Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 23. júlí 1963 MORC, UISBLAÐIÐ 11 ludvig STORR Sími 1-33-33. teiknaðir af Valtý Péturssyni. Þess ber og að geta að söngur- inn í kirkjunni þótti sérlega fag- ur og allir luku upp einum munni að orgelleikur dr. Páls hefði ver- ið framúrskarandi. Söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar, dr. Róbert A. Ottósson, sá um flutninginn við vígsluna. Hann stjórnaði Skál holtskórnum, en auk hans sungu í kirkjunni sr. Hjalti Guðmunds- son og stúdentar úr guðfræði- deild. Lúðurþeytarar og Horna- flokkur Selfosskirkju tóku enn- fremur þátt í þessum fagra tón- listarflutningi. ★ Meðal þeirra, sem viðstaddir voru athöfnina, voru ráðherrar, að forsætisráðherra, Ólafi Thors, undanskildum, sem legið hefur rúmfastur undanfarna daga. Þar voru og sendiherrar, auk margra annarra virðulegra gesta, er- lendra og innlendra. ★ Þjóðin hafði beðið eftir því með óþreyju að eignast sína Skálholts kirkju. Gamall draumur var orð- inn að veruleika, þjóðin og kirkj- an höfðu eignazt nýtt guðshús á helgum stað. Allir báru þá von eina í brjósti, að nú væri risin ný sól í sögu íslenzkrar þjóðar. Ódýrasta fáanleg vegg- og loftklæðning er HARÐTEX Kostar nú eftir nýja verðlækkun aðeins kr. 20.83 per. fermeter. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Mars Trading Company hf, Klapparstíg 20 — Sími 17373. DAGLEGA NÝJAR VÖRUR FYRIR SKOÐUN. TIMKENrS.A. TRAOE MARK OWNED ANO R E« I T c b r- r. O W " — ^ 'Bt M A R K OWNED AND REGISTERE THE TIMKEN ROLLEH BIAHING COMPKNT TAPERED ROLLER BEARINGS EGILL VILHJALMSSON HjF Laugavegi 118, simi 2-22-40. Gengið í prósessíu til kirkjuw' Biskupinn yfir íslandi, sr. BJarni Jónsson, vígslubiskup, Norður- landabiskuparnir fjórir, sr. Sigurður Stefánsson, vígslubiskup, sr. Valdimar Eylands, forseti ísl. þjóðkirkjunnar í Vesturheimi, prófasturinn Gunnar Jóhannesson, sóknarpresturinn sr. Guðmund- ur Óli Ólafsson, sóknarnefnd Skálhoitskirkju, professorar og sr. Jón Aatluns, prófastur. — Skálholtshátíðin Framhald af bls. 1. biskup fyrstu skóflustung- una fyrir menntasetri kirkj- unnar á staðnum og þar af- henti norski presturinn, Har- old Ilope honura, sem svar- ar 1,2 millj. ísl. krónrt að gjöf og skal fénu varið til hyggingar þessa menntaset- urs. Er frá þessari höfðing- legu gjöf skýrt annars stað- ar í blaðinu. Einnig eru ræð- ur forseta íslands, kirkju- málaráðherra og vígsluræða hiskups birtar annars staðar í blaðinu í dag, en hér á eft- ir fer stutt frásögn af vígslu kirkjunnar. VÍGSLAN Kirkjugestir, sem voru á 5. hundrað að tölu, höfðu tekið sér sæti í kirkjunni 15 mínútum yfir 10, og var þess nú beðið með ó- þreyju að vígslan hæfist. Ungar stúdínur vísuðu gestum til sætis og voru þær í hvítum drögtum. Sjónvarpsmenn voru á iði inni í kirkjunni og tóku myndir, sem sýndar verða í erlendum sjón- vörpum, eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum. Þegar klukkum hafði verið hringt og lúðrar þeyttir, gengu forsetahjónin í kirkju, ásamt Þóri Kr. Þórðarsyni, formanni undirhúningsnefndar, og Herði Bjarnasyni, arkitekt, höfundi kirkjunnar. Síðan gengu prestar í kirkju, tveir og tveir saman, og biskupar, eins og fyrr getiu-, og vígslan hófst. Þess má geta, að fyrst gengu sóknarprestar, þeir yngstu fyrst og síðan eftir aldri. Þar næst komu prófastar og niðurröðun þeirra fylgdi sömu reglu. Sóknar- prestar og prófastar voru 80 tals- ins. Síðan komu prófessorar og biskupsritari, þá sóknarnefnd Skálholssóknar, erlendir biskup- ar og forseti íslenzku kirkjunnar í Vesturheimi, vígslubiskuparnir tveir og biskupinn yfir íslandi. Báru vígluvottar kirkjugripi hinnar nýju Skálholtskirkju í skrúðgöngunni. Tóku prestar sér sæti I norðurstúkunni, þar sem Brynjólfsaltari stendur. Vígslu- vottar, þ.e. biskupar Norðurland- anna og vígslubiskupar Skálholts og Hóla, dr. Bjarni Jónsson og sr. Sigurður Stefánssn, og dr. Valdi- mar Eylands, vígsluvottur Vest- ur-íslendinga, gengu til sætis sitt hvoru megin við altarið, ásamt héraðsprófastinum, séra Gunnari Jóhannessyni. Áður hefur verið rakið hér í blajiinu, hvernig vígsluathöfnin mundi fara fran, og fór allt eins og fyrirfram hafði verið ákveðið. Fyrst var sunginn Davíðssálmur og antifónía úr Þorlákstíðum, og Magnús Már Lárusson, formaður byggingarnefndar kirkjunnar, las bæn í kórdyrum. Þeir útlendu biskupar, sem voru vígsluvottar, lásu ritningarorð sín í kór kirkj- unnar á móðurtungum sínum. Síðan vígði biskupinn kirkjuna, en hafði áður lesið vígsluræðu sína, einnig úr kór hennar. Þá gengu biskupar til altaris, sr. Gunnar Jóhannesson próf. las pistilinn, en við altarisgönguna þjónaði sóknarpresturinn, séra Guðmundur Óli Ólafsson, íyrir altari ásamt biskupi. Loks var almennur söngur, en vígslunni lauk með því að dr. Páll ísólfs- son lék Chaconne um stef úr Þorlákstíðum. Þá fluttu ræður herra forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, kirkju málaráðherra, dr. juris Bjarni Benediktsson, biskup Hróars- keldudómkirkju, dr. theol Guð- mund Schiöler, og mælti fyrir munn erlendu gestanna. Hróars- keldubiskup sagði m.a., að kirkja mundi að öllum líkindum ekki hafa verið byggð á þessum stað, ef þar hefði ekki áður staðið kirkja. „En miklar minningar eru bundnar við þennan stað“, sagði biskupinn ennfremur. „Þess vegna er það ekkert undarlegt, þó að framtíð íslands sé nú bund- in þeim stað, sem hefur haft svo mikla þýðingu í fortíðinni". Síð- an bað biskup þess, að í hinni nýju Skálholtskirkju mundi ríkja Guðs andi og því hlytum við að trúa á þá endurnýjun, sem átt hefur sér stað á staðnum. Ávarpi sínu lauk Hróarskeldubiskup með þessum orðum: „Þannig munum við óska að hin endur- nýjaða Skálholtskirkja megi ekki aðeins vera til minningar um reisn fyrri tíða á þessum stað, heldur að hún verði einnig miðdepill nýs framtaks til gagns fyrir íslenzka þjóð“. ÞAKKIR Hér að framan hefur verið minnzt á þakkarræðu Sigurbjarn ar Einarssonar, biskups, sem hann hélt að lokinni vígslu kirkj- unnar. Eftirfarandi orðum úr ræðu hans má þó bæta hér við í lok þessarar frásagnar um vigslu Skálholtskirkju hinnar nýju. — Biskup sagði: „Sú vakning, sem orðið hefur um Skálholt og þegar borið aug- ljósa ávexti, hefur óhjákvæmi- lega orðið til þess að menn hafa tekið að sjá þetta mál í nýju ljósi. Það hefur glöggt komið fram á undanförnum árum, eins og biskupsstóllinn ber hæst í minningunni, hlýtur hann einnig að bera hæst í draumi og hug- sjón og von. Þessa hafa vakninga- menn ekki dulizt. Og eins og nú er komið er sýnt, að þetta getur ekki horfið af dagskrá, en tíma- mótin sem nú eru orðin eru það stór og svo mikil sú framtíð, sem við blasir, að hvorttveggja er með öllu óhætt, að hugsa hátt og með fullri ró og yfirvegun. Þótt á þessari stundu liggi ekki fyrir formleg ákvörðun um biskups- setur í Skálholti, liggur annað fyrir sem er meira virði, en slík ákvörðun væri út af fyrir sig og án undirstöðu, en það er í fyrsta lagi stóraukinn skilningur á því, að þetta er ekki lengur óraunhæf hugmynd, þótt vera megi álita- mál og umræðuefni enn um sinn hvort og hvernig framkvæma skuli. í öðru lagi er með þeirri ráðstöfun, sem nú tekur gildi, grundvöllur lagður fyrir þá og aðra framtíð Skálholts, sem er í samræmi við tilgang Gissurar og beztu vonir og viðleitni göfug- ustu manna, sem hér hafa þjónað Guði og þjóð. Þessi afhending Skálholtsstað- ar er eitt hið mesta, sem gerzt hefur í sögu kirkju vorrar um aldabil. Ég þakka af alhug hæstvirtum kirkjumálaráðherra, Bjarna Benediktssyni, skilning hans á þessu máli frá því fyrsta, að því var hreyft, og ötula for- göngu um að leiða það til lykta. Ég þakka einhuga stuðning hæst- virtrar ríkisstjórnar í heild og að heita má einróma fylgi Alþingis. Kirkjan finnur vel að þessi til- trú leggur henni ábyrgð á herðar og ég vænti þess og bið þess að hún megi með Guðs miskunn vaxa f náð við aukna ábyrgðt og mikilvæga uppörvun", sagði bisk Eigum ávalt miklar birgðir af rúllu- og kúlulegum í bíla yðar. up ennfremur. Að lokum ávarp- aði hann hina erlendu gesti og mælti á þjóðtungum þeirra allra, nema finnsku. HÁTÍÐLEG OG EFTIR- MINNILEG ATHÖFN Kirkjuvígslan tók um tvær klukkustundir og voru kirkjugest ir sammála um, að athöfnin hefði verið fögur og eftirminnileg, og allt farið eins vel úr hendi og frekast var unnt að óska. Einkum var það mjög áhrifamikil stund, þegar kirkjugestir fóru í einum kór með faðirvorið, ásamt hisk- upi, en slík almenn þátttaka í bænum er næsta fátíð í íslenzk- um kirkjum. Kirkjan sjálf vakti mikla at- hygli og hrifningu kirkjugesta. Þó hún sé mjög stór, er hún hlý- leg þegar inn er komið. „Hjarta hennar er stórt og hlýtt“, sagði einn kirkjugesta við fréttamenn Morgunblaðsins að vígslu lokinni. Áður hefur hér í blaðinu verið getið hinna fögru glugga, kirkju- gripa og merkra muna úr Bryn- jólfskirkju. Ennfremur vöktu at- hygli fagrir ljósastjakar, sem stóðu sitt hvoru megin við altar- ið. Þeir eru gjöf til kirkjunnar, Nýkomnir sænskir mjög glæsilegir hefilbekkir. Sérstaklega hentugir fyrir „Hobby“ og heimili ALLT A SAMA STAÐ Timken-legur HEFILBEKKIR Stærðir: 130 cm og 140 cm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.