Morgunblaðið - 01.06.1963, Qupperneq 1
II
Laugard. /. júm /963
fHw£miWðbtfe
Unnið að velferðar- og menningar-
málum sjdmanna
Rætt við formann Sjómaimadagsráðs,
Pétur Sigurðsson
Á ANNAN dag hvít^sunnu er
sjómannadagurinn. Morjun-
blaðið átti af því tilefni sam-
tal við Pétur Sigurðsson for-
mann Sjómannadagsráðs.
— Hverjir eru aðilar að
Sjómannadagsráði?
— Fulltrúar allra sjómanna
félaganna í Reykjavík oig
Hafnarfirði, bæði félaga yfir-
og undirmanna.
— Hvað er »vo að segja
um starfsemi og verksvið sam
takanna?
— Starfsemin hófst fyrir
rúmum aldarfjórðuntgi, sagði
Pétur, þegar Sjómannadagur-
inn var í fyrsta skipti hald-
inn hátíðlegur. Megin hlut-
verk Sjómannadagsráðs og
sjómannadagsins hefur verið
að kynna líf og störf sjómanna
stéttarinnar. Á hverjum sjó-
mannadegi hefur verið minnzt
látinna sjómanna o.g aldraðir
sjómenn sem eiga að baki sér
larngan starfsferil á sjónum,
hafa verið heiðraðir. Einnig
hefur Sjómannadagsráð geng
izt fyrir að heiðra sjómenn,
sem sýnt hafa sérstök afrek
á sjó og nú í seinni tíð einn-
ig fyrir námsafrek. íþrótta-
keppni sjómanna er einnig
háð á þessum degi. Fyrst og
fremst hefur verið unnið eft-
ir þeirri grein starfseglna sjó
mannadagsins, sem segir að
unnið skuli að menningar- og
velferðarmálum sjómannastétt
arinnar.
— Ber þar ekki haest Dval
arheimili aldraðra sjómanna,
Hrafnistu?
— Jú, meginstarfsemi sam
takanna þann aldarfjórðung,
Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs.
sem þau hafa verið við líði
hefur verið fjársöfnun og
rekstur uppbygging Hrafnistu.
Talið frá vinstri: Tómas Guðjónsson, fulltrúi Vélstjóraféiags íslands, Kristens Sigurðsson, fulltrúi
Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Kára í Hafnarfirði, Hilmar Jónsson, fulltrúi Sjómannafélags
Keykjavíkur, Gróa Pétursdóttir, formaður Kvennadeildar Slysavarnafélagsins, Jónína Loftsdóttir,
formaður Kvenfélagsins Keðjunnar, Hrefna Gísladóttir, formaður Kvenfélagsins Hrannar, Guðrún
Sigurðardóttir, formaður Kvenfélagsins Bylgjunnar, Laufey Halldórsdóttir, formaður Kvenfélags-
Ins Öldunnar og Pétur Sigurðsson, formaður Sjó mannadagsráðs, fulltrúi Sjómannafélags Reykja-
víkur.
— Hvernig miðar því starfi
ykkar?
— Á síðastliðn.u ári var tek
in í notkun vistmannaálma er
rúmar 66 menn. Þá eru sam
tals 196 vistmenn á Hrafnistu,
þar af 44 á sjúkradeild. Þegar
hefur verið hafizt handa um
bygginigu nýrrar álmu, sem
einnig mun rúma 66 menn, og
er þá enn óbygigð ein álma
fyrir 54 menn.
— Vinnur Sjómannadags-
ráð að fleiri málum en bygg-
ingu Oig rekstri Hrafnistu?
— Já, við höfum ýmislegt
á prjónunum, en því miður
verður oft minna úr fram-
kvæmdum en skyldi, vegna
annarra anna þeirra, sem að
þessum málum vinna, en öll
þessi störf eru unnin í frí-
stundum og með öllu ólaunuð.
— í fyrsta lagi er mikiU áhuigi
stjórnar Sjómaimadagsráðs á
því að finna raunhæfa leið til
að koma á slysa- og örorku-
tryggingum fyrir þá, sem
stunda sjó á skipum, sem ekki
er lögskráð á. Hinir hörmu-
legu mannskaðar í páskahret
ínu eru alvarleg ábendimg til
sjómanna- og verkalýðsfélaga
um land allt um að ekki hafi
verið staðið sem skyldi að
þessu máli; sem við teljum
ekki til kjaramála, heldur vel
ferðarmála þeirra stéttar
þjóðfélagsins, sem býr við
mestar hættur og erfiðleika í
starfi sínu.
— Eru fleiri slík mál, sem
(þið beitið ykkur fyrir?
’ — Eitt þeirra mála, er hæst
ber hjá sjómannastéttinni, er
að sjálfsöigðu auknar slysa-
varnir og aukið öryggi á sjó.
Við höfum því ákveðið að
beita þeim áhrifum sem sjó-
mannadagurinn hefur, til
þess að benda á mikUvægi ör
yggis- og slysavarnamála, og
mun sá, sem talar fyrir hönd
sjómanna við hátíðarhöldin á
Austurvelli, Garðar Pálsson,
stýrimaður hjá landhelgis-
gæzlunni, ræða þau mál sér-
staklega. Enn eitt áhugamál
Sjómannadagsráðs er að
koma upp sjómannastofum
eða sjómannaiheimilum í
helztu verstöðvum landsins.
Eitt baráttumál okkar er ný
leiga orðið að raunveruleika.
Það er sumardvalarheimili
fyrir sjómannsbörn, þar sem
forgangsrétt hafa börn sem
misst hafa föður eða móður,
eða búa við erfiðar heimilis-
ástæður. Sjómannadagsráð
hefur tekið á leigu heima-
vistarskólann að Laugalandi í
Holtum og þar fá 40 börn
sumardvöl frá 15. júni til 15.
ágúst. Skólinn, sem er ný-
legur og glæsilegur, veitir
beztu skilyrði til að börnun-
um geti liðið vel þar, og auk
þess höfum við verið svo hepp
ir að fá hina ágætustu konu,
Pálínu Árnadóttur, sem er
fóstra að mennt, -U þess að
veita heimilinu forstöðu.
— Hver er dvalarkostnaður
inn?
— Kostnaður fyrir þau börn
sem forgangsrétt hafa, verð-
ur sá sami og hjá Rauða
krossi Islands; 300 kr. á viku
Þetta gjald hrekkur þó ekki
fyrir helmingi dvalarkostnað
ar barnanna, en á móti kemur
framlag frá hlutaðeigandi bæj
arfélögum og framlag frá Sjó
manpadagsráði. Til þess að
afla þess fjár, sem þá vantar
á, ætla hinar dugmiklu sjó-
mannskonur, sem staðið hafa
fyrir kaffisölu á sjómannadag
inn og varið ágóðanum til jóla
glaðning fyrir vistm. Hrafn-
istu, að koma til hjálpar. Þær
hafa starfað með stjórn Sjó-
mannadagsráðs að undirbún-
ingi og stofnun sumardvalar-
heimilisins og sýnt á því
sama áhuga og öðrum málum,
sem þær hafa tekið sér fyrir
hendur.
Sjómannadaguri nn ann
an í hvítasunnu
STJÓRN Sjómannadagsráðs hélt
í gær fund með fréttamönnum í
tilefni þess, að sjómannadagur-
Inn er á annan hvítasunnudag.
Geir Ólafsson, loftskeytamaður,
framkvæmdastjóri sjómannadags
Ins, skýrði frá dagskránni, sem
verður á þessa leið:
Kl. 08.00 Fánar dregnir að hún
á skipum í höfninni.
Kl. 09.00 Sala á merkjum Sjó-
tnannadagsins og Sjómannadags-
blaðsins hefst.
Kl. 10.30 Hátíðamessa í Laug-
erásbíói. Prestur séra Óskar J.
Þorláksson. Söngstj.: Gunnar
Sigurgeirsson.
Kl. 13.30 Lúðrasveit Reykja-
víkur leikur sjómanna- og ætt-
jarðarlög á Austurvelli.
Kl. 13.45 Mynduð fánaborg
með sjómannafélagsfánum og ísl.
fánum á Austurvelli.
Kl. 14.00 Útihátíðahöld Sjó-
mannadagsins við Rusturvöll.
(Ræður og ávörp flutt af svöl-
um Alþingishússins).
1) Minningarathöfn:
a) Biskup fslands, herra Sig-
urbjörn Einarsson minnist
drukknaðra sjómanna.
b) Guðmundur Guðjónsson
óperusöngvari syngur.
2) Ávörp;
a) Emil Jónsson, sjávarútvegs-
málaráðherra, fulltrúi ríkis-
stjórnarinnar.
b) Baldur Guðmundsson, út-
gerðam., fulltrúi útgerðarm.
c) Garðar Pálsson, stýrimað-
ur, fulltrúi sjómanna.
d) Pétur Sigurðsson, form. Sjó
mannadagsráðs afhendir verð-
laun og heiðursmerki (Björgun-
arafreksverðlaunin verða afhent
í Vestmannaeyjum).
e) Guðmundur Guðjónsson,
óperusöngvari syngur.
Lúðrasveit Reykjavíkur, stjórn
'andi Páll Pampichler Pálsson,
annast undirleik og leikur á milli
dagskráratriða.
Kl. 15.45 Að loknum hátíða-
höldunum við Austurvöll hefst
kappróður (og ef til vill sund)
við Reykjavíkurhöfn. — Verð-
laun afhent.
Sjómannskonur annazt kaffi-
veitingar frá kl. 14.00 í Sjálf-
stæðishúsinu og húsi Slysavarna-
félags íslands á Grandagarði. —
Allur ágóði af kaffisölunni renn-
ur til jólaglaðnings vistfólks í
Hrafnistu.
Kvöldskemmtanir verða á veg-
um Sjómannadagsins á eftirtöld-
um stöðum: Súlnasal Hótel Sögu
— þar verður Sjómannadagshóf
— Breiðfirðingabúð, Glaumbæ,
Ingólfscafé, Silfurtunglinu, Sjálf-
stæðishúsinu.
Sjómannadagsblaðið verður af-
hent blaðsölubörnum í Hafnar-
búðum og Skátaheimilinu við
Snorrabraut á laugardag 1. júni
kl. 14.00 — 16.00.
Einnig verða merki Sjómanna-
dagsins og Sjómannadagsblaðið
afhent sölubörnum á Sjómanna-
daginn 3. júní frá kl. 09.30 á eítir
töldum stöðum: Hafnarbúðum
(nýja verkamannaskýlinu og sjó-
mannaheimilinu við höfnina),
Skátaheimilinu vð Snorrabraut,
Réttarholtsvegi 1, Sunnubúð við
Mávahlíð, Vogaskóla, Melaskóla,
Vesturbæjarskóla (Gamli stýri-
mannaskólinn), Laugalækjar-
skóla.
Venjulega er sjómannadagur-
inn fyrsta sunnudag í júnímán-
aðar, nema þegar hann ber upp^,
á hvítasunnudag eins og nú er, en
þá er honum yfirleitt frestað til
annars sunnudags mánaðarins.
Að þessu sinni fara hins vegar
fram kosningar 2. sunnudag 1
júní, að tekinn var sá kostur að
halda daginn hátíðlegan á annan
hvítasunnudag.
Minnzt verður þeirra sjó-
manna, sem látizt hafa af slysför
um síðan á síðasta sjómannadag
Framhald á bls. 4.