Morgunblaðið - 15.06.1963, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.06.1963, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LaU'gardagur 15. júní 1953 HliLBlRT FOOTMER: H Æ T T IJ L E G IJ R FARMUR 12 — Nú, já. I>á hefðum við ver- ið sælir að losna við hann. — Ég verð víst úr þessu að segja þér alla söguna, sagði hús- móðir mín, — svo að þú getir gert varúðarráðstafanir. Rétta nafn Johnsons er Harry Holder! Horace snarstanzaði og glápti. — Hvað segirðu Holder? — Só er maðurinn sami. Og mér skilst hann vera lögiegur eiginmaður Adelu. Andlitið á Horace blossaði upp af reiði. — Hversvegna sagð irðu mér þetta ekki fyrr? — Ég vildi ekki láta þig drepa manninn, að okkur áhorfandi. Ég taldi hann og Adelu á að fara heim til sín á Orizaba, af því að mér fannst það auðveldasta leið- in til að forðast vandræði. En Alela brást, eins og þú veizt, og nú virðist helzt sv_ sem Holder hafi heldur ekki farið. — Guð minn góður. Er þér al- vara að segja, að Adela hafi ver- ið svo ósvífin að koma með....? — Biddu hægur. Við megum nú ekki gera henni rangt til. Það var einhver annar, sem smygl- aði Holder um borð og reyndi að æsa hann nægilega upp til að skjóta þig. Adela varð þrumu lostin, þegar hún vissi, að hann var hérna. — En eftir að hún hafði skilið hann eftir í landi, kom hún hing- að, öll eitt bliðubros. Sagðist hafa komið svona snemma, af þvi að hún vildi ekki, að ég skyldi þurfa að borða einn! Guð minn góður og ég, sem hélt, að ég þekkti á kvenfólk! En þær geta alltaf gengið fram af manni. — Þú skilur, að hún var enn ekki búin að fá demantinn hjá þér, sem þú lofaðir henni. — Fjandinn hirði þetta allt- saman! æpti Horace. — Hvernig vissirðu, að Holder fór ekki held- ur? Hún rétti honum skeytið. — Charlie snapaði þetta upp, svona rétt að gamni sínu. Þegar Horace hafði lesið skeyt- ið, var hann frá sér af reiði. Hann gekk burt frá okkur bölv- andi í, hálfum hljóðum og hristi ósjálfrátt kreppta hnefana. Svo kom hann aftur urrandi: — Ég ætla að láta leita í skip- inu. Ég skai finna hann. Ég skal finna þau bæði! Nú er bezt að iáta til skarar skríða! — Eins og þú vilt, sagði frú Storey með hægð. — En ef leitin verður framin af mönnunum, sem hafa áhuga á að fela há- setana, geturðu ekki haft mikla von um árangur, eða hvað? — Ég ætla að stjórna leitinni sjálfur, urraði hann. Adela kom upp stigann frá lægra þilfarinu. Hún kom til okkar og setti á sig stút eins og krakki, sem er viss um að fá vilja sínum framgengt. — Hvað ætlarðu að láta mig bíða lengi, Horace? sagði hún. Hann snerist að henni með leiftrandi augu. Ég hélt, að hann ætlaði að berja hana, en hann stillti sig. Hann sagði ekki orð. Það var heldur ekki nauðsynlegt. Hitinn í reiðiofsa hans ógnaði henni nægilega. Hún hrökk til baka, skelfd, og hönd hennar greip eins og ósjálfrátt um demantinn á brjósti hennar. Þegar Horace tók eftir því, hló hann harðneskjulega og gekk burt og fram eftir skipinu. X. kafli. Það sem mér fannst skemmti- legast þarna um borð í Sjóræn- ingjanum, var sundpollurinn, Honum var komið fyrir neðst í lest skipsins, fyrir framan véla- rúmið, þannig að botninn á hon- um var alveg niðri á kili og vatnið notaðist þannig fyrir bar- lest. Það hafði verið hugm,ynd Horace að láta fóðra þarna allt með svörtum marmara, með röð af grönnum súlum allt í kring. Uppi yfir var hvelfing úr lituðu gleri með ljósum bakvið, svo að þarna leit út eins og sólin skini úti fyrir. Svo var röð af fata- klefum fram með fjarlægari end- anum með tjaldi fyrir framan, en þeir voru aldrei notaðir, því að við klæddum okkur og af- klæddum í káetunum okkar. Reglulega klukkan átta á hverjum morgni var ég vön að hlaupa þarna niður og fá mér dýfu. Á þessum tíma var ég ein um laugina. Horace, sem var mik ill morgunmaður, hafði þá þeg- ar lokið sínu sundi en hin öll voru annaðhvort oflöt eða kulvís til að hafa ánægju af köldu vatn- inu beint upp úr rúminu. Morguninn eftir að við sigld- um frá Willemstad, klæddi ég mig eftir sundið og fór upp til morgunverðar. Þetta var eins konar standandi veizla, að ensk- um sið. Það var rafmagnsborð í borðsalnum, tii þess að halda matnum heitum, og svo gat mað- ur fengið sér bita, hvenær sem vera vildi. Ég borðaði morgunverðinn ein þennan dag. Þegar ég var að ljúka við það, heyrði ég í banjó, sem verið var að leika á, uppi á þilfari. Þetta var kátt og kæru leysislegt lag, sem lét einkenni- lega í eyrum á þessu drunga- lega skipi. Ég fór því að athuga þetta nánar. Ég fann hljóðfæraleikarann djúpt sokkinn niður í hæginda- stól með lappirnar uppi á borði og með banjóið milli handanna. Mér tókst að athuga hann vel, áður en hann sá mig. Þetta var langur, mjór og ófríður ungur maður með gleraugu. Hann var að leika eitthvert dillandi lag, sem maður mundi helzt setja í samband við farandsöngvara fyrri alda, en þegar hann keyrði höfuðið á bak aftur og söng, heyrði ég, að þetta var spænskt ljóð. Eitthvað um Simbolico Nombray. Ég vissi, að þetta hlaut að vera Martin Coade, einkaritari Hor- ace. Þegar hann varð mín var, gerði hann ekki svo mikið sem að depla augum, né hætta að leika, en gall við: — Halló, Bella! — Halló sjálfur! sagði ég. Hann lét eins og hann yrði skelfdur. — Hvert í veinandi, Bella! Það er kviknað i þakinu á þér. Komdu ekki nærri mér, stúlka! Mér er nógu heitt fyrir. Ojæja. Hárið á mér er nú að vísu rautt, en svo rautt er það samt ekki. Hann var að gera til- raun til að stríða mér, en ég stillti mig. — Þú ert furðu kjaft- for, sagði ég. — Þú sérð nú minnst af því. Hann var einn af þessum skrítnu mönnum, sem hlæja aldrei sjálfir. Gráu augun voru hvöss undir gleraugunum, og hann hafði þann vana að bora mann í gegn með þeim, eins og sum börn, sem ég hef þekkt, og koma svo með eitthvað meinlegt. Ekki veit ég hvernig hann gizk- aði á óbeit mína á nafninu Nellie. — Komdu og sittu hjá mér, Nellie, sagði hann. — Yið þurf- um að kynnast betur. Ég stóð kyrr þar sem ég var. — Þakka þér fyrir, það ,er betra að vera hérna, sagði ég. — Það er loftbetra. Hann varð alvarlegur. Hann tinaði augunum undir gleraug- unum og sagði: — Nellie, hvern- ig er ástandið um borð í þessum dalli? Ég dumpaði hingað í gær, alls óviðbúinn. Einhvernveginn leggst það í mig, að hér sé állt á glóðum. Upplýstu mig um það, góða mín svo að ég heimski mig ekki á neinu. — Fyrir mér máttu gjarna heimska þig eins og þú vilt, sagði ég. — Nei, mér er alvara, Nell, segðu mér, hvernig ástandið er. — Ég veit ekkert um það, sagði ég. Hann sló einn tón og lét hann glymja áfram. — Nú ertu að ljúga, væna mín! — Það á bezt við, að Horace segi þér það. — Geturðu hugsað þér mig fara að spyrja hann Það má ekki snerta Horace nema með silkihönzkum, elskan. Við tvö ættum að stofna félag einkaritara okkur til verndar og hjálpar. — Það gæti verið ágætt, sagði ég. — Komdu þá og seztu hjá mer og við skulum skipuleggja það. En nú var hitt fólkið farið að koma upp á þilfarið. Sú fyrsta sem gekk framhjá okkur var frú Storey. — Þetta er meiri kvenmaðurinn! tautaði hann. Ég fyrtist við þennan dóna- skap og líklega hefur það sézt á svip mínum, er ég sneri mér að honum. Að minnsta kosti tinaði hann með auguum og reyndi að gera gott úr því með því að spyrja: — Hversvegna kynntirðu mig ekki? — Þú varst ekkert að bíða eft- ir neinni kynningu, þegar ég kom. — Já, en þú ert svo sæt, Bella, að mér fannst þess alls ekki þurfa. Erum við kannski ekki stéttarsystkin? En Rosika er svo glæsileg... .svo höfðingleg, að ég fer alve,g hjá mér. — Er það nú líka hægt? — Já. Hvílík kona, hvílik kona, sagði hann og klóraði í strengina á hljóðfærinu. Brátt komu Soffía og Adrian og gengu hratt framhjá okkur. Þau voru bæði málgefin og annað gat varla beðið eftir að hitt lyki v . setninguna. Þau hlustuðu ekki hvort á annað. Martin fylgdi þeim eftir með háðsglotti. — Hvað hefur komið þessum tveimur svona saman? spurði hann. — Það er nú eðlilegt á sjóferð, að fólk pari sig saman. — En þarna passar parið bara ekki saman, kelli mín. — Þa-u elskast svona álíka og Kínverjar og Japanir. Þau næstu, sem nálguðust, voru Emil og Celia, sem reyndu að leyna því, hve hamingjusöm þau voru hvort í annars félags- skap, og tókst það ekki betur en vel. — Hm! sagði Martin. — Dreng urinn sá arna var nú leigður til að hamra á píanóið en ekki til að hoppa kring um stúlkuna hús- bóndans. Það er ekki ætlazt til þess, að óbreyttur píanóglamrari hafi mannlegar tilfinningar. — Það vill nú svo til, að Emil er mikill listamaður, sagði ég og var móðguð. — 0,jæja,jæja. Hlustaðu á þetta! Og svo hamaðist hann áfram á banjóinu. Loksins kom Adela í fylgd með Tanner lækni. Ég hef ekki haft tækifæri til að nefna hann fyrr í þessari frásögn. Staða hans var einhversstaðar á milli þess aL vera yfirmaður á skipinu og gestur. Þetta var ungur maður með útstæð, svört augu og silki- mjúkt yfirskegg. Mér leizt ekk- ert á hann. Adela var að tala við hann með mikilli tilfinningasemi og han hlustaði á hana með svip- laust andlit, en kinkaði kolli öðru hverju með spekingssvip. — Ég held, að karlinn sé orð- in- leiður á henni Híalinu, sagði Martin. — Af hverju heldurðu það? — Þegar konu eins og Adelu er varpað fyrir borð, verður hún að ná sér í annan karlmann, þó ekki sé nema til að sýnast . . . Nú, en það hlaut að þessu að koma. — Af hverju það? Martin tinaði í ákafa undir gleraugunum. — Hvað á kjúkling ur að gera þegar paradísarfugl kemur á vettvang? Þagar frú Storey hafði gengið nokkra hringi um þilfarið, eins og hún var vön, lét hún fallast í stól hinumegin við Martin. Hún hafði engin svif á því, heldur hóf mál sitt eins og hún hefði þekkt hann frá öndverðu: aflíltvarpiö LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ. 8.00 Morgunútvarps (Bæn. — 8.05 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. ^ 10.10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — Fréttir og tilkynningar). 13:00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (15:00 Fréttir). 16:30 Veðurfregnir. Fjör í kringum fóninn: Úlfar Sveinbjörnsson kynnir nýjustu dans- og dægurlögin. 17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra Helga Kalman velur sér hljóm«* plötur. 18:00 Söngvar 1 léttum tón. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ung« linga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veður-* fregnir 19:30 Fréttir. 20:00 „Pinafore,” úrdráttur úr gaman óperu eftir Gilbert og Sullivan, flutt- ur af D’Oyly Carte óperufélagim und- ir stjórn Sir Malcolms Sargent. Meðal söngvara: Henry Lytton. Georgn Baker, Darrell Fancourt, Leo Shef- field, Derek Oldham, Elsie Griffin og Bertha Lewis. — Magnús Bjarnfreðs- son kynnir. 21:00 Leikrit: , Við þjóðveginn** „efti* Anton Tjekhov, í þýðingu Gein Kristjánssonar. Leikstjóri: Lár- us Pálsson. Leikendur: Valur Gíslason, Rúrik Haraldsson, Her dís Þorvaldsdóttir, Gestur Páls« son. Anna Guðmundsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Arni Tryggvason, Róbert Arnfinnsson. Þorsteinn Ö. Stephensen, Bessi Bjarnason og Valdimar Lárus- son. 22:00 Fréttir og veðurfregnir 22:10 Danslög, þ.á.m. leikur hljómw sveit SVAVARS GESTS íslenzfc dægurlög. Söngvarar Ellý VU- hjálms og Ragnar Bjarnason, 24:00 Dagskrárlok. S— ÞJÓ'NUSTA fRÖNSK ÞJOHUSÍA andlitsböó fiandsnurtincj fyárqreiosla Ceitbeint met i/a! Snyrti vöru. valhölliXS KALLI KÚREKI — -X — — Teiknori: Fred Harman — Það er ekki flókið mál. Gamli — Ég ætla að fara til lögreglu- stjórans og kæra gamla manninn fyr- ir morð. — Þú getur gert það, þegar þar að kemur, en fyrst vil ég að þú segir xnér alla málavextL maðurinn sagði að Sam Aikens hefði stolið belju, dró upp byssuna og skaut hann. — Hvar er gamli maðurinn núna? — Hann reið héðan eins og sá vondi sjálfur væri á hælunum á hon- um. — Þá laugstu á frænkunni, þegar þú sagðir að þú hefðir falið hann. Það kynni kannski að vera að öll sagan væri lygi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.