Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. júií 1963 1U O R C II ÍV B r 4 Ð 1 Ð o wSWiftcjS^SSÍSSííPRÍiftí- GARÐAR Ólafsson tannlækn- ir í Keflavík, sem var týndur inni á hálendi í nær þrjá sól- arhringa kom fram á laugar- dagsmorgun af sjálfsdáðum, hafði hann þá verið á göngu í niðaþoku allan tímann, mat- arlaus og frekar illa búinn. Ástæðan fyrir því að Garð- ar varð viðskila við félaga sína var sú að þeir komu frá veiðivötnum á Arnarvatns- heiði og óku yfir Stórasand, þegar komið var yfir sandinn og vegurinn til Hveravalla ekki fundinn, ákváðu þeir fé- lagar að tjalda í þeirri von að þokunni létti og þeir fengju fjallasýn, en Garðar taldi að vegurinn væri ekki langt und- Garðar Ólafsson, tannlæknir og Helgi S. Hveravöllum. Jónsson ræðast við á „Fyrirhöfnina fæ ég aldrei aö fuilu þakka an og hugðist leita hans og gekk því frá tjaldinu í þá átt sem hann hugði veginn vera, en háfjallaþokan lagðist að og Garðar fann ekki leiðina til baka. Þegar liðin var nokkur stund fóru félagar Garðars að kalla til hans en án árangurs. Morguninn eftir létti þoku nokkuð á tjaldstað og fundu þá félagar Garðars veginn til Hveravalla. Þá þegar var hafin leit að Garðari, en mjög var óhægt um vik vegna þoku. — Á laugardagsmorgun voru komnir til Hveravalla flokkur úr Flugbjörgunar- sveitinni og úr hjálparsveit skáta úr Hafnarfirði með Nonna, og einnig flokkur Rotaryfélaga frá Kéflavík. Voru nú skipulögð leitar- svæðin og haldið af stað því þoku hafði talsvert létt af. Leitarsveitirnar voru lagð- ar af stað, en Keflvíkingar voru síðastir, því þeir voru að hita sér kaffi og hressa sig eftir langa ferð. — Þá bar þar að ferðlúinn göngumann og er þar kominn hinn týndj Garðar og urðu miklir fagnað arfundir. — Garðar hafði þá um nóttina haft útsýn til Lang jökuls og tekið stefnuna á jökulinn sem leiddi til þess að hann fann Hveravelli og hjálp aði þar til hveralyktin, sem barst yfir auðnina. Garðar er vanur ferðamað- ur, og var sér meðvitandi hvernig komið var og gat fylgst með því sem gerðist, því af gömlum vana tók hann með sér ferðaútvarpstæki og vissi því að leit var hafin. Háfjallaþoka er ill viður- eignar og þarf í samskiptum við hana að halda allri geðró og það tókst Garðari vel. — Hann gekk um nætur og hvíldi sig á daginn, svo sem föng voru. Þegar Garðar kom í fang félaga sinna úr Keflavík, var hann þreyttur og ekki vel til reika, því hann var ekki út- búinn til svo langrar göngu- ferðar. Garðar sagði að þorsti og matarleysi hefði verið verst — en fjallagrös björguðu þvi nokkuð — það sem mest þyngdi skapið var öll sú fyrir höfn, sem hann heyrði í frétt- um útvarps síns um leit að honum, og óvissan sem hlaut að vera hjá hans nánustu. Garðar fékk sér góðan kaffi sopa hjá vinum sínum úr Keflavík og hafði mestar áhyggjur af allri þessari fyrir höfn sem leitin að honum hafði valdið. — Háfjallaþokan er hættu- leg sagði Garðar að lokum en allt sem búið er að gera í sambandi við mína villi- mennsku fæ ég aldrei að fullu þakkað. — h.s.j. C AMEMBERT-OSTUR kemur í verzlanir í dag ÞAÐ lyftist vafalaust brúnin á mörgum matmanninum í dag, en þá kemur í verzlanir nýr osíur frá Mjólkuirbúi Flóamanna, Camembert-ostur, sem flestir munu kannast við, sem erlendis hafa dvalið. Hafa tilraunir með hinn nýja ost staðið á Selfossi á annað ár, en osturinn er mjög vandasamur í framleiðslu. f gær fengu blaðamenn að bragða á framleiðslunni og luku allir lofs- orði á ostinn, sem talinn var sízt standa að baki því, sem menn geta keypt erlendis. Sigurður Benediktsson, for- stjóri Osta og Smjörsölunnar. sagði blaðamönnum í gær að Mjólkurbú Flóamanna hefði mikið haft fyrir þessari fram- leiðslu. Væri nú árangurinn orð- inn svo góður, að menn treystu sér til þess að setja ostinn á markað. Er hann innpakkaður í plastdósir, og í hverri dós fylgir miði með leiðbeiningum um geymslu á ostinum, en hann er vandmeðfarinn. Sé hann geymd- ur í stofuhita, þá gerjast hann fljótt og verður þá einna líkastur vel kæstum hákarli. Menn kaupa ostinn hinsvegar lítið gerjaðan og geta svo sjálfir ráðið því hve sterkan þeir vilja hafa hann. Sigurður sagði að nokkur hundruð dósir af Camembertosti hefði komið í ostaverzlunína á Snorrabraut fyrir nokkru, og hefði osturinn selzt upp að heita strax. Sagði hann að hægt yrði farið í framleiðslunni fyrst í stað á meðan í ljós kemur hverjar undirtektir framleiðslan fær hjá almenningi. Er ekki að efa að fólk mun taka vel þessari nýjung í íslenzkri ostagerð. Framleiðsla Flóabúsins er nú 160 ostar á dag. Kostar 150 gramma dós 20 kr. í heildsölu og 25 kr. í smásölu og er það svipað verð og er á Camembertosti í Noregi og held- ur lægra en í Danmörku. Gerilinn fékk Flóabúið frá Dan mörku og einnig kom hingað danskur sérfræðingur og gaf ráð varðandi framleiðsluna. Tilraun- irnar hafa aðallega mætt á Grét- ari Símonarsyni, mjólkurbús- stjóra á Selfossi og Hafsteini Kristinssyni, mjólkurfræðingi hjá Osta og smjörsölunni. — Skálholt Framhaid af bls 24. mun líða þar til farið verður til að byggja og fyrsti vísir nýrrar menntastofnunar rís, stofnunar, sem Skálholt hið helga á að skýla og styrkja með minningum sín- um og á að glæða hið góða og fagra og fullkomna, byggja upp ríki Jesú Krists með ísl. æsku- lýð. Þá bað biskup Drottinn blessa þetta verk og staðinn. Síðan tók biskup fyrstu skófl- stunguna að lýðháskólabygging- unni, og Skálholtskór söng sálm. Gjöf frá Noregi Þá afhenti sr. Harald Hope prestur í Noregi biskupi gjöf til hins fyrirhugaða lýðháskóla, rúmar 200 þús. norskar krónur í GÆR mældist lægstur hiti hérlendis á Kjörvogi og Horn bjargsvita, 2 stig á báðum stöð um kl.T8. í gærkvöld var NA- átt um allt land, rigning á Norðurlandi en léttskýjað á Suðurlandi. í Reykjavík var 7 stiga hiti kl. 21, þá var kald- ast á Sauðárkróki og Galtar- vita 4 stig, en hlýjast á Kirkju bæjarklaustri 12 stig; í dag er spáð NA-stinningskalda í Reykjavík og nágrenni og létt skýjuðu með 6—9 stiga hita. LÆGÐIN, sem er á kortinu við SA-strönd landsins, var á sunnudag skammt sunnan við Vestmannaeyjar og olili þar austan stormi og rigningu, en í uppsveitum Suðurlandsundir lendisins var þurrt víðast hvar þar á meðal í Skálholti hluta dagsins. í gær var allhvöss norðan og norðaustan átt á eða 1,2 millj. ísl. króna, en þvl fé hefur verið safnað x Noregi. Ennfremur afhenti hann ávísun, um 200 norskar kr., frá norskum kennurum til Skálholtskirkju. Sagði hann m. a. Þiggið góðfúslega þessa gjöf frá Noregi, sem vorn skei'f til byggingar lýðháskólans í Skál- landinu, kalsaveður og rign- ing eða súld víða norðan- og austanlands með þriggja til átta stiga hita. En sunnan lands var 9—16 stiga hiti og víðast sólskin á svæðinu frá Skarðsheiði austur í Horna- fjörð. Norðanáttin mun ganga eitthvað niður í dag. Veðurspáin kl. 22 í gærkv.: SV-land, Faxaflói og miðin. NA-stinningskaldi, víðast létt- skýjað. . Breiðafjörður og Breiðafj- arðarmið. NA-stiningskaldi, skýjað. Vestfirðir til NA-lands, Vestfjarðamið til Austfjarða- r-iða: N-stinningskaildi, víða t rigning. 7 Austfirðir: N-kaldi, skúrir \ norðan til. ( SA-land og SA-mið: NA- í kaldi, sums staðar léttskýjað. / holti. Gjöf þessi er gefin í þakk- lætisskyni vegna þeirrar hjálpar sem Noregskirkja hefur á löngu liðnum öldum hlotið frá þessum fræga stað. Vér óskum að skóli þessi geri það að verkum að guðsblessun megi hvíla yfir æsku íslands og kirkju á komandi tímum. STAKSTEIMAR Athyglisverðar tillögur Skýrsla norska bankastjórans Johans Hofmans um íbúðabygg- ingar hér á landi og fjárframlög til þeirra og tillögur hans til úr- bóta á því, sem hann telur miöur fara hér á landi í þessum efnum, munu vafalaust verða til þess að vekja marga til umhugsunar um þann vanda, er við eigum við að etja á þessu sviði. Helztu atriðin í tillögum Hof- mans, sem kom hingað á vegum tækniaðstoðar Sameinuðu þjóð- anna, eru þessi: Lánsfé til íbúðabygginga verði aukið frá því, sem nú er, enda er framlag eigin fjármagns og vinnu til íbúðabygginga ó- eðlilega mikið hér á landi, þó að það sé vissulega æskilegt að vissu marki. Tryggð verði hagkvæmari kjör á lánum til íbúðabygginga, þ. e. lengri lánstími og lægri og stöðugri vextir, en forsenda þess, að þetta sé unnt, er, að verðgildi krónunnar haldist stöðugt. _ ic Settur verði á stofn íbúða- banki ríkisins, er taki við starf- semi Húsnæðismálastofnunar rík isins, Byggingasjóðs verkamanna og fleiri aðila, til þess að komið verði á aukinni samræmingu og betra skipulagi á lánveitingar til íbúðabygginga. ic Takmarka verður kostnað við íbúðabyggingar að svo miklu leyti sem unnt er, til þess að halda húsaleigu í eigin húsnæði innan hóflegra marka. ic Nauðsynlegt er að tak- marka fjárfestingarupphæð á hverja íbúð, ef unnt á að vera að byggja þær 14—15 þúsund íbúðir, sem þörf er talin á árin 1961-— 1970, og til að tryggja fjárútveg- un til byggingarinnar með hóf- legri kröfu til eigin fjár byggj- enda. Stórátaks þörf Mönnum hér á landi hefur ver- ið ljóst, að margir annmarkar eru á skipulagi þessara mála hjá okk- ur og róttækra aðgerða mundi verða þörf til að ráða á þeim bót. Á síðasta kjörtímabili var raun- verulega gert fyrsta stórátakið um margra ára skeið í þessu skyni, en þá voru lánveitingar til ibúðabygginga stórauknar. Nú er starfandi milliþinganefnd, sem haft hefur húsnæðismálin til end urskoðunar, og mun hún sjálf- sagt taka tillögur Hofmans banka stjóra til athugunar. Ekki þarf að efast um góðan vilja íslenzkra stjórnarvalda til að hrinda í framkvæmd nauðsyn- legum úrbótum í húsnæðismál- um. En þrátt fyrir góðan vilja verður það stórátak, sem flestir virðast sammála um, að til þurfi að koma, vafalaust erfitt í fram- kvæmd. Sjálfsagt mun menn greina nokkuð á um tillögur Hofmans, eins og aðrar tillögur, sem fram hafa komið. Sérstaklega munu sennilega tillögur hans um tak- mörkun fjárfestingar í hverri í- búð mæta andstöðu, enda eru aðrar leiðir vissulega æskilegri til að halda byggingarkostnaði í skefjum. Húsakostur góður Enda þótt gagnrýni Hofmans á núverandi ástand í húsnæðismál- um sé allhörð, þá hefur hann einnig haft opin augu fyrir því, sem vel er. Þannig segir t.d. á einum stað í skýrslu hans: „Byggðar hafa verið töluvert margar íbúðir, og húsakostur er mjög góður. Alls staðar má sjá snotur íbúðarhverfi, og viðliald virðist yfirleitt mjög gott. Segja má, að margar þjóðir geti öfund- að íslendinga af þeiin arangri, sem náðst hefur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.