Morgunblaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 1. ágúst 1963 M O R C V N Tt 1 4 f) I Ð 13 Stefán Stefánsson skólameistari Aldarminning ÁRIÐ 1901 sendi Hið íslenzka bókmenntafélag félagsmönnum sínum litla bók, yfirlætislausa að ytri sýn, en því merkari og nýstárlegri að efni og frágangi öllum, því að hér var um að ræða vísindarit af því tagi, sem aldrei hafði áður verið skráð á íslenzka tungu. Með bók þess- ari var lagður grundvölíur að mikilvægum þætti íslenzkrar náttúrufræði, og á þeim grund- velli verður byggt meðan stund verður lögð á rannsóknir gróð- urs á íslandi. Rit þetta var Flóra íslands, en höfundur henn- ar var Stefán Stefánsson, kenn- ari á Möðruvöllum í Hörgárdal, en í dag er aldarafmæli hans, en fæddur var hann að Heiði í Gönguskörðum 1. ágúst 1863. Þegair Flóra íslands kom út, var Stefán orðinn þjóðkunnur maður. Orðstír hans sem kenn- ara hafði borizt um land allt, og starfsheiti hans svo við hann fest, að hann var þá og lengi siðan ætíð nefndur Stefán kenn- ari. Segir það ef til vill meira en langt mál um, hversu það starf hans var metið. Auk kennslunn- ar hafði hann þá um meira en tug ára rekið eitt af stærstu búum á landinu og verið for- gangsmaður sveitar sinnar um flest þau mál, er til framfara horfðu, og á hann höfðu hlað- izt nær öll þau opinberu störf, sem til fallast í sveitum hér á landi, sveitarstjórn, sýslunefnd amtsráð o.s.frv. Hann hafði skrif- að margt í blöð um skólamál, búnaðarmál og almenn efni, og verið virkur í pólitík þeirra tíma. Hann var einn af stofn- endum og forystumönnum um útgáfu hins eina blaðs, sem þá kom út á Norðurlandi, Stefnis, og ári áður en Flóra kom út var hann kjörinn á þing í æskuhéraði sínu, Skagafirði, með miklum glæsibrag. Skagfirðingar kunnu vel að meta djarfan málflutning hans. og framfarahug hins unga vís- indamanns, en við það bættist og óvanaleg mælska og fram- koma, sem glæsilegri var flest- um samtíðarmönnum hans. Kunni hann í málflutningi sín- um að beita jöfnum höndum léttu gamni, þungri alvöru og stundum sárbeittu háði, svo að hann hreif áheyrendur með mælsku sinni og rökföstum flutn ingi. Þegar svo mörg járn voru í eldi höfð, hefði mátt vænta þess að óreyndu að eitthvert þeirra brynni, en fjarri fór því að svo reyndist. Kennsla hans var með þeim ágætum, að enn er til henn ar vitnað af þeim, sem hana muna. Búskapinn rak hann svo að til fyrirmyndar var, og sóttu margir fróðleik og fyrirmyndir til hans. Öll störf, sem hann snerti við, voru fáguð og vel unnin. Á Alþingi reyndist hann brátt í flokki hinna áhrifamestu og starfsömustu þingmanna, og Flóra íslands, höfuðverk hans, er óbrotgjarnt vísindarit. Ýmislegt hafði verið ritað um jgróður íslands á undan tilkomu þeirra Stefáns og Flóru. Samt sem áður var þekking manna á gróðurríki landsins í molum, og enginn handhægur leiðarvís- ir var til, sem kennt gæti al- menningi að þekkja íslenzkar plöntur, né yfirlitsrit, sem vís- indamenn mættu treysta á. Hin eina alþýðlega bók á íslenzku um gróður var Grasafræði Odds Hjaltalín, sem nú var nær aldar- gömul, og úrelt í flestu. Var hún og orðin næsta torgæt um þær mundir. Þótt bók sú væri á enga lund frumlegt verk,' enda þýdd úr dönsku, átti hún á sín- um tíma mikinn þátt í að veita almenningi þekkingu á plöntum, og víst er það, að framan af 19. öldinni gerði hún stórmikið gagn, en er leið undir aldarlokin, hafði þekkingu almennings í þeim efn- um vissulega hrakað, og lærðir menn stóðu þar í engu verulega framar óskólagengnu fólki, enda var náttúrufræði, og ekki sízt grasafræði, fullkomin hornreka í skólum landsins á þeim tíma. Hlutverk Flóru íslands varð þegar í upþhafi tvíþætt, enda til þess stofnað af höfundi hennar. Annarsvegar var að gera grein fyrir því, hverjar háplöntur yxu hér á landi, lýsa þeim vísinda- lega og gera grein fyrir út- breiðslu þeirra og við hver skilyrði þær yxu, en hins- vegar þurfti bókin að vera svo auðskilin, að hún mætti vera leiðarvísir hverjum þeim manni, jafnt skólagengnum og ólærðum, sem vildi þekkja plöntur þær, er á vegi hans yrðu. Það er ljóst, að til þess að slíkt verk yrði unnið, þurfti höf- undur þess að þekkja gróður landsins af eigin sjón og raun. Því var það, að þegar á næsta sumri eftir komu sína að Möðru- völlum hóf Stefán að ferðast um landið til gróðurrannsókna. Ferð- aðist hann síðan um landið í 13 sumur meira eða minna á árun- um 1888—1900. En áður hafði hann ferðazt nokkuð sumurin 1883 og 1885. Hafði Stefán að íerðum þessum loknum skoðað mestan hluta af byggðum lands- ins, og farið lítilsháttar um há- lendið. Hið eina sem eftir var ókannað, var Snæfellsnes og syðri hluti Austfjarða. Bezt var þó Norðurland kannað vestan frá Vatnsdal í Húnaþingi og aust ur til Fnjóskadals. Enginn mað- ur hafði þá aflað sér jafnvíð- tækrar þekkingar á gróðri lands- ins, og gegnir furðu hversu víða hann komst eins og vegum og samgöngum var þá háttað, og þá ekki síður hitt, hversu margt hann sá og fékk skoðað á ferð um sínum. Sýnir það ljóslega, að auga hans var skarpt, athyglin vakandi og áhuginn þrotlaus. Til ferðanna hlaut hann lítils háttar styrk frá Carsbergssjóðn um danska eða alls 2300 krónur, sem skiptist á fjögur ár. Ekki hlaut hann eyrisvirði af íslenzku fé. Var það hvort tveggja að fjár ráð landssjóðs voru takmörkuð, og ráðamenn hans lítt ginn- keyptir fyrir að verja fé til náttúrurannsókna, og ekki var þá unnt að sækja fé til slíkra hluta í hendur Ameríkumanna eða alþjóðastofnana. Var Stefán og lítt aðgangsharður um að afla sér fjár í þessu skyni, og varði því miklu fé til ferðalaganna úr eigin vasa, svo sem sjá má af dagbókum hans. Jafnframt því að skoða land- ið sjálft hlaut Stefán einnig að kanna það sem skrifað hafði verið um flóru landsins fyrir þann tíma, því brýn þörf var á að hreinsa til í flórulistum þeim sem prentaðir voru, vega og meta, hvað þar væri rétt og hvað rangt. Var það mikið verk og erfitt því að margar voru þar vitleysurnar, sem hver fræði- maðurinn hafði tekið eftir öðr- um. Það verk vann Stefán af mikilli kostkæfni, svo að eng- in tegund sú, er hann telur til flóru .landsins, hefir verið úr henni felld eftir hans dag. En hinsvegar hefir það komið í ljós, að hann hefir í nokkrum atrið- um verið ofstrangur í dómi, og fellt burt tegundir, sem síðar hafa fundizt. En hann fylgdi þeirri reglu, að telja enga teg- und íslenzka, nema til væri sýnis horn hennar í söfnum, og fund- arstaður óvefengjanlegur, eða hann hefði séð hana sjálfur. Þá gerði hann og í fyrsta sinn full- kominn greinarmun þess, hverj- ar tegundir væru íslenzkar eða innfluttir slæðingar. Endurskoð un þessa vann hann að veru- legu leyti úti í Kaupmannahöfn veturinn 1898—99, en þá lagði hann síðustu hönd á flóruhand- rit sitt. En þótt þessi endurskoðun væri m-ikið starf, var hitt meira um vert, sem hann lagði nú nýtt til þekkingarinnar á flóru landsins, bæði með fundum „nýrra“ tegunda og upplýsingum með ágætum. Plöntuheiti hans eru flest stutt, skýr og fara vel í munni, og á það eigi síður við um fræðiorðin. Kom honum þar að haldi meðfætt skyn á ís- lenzkri tungu og þjálfun í með- ferð hennar ásamt næmum mál- smekk. Er skerfur sá, er hann hefir þannig lagt til tungu vorr- ar, mikilsverður, og miklar vangaveltur og erfiði hefir hann sparað okkur hinum, sem síðar höfum skrifað um þessi efni. Og mjög má hið þýða grasafræði- mál hans vera mönnum til fyrir- myndar. Áður en Flóra Islands kæmi um útbreiðslu tegundanna og vaxtarstaði. Þótt þar hafi miklu verið við bætt síðar, þá var með Flóru íslands í fyrsta sinn feng in viðunandi þekking á þessum atriðum, sem síðan hefir verið byggt á. Eigi var þó minna um vert þann hlut Flóru, að semja lýs- ingar tegundanna, sem ólærðum mönnum mættu að gagni koma, en stæðust þó með öllu vísinda- lega gagnrýni. Þar mátti að vísu hafa mikil not erlendra bóka, enda gerði Stefán það eftir föng um, en hverja lýsingu varð þó að sannprófa með samanburði við íslenzkar plöntur, og síðan reyndi á að gera lýsingarnar sem skýrastar í hinum íslenzka bún- ingi. Verður eigi annað sagt, en það tækist með ágætum. Sá er þetta ritar hefir haft ýmsar flór- ur í höndum og fær ekki betur séð, en Flóra Stefáns sé í fremstu röð þeirra um skýrleika og full- komnar lýsingar, eftir því, sem unnt er að gera kröfur til í svo stuttu máli. Kemur þar fram hinn einstæði kennarahæfileiki Stefáns, að vinsa úr meginatrið- in og gera þau nemendum ljós. Villur í bókinni eru sárafáar, og sú eina þeirra, sem verulegu máli skiptir, stafar af því, að hann treysti um of nafngrein- ingu erlends sérfræðings, sem endurskoðaði plöntusafn hans. Eitt örðugasta viðfangsefnið við samningu Flóru var málið. Fátt eitt hafði verið skrifað um grasafræði á íslenzku, og fjöldi tegunda var nafnlaus. Hlaut Stefán að gera hvorttveggja, að gefa mörgum tegundum íslenzkt heiti og semja fulkomið fræði- orðakerfi. Tókst honum þetta út, hafði Stefán skrifað nokkrar ritgerðir um íslenzka grasafræði á dönsku. Merkust þeirra er Gróð ur í Vatnsdal. Þar er í fyrsta sinn gerð grein fyrir sérkenn- um nokkurra íslenzkra gróðu- lenda, og um leið lagður grund- völlur að þeirri grein grasafræð- innar hér á landi. Um þær mundir sem Stefán lagði síðustu hönd á Flóru, tók hann að fást við rannsóknir á íslenzkum fóður- og beitijurtum. Safnaði hann sýnishornum af flestum hinum merkari þeirra, og fékk þær síðan efnagreindar í Svíþjóð. í blaða- og tímarits- greinum sýndi hann fram á hversu nauðsynlegur þáttur ís- lenzkrar búfræði fóðurjurtafræð- in væri, og var starf hans í því efni fullkomið brautryðjenda- starf. Því miður féll það niður fyrr en skyldi, enda mætti það takmörkuðum skilningi þeirra manna, sem forystu höfðu í bún- aðarmálum. Um rannsóknir þess ar ritaði Stefán í Búnaðarritið og einnig á sænsku. Engin kennslubók í grasafræði var til á íslenzku, þegar Stefán hóf kennslu á Möðruvöllum. Langur tími leið áður en hann bætti úr þeim skorti. En árið 1913 gaf hann út kennslubók sína í þeim fræðum, Plöntuurn- ar. Eru þær mjög sniðnar eftir danskri bók Eug. Warmings, kennara hans. Hafa Plönturnar verið notaðar við kennslu fram að þessu, enda er bókin ágætlega gerð í hvívetna. Átti hún eigi minnstan þátt í að gera grasa- fræðimál Stefáns almennings- eign. Stefán hafði eigi lokið námi, þegar hann gerðist kennari á Möðruvöllum. Lauk hann f þess stað einkaprófi hjá prófessorum í náttúrufræði í Hafnarháskóla, áður en hann hyrfi heim. Kenn- ari hans í grasafræði var Eug. Warming, sem þá var tvímæla- laust einn fremsti grasafræðing- ur og kennari í þeim fræðum um norðanverða Evrópu. Tókst alúð- arvinátta með honum og Stefáni, sem entist meðan báðir lifðu. Var Warming Stefáni ómetan- leg stoð í rannsóknum hans, bæði með hvatningarorðum og beinni fyrirgreiðslu. Og vafalítið má telja að hinir miklu kennara- hæfileikar Stefáns háfi þroskazt og mótazt við ágæta handleiðslu Warmings. Möðruvallaskóli vár stofnaður 1880, og hafði starfað í 7 ár, þegar Stefán kom þangað til starfa. Þau ár voru samfelld raunásaga skólans að kallá mátti, og haustið, er Stefán kom þang- að, var enginn nýsveinn í skól- anum, og einungis 7 nemendur í efri bekk. Var ekki annað sýnna en skólinn mundi eyðast með öllu, enda linnti ekki árás- um á hann úr öllum áttum. Ekki er unnt að rekja orsakir þessa hörmungarástand hér, en sýnt þykir, að þótt skólastjórinn, Jón A. Hjaltalín, væri hinn mætasti maður og skólastjórn hans um margt merkileg, þá kunni hann ekki þá list að laða menn að skólanum, og gek erfiðlega að leysa úr ýmsum þeim vandamál- xun, sem upp komu innan skóla- veggja, eins og saga skólans sýn- ir berlega. Með komu Stefáns að Möðru- völlum verða tímamót í sögu skólans. Aðsókn fór vaxandi ár frá ári, unz skólinn gat ekki lengur veitt öllum þeim viðtöku, er þangað vildu sækja. Óánægju raddirnar og árásirnar á skólann smáhjöðnuðu niður og hurfu úr sögunni. Árekstrar, sem upp komu í skólanum, voru jafnaðir í kyrrþey, og með ári hverju var hert sóknin um fullkomnari skóla á Norðurlandi. Mikið af þessu verður beint rakið til áhrifa Jtefáns. Hann skrifaði fjölda blaðagreina, bæði til varnar og sóknar í málum skólans, og hann var óþreytandi að taka svari hans og mæla með honum og skóla- stjóra bæði [ einkasamtölum og bréfum. Hann fékk komið á nýj um hætti um matarfélag skóla- sveina, sem gerði vistina í senn ódýrari og betri en áður var. Hann var sívökull um hag pilta vann ósleitilega að því að gera þeim dvölina aðlaðandi og skemmtilega, veitti þeim á heim- ili sínu, lét annast þá sjúku og tók þátt í og leiðbeindi þeim um skemmtanir og leiki. En umfram allt þetta var þó kennsla hans sú list, sem laðaði flesta nemendur að skólanum. Svo má kalla að öllum nemendum Stefáns fyrr og síðar beri saman um að kennslu- stundir hans væru sannkallaðar hátíðastundir. Kom honum þar að haldi ekki einungis ást á fræðunum og haldgóð kunnátta, heldur einnig lifandi áhugi á öll- um framfara- og menningarmál- um þjóðarinnar, sem hann sífellt tengdi við kennslu sína eins og unnt var. Tengsl hans við þjóð- lífið sjálft voru náin, þar sem störf hans voru svo margþætt, sem fyrr er rakið. Kennslan varð ekki síður andleg vakning en fræðsla. Við bættist og giæsileg framkoma, bæði um klæðaburð, málfar og annað, og snyrti- mennska í öllum hlutum, svo að af bar. Hafði hann djúptæk áhrif á nemendur sína í þeim efnum. Skólahúsið á Möðruvölium brann 1902. Naumast kom þá ann að til mála en flytja skólann til Akureyrar, efla hann og stækka. Atti Stefán, sem nú sat á þingi manna drýgstan þátt í þeim breytingum, sem þá voru gerðar Framliald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.