Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 15
Þrlðjudagur 23. júlí 1963 M o R c V V fí T 4 f) F Ð 15 KLUKKAN 3 á sunnudag hófst fyrsta almenna messan í hinni nývígðu Skálholts- kirkju. Sóknarpresturinn, sr. Guðmundur Óli Ólafsson, pre- dikaði, sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup messaði og við- staddir voru forseti íslands, biskupar Norðurlanda o. fl. Kirkjugestir voru eins margir og kirkjan frekast rúmaði og höfðu margir setið í 2 tíma til að tryggja sér sæti. — í lok messunnar voru skírð þrjú börn úr sókninni, þar af ein stúlka, er hlaut nafnið Ragn- heiður. Messan hófst með organleik, Guðmundur Gilsson lék á nýja orgelið. Þá flutti með- hjálparinn, Björn Erlendsson, bæn í kórdyrum. Skálholts- kórinn söng undir stjórn ur, þá Þorbjörn og sést á hendi og höfuð Björns. 3 börn - ein Ragnheiöur - skírð í 1. almennu messunni í Skálholti Róberts A. Ottóssonar. Yoru messusvörin öll sungin ein- rödduð nema síðasta amenið, fjórraddað. Þá söng kórinn m.a. sálminn „Vér allir trúum á einn Guð“ í tóngero Luthers. Sr. Guðmundur lagði út af ritningargreininni Matt. 5.20- 26! og lauk ræðu sinni á þess- um orðum: — Já, hér stendur hún kirkjan þín, drottinn minn — loksins. — Örvæntir þú aldrei bygging hennar, — um uppbygging Skálholts. Þú þekktir oss þó alla, sem að höfum unnið. Víst hefur þú séð, að ekki fylgdi ávallt heill hugur máli — hjá oss. Þú sást fordildina, hræsnina. Hversu margir Skálholtsspámenn hafa uppvakizt? Marg oft sástu oss leggja óhreina hönd að verki. Já, og var ekki stundum eins og hver höndin væri upp á móti annarri? — Samt stendur hún hér, kirkjan, og bíður hlutverks síns. Full — full af fyrirheitum. Og nú er oss það ljóst: — Það er þitt verk og einskis annars. — Þú byggðir heilagt hús með syndugum höndutn. Þúsund sinnum hefur þú gjört það áður. Nú vildir þú reisa Skálholt úr rústum og þú gjörðir það með þessu verk- færi þínu, sem er eins og sam- runnið úr hégóma og veik- leika, úr sundrung og bróður- elsku, úr hræsni og auðmjúkri bæn til þín — og heitir þó maður. Þanmg er þitt réttlæti: Jesús. Úr trú, sem er eins og musteriskorn byggir þú hallir og musteri. Jesús Kristur, — vilt þú búa í þessu húsi þínu, — vilt þú fylla það réttlæti þínu? Finn ég þig, þegar ég kem hingað, — finn ég útrétta hönd þína, — heyri ég milda rödd þína: — Mátturinn full- komnast í veikleikanum. Barn ið mitt, synd' • þínar eru fyrir- gefnar. Ég vil — verðir þú heill. Enginn getur bætt það, sem brotið er nema þú. — Enginn getur tendrað að nýju ljósið, sem slokknaði í Skál- holti, nema þú. Skirnarathöfn Að messu lokinni fór fram skírnarathöfn, sr. Guðmundur Óli Ólafsson skírði þrjú börn úr sveitinni. Fyrsta barnið, sem skírt var í kirkjunni, var stúlka og hlaut hún nafnið Ragnheiður. Foreldrar hennar eru Halla Bjarnadóttir og Bragi Þorsteinsson, bóndi á Vatnsleysu. Næst var sonur hjónanna í Auðsholti, Helgu Þórðardóttur og Tómasar Tómassonar, vatni ausinn og nefndur Þorbjörn og að lok- um sonur Júlíönu Tyrfings- dóttur og Halldórs Þórðarson- ar, Litla-Fljóti, og var hann skírður Björn. r. ■*- Fram - Keflav'ik Framhald af bls. 22 markvörður, sem bjargaði degin- um fyrir Keflavík. Leikur hans var oft stórglæsilegur og eflaust sá bezti er hann hefir sýnt til þessa. Á 3. mín. varði Kjartan erfitt skot og skömmu síðar skaut Baldur framhjá í góðu færi. Á 12. mín. meiddist Ólafur bakvörður Keflavíkur og varð að haltra á kantinum það sem eftir var leiks ins en Jón miðherji tók stöðu hans. Um miðjan hálfleikinn náðu Keflvíkingar nokkrum sóknar- lotum, sem þó strönduðu flestar á öftustu vörninni hjá Fram. Á 27. mín. þrumar Hallgrímur Scheving framhjá úr opnu fæn og skömmu síðar bjargar Sigurð- ur Albertsson á línu og enn ver Kjartan hörkuskot Ásgeirs. Heppnin er sem sagt ekki með Fram í þessum hálfleik og leikn- um lauk án þess að þeir fengju skorað. Keflavíkurliðið var ákveðnara og fljótara á knöttinn í þessum leik. Framlína þeirra í fyrri hálf leik var hættuleg með Jón, sem nú er að komast í æfingu, sem bezta mann. Vörnin var ákveðin og Högni í miðframvarðarstöð- unni og Sigurvin sem bakvörður áttu báðir góða leiki. Kjartan markvörður var bezti maður vallarins. Sókn Fram í síðari hálfleik var oft hættuleg og þeir voru óheppnir að fá ekki skorað, en báðir útherjarnir brenndu af í opnu færi. Högni gerði Baldvin að mestu óvirkan og framverð- irnir náðu ekki þeim tökum á miðjunni, sem þurfti til að byggja upp samleik. Hægri bak- vörður og Ásgeir voru beztu menn, en fum og fljótfærni ein- kenndi leik flestra hinna. Dómari var Haukur Óskarsson og virtist hann oft vera óþarflega smámunasamur. Annar línuvörð urinn a.m.k. virtist alls ekki kunna að staðsetja sig þegar lið- in voru í sókn á hans vallarhelm ingi. — BÞ. — Akranes-Akureyri Framhald af bls. Í2 Skúli Hákonar sóttu upp leiftur- snöggt en Einar markv. fékk bjargað. ★ Öruggur sigur í síð. hálfleik var auðséð að horugt liðið ætlaði að gefa sinn hlut. Heimamenn virtust þó sætta sig á að þeir væru að tapa. Á 6. mín. sækja Skagamenn og Einar ætlar að grípa í leikinn en missir af knettinum og það er Jón Stefánsson sem bjargar á línu. Á 9. mín. skora Akureyringar sitt eina mark. Skúli Ág. og Stein grímur sóttu saman upp og Stein grímur rak endahnútinn á með góðri spyrnu. ★ Bæði lið misnotuðu síðan góð færi, en á 31. mín. skorar Skúli Hákonarson 3. rpark Akraness með glæsilegum leik. Lék hann að marki og skoraði með fallegri spyrnu af 30 m færi. örskömmu síðar átti Ríkharður hörkuskot en Einar varði vel. Beztir Skagamanna voru Sveinn Teitsson, Ríkharður og Skúli Hákonarson, en hjá Akur- eyringum Kári sem var fljótur að vanda, Skúli sem vann mjög vel svo og Jón Stefánsson og Guðni Jónsson. ©r byggmgarefni, sem hefi” meira’ burðarþoL meira teygjuþol meira slitþol og meiri viðloðimarhœfni ea áður hefur þekkzl Notið BEMIX I steinsteypuna og fyrirbyggið ófyrirsjáanleg- an viðhalds- og viðgerðar- kostnað. Lœkkið byggingarkostnað- inn með því að nota BEMIX ! alla múrhúðun. Notið BEMIX tU viðgerða á steinsteypuskemmdum. Allar nánari upplýsingar og verkfrœðilega ráðgefandi þjónustu veitír BEMIX-umboðið á Islandi: STR ANDBERG SF. Laugavegi 28. simi 16462, Reykjavik. Leitið upplýsinga um byggingarefni framtíðarinnar BEMIX — Skálholt Framhald af bls. 10 bárust til Skálholts fjöldi heilla- óskaskeyta. Umferð jöfn og greið. Lögreglan hafði haft mikinn viðbúnað og fengið liðveizlu frá skátum til að halda umferð- inni í skefjum, en vegna þess hve jöfn umferðin varð kom ekki til umferðatálmana þeirra, sem fyrirhujgaðar höfðu verið. F.Í.B. hafði einnig viðbúnað og var til reiðu á vegunum, en ekki þurfti mikið á aðstoð þeirra að halda. Til skátanna leitaði að kalla má enginn vegna slysa, en skátarnir leystu allskonar smá- vandræði tjaldgesta og annnarra, er til peirra leituðu. NÝTT! Úðið nýjum litblæ í hór yðnr með kristultærum vökvu ★ Svo fljótt, svo auðvelt .... aðeins úða því á og láta vera. ★ Endist og endist .. Nudd- ast ekki og þvæst ekki úr. ★ Hreinlegt í notkun .. því það er krystaltært. Bandbox Spray-Tint er það nýjasta í litun og týsingu hárlits. Uðið því aðeins og greiðið í gegnum hárið. — Reynið það! Og sjáið hár yðar gljá með nýjum Djarma og blæ. Leiðarvísir um litaval fyrir Spray-Tint, Háralitur yðar: Mjög ljóst hár. Notið: Light Blonde nr. 1 Ljóst hár. Honey Blonde nr. 2 Skolleitt hár. Glowing Gold nr. 3 | Brúnt hár: Burnished Brown nr. 4, eða Soft Brown Glints nr. 7 Dökkbrúnt eða svart hár. Chestnut Glints nr. 5 Jarpt hár: Auburn Highligts nr. 7. bandbox

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.