 7
Miðvikudagur 1. maí 1963
MO'RCrvm 4 ni t>
7
A SUNNUDAG hélt Frjáls
menning ráðstefnu um stúd-
entsmenntunina. Hófst ráð-
stefnan kl. 2 e. h. í Hagaskól-
anum og stóð til 6*4 e. h. Um
50 manns sátu ráðstefnuna og
meðal þeirra voru mennta-
málaráðherra, rektor Háskól-
ans, fræðslumálastjóri, rekt-
or og skólameistarar mennta-
skólanna, skólastjóri Verzl-
unarskólans, fræðslustjóri
Reykjavíkur, margir mennta
skóla- og háskólakennarar,
ýmsir þekktir læknar, verk-
fræðingar, raunvísindamenn
og listamenn. Þeir Jóhann S.
Hannesson, skólameistari að
Laugarvatni og dr. Gunnar
FYRIR þennan fund er lögð sú
spurning, hvort stúdentsmennt-
un á íslandi sé orðin úrelt. Mér
virðist bezt að byrja á því, fyrir
mitt leyti, að svara þeirri spurn-
ingu hiklaust játandi. En ég vil
bæta því við strax, að mér er
það fyllilega ljóst, að með þessu
hefi ég í rauninni ekkert sagt.
í fyrsta lagi liggur það í aug-
um uppi, að menntaskólarnir
eru úreltir. Og í öðru lagi er
þetta miklu flóknari spurning en
svo, að einfalit, já, varpi nokkru
Ijósi á hana, jafnvel þótt það
svar væri sannanlega eins rétt-
mætt og ég er sannfærður um
að það er.
En sem betur fer þarf hér
ekkert að sanna. Þetta er um-
ræðufundur, og þótt fundarboð-
endur hafi sýnt mér þann óverð-
skuldaða sóma, að láta mig eiga
þátt í að hefja umræðurnar, veit
ég, að ekki er til þess ætlazt, að
ég komi hér fram með nein þau
grundvallarsannindi, er hver
maður hljóti að fallast á. Ég hefi
tiitölulega ákveðnar skoðanir og
hugmyndir um ástand og þarfir
stúdentsmenntunarinnar á ís-
landi. En ég er ekki kominn
hingað til þess að fá þær hug-
myndir samþykktar — né heldur
endilega til þess að fá þeim
breytt. Ég hefi engar kenningar,
enga teóríu, ekkert dogma fram
að færa í þeim efnum, sem hér
eru til umræðu, og ég er heldur
ekki í leit að neinu slíku. Ég tók
að mér þessa framsögu af eins-
konar starfrænni eigingirni. Þær
skoðanir og hugmyndir, sem ég
þarf á að halda í starfi, þrífast
ekki vel í tómrúmi né í því sér-
kennilega andrúmslofti, sem ætíð
myndast innan hverrar þröngt
afmarkaðrar stéttar eða starfs-
greinar. Um þær þarf að leika sá
frjálsi andvari, sem ekkert nema
óháðar og áhugasamar og sifcHd-
ar samræður allrar menntastétt
arinnar getur skapað. Ég á ekki
von á að mér verði mótmælt,
ef ég segi það, að talsverð lægð
sé og hafi verið yfir vitsmuna-
legum samskiptum islenzkra
menntamanna í ræðu og riti.
Boðun þessa fundar er örvandi
vottur um það, að nú kunni að
bregða til bjartara veðurs.
En hverfum nú að umræðu-
efninu sjálfu. Ég hefi þegar lýst
því yfir, að ég tel stúdentsmennt-
un á íslandi úrelta, og þessuim
orðum verð ég að finna nokkurn
stað. Efnið er mér of náið til þess,
«ð ég geti látið mér nægja höfuð
Böðvarsson fluttu merk er-
indi um eðli og hlutvcrk
stúdentsmenntunar og þær
nauðsynlegu breytingar, sem
á henni þyrfti að gera til þess,
að stúdentsmenntun svaraði
kröfum tímans í nútírna þjóð
félagi.
Þá, sem til máls tóku, má
greina í þrjá hópa. Fyrstan má
telja hóp framþróunarmanna
með Jóhann S. Hannesson, skóla
meistara í broddi fylkingar, en
hann taldi, að róttækar breyt-
ingar þyrfti að gera á mennta-
skólanáminu, bæði námstilhög-
un, kennslu og námsefni, til þess
að námið svaraði eðli undirbún-
ingsnáms undir æðri menntun,
er jafnframt væri nám í almenn-
um menntum. Þá má telja þá,
atriði og megindrætti — áður en
lýkur hlýt ég að koma að ein-
stökum smáatriðum. (Þýðir ekki
pedant upprunalega kennari?)
Fyrst vil ég þó leiða að því
nokkrar almennar líkur, að ég
kunni að hafa á réttu að standa.
Um víða veröld má heita að í
menntamálum sé nú allt á öðrum
endanum. í hverju landinu á fæt-
ur öðru fer fram róttæk endur-
skoðun á skólakerfum, námsefni,
kennsluaðferðum. Rannsóknir,
álitsgerðir, tillögur reka hver
aðra í óþrjótandi röð. Svo ekki
sé minnzt á þau mörgu lönd, sem
eru að koma sér upp skólakerfi
í fyrsta sinn, má nefna að í
Englandi birtist árið 1960 ræki-
leg skýrsla um menntaskólastig-
ið, og svipuð rannsókn á vanda-
málum háskólanna stendur þar
yfir. í Danmörku birtist nefnd-
arálit um nýja menntaskóla 1960
í Sviþjóð gengur í gildi nýtt
menntaskólakerfi í haust, en að
baki því liggur margra ára rann-
sókn og umfangsmikið tilrauna-
starf. í tímaritum almenns efnis
og jafnvel í dagiblöðum úir og
grúir af greinum um hin marg-
víslegu skólamál. „Seinagang-
urinn í skólunum", „Strandið á
stærðfræðiskerinu," „Kostir og
gallar kennsluvéla,“ „Bylting
stúdenta gegn hefðbundnu sið-
ferði“ — þetta eru nokkrar fyrir
sagnir greina í amerískum dag-
blöðum. Síðast í gær barst mér
í hendur tölublað af New York
Times, þar sem heilt fylgiblað
er helgað skólamálum — en
slík fylgiblöð þess dagblaðs
fjalla annars venjulega um við-
skiptamál. Ég tek það fram, að
það er tilviljun ein, að ég les
einkum blöð og tímarit á ensku.
Skólamálin eru hvarvetna efst á
baugi.
Ástæðan til þessa er augljós.
Á síðustu áratugum — ekki sízt
eftir síðari heimsstyrjöldina —
hafa orðið þær byltingar í lifn-
aðarháttum flestra þjóða heims
og vissulega allra þjóða hins vest-
ræna heims, sem hljóta að hafa
í för með sér nýjar hugmyndir
og nýjar kröfur í skólamálum.
Hin hraða framvinda vísinda og
tækni krefst fleiri menntaðra
manna og jafnframt betur og
öðruvísi menntaðra manna en
nokkru sinni áður hefir verið
brýn eða augljós þörf fyrir. Sízt
ómerkari orsök nýrra þarfa í
skólamálum er það, að með vax-
andi velmegun og velmegunar-
skilyrðum (einkum, að sjálf-
sem héldu fram íhaldssamara
sjónarmiði; þeirra tök dýpst í
árinni Þórhallur Vilmundarson,
prófessor, sem taldi, að búið væri
að valda stórtjóni í neðri hluta
gagnfræðaskólanna með ofháum
einkunnum, sem ekki væri mæli
kvarði á hæfni nemenda, er
hærra drægi í skólastiganum, og
farið hefði verið út af réttri
braut, er sérskólum var veittur
réttur til þess að brautskrá stúd-
enta. Fjölmennastur var þriðji
flokkurinn, sem taldi, að nauð-
synlegar breytingar þyrfti að
vísu að gera á stúdentsmenntun-
inni, en að rammi stúdentsnáms-
ins mætti haldast í heild að því
frátöldu, að nýtt námsefni þyrfti
að taka upp, stúdentar þyrftu að
útskrifast yngri en nú er og að
nýrri kennslutækni þyrfti að
beita.
sögðu, í hinum tsekniþróuðu lönd
um) hafa möguleikar til skóla-
göngu opnast margfalt fleirum
en fyrr. Heilar stéttir, sem aldrei
fyrr áttu kost á menntun, hafa
nú uppgötvað menntaþörf sína
og menntagetu. Af þessu hefir
sprottið sívaxandi þörf á fleiri
og stærri skólum en jafnframt
krafa um fleiri tegundir skóla,
Jóhann Hannesson
nýjar menntaleiðir. Áhrifanna
gætir á öllum skólastigum, frá
barnaskólum upp í háskóla.
ísland hefir ekki farið var-
hluta af þessari þróun, og þarf
ekki að orðlengja það. Sú skóla-
löggjöf, sem við nú búum við,
á að nokkru rætur sínar að
rekja til hins nýja ríkjandi kjör-
orðs í skólamálum „Framhalds-
menntun fyrir alla.“ En tvö skóla
stig á íslandi eru því sem næst
ósnortin af því, sem verið hefir
að gerast allt í kringum þau:
menntaskólastigið og háskóla-
stigið.
Almennar líkur benda því til
þess, að menntaskólarnir muni
vera farnir að úreldast. Á sama
tíma og risið hefir nýtt og áður
allsendis óþekkt þjóðfélag á ís-
landi, hafa menntaskólarnir stað-
ið í stað í öllum grundvallarat-
riðum. Þetta er það, sem ég átti
við, er ég sagði í upphafi máls
míns, að það lægi í augum uppi,
að menntaskólarnir væru úreltir.
En ég sagði lika, að spurning-
in, sem ég hefi verið svo fljótur
til að svara, væri mjög flókin.
Hvað er í rauninni átt við, þegar
spurt er, hvort stúdentsnám á
íslandi sé úrelt? Er verið að
spyrja hvort leggja skuli niður
stúdentsmenntun og taka upp
einhverja aðra menntun í stað-
inn? Eða er verið að spyrja,
hvort það hlutverk, sem stúdents
menntun er ætlað að gegna, sé
ekki lengur eins mikilvægt í þjóð
félaginu og það eitt sinn var?
Eða er verið að spyrja, hvort
skipulag og námsefni stúdents-
menntunarinnar hæfi ekki leng-
ur hlutverki hennar?
Ég geri mér í hugarlund, að
verið sé að spyrja um þetta allt
og sennilega margt fleira, sem
mér ekki dettur í hug, þegar
ég velti þessari spurningu fyrir
mér. Það er von mín og traust,
að í þessum umræðum komi það
Ijóst fram, að við byrjum þær
ekki með fastan grundvöll und-
ir fótum, að spurningin er í
sannleika ekki einföld, að vanda
mál menntaskólanna er ekki op-
in bók, að við verðum að grafa
djúpt, áður en við komum niður
á fast.
f trausti þessa ætla ég að láta
það eftir mér, að vekja máls á
— eða öllu heldur tæpa á —
nokkrum einstökum atriðum, sem
mér liggja á hjarta.
Það mun ekki ósanngjarnt, að
byrja á því að nefna nokkra aug-
ljósa kosti menntaskólanna.
1. Skólarnir gera háar kröfur
um menntun kennara, og kjarni
kennaraliðsins er vel hæfur í
starfi. Hitt er svo annað mál, að
erfitt ^getur reynzt að fá kenn-
ara, sem uppfylla allar kröfur.
2. 3(kólarnir reyna að velja
hæfustu nemendurna, og breytir
það engu um viðleitni þeirra, að
ekki er völ á ýkja góðum mæli-
kvarða til að velja eftir.
3. í menntaskólunum er ekkert
kennt, sem ekki er betra að vita
en að vita ekki. Þessari stað-
reynd má ekki rugla saman við
hina, að af praktískum ástæðum
kunna menn að vilja losna við
einhverjar þær greinar, sem þar
eru kenndar.
4. Góður nemandi kemur úr
menntaskóla vel fróður um margt
og að því leyti vel búinn undir
háskólanám, hvað sem líður öðr-
um æskilegum undirbúningi und
ir slíkt nám.
5. Með góðum vitnisburði kem
ur ekki út úr skólanum nema
góður nemandi.
6. Enn má ef til vill telja
það, sem ég vil ekki fullyrða, að
sé kostur, sem sé, að menntaskól-
inn er hæfilegt framhald af próf.
inu, sem veitir inngöngurétt í
hann.
Sitthvað annað mætti vafa-
laust telja skólanum til gildis, og
treysti ég því, að þeir geri það,
sem minni áhuga hafa en ég á
því, að telja gallana, en að því
óljúfa verki sný ég mér nú.
Efst á blað vil ég hér setja
atriði, sem ekki snertir beinlín-
is skólana sjálfa, heldur hefð-
bundin viðhorf okkar til þeirra.
Þessi viðhorf birtast í málvenj-
um okkar. Við tölum um æðri
skóla, æðri menntun; við lítum
á skólakerfið sem tignarstiga,
ekki sem samfellda lífræna
heild. Menntaskólastigið hefir
verið tignað sem hinn sjálfsagði
og óumdeilanlegi hápunktur allr-
ar framhaldsmenntunar neðan
við háskólastigið. Þetta kann ein
hverntíma að hafa átt rétt á sér;
ég læt sagnfræðingum eftir að
skýra það. En þessi dýrkun er
þröskuldur í vegi framfara nú,
þegar á því ríður að fjölga teg-
undum framhaldsskóla, að auka
fjölbreytni menntunarinnar, að
opna sem flestar dyr að háskól-
unum. Það getur ekki gengið, að
ein tegund skóla njóti ástæðu-
lausrar virðingar fram yfir aðra
skóla fyrir sama aldursstig. Það
ber að stefna að því — og verður
án nokkurs vafa stefnt að því
— að allir séu við nám að ein-
hverju eða öllu leyti til 18 ára
aldurs, að minnsta kosti. En það
er ekki hægt, nema öll sú marg-
víslega menntun, sem þjóðfélagið
þarf á að halda, njóti jafnréttis í
grundvallaratriðum.
Fullvissan um það, að mennta-
skólanámið væri eins fullkomið
og hugsazt gæti, hefir þegar orð-
íð okkur að skaða. Þegar settir
hafa verið á stofn sambærilegir
skólar, hefir fyrirmynd mennta-
skólanna ætíð verið fjötur um
fót þeirra. Hver nýr skóli fyrir
þetta aldursstig er nýtt tækifæri
til að víkka, rýmka, auka fjöl-
breytni. Sköpunarsaga allra
slíkra skóla hefir verið að ein-
hverju leyti saga glataðra tæki-
færa.
Ég held það sé ekki fjarri
sanni að segja, að menntaskól-
arnir á íslandi hafi að nokkru
gegnt sama afturhaldshlutverki
og hinir eldri háskólar Breta.
Þeir háskólarnir hafa átt og eiga
dýrmætar þjóðfélagsmótanir,
hefðir, þótt margir telji þær nú
úreltar. En hafa íslenzkir mennta
skólar nokkrar slíkar hefðir að
varðveita?
(Því má skjóta inn hér, þótt
ekki sé tækifæri að ræða það
nánar, að í menntaskólanum er
fólk á því aldursstigi sem í mörg
um öðrum löndum er kennt í
háskólum.)
Ein skaðvænleg afleiðing þess,
að skólarnir hafa ekki fylgzt
með þjóðfélagsþróuninni er það,
að þeir gera enn ráð fyrir því,
að nemendur hafi allan náms
áhuga frá sjálfum sér. Þetta mun
hafa verið réttmætt meðan flest-
ir, sem skólana sóttu, færðu til
þess stórar fórnir og meðan lang-
skólaganga var eina leiðin til
vegs og valda í þjóðfélaginu, en
svo má heita að væri til skamms
tíma. Þessu er ekki lengur að
heilsa. Menntaskólanám er ekki
lengur arðvænna en svo í fjár-
hagslegu eða þjóðfélagslegu til-
liti, að námshvötin kemur ekki
af sjálfu sér. Þetta munu margir
harma, en það breytir ekki stað-
reyndinni. Skólarnir verða að
laða nemendur, ef sú námsgeta,
sem til er í landinu, á að nýtast.
En það er einmitt þetta, sem
skólarnir gera ekki. Allt stúdents
námið, að heita má, er yfirlits-
nám. Fagafjöldinn og tímaþröng-
in eru áhugadreifandi og áhuga-
drepandi. Hvergi er næði til að
staldra við og sökkva sér niður í
nokkra grein.
Kennsla er því sem næst al-
gjörlega bóklega bundin og það
sem verra er — kennslubók-
bundin. Ef undantekningar eru
frá þessu, er það því nær ein-
göngu ágæti einstakra kennara
að þakka, en við menntaskól-
ana er, eins og ég hefi þegar
sagt, ágætra kennara völ. Þó verð
ur að minnast þess, að ágætir
kennarar eru sjaldgæfir, og þeim
fækkar að tiltölu eftir því, sem
stéttin vex. Við munum allir
sammála um það, að ekkert geti
komið í stað afbragðskennara.
En sé afbragðskennara ekki völ,
verður kerfið að bera sinn hluta
byrðarinnar.
Ég verð að fara hér fljótt yfir
sögu, enda yrði það ekki skemmti
legur lestur, _að tína allt til, sem
tina mætti. Ég vil aðeins nefna
það, að allt, sem virðist liggja
nemendum verulega á hjarta, allt
sem þeir af ánægju og löngun
leggja sig fram um, virðist falla
utan við hið eiginlega skólastarf.
Ég er ekki svo einfaldur að
vænta þess, að nemendur hætti
skyndilega að leiðast að sitja á
skólabekk, að þeir verði allt í
einu eins fullir af áhuga og kenn
arana, leiða á ítroðslunni, dreym
ir um. Ég á einungis við það, að
kennslan virðist ekki veita nem-
endum neina verulega andlega
fullnægingu. Ég þykist ekki þurfa
að leggja áherzlu á það við þenn
an hóp, að þegar bezt lætur er
nám andleg fullnæging. Ég ei
jTramh. á bls. 8.
Framsöguerindi Jóhanns llannes-
sonar, skólameistara, á fundi
Frjálsrar menningar