Morgunblaðið - 04.07.1963, Side 1
24 siðun
upp dóm sinnígær
: Hæstu laun ríkisstarfs-
manna 19.910 kr. á
Smánuði — Lægstu laun
4.800 kr. J
KJARADÓMUR kvað upp síðdegis í gær dóm í launa-
deilu ríkisstarfsmanna og ríkissjóðs. Samkvæmt dóminum
skulu launaflokkar ríkisstarfsmanna vera 28, en um það
hafði samkomulag tekizt milli deiluaðila. Laun í 28. flokki
verða 19.910 krónur á mánuði og taka laun samkvæmt hon-
um biskup, hagstofustjóri, landlæknir, lögreglustjórinn í
Reykjavík, póst- og símamálastjóri, ráðuneytisstjórar, rekt-
or háskólans, ríkisendurskoðandi, sendiherrar, yfirborgar-
dómari og yfirsakadómarL Hinir nýju launaflokkar eru birt-
Ir á blaðsíðu 8.
Kjaradómur að störfum. Talið frá vinstri: Svavar Pálsson, Eyjólfur Jónsson, Sveinbjörn Jónsson,
Benedikt Sigurjónsson og Jhannes Nordal.
Kommúnisminn komi fyrst
- síöan fööuriandið
— segir IMikifa Krtísjeff,
forsætisráðherra Sovetríkjanna
Dómurinn gildir frá 1. júlí
1963 til ársloka 1965. Tekur
hann m.a. tillit til þeirrar
7.5% hækkunar, sem ýmsir
starfshópar þjóðfélagsins hafa
fengið að undanförnu, meira
atvinnuöryggis ríkisstarfs-
manna en annara og þess sam
komulags deiluaðila, að auka
beri launamismun milli
flokka til að tryggja, að rík-
Ið eigi kost hæfra starfs-
manna og sé um það sam-
keppnisfært við einkarekstur-
inn.
Kjararáð B.S.R.B. gerði fyrir
hönd ríkisstarfsmanna mun
hærri kröfur en tilboð ríkissjóðs
var.
Kjaradómur fór meðalveg þar
á milli. Er því Ijóst að um mjög
verulegar launahækkanir er að
ræða til ríkisstarfsmanna, en
vegna mikilla breytinga milli
launaflokka og ýmissa annara
atriða, er erfitt að gera sér
grein fyrir, hversu miklar hækk-
anirnar eru að prósentutölu.
Morgunblaðið birtir hér á eft-
ir dóm Kjaradóms, að öðru leyti
en því að sleppa varð, sökum
rúmleysis, kröfum sóknaraðila
(Kjararáðs B.S.R.B.) og varnar-
aðila (ríkissjóðs) og skiptingu í
launafiokkana:
„Ár 1963, miðvikudaginn 3. júli,
var Kjaradómur settur og hald-
inn af hinum reglulegu dómend-
um, í hýbýlum dómsins að Lauga
vegi 18, hér í borg.
Tekið var fyrir kjaradómsmál-
ið nr. 1/1963.
Kjararáð fyrir hönd starfs-
manna ríkisins gegn fjármáiaráð-
herra fýrir hönd ríkissjóðs og
i því kveðinn upp svohljóðandi
dómur:
Mál þetta, sem rekið hefir
verið samkvæmt ákvæðum IV.
kafla laga nr. 55 frá 28. apríl 1962
uim kjarasamninga opinberra
etarfsmanna, var þingfest fyrir
Kjaradómi hinn 24. apríl s.l., en
tekið til dóms eftir flutning hinn
28. f. m.
Samkvæmt ákvæðum 3 tl. 2.
mgr. 29. gr. laga nr. 55/1962
ekyldi Kjaradómur hafa tekið
mál þetta til meðferðar hinn 1.
marz 1963, en með bréfum fjár-
málaráðherra til dómsins dags.
24. febrúar, 14. marz, 30. marz og
16. apríl þ. á., frestaði hann, með
heimiid í 29. gr. laganna fyrir
töku málsins til 24. apríl s.l., en
|>ann dag var málið þingfest, svo
■em áður greinar.
Samkvæmt ákvæðum 3. tl. 2.
mgr. 29. gr. laganna skyldi dóm-
urinn hafa lokið störfum 1. júlí
1963, en með bréfi fjármálaráð-
herra dags. 29. f.m., færði hann
tímamark þetta til 4. júlí 1963.
Aðilar hafa fengið fresti til að
gera kröfur, rita greinargerðir og
koma að gögnum. Hafa þeir ritað
tvær greinargerðir hvor. Þá hef-
ur dómurinn kvatt aðila á sinn
fund, lagt fyrir þá spurningar
og rætt málið við þá.
Aðiiar hafa lýst því yfir, að
samkomulag hafi orðið um það,
að launaflokkar ríkisstarfsmanna
skyldu vera 28. Skyldu lægst laun
vera greidd í fyrsta flokki, en
hæst í 28. flokki. Þá hafa aðilar
lýst því yfir, að þeir hafi orðið
sammála um, hversu skipa skyldi
ríkisstarfsmönnum í fyrrgreinda
28 launaflokka.
Washington, 3. júlí — AP
t Sovétstjórnin hefur harð-
lega mótmælt handtöku rúss-
neskra hjóna, sem sökuð eru
um að hafa stundað njósnir í
Bandaríkjunum. — Þau hafa
verið starfandi hjá Samein-
uðu þjóðunum. Bandaríkja-
stjórn vísaði mótmælunum
þegar á bug.
t Það var seint í gærkvöldi,
sem tilkynnt var af hálfu
bandarísku leyniþjónustunn-
ar, að tvenn hjón hefðu verið
handtekin, grunuð um aðild
að víðtækum njósnahring.
Önnur hjónin voru sögð rúss-
nesk, Ivan Dmitrievits Egorov,
41 árs að aldri, og Aleksandra
Berlín, 3. júlí — NTB — AP —
Reuter —
t Nikita Krúsjeff, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna, sagði
í ræðu í A-Þýzkalandi í kvöld
Egorova, 39 ára — bæði starfs-
menn hjá Öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna. Ekki voru gefin
upp nöfn eða þjóðerni hinna
hjónanna, en sagt, að þau hefðu
kallað sig Robert Keistutis
Baltch og Joy An Garber. í>að
væru á hinn bóginn nöfn alsak
lausra bandarískra borgara,
Baltch væri kaþólskur prestur,
en Garber húsfreyja í Connecti-
cut. Hefðu þau ekkert þekkt til
njósnaranna og vissu ekki um
að nöfn þeirra væru notuð í ó-
heiðarlegum tilgangi.
★
Fyrsti sendiráðsritari sovézka
sendiráðsins í Washington, Ge-
orgi Kornienko, gekk í morgun
á fund Richard Davis, aðstoðar-
utanríkisráðherra, í Washington
og krafðist þess, að hin hand-
að kommúnistar yrðu ætíð að
láta hagsmuni kommúnism-
ans sitja í fyrirrúmi fyrir
hagsmunum föðurlandsins. —
„Við verðum að vera fyrst og
teknu hjón væru þegar í stað lát-
in laus.
í viðtali við fréttamenn
skömmu síðar, sagði Kornienko,
að handtaka þeirra væri ólögleg
og sízt líkleg til þess að bæta
sambúð Rússa og Bandaríkja-
manna.
Bæði hjónin eru sökuð um að
hafa heitið starfsmönnum sov-
ézku leyniþjónustunnar upplýs-
ingum um bandarískar herstöðv-
ar, herflutninga og flotastöðvar.
Tveir starfsmenn sovézku sendi-
nefndarinnar á Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna eru sagðir
við málið riðnir, en þeir eru ný-
lega farnir frá Bandaríkjunum.
★
Robert Kennedy, dómsmálaráð
herra Bandaríkjanna, sagði í
sjónvarpsviðtali um mál þetta í
kvöld, að njósnastarfsemi Rússa
í Bandaríkjunum færi stöðugt
vaxandi — og raunar ekki að-
eins Rússa, öll kommúnísku rík-
in héldu þar uppi sívaxandi
njósnum.
fremst kommúnistar, því
næst Þjóðverjar; fyrst og
fremst kommúnistar, því
næst Pólverjar; fyrst og
fremst kommúnistar, því
næst Rússar“, sagði Nikita
Krúsjeff.
Ræðu þessa hélt Krúsjeff &
fjöldafundi í Frankfurt an der
Oder, sem er rétt við landamæri
Austur-Þýzkalands og Póllands.
Um það bil 80.000 manns hlýddu
máli hans og fögnuðu honum
mjög. Einnig héldu þeir ræður
Walter Ulbricht, leiðtogi austur
þýzkra kommúnista, og Josef
Cyrankiwics, forsætisráðherra
Póllands.
f ræðunni skírskotaði Krúsjeff
til kommúnista allra landa að
taka höndum saman. Hann vís-
aði til slagorða Karls Marx „Ör-
eigar allra landa sameinist“, og
sagði að markmiðið væri að vinna
að framgangi þessarar hugmynd-
ar, efla hana og verja. Hann sagði
að reynslan myndi kenna þeim, er
ekki gætu fallizt á þá staðreynd,
Framhald á bis. 23.
Prohimo sekt-
oður fyrir
umferðorbrot
London, 3. júlí. NTB-Reuter.
9 John Profumo, fyrrv. her-
málaráðherra Bretlands — sá
sem mestur styrr hefur staðið
um að undanförnu, var í dag
dæmdur í fjögurra sterlings-
punda sekt fyrir of hraðan
akstur. Brot þetta á umferðar
lögum Bretlands hafði hann
framið daginn eftir að hann
sagði af sér embætti.
Framhald á bls. 8.
Sovézkir n/ósnarar hjá S.Þ.
Tvenn hjón handtekin
í Bandaríkjunum
— grunuð um aðild að víðtækum
njósnahring