Morgunblaðið - 04.07.1963, Síða 12

Morgunblaðið - 04.07.1963, Síða 12
12 JUORCV1SBLAÐ1Ð Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sígurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs-lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 4.00 eintakib. FUGLAR HIMINSINS ¥ Fuglabók Almenna bóka- * félagsins er frá því skýrt, að alls hafi sézt hér á landi 230 tegundir fugla, en þar af eru aðeins 75 tegundir varp- fuglar. Hitt eru fargestir, vetrargestir eða flækingar. Það sýnir vaxandi áhuga ís lendinga á fuglalífi landsins, að þessi bók skyldi seljast mest allra bóka á sl. ári. En það er ekki nóg að ís- lendingar viti hve margar tegundir fugla eru í landi þeirra. Við þurfum að þekkja þessa fugla. Fuglaríkið er veröld út af fyrir sig, full af dásemdum, lífi og tilbreyt- ingu. íslenzk skáld hafa kveð- ið fögur ljóð um fuglana, um lóuna og rjúpuna, um álftina og spóann, um æðarkolluna og skógarþröstinn, um hrafn- inn og örninn. Fyrstu ljóðin sem íslenzk börn hafa lært hafa oft verið um fugla. Hin- ir fáu staðfuglar hafa í þús- und ár verið hjartfólgnir vin- ir ungra og gamalla í þessu norðlæga landi og farfuglun- um hefur verið fagnað af miklum innileik á hverju vori. Þeirra hefur verið sakn- að, þegar vetur gekk í garð og þeir voru farnir til suðlægari landa, meðan krummi gamli og snjótittlingurinn þreyðu þorrann og góuna með fólk- inu heima á Fróni. Kennum börnunum að þekkja fuglana, lærum það sjálf. Það er dásamleg tóm- stundaiðja að sitja á sumar- degi úti í lyngi vöxnum mó- um og virða fyrir sér líf og baráttu mófuglanna, hlusta á spóann og hrossagaukinn, fy^gjast með baráttu þessara litlu borgara fuglaríkisins fyr ir lífinu og við margvíslegar hættur, sem alls staðar steðja að. — Fuglaríkið er dýrðlegur heimur, lem öllum er opinn, sem kynnast vill dásemdum hans. Lítill fugl á steini eða í kjarri er merkilegt rann- sóknarefni, sem býður upp á fjölbreytta skemmtun og un- að. Þess vegna ættu sem flest- ir að taka Fuglabókina með sér í ferðalög sín eða sumar- frí. Með hjálp hennar er auð- velt að kynnast fuglunum, vita hverjir þeir eru, gleðjast með þeim og njóta samvist- anna við þá. UMBURÐARLYNDI VIÐ DÓNA' Jón Á. Gissurarson, skóla- stjóri, ritaði sl. sunnudag grein hér í blaðið, þar sem hann ræddi ýmis vandamál æskunnar. Var margt vel og réttilega sagt í þessari grein skólastjórans. í sambandi við ferðalög unglinga lagði hann áherzlu á að góðir og ábyrgir fararstjórar væru til eftirlits og stjórnar. Ráðlagði hann foreldrum að hafa gát á, hver bæri ábyrgð á þeim ferðum sem börn þeirra kynnu að taka þátt í. Þetta er vissulega rétt. Stjórnlaus ferð unglinga er hættuför, sem býður heiiri alls konar upplausn og víxl- sporum. Þess vegna eru góð- ir og áreiðanlegir fararstjórar nauðsynlegir í hverri för. Jón Gissurarson ræðir nokkuð um ókurteisi og kemst þá m.a. að orði á þessa leið: „Umburðarlyndi íslendinga við dóna er furðulegt. Siðleys ingjum helzt óátalið að eyði- leggja skemmtun fjölda frið- sams fólks. Með öðrum þjóð- um tækju óbreyttir borgarar höndum saman og vikju þess- um rustalýð til hliðar. Fyrir nokkrum árum hófust ung- mennafélög landsins handa, keyptu sér væna tunnusekki til þess að stinga ofurölva mönnum í, og þannig forða þeim frá að verða sér og öðr- um að tjóni. Brá þá svo við, að þessi lýður fór að hafa hægt um sig, en þá risu ýmis blöð upp á afturlappirnar — virðingu fyrir manninum væri misboðið. Þeir eiga ekki litla virðingu skilið, þessir herrar!“ Fyllsta ástæða er til þess að hugleiða þessi ummæli skólastjórans. Það er gömul saga og ný, að örfáir siðleys- ingjar eyðileggja oft skemmt un fyrir friðsömu og heiðar- legu fólki. Slíkum mönnum ber ekkert umburðarlyndi að sýna. Þeir eru friðarspillar, sem ber að víkja burtu af op- inberum stöðum. Umburðar- lyndi við dóna er misskilin linkind, sem bitnar að óþörfu á þeim, sem koma fram af háttvísi gagnvart samborgur- um sínum. SKULDIR SÞ ¥ ræðu, sem Thor Thors, ■*■ sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, flutti í fjármálanefnd samtakanna 24. júní sl., skýrði hann m.a. frá því, að vangreiðslur með- limaþjóða vegna friðunarað- gerðanna í Kongó og nálæg- um Austurlöndum næmu nú um 100 millj. dollara. Ekkert samkomulag hefur ennþá náðst um hvernig þessar skuldir skuli greiðast, en aukaþing Sameinuðu þjóð- anna hefur hins vegar sam- Fimmtu'dagw 4. júlí 1963 Komimar fjórar, sem Jemenbúar handtóku, en slepptu nær samstundis. Þær eru frá vinstri: Patricia Ineson 37 ára, Iris Mountstephen 24 ára, FredaBass 41 árs og Marie Carpenter 38 ára. — 22 Bretar handteknir í Jemen FYRIR nokkrum dögum voru 22 Bretar handteknir í Jemen. Voru þeir á heræfingu í Aden skammt frá landamærum Jem en og villtust inn yfir landa- mærin. 44 menn og konur tóku þátt í æfingunum og voru þau öll klædd einkennis- búningi brezka hersins. Þegar hópurinn villtist yfir landa- mæri Jemen, hófu Jemenbúar, sem þar voru á verði, skot- hríð. Fjórir Bretar létust af skotum Jemenbúa og tveir særðust lítillega. Hluta hins brezka hóps tókst að flýja aft- ur til Aden, en 22 voru hand- teknir, þar á meðal 4 konur. Jemenbúarnir hættu skot- hríðinni, er þeim varð Ijóst, að konur voru í brezka hópn- um, konunum, sem þeir tóku til fanga, slepptu þeir nær samstundis. Karlmennina þeir á brott frá landamærun- um og síðast er fréttist af föngunum, voru þeir á leið til borgarinnar Taiz. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að þar yrðu þeir látnir lausir. Bæði í Englandi og Aden er þessi atburður litinn mjög al- varlegum augum. Hefur þess verið krafizt af stjórn Jemen, að hún láti fangana lausa þeg- ar í stað. Bæði Thorneycroft varnarmálaráðherra og Home lávarður, utanríkisráðherra, hafa gefið yfirlýsingar um málið í málstofum brezka þingsins og lofað nákvæmri rannsókn. Stjórnarandstaðan bar fram harðorða gagnrýni vegna at- burðarins og spurði m.a. hvort herinn í Aden væri svo aum- ur, að hann gæti ekki léð her- mönnum, sem ferðast um eyði mörkina, landabréf. Þegar Bretarnir voru hand- teknir, var forseti Jemen, Ab- dullah el Sallal, staddur í Egyptalandi í opinberri heim- sókn. Er hann frétti um hand- tökuna hélt hann samstundis heimleiðis og með honúm í förinni var yfirmaður hers Egyptalands, Abdel Hamik Amer. Frá því að byltingin var gerð í Jemen, hefur stjórnin sakað Breta um tilraunir til afskipta af málefnum lands- ins, og sama daginn og Bret- arnir voru handteknir, bar Jemen fram mótmæli á vettt- vangi Sameinuðu þjóðanna. Segir í mótmælaorðsending- unni, að Jemen hljóti að krefj- ast þess, að Öryggisráðið verði kallað saman, hætti Bretar ekki yfirgangi í landinu. Stjórn Jemen tekur ekki trú- anlega þá skýringu, að Bret- arnir hafi villzt inn fyrir landamærin. „Þriðji maðurinn77 sem hvarf í vetur er sagður hafa komið Burgess og MacLean úr landi þykkt, að framlengdur skuli tíminn til sölu á skuldabréf- um samtakanna til 31. desem- ber þ. á. Með þessari skulda- bréfasölu er stefnt að því að afla nægilegs framlags til þess að ráða fram úr fjárhags öngþveiti samtakanna. Það er vissulega rétt sem Thor Thors segir í fyrrgreindri ræðu sinni, að brýna nauðsyn ber til þess að forðazt verði í framtíðinni að Sameinuðu þjóðirnar komist aftur í jafn alvarlega og hættulega fjár- hagsörðugleika og nú blasa við þeim. Þessir erfiðleikar spretta að sjálfsögðu af því, að Rúss- ar og nokkrar fleiri þjóðir hafa skorizt úr leik, þegar greiða átti kostnaðinn við friðunaraðgerðir þær, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa orðið að takast á hendur. London, 1. júlí — AP — NTB EDWARD Heath, varautan- ríkisráðherra Breta, lýsti því yfir í brezka þinginu í dag, að blaðamaðurinn Harold Phil- by, sem hvarf í Líbanon í janúar sl., hafi verið „þriðji maðurinn“ í Burgess-MacLe- an njósnamálinu illræmda, sem uppvíst varð um 1951. Burgess og MacLean flúðu á sínum tíma til Sovétríkjanna, er rannsókn var að hefjast í máli þeirra. Er Philby, sem var á sín- um tíma starfsmaður brezku upplýsingaþjónustunnar, talinn hafa varað þá við í tæka tíð, þannig, að þeim tækist að kom- ast á brott. Philby, sem hefur verið blaða- maður undanfarin ár, hefur unn- ið fyrir tvö af þekktustu blöðum í Bretlandi, „The Observer“ og „The Economist". Hann var bú- settur í Líbanon, en hvarf þaðan fyrr á árinu. Hefur síðan ekkert til hans spurzt, þar til nú fyrir skömmu, að eiginkona hans fékk þau skilaboð, að hann væri í A- Evrópu. Fréttamenn í Moskvu gengu í dag á fund Guy Burgess, sem þar býr nú, og inntu hann eftir því, hvort Philby hefði verið sá, sem gerði þeim kleift að komast úr landi, og forðast refsingu. Kvað hann það ekki vera. Yfirlýsing Heaths í þinginu er þó á annan veg, eins og fyrr greinir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.