Morgunblaðið - 01.05.1963, Side 13

Morgunblaðið - 01.05.1963, Side 13
Miðvikudagur 1. maí 1963 MORGUNULAÐIÐ 13 — Frjáls menning Framhald af bls. 8. nútima sérgreinar þurfa 6 til 10 ár til þess að ljúka háskólanámi. Eins og málum er nú háttað er tmargur maðurinn því kominn langt að þrítugsaldri þegar hann íhefur loks lokið hásikólanámi. Þetta er einkum svo í laeknis- fræðum. Einn meginvandinn er sá, að xiútímamenn komnir yfir þrítugs aldur vilja stofna heimili. Er hætt við því, að menn beini all- anikilli orku í þá átt, og er hún |þá oft tekin frá náminu ein- mitt á þeim tírna þegar mest ríður á. Sum nútímafög eru orð- in svo enfið, að menn verða að einbeita öllum kröftum, og um- fram allt hefja nám ungir. >ví meiri „abstraktion" í faginu því yngri verða menn að byrja. Mis- tök og truflanir við byrjun sér- náms geta valdið miklu tjóni. Ég er því þeirrar skoðunar, að seskilegt sé að færa erfiðasta hluta sérnámsins niður á lægstan mámsaldur, og að menn fái að vera sem mest í friði. Ég tel, að þetta beri að gera m.a. með því að stytta tíma menntaskólanámsins, og virðist mér mögulegt að gera nokkrar breytingar í þessa átt, m.a. með því að a) lengja árlega skólagöngu, b) skera niður nám í ýmsum greinum, og taka upp punktakarfið.. Varðandi síðara a'triðið vil ég nefna málanámið í stærðfræði- deild. Þar kemur til greina að. gera ensku eina að skyldiumáli, en láta menn síðan velja aðeins eitt annað erlent mál, þýzku, frönsku eða rússnesku. Ég tel, að latinu beri að fella niður, og einnig er ég ekki grunlaus um, að íslenzkunám sé of langt og óihentugt. Sama má e.t.v. segja um sögunám. Hins vegar tel ég, að í stærð- fræðideild verði nám í stærð- fræði og eðlisfræði að vera ó- skert. Ef, á hinn bóginn, er ætlast til þess, að menntaskólanámið uppfylli að einhverju leyti síð- ara skilyrðið, sem nefnt var áðan, þ.e. leiði til hagnýtrar þekking- ar, sem geri mönnum kleift að taka upp án frekari skólagöngu starf á ýmsum nútímasviðum, þá tel ég menntaskólanámið of stutt. Við verðum að viður- kenna, að menntaskólanám, eins og það er í dag nær ekki þess- um tilgangi. Þetta er að því leyti baga- legt, að einmitt nú skortir veru- lega hæfilega þjálfaða menn til ýmissa starfa í iðnaði og vísind- um þar sem ekki þarf lang- skólamenntun. Umri Próf. Matthías Jónasson benti á, að í kennslu menntaskólanna væri ekki tekið tillit til þekking- ar nútímans í sálar- og uppeld- isfræði. Taldi hann nýja deild- arskiptingu æskilega með m a. uýmáladeild og náttúrufræði- deild. Hann sagði, að vandamál menntaskólanna lægi að veru- legu leyti í barnaskólastiginu og skólakerfinu í heild. Af öllu kon servatífu í þjóðfélaginu taldi hann skólakerfið konservatífast alls. Matthías Johannessen, ritstjóri lagði áherzlu á betri og raun- hæfari tungumálakennslu og taldi að auka bæri lifandi kennslu í íslenzkum bókmennt- um og tungu, enda fátt þroska- vænlegra ungum stúdentsefnum. Skólanám miðalda var í nán- um tengslum við nútímann og vísindaþekkingu líðandi stundar, sagði Páll Kolka, læknir, en með fornaldardekri renaissance-tím- ans var fomnámið sett í öndvegi. .Vildi hann geri kennsluna líf- rænni án þess að sleppt væri yfirlitsfræðslunni, sem nauðsyn- leg er á tíma sérhæfingarinnar. Þórarinn Björnsson, skóla- ameistari fagnaði því, að þessi Til greina kæmi að bæta úr þessum skorti með því að lengja menntaskólanámið um eitt eða tvö ár, og láta menntaskólanema læra ýmsar hagnýtar greinar einkum á tæknisviðum. En þessi niðurstaða er í beinni andstöðu við það, sem áður var sagt, og tel ég ekki hægt að brúa bilið innan ramma menmta- skólanna. Álitlegra virðist mér að miða menntaskólanámið við þarfir háskólanna, og fara þá leið, sem áður var talin, þ.e. stytta það frá því, sem nú er. Úr skorti tæknimenntaðra manna má þá bæta með því að taka upp það háskólanám, sem kallað er B.S. nám í stærðfræð- um og tæknifræðum. Ég verð að segja, ég dreg æ meira í efa, að fransk-þýzka námskerfið, sem tekið hefur verið upp á Norðurlöndum, og því einnig hér á landi, henti okkur vel. Brezk- bandarísika kerfið kann að vera betra, en hér er komið út fyrir efnið 1 dag. Að lokum vil ég segja, að ís- lenzikir menmtaskólar verða að vera vel á verði, og fylgjast með ýmsum breytingum, sem nú er verið að gera á öllu námi. Uta'nbókarlærdómurinn, sem eitt sinn var alls ráðandi er nú að víkja fyrir því námi, sem fyrst og fremst eykur skilnimg. Menn telja orðið óhentugt að verja námskröftum til utanbókarlær- dóms. Þessi nýja stefna hefur orðið til þess að víða, m.a. í Banda- ríkjunum hafa menn tekið upp að endurrita algerlega bækur, og er innihald nýrra bóka orðið allt annað en það, sem ég þekkti á menntaskólaárum mínum. Einnig er farið að taka upp í menntaskóium kennslu í nú- tíimastærðfræði, og ég tel víst að haldið verði áfram á þeirri braut. Þetta er veruleg breyting og sjálfsagt til bóta. eðu r mál, sem nú eru svo mjög í deiglunni, væru tekin til um- ræðu, þar sem hollt væri, að „utanaðkomandi“ menn vörpuðu Ijósi á málin fyrir þeim, sem væru „lokaðir inni“ í vandamál- unum. Um þá spurningu, hvort stúdentmennunin væri úrelt eða ekki, benti hann á, að Frakkar hefðu þrásinnis þrjóskazt við að gjöra gjörbyltingu á sínu stúd- entsnámi; þeir væru íhaldssamir, og franskir menntaskólar væru góðir vegna þess, að þar lærðu menn svo mikið. Hins vegar taldi hann þörf mikilla endurbóta. Hlutverk menntaskólanna taldi skólameistari vera það að opna sem flesta glugga, sem flestar leiðir fyrir nemendur, til þess að þeir gætu uppgötvað sjálfa sig í skólanáminu. Hann taldi of- snemmt að afnema bekkjarkerf- ið. Fara þyrfti milliveg milli þess og námsgreinaflokka-kerfis. En þungamiðju þyrfti hver deild að hafa, og deildunum þyrfti að fjölga. Latínuna taldi hann hafa „erfiðisgildi“, eins og Sigurður Líndal hafði komizt að orði og væri hún því almennt mennt- andi. En við værum langt á eft- ir í allri kennslutækni. „Menntaskóli er sköpunarstofn un, þaðan eiga að koma breyttir menn. Menntaskólaárin setja mark á manninn.“ Hann taldi námsefnið miða um of við hefð- bundin „tákn“, sem menn til- einki sér og skipi mönnum í til- tekinn hóp. Latínan væri slíkt tákn. Námið taldi hann ekki nógu hagnýtt fyrir daglegt líf manna, sér í lagi fyrir tómstund- ir, sem til sveita voru fáar og gripnar fegins hendi, en nútíma- maðurinn þarf að hagnýta sér tómstundirnar með listastarfi, föndri og öðru skapandi starfi. Einar Magnússon, yfirkennari rakti sögulegar ástæður þess, að menntaskólanámið hefir lengzt og taldi það óheppilega þróun, sem náði hápúnkti með lands- prófinu. Skólaskipulagið í land- inu tefur nemendurna í barna- skóla og ásamt öðru er það or- sök hins lengda stúdentsnáms, sagði Einar. Próf. Jóhann Hannesson bar saman norskt stúdentspróf og ís- lenzkt og átaldi það, að hér væri mönnum ekki kennt það í menntaskóla að vinna og að hag nýta sér vísindaleg rit. Einnig þurfa að takast ástir milli menntamannsins og menntanna, sagði hann. „Af hverju eru skólarnir í- haldssamir?“ spurði Steindór Steindórsson, yfirkennari. „Það er vegna þess, að við verðum ofgmalir. Það vantar tækifæri til þess að endurnýja sig, vantar námskeið fyrir kennara o.s.frv.“ Tímarnir eru svo breyttir, sagði hann, að við verðum að sleppa einhverju af námsefninu og taka upp annað. Deildarskipting þarf að verða meiri og náttúrufræðin þurfa að verða kjarninn í nýrri deild. Og undirbúningskennsluna undir menntaskólastigið þarf að skilja frá gagnfræðaskólunum. Próf Magnús Magnússon benti á, að við endurskoðun námsefnis menntaskólanna þyrfti að njóta við fulltrúa frá öllum greinum, ekki sízt raunvísindunum. Samt væri hin húmanistíska menntun hluti hinnar vísindalegu mennt- unar og jafnvægi þyrfti að vera í öllum umræðum um vísinda- nám og báðir hlutar þess þyrftu að njóta sín. Taldi hann brýha nauðsyn til þess að endurskoða námsefni í stærðfræðideild og að háfa í því efni hliðsjón af endurskoðunarstarfi því, sem unnið er erlendis. Skilyrðin, sem námsgreinar í stúdentsnámi þurfa að uppfylla eru almennt hagnýtt gildi, al- mennt erfiðisgildi, sagði Sig- urður Líndal, lögfræðingur. Þessi skilyrði uppfylla stærð- fræði og málfræði, en hins vegar var þessara skilyrða ekki gætt, þegar Verzlunarskólinn og Kenn araskólinn fengu réttindi til þess að brautskrá stúdenta. Hins veg- ar taldi hann menntun geta haft almennt gildi, þótt hún hefði ekki gildi sem stúdentsmenntun. Kristinn Ármannsson, rektor benti á, að erlendis er deildar- skipting orðin meiri en hér ger- izt og er sums staðar tekin upp þjóðfélagsfræðileg deild. Enn fremur væri stefnan víða sú að valfrelsi væri aukið, vissar náms greinar gerðar kjörgreinar. Sums staðar væri bekkjarkerfið lagt af og tekið upp hópstarf eftir námsgreinum. Gæfist þetta vel. „Eiga skólar að vera íhaldssam- ir?“ spurði hann. „Skólarnir hljóta að halda í það góða“. „Fundarefnið er róttækt", sagði Gunnar Norland, yfirkenn- ari. Hann fagnaði því, að tekið væri til rökræðna, hvort stúd- entsmenntun væri úrelt og taldi, að slíkar umræður* þyrfti upp að taka um öll skólastig. „Þótt ég kenni tungumál" sagði Gunn- ar Norland, „tel ég að við lær- um of mikið af tungumálum.“ Ármann Snævarr, háskóla- rektor taldi það eitt höfuðatriðið, að menntaskólanámið ætti að þroska nemendurna. Einnig taldi hann mikið á vanta, að mennta- skólanám undirbyggi nemendur udir kennsluaðferðir Háskólans, menn kynnu varla að færa sér kennsluna þar í nyt, er þeir hæfu háskólanám Taldi hann, að efla bæri tengslin milli menntaskóla og háskóla og e.t.v. mætti draga úr skyldubundnu námi í 6. bekk menntaskóla og kenna þar meir í fyrirlestrum eins og í háskóla. Álvarlegasti ágalli stúdents- námsins er sá, sagði dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, að menn þurfa að sitja 13 ár á skólabekk til þess að ljúka stúd- entsnámi. Þarf að stytta þennan tíma um 1—2 ár, sagði ráðherr- ann. Hann taldi íslenzka stúd- enta standa erl. stúde'ntum á sporði, en þar með væri ekki sagt, að samhengi námsins væri rétt. Tvær greinar eða greina- flokkar þyrfti að taka upp í námið: þjóðfélagsfræði og listir, hið fyrra vegna þess hversu flók ið nútímaþjóðfélag er og hið síð- ara til mótvægis móti vélmenn- ingunni. Einnig þarf að breyta námsaðferðum, sérstaklega í tungumálum, sagði dr. Gylfi. Arinbjörn Kolbeinsson, yfir- læknir rökstuddi með tölum, hver nauðsyn væri að auka tækninám og raunvísinda. Taldi hann mörgu þyrfti að breyta í kennslu, t. d. mætti kenna sögu og íslenzku að miklu leyti gegn- um fjöldasambandstækim, útvarp og síðar sjónvarp. Taldi hann sunnudagserindi eitt í útvarpi nýlega hafa sannað, að um sitt- hvað væri áfátt sögukennslunni í landinu. Njörður Njarðvík stud. mag. var sammála þeim, sem rætt höfðu um úreltar kennsluaðferð- ir, sérstaklega í tungumálum. Hinar dýru nútíma kennsluað- ferðir taldi hann í raun ódýrari en þá gömlu vegna notagildis. Jónas Haralz, hagfræðingur vék að þjóðfélagsfræðunum og nauðsyn þeirra. Þau ber að taka upp í menntaskóla, sagði hann. „En það setur að mér hroll, ef taka á upp kennslu í félagsvís- indum með núverandi kennslu- aðferðum.“ Hann taldi kennsl- ua eiga að fara fram á umræðu- fundum og vera sjálfsnám undir leiðsögn kennara, enda þyrfti að nýta kennslukrafta utan skól- anna í þessum fræðum vegna skorts á sérmenntuðum kennur- um. Hér er nýtt svið, sagði hann, og hér er möguleiki á tilraun- um með nýjar kennsluaðferðir. Dr. Jón Gíslason, skólastjóri, rakti sögu Verzlunarskólans sem stúdentaskóla og taldi það of þröngt sjónarmið að Verzlunar- skólinn fullnægi ekki þeim skil- yrðum, sem setja þarf stúdenta- skóla og vitnaði til dæma frá Noregi. Próf. Þórhailur Vilmundarson var þessu andvígur og taldi að farið hefði verið inn á varhuga- verðar brautir, þegar sérskólum voru veitt réttindi til þess að veita almenna stúdentsmenntun. Minnti hann á, að fyrr á öldum var mönnum vísað úr skóla vegna heimsku, en í dag væru hins vegar gefnar ofháar dekurs einkunnir í neðri bekkjum gagn- fræðaskóla. Dr. Björn Sigurbjörnsson benti sérstaklega á hinn mikla skort á húsrými og tækjum til verk- legrar kennslu í raunvísindum. Ráðstefnunni lauk eins og fyrr segir kl. 6Vz Og var það má manna, að á ráðstefnurani hefðu komið fram frumdrættir að stúd- entsmenntun framtíðarinnar. Um ræður voru hljóðritaðar og verða gefnar út. Aðstoðarhjúkrunarkonur vantar á sjúkrahús Akraness, 1. júní n.k. Upplýs- ingar veitir yfirhjúkrunarkona. Einnig vantar ljósmóður, sem allra fyrst. Sjúkrahús Akraness. Hagkvæmi bíllinn VOLVO er meö öllum búnaði Bl-18 vél 75 eða 90 ha 12 volta rafkerfi assymmetrisk ljós öflugir hemlar heimskautamiðstöð þykkara „boddystál“ en almennt gerist — ryðvarinn framrúðusprauta, öryggisbelti, varahjólþ aurhlífar, verkfæri, hátt endursöluverð og margviðurkennd gæði sænskrar fram- leiðslu tryggir yður að það er hagkvæmast að kaupa VOLVO Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 sími 35200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.