Morgunblaðið - 04.07.1963, Síða 6
e
HORGUNBL'ABIÐ
Fímmtuðagur 4. Júlí 1963
Gott að búa á íslandi
segir Snorri Rögnvaldsson,
byggingarmeistari i Kanada
Snorri Rognvaldsson, bygrginga
Itieistari í Kanada, hefur undan-
farna tvo mánuði dvaliff á fs-
landi. Hann er alinn upp í Reykja
vík og lærði þar múraraiðn, en
héit svo út í heim fyrir 25 árum,
var fyrstu tíu árin í Þýzkalandi,
Ítalíu, Alsír og Norðurlöndum, en
hefur sl. 15 ár búið í Kanada, þar
sem hann er byggingameistari.
Fréttam-aður Mbl. hitti hann að
máli á heimili Lovísu systur hans
s'. þriðjudag. Talið barst m.a. að
vinnukrafti, sem íslendingar
hefðu flutt frá Kanada og óá-
nægju Kanadamanna, sem fram
kom m.a. í viðtali við þá í Mbl.
Snorri, sem sjálfur hefur mikla
reynslu í að flytjast milli landa
og starfa á nýjum slóðum, kvaðst
vilja leggja á það áherzlu, að
fyrsta skilyrði til að geta verið
og unnið annars staðar. væri að
semja sig að siðum þeirra, sem
landið byggja. Og sama regla
gilti alls staðar, að sá sem enga
sérgrein hefði, væri verr settur
>eir, sem kæmu til annars lands,
án þess að hafa aflað sér sér-
menntunar fyrst, gætu ekki bú-
izt við að geta mokað upp mesta
kaupi. Þetta vildi hann benda ís-
lendingum á, sem ætluðu út I
heim.
Sjálfur kvaðst hann borga
múrurum í Kanada 3 dollara á
tímann, eða 120 kr., en hann
fengi nóg af verkamönnum fyrir
dollar á tímann, eða 40 kr. Aftur
á móti er ekki um eftirvinnu að
ræða. Unnið er 40 stundir á viku,
8 klst. á dag, og ekki á laugardög
um, og þá sjaldan liggi á að ljúka
exnhverju, þá kæri mennirnir sig
ekki um að vinna meira. En svo
er árstíðabundið atvinnuleysi í
Winnipeg. Veturinn er svo harð-
ur og frost svo mikil, að öll bygg
ingavinna leggst niður 3 mánuðu
á ári. Allir sem vinna við smíðar,
múrun, vegalagningu o.fl. eru þá
atvinnulausir, því erfiti er að fá
aðra vinnu. Hvað atvinnuleysis-
styrk líði, þá fari hann eftir því
hvar það er, hve stór fjölskyldan
er, og hve mikið maðurinn hefur
greitt í atvinnuleysissjóð meðan
hann hafði vinnu. Sjálfur kvaðst
hann greiða 4% af kaupi sínu á
móti 4% frá atvinnurekendum og
þar eð hann er kvæntur, fær
hann 33 dali á viku meðan hann
er atvinnulaus.
Snorri sagðist sjálfur hafa
reynt, að sama gildir hér og ann.
ars staðar um" fagvinnu. Þegar
hann fór að heiman, tók hann
sérnám í Danmörku og gerðist
sérfræðingur í að byggja katla í
alls konar verksmiðjur. Nú, þeg-
ar hann kom heim og ætlaði að
dvelja í tvo mánuði að gamni
sínu, rakst hann á það, að mikill
skortur er á faglærðum mönnum
til að smíða katla í síldarverk-
smiðjurnar, svo hann vann ann-
an mánuðinn, að vísu myrkranna
a milli, og hefur haft upp 40 þús.
kr., eða yfir 1000 dali. Hinn mán.
Uðinn ferðaðist hann svo um og
hitti ættingja.
Er við ræddum um verðlag í
þessum tveimur löndum, taldi
hann það svipað, þó kannske held
ur dýrara hér, nema hvað ein-
staka hlutir væru miklu ódýrari,
eins og .d. mjólk, sem kostar 10
kr. líterinn í Kanada, og fiskur,
sem er geysimisjafnt verð á þar.
— Ef ég væri ekki kvætnur
góðri konu og búinn að koma
mér fyrir í Kanada, þá mundi ég
núna vilja koma heim, sagði
Snorri að lokum, því það er gott
að búa á íslandi. Og ég fer héðan
í þetta sinn með ákaflega góðar
minningar og þakklátur góðum
vinum.
• Háskólafyrir-
lestur um efna-
hagssamvinnu
Evrópu
EFNAHAGSMÁLARÁÐHERRA
Dana, dr. Kjeld Philip, flytur
fyrirlestur í boði Háskólans nk.
föstudag, 5. júlí, kl. 5.30. Fyrir-
lesturinn, sem fluttur verður á
dönsku, fjallar um afleiðingar
aukinnar efnahagssamvinnu Ev-
rópu.
Fyrirlesarinn hefur verið lengi
prófessor í viðskiptafræði og
fjármálafræði við háskólana i
Árósum, Stokkhólmi og Kaup-
mannahöfn, en ráðherra hefur
hann verið síðan 1957.
Öllum er heimill aðgangur að
fyrirles trinum.
t
-X-.-X-X.wXvW:
CripshoSm kom í morffun
CM SJÖ-LEYTIÐ í morgun
var skemmtiferðaskipið Grips
holm, eign sænsk-amerisku
línunnar, væntanlegt á ytri
höfnina með 450 bandaríska
ferðamenn. Er þetta í sjöunda
skipti sem Gripsholm kemur
til tslands á ferðum sínum um
norðanvert Atlantshaf til
Skandinavíu.
Gripsholm, sem er rúm 23
þús. tonn með 430 manna
áhöfn, er búið öllum hugsan-
legum þægindum fyrir far-
þega- og býður upp á margs
konar skemmtidagskrár til að
stytta farþegum stundir með-
an siglt er yfir hafið. Ferða-
skrifstofa Zoega annast mót-
töku ferðamannanna hér og
hefur hún skipulagt ferðir í
dag um nágrenni Reykjavík-
ur, sem 350 manns munu taka
þátt í. Héðan heldur Grips-
holm seint í kvöld áleiðis til
Noregs. — Myndin hér að of-
an var tekin af Gripsholm, í
ReykjavíJk, í einni af fy ri
ferðum þess.
• Blessaðar mjólkur-
hyrnurnar enn
Enn eru Velvakanda að ber-
ast bréf um mjólkurhyrnurnar.
Það er e.t.v. að bera í bakka-
fullan lækinn að halda áfram
að birta þau bréf, en vegna þess
að Velvakanda er ekki grun-
laust um, að birting þessara
gagrirýnibréfa hafi borið nokk
urn árangur, þótt takmarkaður
sé, þá ætlar hann að endur-
segja efni tveggja þeirra síð-
ustu. Sleppt er margsögðum
staðreyndum um klaufalegt
form þeirra, rúmfrekju í ísskáp
um, falsaðar dagsetningar os.
frv.
Þó er ekki úr vegi að minn-
ast hér á misskilning, sem gætt
hefur í a.m.k. einu bréfi, er hér
hefur verið birt. Hann er um
gæði hyrnumjólkurinnar. Það
er vitað mál, að mjólkin 1 hyrn
unum er framleidd með öðrum
hætti en flöskumjólk, og finn-
ist sumum hyrnumjólkin betri,
af því að hún er fitusprengd, er
það vítaskuld algert smekksatr
iði, sem Velvakandi blandar sér
ekki í, en það kemur á engan
hátt umbúðunum við. Hægt er
að selja slíka mjólk í handhæg
ari umbúðum en hyrnurnar eru,
eða eins og Velvakandi hefur
bent á: í nettum, ferköntuðum
pappahylkjum, sem litið rúm
taka í ísskáp, og hægt er að
opna með einu handbragði,
þannig að stútur myndast á í-
látið.
• Subbulegur eigin-
maður á sunnudegi
En bréfin tvö fjalla um enn
einn misbrest á blessuðum
mjólkurhyrnunum: lélega lím-
ingu á samskeytum. Annað
bréfið fjallar um mann, sem
fór í sunnudagsfötunum í bíln-
um sínum að sækja mjólk og
rjóma fyrir heimilið. Frúin
hafði varað hann við því að aka
hratt til baka úr mjólkurbúð-
inni, því að hyrnurnar vildu
springa við minnsta hristing.
Maðurinn fór að þessum ráðum
og setti hyrnurnar í kjöltu sér
á heimleiðinni í þeirri trú, að
þá hossuðust þær síður; hann
gæti haft vald á þeim. Ekki
tókst þó betur til en svo, að
rjómahyrnan sprakk í klofi
mannsins, og þarf ekki að lýsa
útganginn á honum, þegar
heim kom.
• Nýhreinsaða pilsið
1 hinu bréfinu segir frá hús-
móður hér í bæ, sem fór í ís-
skápinn sinn eftir mjólk. Var
hún í pilsi, sem nýkomið var úr
hreinsun frá efnalaug. Hún
greip í „toppinn á pýramídan-
um“ og tók hyrnuna út úr
skápnum. í sömu andrá spýtt-
ist og flæddi mjólkin út um
ein samskeytin, svo að hún
rann um allt pilsið framanvert.
Dóttir konunnar, sem skrifar
bréfið, er að vonum sár„röm,
og spyr, hvernig móðir sín eigi
að ná rétti sínum. Velvakandi
getur ekki gefið lögfræðileg ráð
en reynandi væri að leita ráða
hjá Neytendasamtökunum.
• Vegarykið frá sjónar-
hóli Vesturheims-
manns
„Norsk-íslenzkur Ameríkani"
skrifar meðal annars:
„Eitt er það, sem skemmir
ánægjuna við að ferðast um
þetta fagra land. Það er rykið
á vegunum. Það er erfitt að
halda sér í góðu skapi við að
skoða hið fagra landslag og
blómlegar bújarðir, þegar rykið
gýs inn um hverja smugu og
fyllir flest ef ekki öll vit. Á
nokkrum stöðum er notað svo-
nefnt „rykbindiefni", og leys-
ir það allan vandann. Því er
það ekki notað alls staðar?
Kannske er það of dýrt, ég
veit það ekki, en mér sýnist ís-
lendingar hafa efni á flestu.
Víða vestan hafs, sennilega
aðallega í Kanada, einnig i
nokkrum mælí í Bandaríkjun-
um og Mexíkó, er svokölluð
„skrapolje" (á norsku) borin
á sand- og malarvegi. Þessi
skrapolía, sem ég veit ekki,
hvað þið nefnið á íslenzku, er
tiltölulega ódýr og bindur al-
gerlega rykið á sínum heima-
stað, þ.e. við jörðina. Því ekki
að reyna það hér? Sé olían of
dýr, er þá ekki hægt að notast
við úrgangsefni úr lýsisvinnslu?
Þótt ég sé ekki manna fróðast-
ur um efnafræði, þá held ég, að
slíkt rykbindiefni úr lýsi þyrfti
ekki að kosta mikið.
Með þakklæti fyrir væntan
lega birtingu,
Norsk-íslenzkur Ameríkam“,
) PIB
COPtNRWtM
A E C Deimilistæki
Utsölustafflr í Reykjavík:
HÚSPRVWI
Laugavegi 176. — Sími 20440.
JÚLlUS BJÖRNSSON
Austurstræti 12. Sími 22475.
BRÆÐURNIR ORMSSON
Vesturgötu 3. — Sími 11467.