Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 24
Sáttafundur í ndtt Síldveiðarnar í hættu? FUNDUR sáttasemjara í fyrri- nótt með aðilum kaupgjaldsdeil- unnar á Akureyri og Siglufirði stóð til klukkan fjögur um morg- uninn. í gær hófst fundur að nýju kl. 16, og stóð hann enn, þegar blaðið fór í prentun. Verka Vöruskipta- jöfnuðurinn VÖ-IU SKIPTAJÖFNUÐURINN á tímabilinu janúar-apríl í ár var óhagstæður um 41.641.000 krónur. Á þessu tímabili var flutt út fyr- ir 1.165.910.000 krónur. en inn fyrir 1.227.551.000 krónur. Árið 1962 var flutt út fyrir 1.127.877 krónur á tímabilinu janúar-apríl en inn fyrir 980.318.000 krónur. Vísitalon óbreytt fró í maíbyrjun KAUPLAG SNEFND hefur reikn að vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun júnímánaðar 1963, og reyndist hún vera 131 stig eða óbreytt frá vísitölunni í maí- byrjun 1963. Síldin SEINT í gærkvöldi var . ekki mikið að frétta af síldveiðunum. Síldin var þá að veiðast, en ekki mikið. Síldin veiðist aðallega 60 milur NA af Langanesi. Síldin er óvenjustór og feit og jöfn, frá 19 og upp í 21% feit. í fyrradag komu inn til Seyð- isfjarðar þessir bátar með síld: Dalaröst 560 mál og 100 í fryst- ingu Þráinn NK 832 mál og Stefán Árnason með 680 mál. í gær komu þangað inn Hal- kion VE með 550 mál, Jón. Gunn- laugs frá Sandgerði með 500 mál, Hoffell frá Fáskrúðsfirði með 800 mál, Einar frá Eskifirði með 600 mál og Vattarnes frá Eski- firði með 600 mál. Verksmiðjan á Seyðisfirði hef- ur vinnslu í næstu viku. Þrærn- ar í nýju verksmiðjunni taka 18:000 mál. í fyrrakvöld lagði vb Þorleifur Rögnvaldsson upp 125 tunnur til frystingar á Ólafsvík, en afgang- urinn fór til bræðslu á Hjalteyri. lýðsfélögin á Akureyri hafa boð- að verkfall „frá og með“ 16. júní, en félögin á Siglufirði „frá 16. júní“. Á Húsavík hefur verk- fall verið boðað 19. júní og á Raufarhöfn 20. júní. Kaupkröfur munu vera mjög miklu hærri en atvinnurekendur telja sig geta fallizt á. Náist ekki samkomulag í tíma, hefur það alvarlegu hættu í för með sér fyrir síldveiðarnar nyrðra. Skagamenn fara á á humar og síld AKRANESI, 14. júní. — Humar- bátar fjórir lönduðu hér í dag. Aflahæstur var Ólafur Magnús- son með 7,5 tonn. Þá Ásbjörn RE með 4,7, Ásbjörn ÍS með 4,2 og Bjarni Jóhannesson með tæp 3 tonn. í gærkvöldi fóru norður á síld- ina Fiskaskagi, Keilir og Sigurð- ur. Áður voru farnir Ver, Sigrún og Hörfungur II. — Oddur. Skipið rennur á grunn. Mjólkin hækkar FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnað- arins hefur auglýst hækkað verð á mjólk og mjólkurafurðum frá og með deginum í dag. Ástæðan er hækkun á vinnslu- og dreif- ingarkostnaði mjólkur. Mjólk kostar nú í heilflöskum 5.10 kr., rjómi í heilflöskum 51.85 kr., eitt kg af skyri 13.20 kr., eitt kg. af smjöri 85,20 kr. og eitt kg. af 45% osti 74.00 kr. Framkvœmdastjóri Alex Plevens: Akureyringum þakklátur Of mikið gert úr hœftunni Akureyri, 14. júní. TOGARINN Alex Pleven lá í nótt og fram eftir degi í dag utan á brezku freigátunni Keppel og var dælt látlaust úr skipinu með sjö dælum. Gerðu þær bet- ur en hafa við lekanum, svo að togarinn var vel risinn að fram- an síðdegis í dag. Á flóðinu kl. 4 sigldi togar- inn svo að landi og renndi stefn- inu upp í marbakkann norðan við ytri Torfunefsbryggjuna, en þar er botninn sendinn og mjúk iu-. Stendur stefnið þar á grunni og fjarar undan því, en þó sækir það í að síga í mjúkan sandinn. Verður nú hægara um vik að dæla sjónum út og komast að skemmdunum innan frá, en þær eru svo langt undir sjávarlinu, að þær koma tæpast upp úr, jafnvel ekki um fjöru. Ákveðið var að grípa til þess ráðs eftir komu framkvæmda- 12 minkar veiddir AKRANESI, 14. júní. — Fáir ^ í förinni, og athugaði byssurnar. höfðu brugðið blundi s.l. þriðju- dagsmorgun, þá er hnellinn og snaggaralegur Reykvíkingur hrökk upp af værum nætursvefni og hélt að hann hefði sofið yfir sig. Nei! Það var allt í lagi, klukkan ekki nema hálfsex. Hann klæddi sig í hvelli. Nú var það minkaveiðileiðangur, sem stóð fyrir dyrum. Þeir ætluðu að vera tveir saman; hann fékk sér kaffi- sopa, fór síðan út og gaf hund- unum tveimur, sem áttu að vera ESanaslys í Skagafirði Sauðárkróki, 14. júní. UM TÍU-leytið í morgun varð heimilisfólkið á Hafra- gili í Laxárdal þess áskynja, að dráttarvél lá á hliðinni í vegkanti milli bæjanna Hafra gils og Skíðastaða. Reyndist þetta vera vél Þórarins bónda Jónssonar á Fossi, Skefils- staðahreppi á Skaga. Hafði Þórarinn lent niðri í skurði undir hægra afturhjóli velar- innar og var örendur, þegar að var komið. Hringt var til héraðslæknis ins á Sauðárkróks, sem kom á slysstaðinn eftir örskamma stund. Þórarinn var á leið heim til sín frá Skagaströnd og hafði farið Þverárfjallsveg. Var hann með snúningsvél á vagni aftan í dráttarvélinni. Þórarinn var aðeins 48 ára að aldri og lætur eftir sig konu og fjögur börn, tvö þeirra í foreldrahúsum, átta og þrettán ára. Þórarinn var hinn mesti dugnaðarbóndi og vel metinn sæmdarmaður. — jón. Kl. rúmlega sex var allt tilbúið, og þeir óku af stað. Léttu þeir ekki ferð sinni, fyrr en uppi í Reykholtsdal. Þar tókst þeim að veiða sjö minka. Þaðan héldu þeir, eins og leið liggur, vestur á Mýrar. Gerðu þeir rannsókn- ir á landslagi og tóku sér varð stöðu hér og þar. Eftir margvís- lega fyrirhöfn og eltingaleik veiddu þeir fimm minka niðri í Álftaneshreppi. Leiðangurinn tók þrjá daga, þriðjudag, mið- vikudag og fimmtudag. Höfðu veiðimennirnir þá lagt að velli tólf minka, þ.e.a.s. þrjár minka- læður og níu minkahvolpa. — Oddur. stjóra útgerðarinnar, Yves Leg- rand, en hann kom til Akureyr- ar í morgun, ásamt verkfræð- ingi útgerðarinnar. Fréttamaður Morgunblaðsins hitti Yves Legrand snöggvast að máli í dag, en hann er jafn- framt tengdasonur togaraeigand- ans. Honum fórust svo orð: (Ljósm. Mbl. Sv. P. ), — Ég er þeirrar skoðunar, að skipstjórarnir og Bretarnir hafi gert allt of mikið úr þeirri hættu, sem skipið var 1 eftir árekstur- inn við jakann. Ég tel persónu- lega, að engin hætta hafi verið á ferðum. Veður var stillt og sjólaust, og auk þess hefðu vatns- þétt skilrúm varnað því, að sjór kæmist í skipið að því marki, að ástandið teldist alvarlegt. Ég held, að því hafi ekki verið nein hætta búin. — En nú, þegar fjar- ar undan stefninu, og sjónum verður dælt út, sláum við með timbri fyrir skemmdirnar og renn um steypu í, svo að skipið þétt- Framh. á bls. 23 Drengur drukkn- ar á Akranesi ÞAÐ hörmulega slys varð á skipað honum að fara heim. Akranesi í gær, að fimm ára Var nú enn leitað að drengn drengur drukknaði í kælivatns um. Þegar háiffallið var út úr þró eins íshússins. Drengurinn fór heiman að frá sér um fjögur-leytið, og um klukkan hálffimm fór móðir hans að leita að hon- um, en fann hvergi. Þegar systir drengsins og frænka, sem báðar vinna í viðkom- andi frystihúsi, komu heim, skýrðu þær frá því, að dreng- urinn hefði komið þangað, en þær rekið hann í burtu og þrónni í frystihúsinu, kl. 21.20 í gærkvöldi, sást iík drengs- ins á þróarbotninum, en vatn- ið í henni er mjög gruggugt. Þar, sem lík drengsins lá, er vel mannhæðardýpi, þegar þróin er full, en talsvert dýpra þar sem dýpst er. Lögreglan á Akranesi hermdi Morgunblaðinu í nótt, að umrædd kælivatnsþró væri ógirt. T augaveiki á ný í Sviss Lausanne 14. júní (NTB) TUTUGU íbúar þorpsins Betten, skammt frá Lausanne í Sviss, hafa verið settir í sóttkví og leikur grunur á að beir séu smit aðir af tugaveiki. Heilbrigðisyfir völdin í Lausanne hafa farið þess Góður afli norskra srldarbáta við ísland SÍLDVEIÐI Norðmanna við ísland er nú haíin og allt bendir til þess að afli verði góður. t upplýsingum, sem fiskimálastjórn Noregs barst í dag frá rannsóknarskipinu „Anna G.“ segir, að á síðast- liðnum sólarhring hafi margir bátar veitt vel. Von er á fyrstu bátunum af íslandsmiðum til Noregs á laugardagskvöld eða sunnu- dagsmorgur, á leit við íbúa Betten, að þelr drekki ekki vatn, því að talið er að taugaveikisýkillinn sé í drykkjarvatnsbrunni þorpsins. Nákvæm rannsókn verður gerð á drykkjarvatninu. Það var sex manna fjölskylda bónda eins í þorpinu, sem fyrst var grunuð um að hafa tekið veikina. Er fjölskyldan nú í sótt kví en ekki hefur verið staðfest hvort um taugaveiki sé að ræða. Hinir 14, sem settir hafa verið i sóttkví, eru vinir og venzlamenn fyrrnefndrar fjölskyldu. Viðræðufundir við Dagsbrún DAGSBRÚN, félag verkamanna ! Reykjavík, og Vinnuveitendasam band íslands hafa átt með sér tvo viðræðufundi, annan á fimmtudag og hinn í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.