Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. júlí 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matuiías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að».Istræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakið. HVAÐ LÍÐUR AT- HUGUN Á KJÖRUM? IT'ins og menn minnast sam- ^ þykktu samtök vinnu- veitenda og launþega í júní- mánuði tilmæli ríkisstjórnar- innar um það, að sameiginleg athugun-færi fram á þvk hve mikið laun gætu hækkað. — Skyldi hlé gert á launabarátt- unni fram í októbermánuð til þess að tóm gæfist til þessar- ar athugunar. Nú er svo komið, að menn gera sér almennt grein fyrir því, að tilgangslaust er að hækka launin umfram fram- leiðsluaukningu. Slík almenn launahækkun allra stétta leið ir ekki til kjarabóta hjá nein- um. Fremur gæti hún orðið til kjararýrnunar, þar sem hún gæti stofnað efnahags- jafnvægi og atvinnuöryggí í hættu. Þess vegna er eðlilegt, að samtök launþega og vinnu- veitenda láti sameiginlega fara fram rannsókn á því, hve miklar kauphækkanir efna- hagslífið þolir. Enn hafa ekki borizt fregn- ir af því, hvað gert hefur ver- ið til að hraða þessum athug- unum. Vafalaust hafa sam- tökin þegar hafið athuganir sínar, en þó hefur ekki frétzt af því, að sett hafi verið á stofn sameiginleg nefnd eða stofnun til að gera þessar at- huganir, þótt ríkisstjórnin hafi boðizt til að greiða kostn- að af slíkum aðgerðum. Hér er um að ræða svo mikilsvert hagsmunamál við- komandi félagasamtaka og þjóðarheildarinnar, að einskis má láta ófreistað — og engan tíma missa — til að rannsaka málið til hlítar og leitast við að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Þess vegna treyst- ir Morgunblaðið því, að rögg- samlega verði unnið að þess- um málum, og í fullri ein- lægni, næstu vikur og mán- uði. VAXANDI SKILNINGUR Qkilningur manna hefur ^ ekki einungis vaxið á því, að láun mega ekki hækka meir en nemur þjóðarfram- leiðslu, ef um raunverulegar kjarabætur á að vera að ræða. Jafnframt geramenn sérgrein fyrir því, að kaupgjaldsbar- áttan er í raun réttri barátta milli stéttanna um skiptingu aflafjár þjóðfélagsins. Ein- stakar stéttir geta bætt hag sinn meir en nemur þjóðar- framleiðslunni, en það hlýtur þá að verða til þess, að ein- hverjir aðrir fái minni kjara- bætur. Þegar opinberir starfsmenn settust að samningaborði með ríkisvaldinu um kjör sín, var þeim ljóst að frumskilyrðið var að ná samkomulagi um flokkun starfsmanna og meta hvaða hlutfall skyldi vera á milli launa hinna einstöku starfshópa. Slíkt samkomulag náðist og greiddi það mjög fyrir þeim réttmætu kjara- bótum, sem opinberir starfs- menn fengu. Það hefur ásannazt, að mjög erfitt er að breyta tekjuskipt- ingunni milli einstakra starfs- hópa, nema heildarsamtök verkalýðsins mæli með slíkri breytingu. Tilraunin til að bæta hag hinna lægst laun- uðu einna hefur misheppnazt að verulegu leyti, vegna þess að launþegasamtökin studdu þær aðgerðix ekki. Þess vegna hafa kauphækkanir hinna ein stöku stétta að undanförnu verið nokkuð jafnar og' ólík- legt, að einstakir starfshópar geti knúið fram meiri hækk- anir en aðrir hafa fengið, nema fyrir liggi það álit heild arsamtaka launþega, að slík- ar hækkanir séu réttmætar og leiði ekki til þess, að aðrir starfshópar krefjist sömu hækkana. Af þessum sökum er Ijóst, að aðilar að kjarasamningum verða að leitast við að finna réttmætt hlutfall milli launa hinna einstöku starfshópa, líkt og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja gerði í sam- vinnu við ríkisvaldið. Einnig þetta skilja menn nú betur en áður. Jafnframt er vaxandi skiln- ingur á nauðsyn ákvæðis- vinnu, samstarfsnefndum launþega og vinnuveitenda og yfirleitt heilbrigðari stefnu í kjaramálum en hér hefur ver- ið rekin. Menn aðhyllast þá stefnu, sem Morgunblaðið hefur nefnt kjarabætur án verkfalla, en afneita stefnu verkfalla án kjarabóta. FÆREYJAFLUG U'lugfélag íslands er nú að 1 hefja reglubundið flug til Færeyja. Því fagna frænd- þjóðirnar í eylöndunum báð- um. Þessar samgöngur munu auka samskipti Færeyinga og íslendinga og verða báðum til hags. Vonandi getur flug þetta borið sig fjárhagslega, svo að hægt verði að auka og bæta Rauðsprettustríð í Danmörku FISKIMENN í Danmörku berj ast um þessar mundir fyrir því, að þurfa að selja fisk sinn á óhagstæðu verði. Fyrir skömmu ákváðu samtök fiski manna, að lágmarksverð á rauðsprettu skyldi vera d. kr. 1,05 (6,56 ísl kr.), en fram kvæmd ákvörðunarinnar fór út um þúfur. Nú hafa samtök danskra fiskimanna og samtök vesturjóskra fiskimanna beint þeim tilmælum til A. C. Nor- mann, síávarútvegsmálaráð- herra, að lágmarkstærð rauð- sprettu yrði færð út 265 milli metrum upp í 270 á tímabilinu 15 júlí til 1- september. A. C. Normann hefur þegar gefið loforð um, að samhljóða tilmaali beggja fiskimanna- samtakanna yrði tekin til greina, og þess vegna er búizt við, að ráðherrann samþykki fljótlega hækkun lágmarks- stærðarinnar En ekki eru all- ir fiskimenn sammála aðgerð um samtakanna. Fiskimenn við ströndina í Thyborön hafa lýst sig andvíga breyttri lág marksstærð og hafa fengið stuðning fiskimanna á Hvíta- sandi. Fyrstu viðbrögð þeirra voru að safna mótmælaundir aðgerðum tilveru þeirra stefnt skrifum. Fiskimennirnir á ströndinni telja .neð þessum í voða. Stóru rauðspretturnar veiðast ekki oft við ströndina og fiskimennirnir þar segja, að veiði þeirra verði aðeins 10% af því sem venjulegt er, af lágmarksstærðin verður færð upp um 5 millimetra. Það var einkum í stærri fiskiþorpunum á Vestur-Jót- landi að framkvæmdin um á- kveðið lámarksverð var brot- ið á bak aftur. í litlu þorpun- um var ákveðið að selja rauð sprettuna ekki undir d. kr. 1.05 pr kg. Ef það tækist ekki skyldi rauðum lit helt á fiskinn og hann seldur sem minkafóður. Gripið var til þess ráðs að safna í sjóð og yrði fénu varið til að jafna mismuninn á venjulegu rauð- sprettuverði og minkafóðurs- verðinu, sem aðeins er 49—50 a-urar (d.) fyrir hvert kíló. Markaðsverð á rauðsprettunni þessa dagana var um 80 aura (d) En það safnaðist ekki nóg í sjóðinn og fljótlega drógu fiskiþorpin fyrir norðan Es- bjerg 1 land og hættu öllum mótmælaaðgerðum Menn þrjóskuðust lengur við í Es- bjerg og hvern dag voru 25 tonn af góðri rauðsprettu eyði lögð með rauða litnum. Þar kom, að samtök vesturjóskra fiskimanna varð að hætta við lágmarksverðskröfuna og á að alfundi samtaka danskra fiski manna fyrir skömmu urðu menn sammála að afnema þetta skipulag um stundarsak ir. Allir sáu nauðsyn þess að fiskimenn fengju fasta greiðslu fyrir afla sinn Og hald ið verður áfram að vinna að skipulagi, sem geti tryggt það. Og nú er beðið eftir aðstoð ríkisvaldsins við að fá reglu- gerð um hækkaða lágmfrks- stærð á rauðsprettu. Gunnar Rytgárd. PIATIGORSKY SKÁKMÓTIÐ: FALL HEIMSMEISTARANS TI G R A N Petrosjan tapar svo sjaldan skák, að það telst til stórra tíðinda í skákheiminum, þegar slíkt hendir. Eitt sinn tefldi hann t.d. meira en 100 kappskák- ir í röð á nokkrum skákmótum, ón þess að tapa einni einustu. Ekki munu því margir geta stát- að af því, að bera sigurorð af hon um tvisvar með stuttu millibili, eins og Friðrik Ólafssyni tókst á áskorendamótinu 1959, þegar tefld var fjórföld umferð. Móti Petrosjan hafði Friðrik þá 2% vinning, og við skulum vona að honum takizt líka að hafa yfir- höndina í ár, þótt nú sé raunar þjónustuna, enda er ekki hægt að ætlast til þess, að Flugfélagið haldi þessum rekstri áfram, nema hann sé sæmilega arðvænlegur. Á undanförnum árum hef- ur Flugfélag íslands tapað geysiháum upphæðum á inn- anlandsflugi. Þrátt fyrir góð- an hag af utanlandsflugi hef- ur þetta leitt til þess að Flug- félaginu hefur gengið verr en skyldi að endurnýja flugvéla- kost sinn og auka og bæta þjónustu. Þegar til lengdar lætur, er slíkt fyrirkomulag auðvitað engum til góðs, og raunar auðvitað alls ekki hægt að ætlast til þess, að fé- lagið rísi undir tapi af þess- um rekstri ár eftir ár. íslendingar eru mikil flug- þjóð og flugið á enn eftir að aukast, en frumskilyrði þess er að sjálfsögðu, að flugfélög- in skili nægilegum arði til að geta treyst fjárhag sinn, keypt nýjar og betri flugvélar og bætt alla aðstöðu. við heimsmeistarann sjálfan að etja. í rauninni má segja að skák- styrkleiki stórmeistaranna sé svo lítill, að hver og einn sé vís til að bera annan ofurliði í einstakri Gligoric. skák, og þessvegna eru það ein- ungis margra skáka einvígi sem leiða mannamuninn í ljós. Með þeim er girt fyrir afleiðingar af einstökum tilviljunum, slembi- lukku og óhöppum, eins og t.d. svokallaðri skákblindu og slæmsku í maga, svo eitthvað sé nefnt. Fimmta skák SPÆNSKUR LEIKUR Hv.: Gligoric. Sv.: Petrosjan Þetta er önnur kappskák Petr- osjans sem heimsmeistara, og í henni lýtur hann í lægra haldi. Eykur það á hróður Gligorics. Byrjunin var gamalt afbrigði af spænska leiknum. Petrosjan skeytti ekki um, þótt peðaröð hans væri brotin upp kóngsmeg- in, þar eð menn hans höfðu betra svigrúm en hvítu mennirnir. Lengi vel gerðist ekkert stór- vægilegt; framrás engin að kalla á hvorugan bóginn. En eftir skipti á drottningum fór peða- véikleiki Petrosjans að segja til sín. Gligoric var alltaf fyrri til I eltingaleiknum við peðin. Síð- ustu leikirnir voru leiknir sem hraðskák, og vissu skákmennirn- ir lítt hvað leikjafjöldanum íeið, en hugsuðu þeim mun meira um klukkuna. Og þegar ró komst á að nýju, sá heimsmeistarinn sitt óvænna og gaf skákina. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0—0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0—0 8. c3 d6 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. c4 c6 12. c5 Dc7 13. cxd Bxd6 14. Bg5 exd 15. BxR gxB 16. Rxd Rc5 17. Rf5 BxR 18. exB I:id8 19. Dh5 Be5 20. Rc3 Hd4 21. He3 Bf4 22. He2 Bd2 23. Rdl Bg5 24. g3 Dd6 25. Re3 BxR 26. HxB Kg7 27. Bc2 Dd5 28. a3 Hd2 29. Dg4t Kh8 30. Hdl HxHt 31. DxH DxDt 32. BxD Hd8 33. Bf3 Hd3 34. He8t Kg7 35. Bxc Hb3 36. He7 Hxb Framhald á bls. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.