Morgunblaðið - 04.07.1963, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.07.1963, Qupperneq 13
Fimmtudagur 4. júlí 1963 MORGVNBLAÐIÐ 13 Landið okkar ENN er allur Axarfjörður snævi liulinn er við dag nokkurn síðari Ihluta maí mánaðar sækjum heim Sigurð bónda Jónsson 1 Sand- féllshaga. Þetta er að morgni dags og Sigurður er að Ijúka við fyrri gjöfina í fjárhúsum sínum Þróunin er að tækn- in sé hagnytt betur Bóndinn á oð hljóta meiri tekjur meb aukinni tækni en ekki hækkandi verðlagi forstjóri Hóskólahíós búum eru 24—26 kg af kjöti eftir lambána. Meiri hluti bænda hér hefur þó því miður ekki náð myndi því marki enn. segja að hann væri mildur höfð — En hvað um ásetning? Talið berst auðvitað fyrst að tíð- arfarinu og heyfeng manna því auðvitað blæs ekki byrlega fyrir þeim sem ekki eru vel heyjað- ir. Sigurður í Sandfellshaga er fyrirsvarsmaður í félagsmálum sveitar sinnar, hógvær maður og prúður í framgöngu en ákveð- inn í skoðunum Oig styður þær tneð rökum. Friðfinnur Ólafsson mgi. — Hvað vilt þú Sigurður, s-gja okkur um fóðrun sauðfjár hér í þessari miklu sauðfjársveit Axarfirði? — Nú er fé mun betur fóðrað en áður var segir Sigurður. Það er svo komið að á all mörgum — Fyrir um það bil 20 árum var kindin sett á 2í4 bagga og 10 kg af síldarmjöli. Þá var ekki fóðrað með tilliti til frjósemi og þá mun svona upp og ofan hafa Með því búskaparlagi verði um 30—40% af ánum tví- lembt Meðalþungi dilka mun þá yfirleitt hafa verið heldur meiri en nú, en hins vegar minna kjöt eftir vetrarfóðraða á. Nú er svo komið að ekki er sett á minna en 4—5 bagga í meðalári 4 bagga, en í lakara árferði 5 bagga Við gefum um 300 gr. af fóður- bæti á kind sem er í húsi þegar þær fá góða töðu og eins mikið og það getur torgað af heyi eftir burð, og að það hvílist þá nokkuð því þá tel ég ærnar mjólki betur. — Hvað segir þú um vinnu- tækni og aðbúnað til fjárhirð- ingar í sauðfjársveitum? — Eg tel að okkur skorti enn meiri tæknibúnað við hirðingu fjárins. Með því búskaparlagi og þeirri aðstöðu sem almennt tíð- kast hér um slóðir tel ég gott að ætla fjármanninum 300 ær til fóðrunar auk gelúfjár. Er þá ætlast til að fjármaðurinn vinni ekki annað en að hirðingu fjárins. Hann þarf hins vegar að fá aðstoð við heilsugæzlu, vigtun o um sauðburð. Að sjálfsögðu er starfið lang mest um sauð- burðinn og því of ætlun að einn maður sinni 300 ám. Nú er ég viss um að víða á landinu má bæta mjög vinnuaðstöSu við fjár hirðingu og mér finnst vanta auknar tilraunir, einkum hvað snertir sjálfsfóðrun, ef við getum svo orðað það,,gildir það þá að mér sýnist fyrst og fremst um Suðurland, þar sem hægt er að láta féð liggja við....og bera sig sjálft eftir björginni. Ur því að við erum farnir að tala um til raunir, þá finnst mér tilraunir með rúning fjár að vetrinum mjög athyglisverðar og vélklipp- ing er ábyggilega mál framtíðar innar, en á þessu öllu þarf að gjöra meiri athuganir og víðtæk a ' en gerðar hafa verið til þessa. — Hvað finnst um hlutfallið milli sauðfjárbóndans og kúa- bóndans með tilliti til verðlags Sigurður? — Okkur finnst hér um slóð- ir að sauðfjárbúskapurinn sé enn nokkuð afskiptur og nái ekki til jafns við kúabúskapinn. — Hvað segir þú um fram- kvæmdaaðstæður nú til dags £yr ir bónda sem þarf að byggja og rækta? — Þær eru vissulega orðnar nokkru erfiðari en var fyrir 10— 15 árum, þær eru dýrari eins Og allir vita. Hins vegar tel ég að það þurfi að hagnýta tæknina bet ur en gert er og hún komi til með að vega á móti þeim aukna til- kostnaði sem verður við fram- kvæmdir. Þannig tel ég með bættum aðbúnaði og aukinni tækni geti bændur aukið tekjur sínar og einmitt það verði frem ur lausnin á launamálum bænda heldur en hækkandi verðlag. Þró unin er sú, hvert sem litið er og og á hvað sem litið er í heiminum að tæknin vex og samkeppnin harðnar. — Hafa bændur hér um slóðir náð grundvallarverði að undan- förnu? — Já, nú um nokkur ár hafa bændur náð grundvallarverðinu. — Það hefur verið rætt um það nú í kosningabarrttunni að íslendingar væru þrælkaðir til vinnu og að 8 stunda vinnudag- Sigurður Jónsson í Sandfellshaga. ur sé nú ekki lengur nægur til að draga fram lífið. — Þessu held ég að flestir getl svarað með einni spurningu. Hafa menn á íslandi lifað á 8 stunda vinnudegi fram til þessa? Eg held að ráð væri að spyrja t.d. íslenzka bændur hvort þeir séu alla jafna aðeins að störfum 8 stundir á dag. Eg hygg að kunni að verða bið á því jafnvel þótt breytt væri um ríkisstjórn að menn teldu sig almennt lifa góðu lífi með 8 stunda vinnu. Niðri á túninu fyrir neðan bæ- inn á Sandfellshaga á Sigurður bóndi tvö myndarleg fjárhús. Sandfellshagi er sýnilega góð jörð og gjöful, því þar er búið tveim myndarlegum búum. Við göngum í fjárhúsin með Sigurði og sjáum að í hlöðum hans er enn nægilegt hey. Hann kemur til með að þola langt og erfitt vorhret. Fé hans er mjög sæl- legt og fallega fóðrað. Fjárhúsin eru nokkuð við aldur, byggð á þeim árum sem nýsköpun var al- mennt að hefjast hér á landi. Þá var ekki enn kominn reynsla á að láta fé vera á grindum og því eru þessi fjárhús ekki byggð eftir nýustu tízku. Það virðist heldur ekki koma að sök hjá Sij urði, að vísu höfðu húsin lítillega blotnað nú um sauðburðinn, en það virðist þó á engan hátt há , ánum og tóku þær fóðruninni vel og voru akspikaðar. Þegar við höfðum skoðað féð hans Sigurðar í Sandfellshaga héldum við á ný út í vorhretið og nú var ætlunin að kveðja Axar- fjörðinn. Ferðalagið gekk seint því að langir kaflar vegarins voru eitt forarfen. Það kom sér vei að við höfðum ötulan öku- mann, þar sem Þorgrímur Þor- steinsson í Klifshaga, gamansam ur og ljóðfróður náungi og kunni frá mörgu að sagja. Hann kvað fyrir okkur ljóð eftir Þuru í Garði, Einar Ben og Davíð en ekki kunni hann samt vísuna éft ir hann Sigurð Þórarinsson jarð f: æðing og Helga Sæmundssón ritstjóra. Þorgrímur kunni vel að meta gamanið í vísunni en um sannleiksgildi hennar vildi hann minna segja, einkum taldi hann vafasama síðustu hendinguna. Vísu þeirra Sigurðar og Helga hefi ég heyrt svona, og vona ég að ég fari nokkurn veginn rétt með en Sigurður kenndi mér vísuna er við sátum saman í þotu á leiðinni frá Kaupmanna- höfn til Frankfurt í Þýzkalandi: Héröð þessi hæfa tröllum hömrum girt í djúpan sæ Fiskur vakir í fljótum öllum og Framsóknarmaður á hverj- um bæ. Þannig gera jarðfræðingar Og menntamálaráðsmenn sér til gam ans í héröðum Norður-Þingey- inga. Vig. — Kjaradómurinn Framhald af bls. 8. kennari verður 55 ára, og 20 stundir þegar hann verður sex- tugur. Lengd kennslustundar skal vera 45 mínútur. 3. Stýrimanna- og vélskóla- kennarar: allt að 27 kennslu- stundir vikulega, er fækki í 22 Stundir, er kennari verður 55 ára og 17 stundir, er kennari verður sextugur. Lengd kennslustundar skal vera 45 mínútur. 4. Menntaskólakennarar, kenn- eraskólakennarar og kennarar sérgreinaskóla fyrir kennara- efni: 24—27 kennslustundir, er fækki í 22 stundir, er kennari verður 55 ára, og 17 stundir, er kennari verður sextugur. Lengd hverrar kennslustundar skal vera 45 mínútur. Kennsluskylda söngkennara í barnaskólum og gagnfræðaskól- um og kennara afbrigðilegra barna skal vera 4/5 af kennslu- skyldu almfennra kennara. Kennsluskylda annarra kenn- ara, svo og skólastjóra, haldist ó- breytt frá því sem nú er. Sérhver kennslustund lengri eða skemmri en hér er fram tek- ið, skal vikuleg kennslukylda breytast í hlutfalli við það. Kennurum er skylt að hafa um •jón með nemendum í stundahlé- um eftir nánari ákvörðun skóla- stjóra og kennarafundar. 2. grein Um daglegan vinnutíma skulu gilda þessi ákvæði: 1. 48 stunda vinnuvika skal unnin á tímanum frá kl. 8.00 til kl. 12.00 og kl. 13.00 til kl. 18.00 alla virka daga, nema laugar- daga, þá kl. 8.00 til kl. 12.00. 2. 44 stunda vinnuvika skal unnin á tímanum frá kl. 8.00 til kl. 12.00 og kl. 13.00 til kl. 17.00 alla virka daga, nema laugar- daga, þá kl. 8.00 til kl. 12.00. 3. 38 stunda vinnuvika skal unnin á tímanum frá kl. 9.00 til kl. 12.00 og kl. 13.00 til kl. 17.00 alla virka daga nema laugardaga þá kl. 9.00 til kl. 12.00. 4. 36 stunda vinnuvika og skemmri skal unnin á tímunum frá kl. 8—12 og kl. 13—17 alla virka daga, nema laugardaga, þá kl. 8—12. Um það, hvenær starfstími hefjist, skal ákveðið í samráði við starfsmennina með samþykki viðkomandi starfsmannafélaggs. Heimilt er að haga vinnudegi með öðrum hætti en að framan greinir, ef aðilar eru um það sammála. Á tímabilinu frá 1. júní til 30. september ár hvert, er heimilt með samkomulagi forstöðumanna hlutaðeigandi stofnana og starfs- manna, að fella niður vinnu á laugardögum, enda lengist dag- vinnutími aðra daga vikunnar, svo að full vinnuvika náist á 5 dögum. 3. grejn. Eigi skulu ákvæði þau, er að framan getur, valda þvi, að dag- legur vinnutími nokkurs starfs- manns lengist frá því sem nú er. Þær starfsstéttir og starfsmenn sem ákvæði 1. og 2. gr. taka ekki til, skulu halda þeim vinnutíma sem verið hefur hingað til. 4. grein. Vinnutími starfsmanna skal vera samfelldur eftir því sem við verður komið vegna eðlis starfs- ins. Verði eyða í daglegum, sam. felldum starfstíma kennara, skal greiða fyrir hverja kennslustund í slíkri eyðu, laun, er nemi V\ hluta dagvinnukaups samkv. 8. grein. Breytingar og frávik frá þeim vinnutíma, sem hér er ákveðinn, skulu því aðeins gerð, að sam- þykki viðkomandi starfsmanna- félags liggi fyrir. 5. grein. Matartímar skulu eftir því sem við verður komið, vera frá kl. 12 —13, kl. 19—20, og kl. 3—4, og teljast þeir 'eigi til venjulegs vinnutíma. Kaffitímar teljast til venjulegs vinnutíma, og skulu þeir hjá þeim, er hafa 48 og 44 stunda vinnuviku, vera tvisvar á dag, miðað við venjulegan vinnutíma, 20 mínútur í hvert sinn, þó eigi nema einu sinni á laugardögum. Hjá þeim, er skemmri vmu- viku hafa, er á hinum fasta dag- lega vinnutíma einn kaffitími, 20 mínútur, þó ekki á laugardög- um. í nætur. og helgidagavinnu skulu kaffitímar vera í sama hlutfalli og á hinum daglega vinnutíma. Þeir sem vinna á reglubundnum vmnuvökum, skulu ekki fá sérstaklega matar- eða kaffitíma, nema tíðkast hafi tii þessa. Heimilt er að fella niður kaffi- tíma og stytta matartíma með samkomulagi fyrirsvarsmanns viðkomandi stofnunar og starfs- manna, enda sé slíkt samþykkt af viðkomandi starfsmannafélagi. 6. grein. Frídagar eru allir helgidagar þjóðkirkjunnar, sumardagurinn fyrsti og 17. júní. Ennfremur að- fangadagur jóla og gamlársdagur frá kl. 13, beri þá upp á virkan dag, svo og eftirtaldir dagar með sama hætti og tíðkazt hefur: 1. maí, fyrsti mánudagur í ágúst. 1. des. og laugardagur fyrir páska. 7. grein. Yfirvinna telst hver sú vinna, sem fer fram yfir hinn venjulega daglega vinnutíma. Skiptist hún í eftirvinnu, næturvinnu og helgi dagavinnu. Til eftirvinnu teljast tvær fyrstu klukkustundirnar, eftir að tilskildum dagvinnutíma eða vökutíma lýkur, þó ekki á tíma- bilinu frá kl. 19—8, og auk þess vinna, sem innt er af hendi á dag vinnutíma umfram vikulega vinnutímaskyldu. Næturvinna telst frá kl. 19, eða frá lokum eftirvinnutímabils, ef fyrr er, til byrjunar næsta dag- vinutímabils. Helgidagavinna telst sú vinna sem unnin er frá kl. 13 á laugar- degi til kl. 8 á mánudagsmorgni og á öllum frídögum, sem um hefur verið getið hér að framan, sbr. 6. gr. 8. grein. Yfirvinnu skal greiða með á- lagi á venjulegt dagvinnutíma- kaup. Eftirvinnu, svo og matartíma á tímabilinu frá kl. 8—19, ef unn. ir eru, skal greiða með 60% á- lagi miðað við dagvinnukaup, en unnir nætur- og helgidagatímar með 100% álagi miðað við dag- vinnukaup. Dagvinnutimákaup hvers starfs manns skal fundið með því að deila með tölunni 150 í föst mán- aðarlaun viðkomandi launaflokks miðað við 6 ára starfsaldur. Öll yfirvinna skal greidd eftir á í einu lagi fyrir hvern mánuð. Þegar starfsmaður er kallaður til vinnu, sem ekki er í beinu framhaldi af daglegri vinnu hans skal greitt yfirvinnukaup í að minnsta kosti tvær klukkustundir Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.