Morgunblaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 1. ágúst 1963 12 , (Jtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. tJtbrexðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðilstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Ask-riftargjald kr. 65.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. Ef landbúnaðarvéiarnar bila kann enginn að gera við þær. Eins árs sjálfstæði og vaxandi erfiðleikar NÝJAR Camkomulag Bandaríkjanna, ^ Sovétríkjanna og Bret- lands um takmarkað bann gegn tilraunum með kjarn- orkuvopn hefur vakið nýjar vonir í heimi kalda stríðsins. Þessi þrjú stórveldi hafa kom ið sér saman um bann við til- raunum með kjarnorkuvopn í andrúmsloftinu, úti í geimn- um og neðansjávar. Hinsveg- ar nær bannið ekki til til- rauna neðanjarðar. Þessu samkomulagi hefur verið fagnað um allan heim, nema í Kína. Það hefur vakið vonir um að nýtt tímabil sé að renna upp í sambúð vest- rænna lýðræðisþjóða og Sov- étríkjanna. — Kússar virðast hafa gert sér ljóst, að áfram- haldandi kapphlaup um kjarn orkusprengingar hljóti að leiða til ófarnaðar. í framhaldi af samkomulag inu í Moskvu um tilrauna- bann, hefur svo afvopnunar- ráðstefnan í Genf tekið upp störf að nýju. Að þessari ráð- stefnu standa sautján ríki, þar á meðal Bandaríkin, Sovétrík in og Bretland. Þegar ráð- stefnan hóf störf sín aftur í fyrradag, ríkti þar nokkur bjartsýni um hugsanlegan ár- angur af störfum hennar. Bæði Macmillan, forsætis- ráðherra Breta, og Kennedy, forseti Bandaríkjanna, hafa lýst yfir þeirri von sinni, að samkomulagið í Moskvu kunni að verða upphaf að miklu víðtækari afvopnun. Það er vissulega ósk hins lýð- ræðissinnaða heims að þessar vonir rætist. Er síðari heimsstyrjöldinni lauk tóku lýðræðisþjóðirnar þegar að afvopnast. Það var fyrst eftir að hinn Rauði her Sovétríkjanna hafði svipt margar þjóðir Austur- og Mið-Evrópu frelsi þeirra, að lýðræðisþjóðirnar tóku að víg búast að nýju. Atlantshafs- bandalagið og fleiri varnar- samtök voru stofnuð til að stöðva framsókn og yfirdrottn unarstefnu hins alþjóðlega kommúnisma. Leiðtogar Rússa hafa nú e.t.v. gert sér ljóst, að þeir lögðu út á mikla óheillabraut, þegar þeir létu Rauða herinn hjálpa fámennum minnihluta flokkum kommúnista til þess að brjótast til valda í hverju landinu á fætur öðru. Þar með var vígbúnaðarkapp- ið hafið. Nú er hinsvegar svo komið, að leiðtogar Rússa skilja, að kjarnorkustyrjöld myndi ieiða algera tortímingu yfir þau lönd, sem kommún- istar stjórna, ekki síður en VONIR vestrænar lýðræðisþjóðir. — Á grundvelli þessa skilnings hefur nú tekizt samkomulag milli vestrænna þjóða og Sov- étríkjanna um takmarkað til- raunabann. Sá skuggi hvílir að vísu enn yfir þessu sam- komulagi, að Frakkar hafa ekki viljað gerast aðilar að því. Frakkar eru lýðræðis- þjóð, sem ekki mun hefja árásarstríð og hyggur fyrst og fremst á eigin varnir. Von- andi gerast Frakkar innan skamms aðilar að því sam- komulagi sem náðst hefur milli austurs og vesturs. Fólkið um víða veröld fagn- ar hverju skrefi, sem stigið er í áttina til afvopnunar og heiðarlegs friðar. Alþjóðlegt eftirlit með tilraunabanninu, á að vera trygging þess, að samkomulagið í Moskvu verði haldið. SKELFILEG BLEKKING yrir tveimur árum var því lýst yfir, í einu málgagni kínverskra kommúnista, að Kínverjar væru eina þjóðin sem gæti lifað af kjarnorku- styrjöld. Þeir hefðu efni á því, að missa þrjú til fjögur hundr uð milljónir manna, en gætu síðan risið upp á ný og haldið áfram að byggja upp þjóðfé- lag kommúnismans og lifað hamingjusömu lífi!! Það er þessi skelfilega blekking sem virðist nú ráða gerðum kínversku kommún- istanna. — Leiðtogar þeirra halda því nú blákalt fram, að „þriðja heimsstyrjöldin muni færa kommúnismanum loka- sigur“. Mao Tse-tung og menn hans sjá ótrúlega skammt fram í tímann. Þeir vita ekki að eyðingarmáttur kjarnorku sprengja er í dag. slíkur, að allsherjarkjarnorkustríð milli stórvelda hlyti að hafa í för með sér gereyðingu heilla heimsálfa. Það fólk, sem kynni að lifa af slík ógnará- tök, stæði á rústum, sem væru hrikalegri en nokkurn mann getur órað fyrir í dag. Það sýnir botnlaust mann- hatur og takmarkalausan van þroska, þegar kínverskir kommúnistar halda því nú blákalt fram, að þessa áhættu beri að taka til þess eins, ef hugsanlegt væri, að tryggja hinum alþjóðlega kommún- isma heimsyfirráð. En jafnvel hér uppi á ís- landi eru til menn, sem ekki hika við að dreifa út áróðri kínversku kommúnistanna og FRÉTTAMAÐURINN Frede- rick C. Painton frá vikuritinu U. S. News & World Report var vel kunnugur í Alsír með- an Serkir voru að berjast fyr- ir sjálfstæði landsins. Ári eftir að styrjöldinni lauk með sigri Ben Bella, núverandi forsætis- ráðherra, heimsótti Painton Alsír að nýju. Þótti honum margt hafa breytzt, og fæst til batnaðar. Ritaði hann grein í tímarit sitt við heimkomuna, og fer hér á eftir útdráttur úr henni. | Ári eftir að Alsír hlaut sjálf- stæði frá Frökkum, ríkir vax- andi óánægja í landinu. Á yf- irborðinu virðist þó allt með kyrrum kjörum. Eftir sjö ára frelsisbaráttu hafa Serkir fengið nóg af styrjöldum. En íbúarnir eru farnir að finna áhrif þeirra efnahagsörðug- leika, sem skapazt hafa í land- inu. Örðugleikar þessir stafa aðallega af brottflutningi um 90% evrópskra manna frá Alsír, en það voni einmitt þess ir menn, sem stóðu undir fjár- hag landsins. Ekki hefur þjóð- nýtingarstefna Ben Bella orð- ið til að draga úr brottflutn- ingnum. Serkir vonuðust til þess að sjálfstæðið færði þeim bætt lífskjör, en þess í stað fara kjörin sí-versnandi. Vanda- málið er að stjórnin er að verða gjaldþrota. Með hverj- um mánuði, sem líður, aukast ríkisskuldimar um 1300 millj. króna að sögn sérfræðinga, þrátt fyrir tekjur af olíu- vinnslu og talsverðan fjárhags stuðning frá Frökkum. taka þar með undir málflutn- ing þeirra. Það er íslenzku jjóðinni ærj* umhugsunar- efnL SJÖSLYSIN ITvert sjóslysið rekur annað. Ungir menn sigla smábát út úr Reykjavíkurhöfn og týnast, vélbátur stra*xdar við Álftanes, undir stjórn ölvaðs skipstjóra, en mannbjörg KAUPGREIÐSLUR DRAGAST í austurhéruðum Alsír stóðu hermenn fyrir óeirðum til að mótmæla seinagangi í Ahmed Ben Bella kaupgreiðslum. Hermönnum úr stríðinu við Frakka hafði verið lofað eftirlaunum, sem ekki hafa fengizt greidd. — Margir þeirra eru nú atvinnu- og bjargarlausir. — Franskir tæknifræðingar við póst og síma hafa sent de Gaulle Frakklandsforseta mótmæli vegna þess hve erfiðlega geng- ur :.ð fá Alsírstjórn til að greiða umsamin laun. Kennar- ar, bæði franskir og serknesk- ir, hafa krafizt þess að fá greidd gjaldfallin laun. Um tvær milljónir Serkja, helmingur vinnufærra manna, eru atvinnulausir. Frá því landið fékk sjálfstæði hefur verzlun og iðnaður minnkað um 50—70% að því talið er. verður. — Tveir síldarbátar sökkva út af Austfjörðum, en skipverjar þeirra bjargast. Þetta eru vissulega miklir slysadagar. Orsakir þessara sjóslysa eru vafalaust í sumum tilfellum óviðráðanlegar, en í öðrum fullkomið sjálfskaparvíti. — Óvarkárni og skeytingarleysi setur allt of oft svip sinn á stjórn skipa og báta. Á sjón- um, við strendur íslands, ger- ist stundum sama sagan og á BROTTFLUTNINGUR Auðséð var fyrirfram að Serkir ættu við fjárhagserfið- leika að stríða eftir að þeir fengju sjálfstæði. Meðan á styrjöldinni stóð voru í Alsír um 500 þúsund franskir her- menn, sem eyddu þar launum sínum, en eru nú flestir farn- ir ásamt evrópsku landnemun- um. Fyrir sjálfstæðið bjuggu þar milljón evrópskir land- nemar, en nú eru aðeins um 120 þúsund þeirra eftir. í ár er talið að 50 þúsund til við- bótar flytja úr landi, mest vegna þjóðnýtingarstefnu Ben Bella. Meðal þeirra, sem farn- ir eru og að fara, eru læknar, kennarar, iðjuhöldar, verk- fræðingar, ríkisstarfsmenn og faglærðir verkamenn, allt menn, sem ekki er unnt að komast af án. Það voru þessir menn, sem mestar eignir áttu í landinu og greiddu megnið af opinberum gjöldum. Á síðasta ári hefur ríkis- stjórnin yfirtekið 3,75 milljón ekrur af landbúnaðarjörðum. Þá hefur stjórnin yfirtekið rúmlega 500 verzlunar- og iðn aðarfyrirtæki evrópskra manna, sem nú eru horfnir úr landi. Margir hafa gagnrýnt þessa þj óðnýtingarstefnu Ben Bella, þeirra á meðal Ferhat Abbas, forseti þingsins. Benda gagn- rýnendur á að stjórnin sé að brjóta niður grundvöllinn fyr- ir skattatekjum sínum. í stað þess að hirða opinber gjöld frá búgörðum og iðnfyrirtækj- um, neyðist stjórnin í æ rík- ara mæli að styðja þennan rekstur fjárhagslega. Framh. á bls. 23. landi, þar sem kærulaus öku- maður veldur sjálfum sér og öðrum slysum og háska. Kæruleysið og skeytingar- leysið er þannig allsstaðar að verki. En þessar slysfarir eiga að fela í sér áminningu um meiri varfærni og ríkari á- byrgðartilfinningu hjá þjóð- inni, ekki aðeins hjá þeim sem stjórna bát eða bifreið. Skeyt- ingarleysið og ábyrgðarleysið er óvinur þjóðfélagsins. Það veldur tjóni og sárum, sem aldrei gróa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.