Morgunblaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 6
a IUORCVJSBL 4 Ð1Ð FJmmtudagur 1. ágúst 1963 103 áru árfíður Jóns firmanns minnzt með gjöf til Húsavíkurkirkju Hluti sýningarflokksins í búningum í Noregi Islenzkur sýningarflokkur á þjóðdansamóti í Noregi Gengu um é sauðskinnsskóm HÚSAVÍK, 30. júlí: — t tilefni af því að í dag _eru liðin 100 ár frá fæðingu Jóns Ármanns Árnasonar, smiðs frá Fossi í Húsa vík, gáfu börn hans og nokkur barnabörn Húsavíkurkirkju raunarlega gjöf, 32 þús. kr., sem leggjast eiga í orgelkaupasjóð kirkj unnar. Gjöfin er til minningar um þau hjónin, Kristbjörgu Sigurðardótt ur og Jón Ármann og afhenti son ur þeirra, Árni, gjöfina fyrir hönd þeirra systkina. En fyrir hönd barnabarna Jón Ármann Héðinsson, viðskiptafræðingur. Formaður sóknarnefndar, Ingv ar Þórarinsson, veitti gjöfinni móttöku og minntist í ræðu Jóns heitins Ármanns sem mikils stuðningsmanns Húsavíkur- kirkju. Hann var mikill smiður bæði á járn, tré og stein og hjó m.a. grjót í Húsavíkurkirkju og sá um byggingu hennar. Hann hafði mikið yndi af tónlist og kenndi fiðluleik á sínum tíma. Var einn af stofnendum karla- kórsins Þryms og fyrsti stjórn- andi hans. Við þjóðlagasöfnun Stangaveiði- klúbbur ung- linga í K V Ö L D klukkan 8 verður Stangveiðiklúbbur unglinga stofn aður að Lindargötu 50. Sýnd verður stangveiðikvik- mynd, en tilgangur Æskulýðsráðs Reykjavíkur með stofnun klúbbs ins er að veita unglingum fræðslu um meðferð veiði'stanga, hirð- ingu þeirra og viðhald, en þá fræðslu og kastæfingar annast þaulvanur veiðimaður. Ennfremur að gefa unglingum kost á ódýrum veiðiferðúm í ár og vötn í nágrenninu. Æskulýðsráð hefur heimild til að gefa út leyfi til veiða í Elliða vatni, þeim sem eru meðlimir í veiðiklúbb æskulýðsráðs. Allir unglingar, 12 ára og eldri eru velkomnir í klúbbinn og hvattir til að mæta á stofnfund inum í kvöld, en nánari upplýs- ingar eru veittar daglega kl. 2—4 í síma 15937. (Frétt frá Æskulýðsráði Reykjavíkur). sína naut Bjarni Þorsteinsson nokkurs stuðnings frá Jóni Ár- manni. Þá Jón Ármann byggði sér íbúðarhús í Húsavík, byggði hann það -á árbakka Búðarár og leiddi ána í gengum húsið til að láta hana knýja rennibekk og fleira en rennismiður var hann ágætur. Ræðu sinni lauk sóknar nefndarformaður með þeim orð um, að gaman væri að minnast slíkra manna sem Jóns Ármanns, sem ætíð hefði verið mjög vaskur maður til góðra verka. — Fréttaritari. Vilja aukið fé íþáguveiðimála LANDSSAMBAND veiðifélaga hélt aðalfund sinn í Borgarnesi 20. júlí s.l. Fundinn sátu fulltrú- ar veiðifélaga úr þremur lands- fjórðungum. Yeiðimálastjóri, Þór Guðjónsson, flutti erindi um veiðimál og sýndi litskugga- myndir. Rætt var meðal annars um endurskoðun laxveiðilag- anna. Fundurinn þakkaði Al- þingi og ríkisstjórn fyrir fram- tak við byggingu Laxeldisstöðv- arinnar í Kollafirði. Jafnframt skoraði hann á ríkisstjórnina að auka verulega fjárframlög til Veiðimálastofnunarinnar til þess að hún geti mætt ört vaxandi þörf fyrir leiðbeiningastarfsemi, og rannsóknir í þágu veiðimála. Á fundinum ríkti mikill áhugi á eflingu samtakanna, og taldi hann þörf á að stofnuð yrðu veiðifélög við vatnasvæði þar, sem þau væru ekki fyrir. Stjórn Landssambands veiði- félaga var endurkosin, en í henni eiga sæti, Þórir Steinþórsson, skólastjóri, Reykholti, formaður, Hinrik Þórðarson, Útverkum, og Óskar Teitsson, Víðidalstungu. • Ósæmileg framkoma í kirkju Mikið hefur verið um hina nýju Skálholtskirkju og gesta- komur þangað skrifað. En síðan kirkjan var vígð koma þar margir til að skoða hana. — I þessu sambandi get ég ekki lát- ið hjá líða að minnast á fram- komu margra þessara kirkju- gesta, en hún er langt frá því sem talizt getur sæmilegt. Og tek ég hér dæmi. Eftir síðdegismessuna á vígslu daginn var skírn. Margir þeir, sem voru við messuna, fóru út strax að henni lokinni, hafa kannski ekki vitað um skírnina. í þeirra stað ruddist inn hópur af fólki, sem óð um alla kirkj- una meðan verið var að skíra, og gekk svo langt að presturinn ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykja- víkur sendi 30 manna sýningar- flokk á norrænt þjóðdansamót, sem haldið var í Osló dagana 26. til 30. júní og Bodö 4. til 6. júlí. Fyrir 2 árum var Þjóðdansa- félaginu boðin þátttaka í móti þessu og var þegar hafinn und- irbúningur ferðarinnar. Eitt versta vandamálið var skortur á sæmandi búningum fyrir karl- menn, en með góðri samvinnu við Þjóðminjasafnið tókst að fá allgóðar lýsingar á búnaði fólks hér á landi á árunum 1600-1900. Ákveðið var að líkja eftir sum- um af bessum búningum eins og frekast var urínt. Efnið í bún- ingana var ofið í ullarverksmiðj- unni á Álafossi eftir sýnishorn- um frá Þjóðminjasafninu. Efni og aðstandendurnir með börnin ætluðu varla að komast að skírnarfontinum. Þó kórinn syngi fullum hálsi og varla gæti farið fram hjá neinum að þarna fór fram athöfn, óð fólk um og hrópaði: — Nei, hvað þetta er fallegt! Sjáið þið gluggana! o. s. frv. Og yfirgnæfði þetta rödd prestsins. • Á óhreinum stíg- ^ vélum að altarinu Sl. sunnudag var fermingar- messa í kirkjunni. Fjöldi manns kom á staðinn, sjálfsagt á ferða- lagi um sveitirnar, og kom í Skálholtskirkju til að skoða hana. Margt af þessu fólki tók ekkert tillit til þess að þar fór fram messa, það óð inn á óhrein um stígvélum og illa til haft, í sauðskinnsskó var fengið aust- an úr Öræfum. Vegna kostnaðar við búningana urðu félagsmenn að sjá sjálfir um Saumaskapinn. Þetta tókst þrátt fyrir ýmsa erf- iðleika og urðu búningarnir til- búnir um það leyti er ferðin skyldi hefjast. Svavar Guðmunds son æfði dansana, er hópurinn skyldi sýna, og sá um sviðsetn- ingu þeirra. íslenzka flokknum var mjög vel tekið í Noregi og vöktu bún- ingarnir sérstaka athygli. Þátt- takendurnir gengu um á sauð- skinnsskóm alla mótsdagana. Fjórir söngvarar sungu fyrir dansinum, Unnur Eyfells, Guð- rún Hulda Guðmundsdóttir, Sæ- mundur Nikulásson og Guðmund ur Guðbrandsson. Einar Svein- björnsson lék undir á fiðlu. Fjöl stóð í miðju gólfj, jafnvel milli kirkjugesta og altarisins og glápti í allar áttir. Söfnuðurinn hafði engan frið fyrir þessum dónum meðan á messunni stóð. Eftir að messu lauk fóru síð- ustu hömlurnar af sumum þess- ara dóna. Þeir óðu upp að altar- inu, snertu á öllu, þrifu frá tjöldin við krossinn, líklega til að sjá hvort þrifið væri bak við þau og komu á allan hátt fram eins og það væri í pakkhúsi. • Kantar upp spændir Hlaðið og annað úti við, sem á vígsludag var ákaflega snyrti- legt og fallegt, er jafnvel líka farið að oera þess merki hvers konar fólk hefur farið þar um. Bílar hafa t.d. ekið upp á gras- kantana og spænt þá upp. margar myndir og greinar birtust um hópinn í norskum blöðum. Meðan sýningarflokkurinn var í Noregi, sýndi annar hópur frá félaginu þjóðdansa hér heima fyrir erlenda ferðamenn. í hon- um eru einnig 30 manns, en alls eru 400 til 500 manns í Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur. For- maður þess er Dóra Jónsdóttir. Varsjá. 27. júlí — AP PÓLSK yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að banna með öllu ferðamannaskipti við Tékkó- slóvakíu. Pólska fréttastofan PAP skýrir frá þessu í morgun. Seg ir hún ástæðuna vera þá, að mikill bólusóttarfaraldur hafi gripið um sig , Tékkóslóvakíu, og hafi tugir manna þegar tekið sjúkdóminn þar. Ættu gestir, sem hyggjast skoða Skálholtskirkju að reyna að hafa svolítinn hemil á sér og koma fram þó ekki væri nema af sæmilegri hæversku og tillits semi. AEG MÆLITÆKI BRÆÐURNIR ORMSSON Sími 1146).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.