Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 2
MORGVISBL A Ð I Ð í>riðiuaagur 23. júlí 1963 Skotnir fuglar eins og hráviði í Látrabjargi I.ÁTRUM 22. júlí. — Á laug-ar- daginn fór ég út á Látrabjarg með ferðafólki, en margt fólk hefur undanfarna góðviðrisdaga f á bjargið til þess að sjá < .alífið og stórbrotið landslag. álkið er víða af landinu svo og útlendingar, sem hafa áhuga á fuglalífi og íslenzkri náttúru- fegurð. Það er ekki nema í fáum til- fellum sem við heimamenn för- um með þessu fólkL Er það frjálst ferða sinna og gerða þeg- ar á bjargið er komið og hefur umgengni þess verið til sóma eins og vera ber. Þegar við komum á bjargið að þessu sinni, hvað við ann- an tón. Dauðir fuglar, er höfðu verið skotnir til bana, lágu hér og þar á sillum í berg- veggnum. Ekki er hægt að segja, hvað þeir, sem hér voru að verki hafi ban- að mörgum fuglum, þvi að í flestum tilfellum velt- ur hann fram úr sillun- um, þegar hann er skotinn og fer þá í sjó og rekur burt, svo að skytturnar hafa enga von haft um að geta náð nokkrum fugli. Er því verkn- aðurinn þeim mun óskiljan- legri þar sem hann virðist hafa þann einan tilgang að svala einhvers konar morðþrá. Sérstaklega fannst okkur átak anlegt að sjá á einum stað, þar sem fýll kúrði sig upp að dauðum maka sínum, en ung- inn lá dauður við brjóst þeirra. Á öðrum stað hafði fuglinn ekki dauðskotizt strax, en í dauðateygjunum hafði hann lagt vænginn yfir ungann eins og honum til varnar. Þetta var í heild svo ógeðsleg Ný fegurð- ardrottning Miami Beach, Florida, 22. júlí (AP). IEDA MARIA VARGAS frá Brasiliu var á laugardag kjör- in „Ungfrú Alheimur (Miss Uni- verse) á alþjóða fegurðarsam- keppni í Miami Beach. Önnur varð Aino Krowa frá Danmörku, þriðja Marlene McKeown frá fr- landi, fjórða Lalaine Bennett frá Filipseyjum, og fimmta Kim Yung-ja frá Suður Kóreu. Alls voru þátttakendur nærri 100, en í síðustu viku voru vald- ar úr 15 stúlkur, sem tóku þátt í lokakeppninni á laugardag. Hin nýja fegurðardrottning er 18 ára og býr í Porto Alegre í Brasilíu. Meðal verðlauna, sem hún hlýtur, eru 17.500, — doll- arar í peningum (rúmlega 750 þúsund ísl. krónur), og heils árs ferðalag umhverfis hnöttinn. Theodóra Þórðardóttir tók þátt 1 keppninni fyrir íslands hönd, en komst ekki í úrslit. Siglaijorðar- skarð óiært litluoi bíluoi í GÆRKVÖLDI var lesin til kynning í útvarpið um að Siglufjarðarskarð væri ófært litlum bílum vegna snjóa og stórum bílum aðeins fært með keðjur. Samkvæmt upplýsing um fréttaritara okkar á Siglu firði snjóaði í skarðinu aðfara- nótt sunnudags og í fyrrinótt en ekki þótti ástæða til að ryðja veginn, þar eð spáð var batnándi veðri, og snjórinn myndi brátt leysa. Breiðablik í úrslitum í II deild BBREIÐABLIK og Vestmanna- eyingar kepptu s.l. laugardag í Vestmannaeyjum og ladk leikn- um með jafntefli 2-2. í hálfleik var staðan 2-1 fyrir heimamenn. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Breiðabliks 4-0 og hefur Breiðablik þar með sigrað í öðr- um riðlinum í II. deild og leik- ur til úrslita við sigurvegarann í hinum riðlinum, en þar er keppni ekki lokið. Sigurvegarinn í þeim leik mun leika í I. deild næsta ár. Ekki er hægt að neita því að sigur Breiðabliks kemur á óvart því flestir höfðu spáð Vestmanna eyingum sigri í þessum riðli og var þá miðað við frammistöðu liðsins s.l. ár. Sigur Breiðabliks var réttlátur og verður gaman að fylgjast með þessu efnilega liði þeirra Kópavogsmanna. Eysteinn Jóhannesson Laugarvatni, minning varðveita minningu þína af al- hug. Ágúsia Thorberg. ALLA setti hjóða og ekki sízt okkur atvinnuþega Eysteins Jó- hannessonar, er hann varð bráð- kvaddur hinn 17. þ. m. — En það var táknrænt að hinzta kallið kom, er hann var við vinnu sína og var það slíkt andlát sem hann hafði þráð. Við, sem unnum undir þinni stjórn, stöndum í mikilli þakkar- skuld við þig, Eysteinn; aldrei fáum við fullþakkað þér þolin- mæði þína við að benda okkur á, hvað rangt var eða rétt í starfi okkar, svo og lífinu yfirleitt. — Alltaf varst þú okkur sem bezti faðir. Það er mikil huggun fyrir Ellu, hina déisamlegu konu þína, og Sólveigu, dóttur ykkar, að lifa í endurminningu um dásamlegan heimilisföður, sem allra vanda vildi leysa. Við kveðjum þig, Eysteinn, í miklu þakklæti fyrir alla góðvild í okkar garð og munum ávallt sjón, sem við okkur blasti, að ég lýsi því ekki frekar. Það varðar sektum að skjóta þarna sem í öðrum varplöndum. Lögbrotið er þó lítilf jörlegt sam- anborið við verknaðinn sjálfan, sem mér finnst svo sóðalegur að ekki má kyrrt liggja. Einhverjar ráðstafanir verður að gera svo slíkt ódæðisverk end- urtaki sig ekki. Sé ég þá helzt tiltækt, að hin opinberu fugla- og dýraverndunarfélög taki höndum saman um að koma hér á eftirliti með þvi, að fólk fari ekki búið skotvopnum í þetta fagra og friðsæla riki fuglanna. — Þórður. Sveinameistara- mótið í fr jálsum SVEINAMEISTARAMÓT íslands fer fram á Akranesi dagana 27. og 28. júlí. Keppt verður x eftir- töldum greinum: Fyrri dagur: 80 m. hlaup, kúluvarp, hástökk, stangarstökk og 200 m. hlaup. Síðari dagur: 80 m. grindahlaup, kringlukast, lahgstökk, 800 m. hlaup og 4x100 m. boðhlaup. Þátttökurétt eiga piltar, sem fæddir eru 1947 eða síðar. Þátttaka tilkynnist Magnúsi Gunnlaugssyni co. Bjarnalaug, Akranesi, í síðasta lagi 24. júlí næstkomandi. Liston sektaður SÍÐARI keppni þeirra Listons og Pattersons um heimsmeist- aratitilinn í hnefaleikum átti að fara fram kl. 2.30 s.l. nótt eftir ísl. tíma. Okkar tími er 7 stundum á undan staðartíma þar. Fyrr um daginn áttu þeir kapparnir að mæta til að láta vigta sig. Patterson kom á réttum tíma en Liston mætti ekki. Ráðsmenn þeir sem sjá áttu um vigtunina biðu í 15 mín. en dæmdu síðan Liston sem þá var enn ekki mættur í 500 dala sekt. Síðar er litið var í pésa um reglur kom í ljós að sekt við þessu eru 100 dalir og var dómnum breytt í samræmi við það. Seint og síðar meir kom Liston og reyndist vega 215 pund. Það gustaði um Skálholtsstað á sunnudaginn. Svo fór að veit- ingatjaldið rifnaði og blaðamenn Mbl. tókui þá þessa sérkennilegu mynd. — Fleiri myndir og frásögn á bls. 10. Réttarhöld hafin i máli Stephens Wards Christine Keeler aðal vitnið í gœr London, 22. júlí (NTB—AP). FRÉTTAMENN víða að úr heim- inum og nafntogaðir brezkir leið togar voru samankomnir i Old Bailey réttarsalnum i London í dag þegar réttarhöld hófust að nýju í máli læknisins dr. Step- hen Wards, sem m. a. er sakaður um að hafa lifað að miklu eða öllu leyti á tekjum vændis- kverrna. Aðal vitnið við réttarhöldin í dag var ungfrú Christine Keeler. Skýrði hún frá nöfnum nokkurra þeirra manna, er hún hefur haft mök við, en neitaði því að hún stundaði vændi. Ákæran gegn dr. Ward er í fimm liðum. í þremur þeirra eru ásakanir um að hann hafi lifað á vændi, en hinir tveir saka hann um að hafa tælt stúlkur yngri en 21 árs. Neitaði dr. Ward öllum fimm ákæruliðunum. Mál þetta leiddi meðal annars til þess að John Profumo, þáver- andi hermálaráðherra, sagði af sér í síðasta mánuði eftir að hafa játað að hafa átt mök við ungfrú Keeler um svipað leyti og hún Fyrsta áœtlunarferðin til Vogeyjar fyrirhuguð í dag í MORGUN kl. 8,30 var fyrirhug- að, að leiguflugvél Flugfélags ís- lands legði upp í fyrsta áætlunar- flugið til Færeyja. Samkvæmt á- ætlun mun hún lenda á flugvell- inum á Vogey skömmu fyrir há- degi. Frá Vogey heldur vélin á- fram til Bergen og Kaupmanna- hafnar, verður þar xun kyrrt á miðvikudag og fer síðan aftur til Færeyja á fimmtudag. Frá Fær- eyjum verður svo flogið samdæg- urs til Glasgow og daginn eftir til íslands með viðkomu í Fær- eyjum. Er Færeyingum þannig séð fyrir þremur ferðum til út- landa á viku hverri í sumar. Fullskipað er í þessa fyrstu ferð, og í gær voru margir skráð- ir á biðlista, en flugvélin, sem er af gerðinni DC 3, tekur 20 far- þega. Mikill áhugi er ríkjandi á Fær- eyjafluginu, búið er að taká frá sæti í margar ferðir, og í Glas- gow hafa sérstaklega margar fyr- irspumir verið gerðar um tilhög- un þeirra og pantanir gerðar á fari. Flugstjóri í Færeyjaferðinni í dag verður Jón R. Steindórsson, en aðrir í áhöfn verða: Frosti Bjarnason, flugmaður, Henning Bjarnason, vélamaður, og Unnur Gunnarsdóttir, flugfreyja. Full- trúi Flugfélags íslands í þessu fyrsta áætlunarflugi verður Jó- hann Gíslason. átti vingott við Evgeny Ivanov, flotamálafulltrúa við rússneska sendiráðið í London ALLT AÐ 25 ÁR Mervyn Giffith-Jones sak- sóknari flutti málið af hálfu hins opinbera. Sagði hann að á tíma- bilinu júní 1961 til ágúst 1962 hafi Christine Keeler búið með dr. Ward, og hafi læknirinn á þeim tíma selt öðrum mönnum blíðu hennar. Eftir að Christine fluttist úr íbúð þeirra, flutti Mandy Rice-Davies þangað inn í staðinn. Segir Griffith-Jones að eftir að báðar voru fluttar frá Ward hafi hann lánað vændis- konum íbúðina en hirt hluta af tekjum þeirra. Ef dr. Ward reynist sekur af öilum liðum ákærunnar mætti dæma hann í allt að 25 ára fang- elsi. MARIHUANA Yfirheyrslur yfir Christine Keeler stóðu í tvær og hálfa Framhald á bls. 23. Loasúríaagelsi — og stal AÐFARANÓTT sunnudags /ar brotin rúða í sýningar- glugga að Laugavegi 10 og stolið þremur armbandsúrum að því er talið var. Á sunnudaginn var brotizt inn í skrifvélaverkstæði að Bergstaðastr.'-ti 3 og stolið það an 140—150 dollurum og 700 ísl. krónum. Þjófurinn náðist seint á sunnudagskvöld og var hann þá búinn að eyða fénu utan 75 dollurum. Var þarna um að ræða mann, sem látinn hafði verið laus fyrr um daginn, að því er rannsóknar lögreglan upplýsti I gœr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.