Morgunblaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 1. Sgflst !§§S TMORGVWTtl. AfílÐ 23 17 vegaeftirlitsbílar til aðstoðar um næstu helgi ' FÉLAG ÍSL. bifreiðaeigenda mun um verzlunarmannahelgina hafa 15 bíla í vegaeftirliti og að- stoð á suðurhluta landsins og 1 vegaþjónustubíl með talstöð frá AkureyrL Þá er Brandur Stfáns- son í Vík með aðstoðarbíl í Skaftafellssýslum. í þessum bíl- um öllum eru skátar til að veita fyrstu aðstoð, ef komið er að slösuðu fólki. Þá hefur FIB beitt sér fyrir því að bifreiðaverk- stæði verða opin víðs vegar alla verzlunarmannahelgina. Ef bifreiðastjórar lenda í vandræðum geta þeir leitað á náðir þessara FIB-bíla, annað hvort gegnum talstöðvar ann- arra bíla eða í síma. Má koma orðum til Gufunessradio og er þjónustusíminn 22384. En þeir sem eru í námunda við Akur- eyri hafa samband við slökkvi- stöðina þar, ef þeir þurfa að ná sambandi við öryggisbílinn. Hvað viðgerðarverkstæðunum viðvíkur, eiga vegfarendur að geta áttað sig á auglýsingaskilt- um frá FIB, sem segja til um næsta viðgerðarstað. Félagið greiðir ekki viðgerðarþjónustu inni á verkstæðunum, en félags- menn fá fría hjálp hjá hjálpar- bílunum. Aðrir greiða fyrir að- stoð. Á Norðurlandsleið og Norður- landi verða 6 verkstæði opin, 1 á Suðurnesjum og 4 á Suður- landsundirlendi. En bifreiðarnar á Suðurlandi verða á eftirtöldum leiðum: Reykjavík — Hvera- gerði, Ljósafoss — Hveragerði og upp eftir Grímsnesi, Ljósafoss —Þingvellir og niður að Stardal, Stardalur—Elliðaár og upp að Tíðaskarði, Tíðaskarð—Hvalfjarð arbotn og eittbfvað upp eftir Borgarfirði og Mýrum. Verða bílarnir auðþekktir, enda vel merktir á toppnum. Vélbilun brezks togara Þegar brezki togarinn LOR- ENZO H-230 var að veiðum út af Skagagrunni sl. föstudag, varð hann fyrir því óhappi, að stykki í 15. UMFERÐ á Evrópumótinu í bridge tapaði ísland fyrir írlandi með 72 stigum gegn 99. Úrslit í 15. umferð urðu þessi: Finnland — Svíþjóð .... .. 4-2 írland — ísland .. 6-0 Pólland — Egyptaland .. .. 5-1 Noregur — Danmörk .... .. 5-1 Frakkland — Spánn .... .. 6-0 Ítalía — Líbanon .. 6-0 Þýzkaland — Holland .. .. 3-3 England — Belgía .. 6-0 Sviss — Austurríki .... .. 6-0 í 12. umferð í kvennafl. urðu úrslit þessi: írland — Finnland .. 6-0 Svíþjóð — Egyptaland .. .. 4-2 Frakkland — Líbanon .. .. 6-0 Spánn — Belgía .. 6-0 Danmörk — Sviss .. 6-0 Holland — Þýzkaland .. .. 6-0 Nooregur — Austurríki .. .. 6-0 Staðan í kvennaflokki að 12 umferðum loknum er þessi: 1. England 67 st. 2. Frakkland 60 — 3. Danmörk 45 — 4. írland 44 — 5. Sviss 43 — 6. Svíþjóð 43 — 7. Noregur 40 — 8. Belgía 37 — 9. Egyptaland 37 — 10. Holíand 34 — 11. Spánn 33 — 12. Þýzkaland 32 — 13. Líbanon 31 — 14. Austurríki 22 — 15. Finnland 8 — Staðan í opna flokknum að 15 umferðum loknum er þessi: 1. England 88 st. 2. Ítalía 74 — 3. Pólland 61 — 4. Frakkland 56 — 5. Sviss 53 — 6. Finnland 52 — 7. Belgía 51 — 8. Svíþjóð 45 — 9. Noregur 40 — 10. Þýzkaland 36 — 11. ísland 35 — 12. Spánn 35 — 13. Líbanon 34 — 14. írland 32 —• 15. Danmörk 31 — 16. Austurríki 30 — 17. Holland ,. 30 — 18. Egyptaland . 27 — í vélinni brotnaði, en það olli aftur öðrum skemmdum á vél togarans. Skipsmenn reyndu að lagfæra skemmdirnar sjálfir, og stóðu þær tilraunir í heilan sól- arhring. Þegar þær báru ekki árangur, var leitað aðstoðar tog- arans Kingston Emerald, sem gerður er út af sama félagi Kom hann að Lorenzo um hádegi á laugardag og dró hið ósjálfbjarga skip inn til Akureyrar. Þangað komu togararnir um kl. 8 um kvöldið. Viðgerð hefur gengið vel. Út- Skipstjórinn á Lorenzo í brú tog arans. — Ljósm.: Sv. P. gerðarfélag Akureyringa hefir lánað nauðsynlega varahluti, og akureyrskir járniðnaðarmenn hafa unnið að verkinu, sem er all vandasamt. Skipstjóri vonar að togarinn geti látið úr höfn í kvöld eða nótt og heldur hann þá rakleitt heim til Englands. Lorenzo var búinn að vera að veiðum 7—8 daga, er óhappið varð, og aflinn er um 1000 kit. Talið er, að hann komist ó- skemmdur til heimahafnar, ef ekkert óvænt kemur fyrir. Skipstjórinn, Eric Thunder- cliff, hefir verið skipstjóri á tog- urum sama útgerðarfélags í 14 ár. Hann gegndi herþjónustu í brezka flotanum á stríðsárunum og var þá hér á landi, aðallega í Reykjavík, á annað ár. Laxar í Eyrar- vatni Akranesi, 30. júlí SL. LAUGARDAG veiddi Kristj án Ólafsson í Eyrarvatni í Svína d:.. 12 punda lax og 9 silunga. Fyrr í sumar veiddust þ?arna 40—50 silungar á eina stöng yfir daginn. Fyrra laugardag veiddi Gunnar Bjarnason 14 punda lax af báti í Eyrarvatni, þann stærsta í sumar Eyrarvatn er á efra vatnasvæði Laxár í Leirársveit. Erlingur Gislason, Guðrún Stephensen, Helga Bachmann, Petur Einarsson og Helgi Skulason. „Hlauptu af þér hornin“ úl um land Leikflokkur Helga Skúla- sonar leggur af stað í leikför um landið á morgun, föstudag með gamanleikinn „Hlauptu af þér hornin“ (Come blow your horn) eftir bandaríska höfundinn Neil Simon. Frum sýning verður á Blönduósi á föstudagskvöld, þaðan haldið til Siglufjarðar, Óiafsfjarðar og austur um. Leikendur eru sex, þau Helga Bachmann, Guðrún Stephensen, Brynja Bene- diktsdóttir, Helgi Skúlason, Erlingur Gíslason og Pétur Einarsson. Leikstjóri er Helgi Skúlason, en leiktjöld gerði Steinþór Sigurðsson. Hlauptu af þér hornin er nýr gamanleikur, sem sýndur hefur verið við mjög miklar vinsældir austan hafs sem vestan. Hefur leikritið verið kvikmyndað, og var myndin nýlega frumsýnd í New York. — Utan úr heimi Framhald af bls. 12. ÓHÆFIB TIL AÐ TAKA VIÐ Reynslan sýnir að Serkir eru yfirleitt ekki færir um að taka við af evrópsukum mönn um. Mjög er erfitt og stund- um jafnvel útilokað, að fá bif- reið eða vélar viðgerðar. — í sumum verksmiðjunum, sem þjóðnýttar hafa verið, eru eng ir starfsmenn, sem vita einföld ustu atriði um rekstur þeirra. Nokkru öðru máli gegnir um búgarðana, þó þar sé einnig við mikil vandamál að stríða. Til dæmis má nefna búgarð einn . í Mitidja-héraði. Þar vinna 120 manns og allir fá sömu laun, um 65 krónur á dag. En sá sem hefur yfir- stjórn landbúnaðarvélanna, er ólæs. Hann getur ekki lesið sér til um viðhald vélanna. Vélamar bila, og enginn veit hvernig á að gera við þær. Og á búgarðinum finnst enginn maður með nauðsynlega bók- haldskunnáttu. BJARTSÝNI Þrátt fyrir alla erfiðleika, hefur ekki dregið verulega úr landbúnaðarframleiðslunni — enn sem komið er. í vor rigndi mikið, þessvegna verður upp- skeran mjög góð. Þetta hjálp- ar til að fæða þjóðina, en gef- ur ekki Ben Bella þær ríkis- tekjur, sem nauðsynlegar eru. Horfumar eru ekki góðar fyrir næstu framtíð. En til eru bjartsýnir kaupsýslumenn í landinu, sem hafa trú á að ástandið lagist. Þeir benda á arfinn frá Frökkum — gott vegakerfi, vatnsveitu, síma og orkunet, heimsborgir með ný- tízku íbúðarhúsum. Einnig eru félög, sem ekki höfðu aðstöðu á stríðsárunum, að undirbúa leit að oliu og jarðgasi á Mið- jarðarhafsströndinni. í Tind- ouf, fyrir sunnan Marokkó, er tfjall, þar sem áætlað er að séu 3 þúsund milljón lestir af járngrýti o. s. frv. ★ Til að nýta þessar auðlindir þarf mikið fjármagn og þekk- ingu, og erlendir sérfræðingar spyrja: Hvaðan kemur það? Þjóðnýtingarstefna Ben Bella fælir burt fjármagnið, jafnvel frá Serkjum sjálfum. Ekki er gott að spá um hvað skeður, en svo til allir eru sammála um að „svona getur það ekki gengið lengur". Engin síld ENGIN síldveiði var í gær. Lágu skipin inni á Austfjarðarhöfn- um, en voru að byrja að tínast út um 10 leytið í gærkvöldi. Þá var komið ágætis veður. Bifreið stolið í Keflavík MANUDAGSNÓTTINA 29. júlí sl. var bifreiðinni J 0290 stolið frá Vesturgötu 16 í Keflavík. Bif reiðin er Chevrolet árigerð 1951, gráblá að neðan en Ijósgrá að ofan. Þeir sem gætu gefið upp- lýsingar láti næsta yfirvald vita. Söltun á Seyðis- firði rúmlega 35 þús. tunnur A ÞRIÐJUDAGSKVÖLD höfðu alls verið saltaðar 35056 tunnur á Seyðisfirði. Skiptist það þann ig á milli söltunarstöðvanna: — Hafaldan 9396 tunnur, Ströndin 7947, Sunnuver 7263, Sókn 3203, Neptún 2627, Valtýr Þorsteins- son 2330 og Borgir 2291. — Ægir Framhald af bls. 1. sigið að framan, sáum við að við áttum ekki annars úrkosta en yfirgefa bátinn. Þegar á- reksturinn varð höfðum við látið reka í hálftíma og lágum kyrrir í þokunni. — Hver heldur þú að hafi verið orsök slyssins? Guðlaugur svaraði: — Æ, ég veit ekki hvað hægt er að segja um það og vil ekki full- yrða neitt. Telurðu ekki að þið hafið verið í mikilli hættu? — Jú, tvímælalaust vorum við allir í mikilli hættu, og þegar ég hugsa um það á eftir hvernig áreksturinn varð, finnst mér eiginlega óskiljan- legt að a.m.k. einn skipverja okkar skyldi ekki hafa stór- slasast. Hann lá fram á koju- stokkinn og talaði við strák- ana, þegar byrðingurinn á Ægi kom allt í einu inn, en þá kastaðist hann út úr kojunni. Það bjargaði lífi hans. Að lokum spurði fréttamað- ur Mbl. Guðlaug Óskarsson, formann, hvað hann hyggist gera nú, þegar svo illa hefur farið um bát hans. — Það er ekkert framund- an, sagði hann dapur í bragðL Þetta er allt mjög leiðinlegt. Ég get þó huggað mig við það að allt hefði getað farið miklu verr. Þess má að lokum geta, að Guðlaugur er Gnndvíkingur, og þegar hann sagði frétta- manni Mbl. frá því að þetta væri fyrsta skiptL sem hann væri formaður á báti, var ekki laust við að honum þætti sárt að svo skyldi fara um fyrsta farkost hans. En við minntum hann á þau gömlu gullvægu orð, að fall er fararheilL Háteigsv. — Stangarholt Unglingur óskast til þess að bera MoLjjunblaðið tll kaupenda við Háteigsveg og Stangarholt. Gjörið svo vel að tala við afgr., sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.