Morgunblaðið - 01.06.1963, Side 7

Morgunblaðið - 01.06.1963, Side 7
7 r Laugardagur 1. Júní1963 'MORCTJNBLAÐIÐ VEÐURGUÐIRNIR hvæsa ólund arlega og blása hvítu fjúki í frostharða jörðina. Skýin hanga í fjallshlíðunum og allt rennur saman í endalausa grámóðu. Við blásum í kaun og brettum lopa- kragann upp að nefi. — Ekki er þetta skemmtilegt, eins og hér hlýtur þó að vera fallegt í góðri tíð. En ef til vill hæfir bezt að koma hingað í svo napurri veðráttu, því að hér er vett- vangur eins af nöprustu þáttum íslenzkra fornsagna — sögusvið harmleiksins um Guðrúnu Ósvífursdóttur, hina örlyndu og fóstbræðurna Kjartan og Bolla.... Við erum stödd á jörð Ósvíf- urs, Laugum í Sælingsdal, þar sem héraðsbúar hafa leitað sér líkamlegrar hressingar í heitum laugum allt frá fyrstu árum ís- lands byggðar — og þar sem þeir í framtíðinni munu einnig leita sér andlegrar uppfræðslu og þroska. Aó Laugum í Sælingsdal: Xil vinstri eru skólabyggingarnar, til hægri sundlaugin og íbúðarhúsið. eyna þarf Heimsókn í heimavistarskólann að Laugnm í Sælingsdal kennsluhætti — Frá því fyrst var farið að halda skóla hér að Laugum eru nú liðnir nærfellt tveir áratug- ir. Séra Pétur Oddsson, prófast- ur í Hvammi í Dölum, hóf kennslu að Laugum 7. desem- ber 1944 fyrir sextán börn úr Hvammssveit. Kennslan fór fram í viðbyggingu við sund- laugina, í afar ófullkomnu og leiðinlegu húsnæði, en nú er að verða hér mikil breyting, eins og þið hafið þegar séð. Það er Einar Kristjánsson, skólastjóri heimavistarskólans að Laugum, sem talar, maður dökkhærður og hæglátur í fasi. Við sitjum inni í skrifstofu hans, allshugar fegin að vera komin inn úr nepjunni. Prófum er rétt að ljúka þann daginn — en þrátt fyrir augljóst annríki, er tekið elskulega á móti okkur og skóla stjóri kveðst fús að spjalla uim ekólann nokkra stund. Einar Kristjánsson hefur ver- ið skólastjóri að Laugum í rúm- an áratug, eða frá því árið 1952, en hafði áður starfað við skól- ann í tvö ár. Hann er ættaður úr Dölum, föðurættin úr Hvammssveit og af Fellsströnd en móðurættin úr Strandasýslu. Við komumst brátt að raun um, að Einar hefur mikinn áhuga á fræðslumálum sveitar sinnar og að honum má skipa á bekk með þeim mönnuim, sem glöggt gera sér ljósa nauðsyn þess að endurbæta kennsluhætti í skól- Um landsins. Kona Einars, Kristín Tómas- dóttir frá Blönduósi, hefur einnig á hendi kennslu í skól- anum og þriðji kennarinn er Gísli Valdimarsson. Einar og Kristín eiga sitt eigið íbúðarhús á staðnum, en ásamt Gísla skipt- ast þau á sína vikuna hvert, að 6ofa inni í heimavistinni, til þess að gæta barnanna. Þá starf- ar við skólann ráðskona, Anna Hlíf Finnsdóttir. — ★ — Skólastjóri skýrir okkur frá tilhögun skólans, sem er tví- Ekiptur, yngri deild fyrir 9—11 ára börn og eldri deild fyrir 12 •—14 ára. Eru börnin um það bil einn mánuð í skólanum í senn og skiptast á. — Skólaskylda er hér frá niu ára aldri, segir skólastjóri, — en börnin eru prófskyld átta ára. Við höfum mikinn hug á því að reyna að taka átta ára börnin í skólann svo sem þrjár til fjór ar vikur að haustinu, láta þeim í té bækur og kenna þeim dá- lítið að fara með þær, þannig að þau geti búið sig betur undir próf síðar á vetrinum. Reyndar er miðað að því að koma á skóla skyldu frá sjö ára aldri. Er á því brýn þörf, því að sann- ast sagna er lestrarástandið í sveitunum víða farið að versna. Börnin fá ekki alltaf þá fræðslu á heimilunum sem skyldi og er það oft vegna skorts á aðhaldi. — Hvað eru margir nemend- ur í skólanum yfir veturinn? — í vetur hafa þeir alls verið 67, í báðum deildum. Á þessu ári verður hins vegar mikil breyting á högum skólans og talsverð fjölgun nemenda, má búast við 80—90 börnum í skól- ann á hausti komanda. Ástæðan er hin mikla aukning húsnæðis- ins. Gamla skólahúsið, sem byrj- aðeins 700 rúmmetrar, en nú er senn fullgerð 2000 rúmmetra viðbótarbygigng, sem hafizt var handa um í fyrrasumar. Og í sumar bætist ennfremur við 700 rúmmetra hús, þar sem verður kennaraíbúð og sex nemenda- herbergi. — Þetta er mikið fjárhaglsgt átak, heldur skólastjóri áfram. Innanbúnaður allur er tiltölu- lega mjög dýr í heimavistarskól- um, þeir þarfnast svo margs um fram aðra skóla, þar sem þeir eru jafnframt heimili barnanna. Af sömu ástæðu verður starf skólastjóra og kennara í heima- vistarskóla með öðrum hætti en í skólum almennt. Til dæmis er næstum útilokað að ætla sér að vinna eftir klukku, menn verða að vera reiðubnúir til starfa nær því hvenær sólar- hringsins sem er. En til þess að góðir menn fáist til slíkra starfa, er mikilvægt, að launakjör þeirra séu góð. — Hefur reynzt erfitt að fá hingað kennara? — Nei, við höfum haft nokk- ig verður, þegar skólinn stækk- ar. — Hvenær var sundlaugin hér að Laugum byggð? — Hún er komin nokkuð til ára sinna, var byggð á árunum 1929—31, önnur yfirbyggða sundlaugin á landinu. Hin elzta er sundlaug Svarfdælinga, sem tekin var í notkun hálfu ári fyrr en þessi, að mig minnir. — Hverjir sjá um rekstur sundlaugarinnar? — Til þessa hefur Ungmenna- samband Dalamanna átt laugina og rekið. Hún var upphaflega byggð í sjálfboðavinnu, að mestu leyti — varð þó mjög dýr. Mig minnir, að hún hafi kostað nær 50 þúsund krónur, sem var mik- ið fé í þá daga, þegar ekki feng- ust meira en 8—10 krónur fyrir lambið. í vetur afhenti samband ið laugina til ríkisrekstrar og er nú verið að gera á henni miklar endurbætur. — Nota skólanemendur laug- ina að staðaldri? — Já, börnin fara yfirleitt dag lega í laugina, og vor og haust hafa verið haldin sundnámskeið fyrir börnin, sem ekki eru í skól- anum. Verður því haldið áfram, svo framarlega sem við fáum kennara. — ★ — Rabb okkar berst fljótlega að kennslutilhögun og kennslutækj- um. — Segja má, að Laugaskóli sé allsæmilega búinn kennslutækj- um nú orðið, segir skólastjóri. — Og bætir við, — það er að segja, ef miða á við það, sem tíðkast hér á landi. En mín skoð- un er sú, að varðandi notkun kennslutækja séu íslenzkir barna skólar eins og ónumið land og alvarleg stöðnun hafi orðið í kennsluháttum þeirra. Það er orð ið bráðnauðsynlegt að fara inn á nýjar brautir í þessum efn- um, enda er nánast fásinna að ætla, að sömu kennsluhættir, sem tíðkuðust þegar skólaskylda var fyrst lögleidd á fslandi, geti gilt enn 5 dag, svo örar sem fram- farir hafa orðið í öllum grein- um þjóðfélagsins. Það er eins og e<£ segja ætti bændunum að halda áfram að nota orf og ljá. — í hverju mynduð þér vilja breyta, — til dæmis? — Ég tel fyrst og fremst, að námið beri að gera frjálsara. Eftir að bömin eru t.d. orðin ellefu ára, álít ég, að nám þeirra — í vissum greinum a.m.k. — eigi fyrst og fremst að byggjast á því, að þau hafi hægan að- gang að góðu kennslubókasafni. Hlutverk kennarans yrði þá eink um í því fólgið að kenna þeim að nota það, benda þeim á verk- efni og leiðbeina þeim um, hvern ig þau sjálf geti fundið sér efni- við, er geri þeim fært að leysa þessi verkefni af hendi. Við að undirbúa bömin undir lífið og frekara skólanám, tel ég vænna til árangurs, að kenna þeim að hagnýta sér þá miklu þekkingu, sem til er á bókum, — fremur en að halda áfram því þurra kennslubókarstagli, sem til þessa hefur tíðkazt. — Er þetta ekki eitthvað að breytast, t.d. með aukinni notk- un vinnubóka? — Jú, tvímælalaust er áhugi og hreyfing í þessa átt, aðeins ekki nægilega ör. Hér í Lauga- skóla höfum við notað vinnu- bækur í miklum mæli og einn- ig í því sambandi litskugga- myndir — og reynzt það mjög árangursríkt. Við eigum nú orð- ið dálítið safn litskuggamynda, sem gerir sitt gagn, þótt það gæti verið betra og þyrfti að vera meira og fjölbreyttara, — því að miklu leyti eru þetta mynd- ir, sem ég hef sjálfur verið að reyna að taka á ferðum mínum að undanfömu. En þannig hafa safninu bætzt eitthvað á fimmta hundrað mynda frá því í fyrra, mest af sögustöðum og mikil- vægustu atvinnuháttum, m. a. Þeim, sem eru senn að hverfa, svo sem selveiði, dúntekju og fleiru. Sá árangur, sem þegar kemur í Ijós af þessari tilbreytni við kennsluna, þótt ekki sé hún meiri, gefur glögga vísbendingu 'um, hvers mætti vænta af víð- tækari notkun kennslutækja í barna- og unglingaskólum. urn veginn nægu liði á að skipa að var að byggja árið 1956, er til þessa, en ég veit ekki hvern- Einar Kristjánsson, skólastjóri, Kristín Tómasdóttir og Gísli V aldimarsson. Mbj. Eftirlitsmaður Óskum að ráða mann til eftirlitsstarfa, sem fyrst. Þarf að hafa bíl tU umráða. — Umsóknir um starf þetta, sem greini fyrri störf og menntun sendist afgr. Mbl. fyrir 4. júní n.k., merkt: „5855“. Meistarasamband byggingamanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.