Morgunblaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 1
24 siður Ðr. Ward var sekur fundinn um tvö ákæruatriði af fimm — Liggur nú þungt haldinn eftir að hafa tekið of stóran skammt svefnlyfja London, 31. júlí — AP. BREZKI læknirinn, Dr. Stephen Ward, var í dag sek- ur fundinn um tvö atriði af fimm í ákærunni gegn hon- um um brot á siðferðilöggjöf Bretlands. Verður dómsupp- kvaðningu frestað, þar til sakborningur getur sjálfur mætt í réttinum, en hann ligg ur nú í sjúkrahúsi í London, þungt haldinn. í morgun fannst dr. Ward meðvitundarlaus í íbúð sinni og hafði þá tekið mikið magn af svefnlyfjum. Var hann fluttur í sjúkrahús og lá þar milli heims og helju í dag, en læknar vonast til að geta bjargað lífi hans. Dr. Ward var sekur fundinn um að hafa lifað af tekjum þeirra Christine Keeler og Mari- lyn Rice-Davies, er þær öfluðu sér með vændi, meðan þær bjuggu í íbúð hans. Hins vegar var hann ekki talinn sekur um, að hafa lifað af tekjum þeirra Margaret Ricardos og Vickie Barret. Ekki var hann heldur talinn sekur um að hafa fengið Christine Keeler til þess að út- vega sér unga stúlku, nefnda ungfrú X í réttinum, til ólöglegs samneytis. Dómarinn, Marshall, ákvað síðar í dag, að beðið skyldi með uppkvaðningu dóms þar til sak- borningur gæti sjálfur hlýtt hon- um í réttinum. Jafnframt lýsti hann sig samþykkán tillögu sak sóknarans Mervyn Griffith-Jon- es, um að fresta frekari af- greiðslu málsins þar til lokið er sumarleyfum starfsmanna rétt- arins, þ.e.a.s. þar til í september n.k. Verjandi dr. Wards, Jack Wheatley hefur tilkynnt, að dóminum verði áfrýjað, þegar er hann hefur verið kveðinn upp. Samkvæmt brezkum lögum ligg ur allt að 7 ára fangelsisvist við þeim brotiun á siðferðislög- gjöfinni, sem kviðdómurinn í Old Baily taldi lækninn sekan um, — en það tók kviðdóminn 4 klst og 20 mínútur að koast að niðurstöðu. SÍLDINNI landað, einn-tveir, ofan er löndun úr fyrsta skip- sumri. Var það ms. Dísafell, einn-tveir Myndin hér að inu, sem kom með saltsíld til sem landaði þar 6000 sunnum. Helsinki í Finnlandi á þessu (AP) Hörðustu árásir Pekingstjórnarinnar til þessa: Sakar Rússa um að hafa gert banda- lag við Bandaríkin — sem beint sé gegn Kína, sósíalistísku ríkjunum og öllum öðrum friðelskandi þjóðum heims Peking, Moskvu, 31. júlí. — NTB-AFP-AP — Pekingstjórnin gerði í dag svo harða hríð að Sovét- stjórninni, að stjórnmála- fréttaritarar í Moskvu og Peking telja ekki ólíklegt, að hún verði til þess að þjóðirn- ar slíti stjórnmálasambandi sín í milli. Meðal annars segir Pek- ingstjórnin, að Rússar hafi gengið til samstarfs við Bandaríkin og myndað með þeim bandalag, er beint sé gegn Kína, sósialísku ríkjun- um og öllum friðelskandi þjóðum. Þessi árás Kínverja kemur fram í skjali, er snemma í morg- un var sent til allra sendiráðanna og allra erlendra fréttamamía í Peking. Er þar fyrst og fremst vísað á bug Moskvu-samkomu- laginu um bann við kjarnorku- vopnatilraunum í geimnum, í gufuhvolfinu og neðansjávar og það kallað „ómerkileg brella“. — Ægir blasti við augum mér í þokunni — segir skipstjórinn d Fróðakletti FRÉTTARITARI Mbl. náði í gærkvöldi stuttu samtali við Guðlaug Óskarsson, formann á Fróðakletti, sem varðskipið Ægir sigldi niður út af Glett- ingi. Formaðurinn átti óhægt um vik að ræða við frétta- mann, þar sem hann kvaðst þurfa að hlusta á réttarhöld- in, og ekki sízt framburð 3. stýrimanns á Ægi, sem var á vakt, þegar slysið varð. Þá lét hann til leiðast og fer sam talið við hann hér á eftir. Guðlaugur sagði, að akkerið á Ægi hefði rifið gat á bátinn og farið með stykki úr hon- um. — Þegar þessi atburður gerðist var ég í skipstjóraklef anum. Ég sá ekki Ægi fyrr en hann var kominn aftur fyrir okkur og áreksturinn var af- staðinn. — Hvað hélztu að hefði gerzt? — Ég gerði mér auðvitað litla grein fyrir því svona fyrst í stað hvað um var að vera, en var skýrt frá því þegar í stað, þó þess hefði vart þurft, því um leið og ég opnaði dyrnar,- sá ég hvers kyns var: Ægir blasti við aug- um mér í þokunni, rétt við bátinn. — En þið reynduð að bjarga bátnum? — Já, áreksturinn varð kl. 15.30 og vorum við um borð í honum þangað til 17.10, að við yfirgáfum bátinn. Allt var gert til að bjarga honum. En þegar lúkarinn var orðinn fullur af sjó og skipið mjög Framh. á bls. 23. Jafnframt leggur Pekingstjórnin til að kallaður verði saman fund- ur stjórnaleiðtoga allra ríkja heims og verði þar til umræðu, að setja algert bann við kjarn- orkutilraunum; að eyða þeim kjarnorkuvopnum, sem til eru; að leggja niður erlendar her- stöðvar; að koma á sérstökum svæðum í öllum heimsálfum, þar sem kjarnorkuvopn verði alls ekki staðsett; að banna kaup og sölu kjarnorkuvopna og banna ríkjum að skiptast á upplýsing- um um kjarnorkuvopn. Stjórnmálafréttaritarar segja, að þessar tillögur Kínverja miði ljóslega að því að vinna stuðning óháðu ríkjanna í Asíu og Afríku og benda á, að Kínverjar muni ó- efað leggja mikið kapp á að efla áhrif sín í þessum löndum á næstunni. Þeir benda á, að í augum kín- verskra stjórnmálaforingja séu Rússar og Bandaríkjamenn nú á sama báti — báti heimsvalda- sinna — en Kína sé forystuþjóð hinna friðelskandi þjóða í heim- inum. Hinsvegar líti Rússar mál- ið þeim augum, að Kína, Frakk- land og V-Þýzkaland standi nú fremst í röð stríðsæsingaþjóð- anna. Sérstaklega er á það bent, að í þessari nýju árás Kín- verja hefur komið fram nýr þáttur — þar sem um er að ræða raunverulega stjórnmála leg deiluatriði, en ekki óljósar hugmyndafræðilegar kenning- ar. í skjalinu, sem afhent var í Peking í morgun sé hvergi vikið að kenningum Marx og Lenins sem slíkum, heldur sé fyrst og fremst verið að saka Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, um stjórnmála leg svik við þjóð sína, aðrar sósíalískar þjóðir og allar aðr- ar friðelskandi þjóðir, og benda á að nú sé svo komið að Kínverjar hafi forystu fyr- ir hinum síðasttöldu. Loks benda fréttaritarar á, að það sé ekki nema eðlilegt, að Kínverjar gerist talsmenn þess, að kjarnorkuvopn séu eyðilögð, þ„* sem þeir, sakir fjölmennis þjóðarinnar myndu standa flést- um eða öllum betur að vígi í á- tökum þjóðanna, er kjarnorku- vopn væru úr sögunni. — ★— Síðar í dag hélt fréttastoían Nýja-Kína áfram að ráðast á Krúsjeff forsætisráðherra. Voru rakin ummæli hans og annarra sovézkra ráðamanna frá síðustu árum, þar sem þeir lýstu því yfir að samkomulag um bann við kjarnorkuvopnatilraunum, án samkomulags um algera afvopn- un, gæti aldrei orðið friðinum til framdráttar, myndi ekki stöðva vigbúnaðarkapphlaupið og f skjóli þess væri í raun og veru hugsanlegt að halda áfram undir- búningi kjarnorkustríðs. Blaða- manna- verkfall?. Engin dagblöð koma út í NÓTT, þegar lokið var vinnn við dagblöðin, kom til fram- 1 kvæmda verkfall það, sem Blaðamannafélag íslands hafði boðað fyrir viku. Hafði deila blaðamanna og blaðaútgefend þá verið fengin sáttasemjara ríklsins, Torfa Hjartarsyni, til meðferðar. Hófst fundur ’ sáttasemjara og deiluaðila kl. 7 10 í gærkveldi í Alþingishús- 1 inu. ( Þegar Mbl. fór í prentun ; nótt hafði samkomulag ekki náðst. Ef samningar takast okki í dag mun Morgunblaðið ekk koma út á morgun. Verkfall blaðamanna stöð\ ar útgáfu allra dagblaðanna í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.