Morgunblaðið - 01.08.1963, Síða 14

Morgunblaðið - 01.08.1963, Síða 14
14 MORCVNBLAÐIÐ ' Fimmtudagur 1. ágúst 1963 Innilegustu þakkir færi ég öllum vinum og vanda- znönnum er glöddu mig með heillaskeytum, gjöfum og annarri vinsemd á áttræðisafmælisdegi mínum 24. júli Guð blessi ykkur ölL María Arnfinnsdóttir. Móðir mín og tengdamóðir GUÐRÚN HÁLFDÁNSDÓTTIR frá Hafranesi, andaðist að heimili sínu Nökkvavogi 13, 30. þ. m. Fyrir hönd vandamanna. Hálfdán Einarsson, Ingibjörg Erlendsdóttir. Eiginmaður minn og faðir okkar, ÍVAR JASONARSON hreppstjóri, Vorsabæ j arhól, andaðist í Landakotsspítala 30. júlL jarðarförin aug- lýst síðar. Guðmunda Jónsdóttir og börn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi MAGNÚS HÁLFDÁNARSON frá Hnífsdal, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni laugardaginn 3. ágúst kL 10,30. — Jarðarförinni verður útvarpað. Börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginmaður minn JÚLÍUS ÞORBERGSSON Fossvogsbletti 32, er lézt 26. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. ágúst kl. 1,30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Margrét Einarsdóttir. Jarðarför bróður okkar ÞORBJÖRNS GUÐJÓNSSONAR Hagamel 6, fer fram frá Neskirkju föstudaginn 2. ágúst kl. 3 e.h. Blóm vinsamlegast afbeðin. Guðrún Guðjónsdóttir, Jón Guðjónsson. Faðir okkar og tengdafaðir STEFÁN J. JÓHANNSSON bifreiðasali, sem andaðist þ. 27. júli, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 2. ágúst kl. 1,30. Ingibjörg Stefánsdóttir, Guðni Helgason, Einar Stefánsson, Asta Kristjánsdóttir, Friðrik Stefánsson, Þóra Björgvinsdóttir. Jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður JÓNS HJARTARSONAR Eystra Skagnesi, Mýrdal, fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 3. ágúst kl. 1 e.h. Sigríður Heiðmundsdóttir, börnin og tengdasynir. Jarðarför systur okkar ÁGÚSTU LÁRUSDÓTTUR fer fram laugardaginn 3. ágúst frá Fossvogskirkju kL 10,30 L h. Guðrún Lárusdóttir, Margrét Lárusdóttir, Sigurður Ó. Lárusson. Eiginmaður minn HARALDUR INGVARSSON fyrrv. bifreiðastjóri, Reynimel 58, er lézt 25. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 2. ágúst kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Laufey Guðmundsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför HREFNTT BRYNDÍSAR ÞÓRARINSÐÓTTUR Sigurður Guðmundsson, Jón G. Þórarinsson, Sigurður Þór Kristjánsson, Gyða Þórarinsdóttir, Sigríður Gísladóttir, Kristbjörn Þórarinsson. Sigþór Þórarinsson, — Aldarminning Framhald af bls. 13 á fyrirkomulagi skólans. Skóla- tíminn var lengdur, og skólinn settur í beint samband við .vlenntaskólann í Reykjavík. Var unninn hálfur sigur í því efni að fá menntaskóla á Norðurlandi. Mest afrek vann Stefán þó í þeim afnum með byggingu hins mynd- jrlega skólahúss, sem enn stend- ur, og rúmar nú 450 nemenda nenntaskóla. Slikur stórhugur og framsýni í húsagerð hins opin- bera var þá fátítt. Þá fékk hann ag framgengt þvg að heimavist- ír yrðu í skólanum, og var það í fullri andstöðu við Hjaltalín ikólastjóra. Býr Akureyrarskóli enn að þeirri gerð, sem Stefán pá mótaði. Árið 1908 varð Stefán skóla- neistari við Gagnfræðaskólann á Akureyri, og var það til dauða- iags. Þótt skólastjórnarár hans yrðu eigi nema 12, og heilsa hans bá löngum á völtum fæti, varð skólastjórn hans eigi síður með ágætum en kennslan hafði fyrr verið. Hann lagði kapp á að skól- inn rækti svo hlutverk sitt, að það beinlínis knýði fram aukn- ingu hans í fullkominn mennta- skóla, þegar fram liðu stundir, enda þótt hann hæfi ekki beina baráttu fyrir því máli fyrr en á síðustu æfiárum sínum. Þótt það félli í hlut eftirmanns hans að leiða það mál til sigurs með fá- dæma dugnaði og fyrirhyggju, verður því ekki neitað, að grund- völlinn hafði Stefán lagt með starfi sínu og frumkvæði. Skólaræður Stefáns sýna bet- ur en nokkuð annað stefnu hans í skólamálum. Hinn rauði þráð- ur í þeim er hvatning til hátt- prýðL framsækni og mannúðar. Hann vildi ala upp háttprúða menningarþjóð, sem sækti fram til betri kjara og aukinna af- kasta I nafni samúðar og kær- leika. Hefir þessum þætti í boð- skap hans verið minni gaumur gefinn en skyldi. Athyglisvert er, hversu oft hann víkur að því, hversu létt og ljúft skólastjórn- arstarfið sé. Þar finnum vér anda hagleiksmannsins, sem vinnur verk sitt þannig að það er hon- um leikur, og nýtur um leið list ar sinnar. Þeim tekur nú óðum að fækka, sem nutu kennslu og skólastjórn ar Stefáns. En öllum mun þeim hlýna um hjartaræturnar, er þeir minnast skólameistara sins. Þess var fyrr getið, að Stefán var kjörinn þingmaður Skagfirð inga 1900. Var hann þingmaður þeirra til 1908, en þá féll hann fyrir svartagaldri þeim, er gerð- ur var að sambandslagauppkasti Hannesar Hafsteins og meðnefnd armanna hans, en Stefán var einn nefndarmanna. Eftir það var hann konungkjörinn þingmaður til 1915, að konungskjör lagðist niður. Framan af þingsetu sinni var Stefán einn í hópi hinna að- sópsmestu þingmanna. Lét hann einkum til sín taka um land- búnaðar- og menntamál, sat í flestum þeim nefndum, er með þau mál fóru og var löngum framsögumaður þeirra. Hann var gætinn i fjármálum, en þegar kom til fjárveitinga til menning- armála, þótti honum engin eyðsla verri en að spara. Og oft gekk hann gegn meiri hluta flokks síns um stuðning við þau mál, sem honum þótti horfa til framfara og menningarauka í landinu. Hann talaði ekki ýkjamikið á Al- þingL og hin síðustu ár hans gætti hans minna en fyrr, en for- seti efri deildar var hann siðustu þrjú þingin. Sem þingmaður verð ur hann auðkenndur sem víð- sýnn framfaramaður, hugkvæm- ur, laginn og fylginn sér, en æ- tíð kom hann málum sínum fram meira með forsjá en kappi. Skömmu eftir komu sína að Möðruvöllum kvæntist Stefán Steinunni Frímannsdóttur frá Helgavatni í Vatnsdal. Reistu þau fyrst bú í Stóru-Brekku en siðar bjuggu þau á Möðruvöll- um tvo tugi ára. Frú Steinunn var hin merkasta kona, og manni sinum samhent um höfðingsskap og risnu, sem gerði heimili þeirra á Möðruvöllum og síðar á Akur- eyri þjóðkunnugt. Kom bústjórn á Möðruvöllum mjög í hendur frú Steinunnar, þar eð Stefán var langdvölum að heiman, í rannsóknarferðum og á Alþingi. Börn þeirra voru Valtýr ritstjóri og Hulda skólastýra. Búskapur Stefáns á Möðruvöll- um var mjög til fyrirmyndar. Var hann forystumaður um jarða bætur og kynbætur búfjár þar í sveit, og átti betri kýr og vænna fé en flestir aðrir. Hann beitti sér fyrir margs konar sam- tökum til eflingar búnaði í hér- aði, átti t.d. frumkvæði að stofn- un rjómabús og nautgriparækt- arfélaga. Margt skrifaði hann um búnaðarmál, og var einn af frumherjunum að stofnun Rækt- unarfélags Norðurlands, og for- maður þess um langan aldur. Atti hann manna mestan þátt í að koma fastri skipan á þann félagsskap, og var það skipulag síðan að mestu tekið upp óbreytt þegar heildarskipan komst á búnaðarfélagsskapinn í landinu, og gildir það enn að mestu. Sæti átti hann lengi á Búnaðarþingi, og kom þar mjög við mál. Hug- sjón hans var, að hér byggi vel menntuð, frjálshuga bændastétt, sem jöfnun höndum ræktaði landið og andann, og að hér væri rekinn vísindalegur landbúnaður. Bóndinn skyldi þekkja jörð sína og búfénað til hlítar, en tilrauna- stöðvar og bændaskólar veita hon um nauðsynlegar leiðbeiningar. í nánum tengslum við störf Stefáns fyrir landbúnaðinn var þátttaka hans í stofnun og stjórn Ullar- verksmiðjunnar Gefjunnar, en hann var ein helzta stoð og stytta hennar meðan erfiðleik- arnir voru sem mestir, að koma upp því fyrirtæki. Hér hefir verið stiklað á stóru um ævi og störf Stefáns Stef- ánssonar skólameistara, eins þeirra manna, sem mestan svip settu á þjóðlíf vort í upphafi þess arar aldar. Fjölþættum störfum afreksmanna verða vitanlega ekki gerð viðhlítandi skil í einni blaðagrein. Og þótt það væri unnt, yrði samt ætíð löng saga órituð. Sagan um mannin sjálfan sem að baki stendur hinna ytri viðburða. Sú saga er lengstum rist í hjörtu þeirra, sem mann- inn þekktu og með honum störf- uðu. Og þótt Stefán Stefánsson kæmi víða við á vettvangi þjóð- félagsins og léti þar eft-ir sig þau spor, sem seint munu mást, þá skulum vér minnast þess, að um sína daga markaði hann enn dýpri spor í hjörtu nemenda sinna og samstarfsmanna, og lengi mun berast frá manni til manns sagan um vísindamann- inn, kennarann og skólameist- arann, Stefán Steifánsson. Stetán Stefánsson fæddist aC HeiSl I Gönguskörðum, 1. ágúst 1863. For- eldrar hans voru Guðrún Siguröar- dóttir og Stefán Stefánsson, bóndi A Heiði. Þau hjón voru bæði af góðum skagfirzkum bændaættum. Stefán ólst upp í foreldrahúsum þar til hann fór í skóla. Stúdentsprófi lauk hann utan- skóla 1884, og sigldi samsumars til Kaupmannahafnar og lagði þar stund á náttúrufræði. Tók einkapróf 1 þeim fræðum 1887. og var þá settur kennart við Möðruvaliaskóla. Skolastjóri við Gagnfræðaskólann á Akureyri frá 1908 til dauöadags. Alþmgismaður Skagfirðinga 1900—1908, Konungskjör- inn þingmaður 1908—1915. Amtsráðs- maður Norðuramtsins 1894—1907. Bæj- arfulltrúi á Akureyri 1906—1918. Tók mikinn þátt 1 margs konar félags- skap og átti frumkvæði að stofnun Hins islenzka náttúrufræðifélags, og var síðar kjörinn heiðursfélagi þess. Kvæntist 17. sept, 1888 Steinunni Frí- mannsdóttur frá Helgavatni í Vatns- dal. Börn þeirra Valtýr, ritstjóri, og Hulda, skólastýra. Stefán andaðist eftir langa vanheilsu á Akureyri, 21, jan. 1921. Akureyri 23. júlí 1963 Steindór Steindórsson frá Hlöðum SR GÍSLI BRYNJÓLFSSON: BO ER LANDSTÚLPI ÉG er Guðmundi Jósafatssyni þakklátur fyrir kafla þann, sem hann lætur prenta í Tim anum 24. 7. úr þætti mínum í Morgunblaðinu 10. júlí s.L Hinsvegar sé ég ekki neina ástæðu til þess, að hefja við hann ritdeilur um einstaka kostnaðarliði við byggingar eða aðrar framkvæmdir 1 sveitum landsins. Það vil ég hinsvegar fullyrða, eftir um- sögn þeirra manna, sem voru að byggja fjós á s.l. ári, að þeir komu þeim húsum upp fyrir minni fjárhæð, heldur en Guðmundur tilgreinir (22.767.00 kr. á bás.) þannig að lán þeirra úr Stofnlána- deildinni nægði þeim nokk- umveginn fyrir efniskaupum. Um þetta má fara mörgum orðum frá ýmsum hliðum, en það, sem er aðalatriðið í þessu máli og það, sem var aðalefni greinar minnar í Mbl. 10. júlí var þetta: Þegar viðreisnarstjómin tók við völdum, voru lána- sjóðir landbúnaðarins ófærir orðnir að gegna hlutverki sínu. Þar var komið í full- komið óefni. Svo var raunar um allan fjárhag atvinnuveg anna, eins og eftirminnilega var lýst af forsætisráðherra vinstri stjórnarinnar, er hún lagði niður völdin. Fjárhags- lífið var sjúkt. Það var hlut- verk núverandi stjórnar að lækna það. Sú lækning er fólgin í viðreisninni. Og með Stofnlánadeildinni eru reistir við lánasjóðir landbúnaðar- ns. Sakir þess hvernig sú stofnun er byggð upp, eru miklar vonir við hann tengd- ar og enn hefur ekkert kom- ið fram, sem gerir annað lík- legt en, að þær vonir rætist. Þetta hafa þeir gert sér ljóst, sem hluiaust og af fullu raun sæi líta á málið. Svo er t d. um ritstjóra Árbókar land- búnaðarins, en hann skrifaði grein um lánamál landbún- aðarins, er lögin um Stofn- lánadeildina voru nýlega sam þykkt. Skulu hér tilfærð nokkur ummæli hans: Hann telur lögin „mikUvæg fyrir bændasléttina" og „að með hinni nýju Stofnlánadeild er gert mikið átak til bjargar úr fttllkomnu öngþveiti" og að með lögunum hafi verið „boðið upp á myndarlega úrlausn á ófremdarástandi, sem ekki var unnt að búa við lengur, og eins og á stóð var ekki hægt að búast við betri úrlausn". Þess er ekki að vænta, að hægt sé á fáeinum misserum að hefja lánamál bænda úr því ófremdarástandi, sem þau voru komin í er viðreisn arstjórnin tók við völdum. Hitt er aðalatriðið að hér sé rétt stefnt, og traustur grund völlur öruggrar fjáröflunar lagður að þessari lánsstofn- un. Þessvegna er það svo mikilvægt, að þjóðin gaf nú- verandi stjórn tækifæri, til þess að halda þeirri stefnu áfram á þessu kjortímabili. Grein sína um lánamálin endar ritstjóri Árbókar með þeirri ósk, að þessi nýja láns stofnun „megi reynast bænda stéttinni vel, og bændur takl henni skynsamlega sem mynd arlegri en ekki gallalausri úr lausn og vinni að endurbót- um hennar, sem þörf kaliar, án flokkslegs mikillætis eða flokkslegra fordóma". Það er von mín, að Guð- mundur Jósafatsson verði við þessari ósk ritstjóra Arbókar, Framhald á bls. 15. 'I ! I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.