Morgunblaðið - 01.08.1963, Síða 20

Morgunblaðið - 01.08.1963, Síða 20
20 MORCVISBLAÐ f Ð Fimmtudagur 1. ágúst 1963 William Drummond: MARTRÖÐ 9 skipun, kömið sér þannig fyrir, að hann gat séð vangasvip henn ar í speglinum. Byrnes bauð Newton vindling, en Newton tók upp guilveski og opnaði það. — Eig vil þessar heidur, sagði hann. — í>ér ættuð að reyna þær. Byrnes fékk sér eina og leit á merkið. Það var nákvæmlega sama tegund og hann var með sjálfur, að því undanteknu, að Newton hafði keypt þessar. — Þér eigið væntanlega enga óvini hx. Newton? sagði hann. — Nú, ég get vitanlega látið mér detta ýmsa í hug, sem ekki mundu senda blóm á kistuna mína, sagði Newton. — En lík- lega getið þér sagt það sama. — En engan, sam gæti fundið upp á bragði eins og þessu? — Það held ég ekki. En það er reyndar aldrei að vita. Eg býst við, að þessi maður sé einhvers konar kleyfhugi. Getið þér þekkt hr. Hyde, ef þér hittið dr. Jekyll? — Mín hrelling liggur nú aðal lega í því, hve margir halda að þeir hafi hitt hr. Hyde, þegar þeir hafa bara hitt dr. Jekyll, sagði Byrnes. — Þessar veslings piparmeyjar, þegar þær eru komnar á vissan aldur.... En frú Newton er bara ekki komin á þann aldur. Og ég býst við, að hún sé heilsugóð. Líkamlega. — Eins og bezt verður á kosið svaraði Newtön. — En vitanlega er hún dálítið.... hvað á Sg að kalila það.... yfirspennt. Byrnes leit yíir til frú Newton. Hún var enn að hlusta á segulbandið. Er það sama sem læknarnir mundu kalla taugaveikluð? hr. Newton. — Eg er nú enginn læknir, svaraði Newton. — Það mætti kannski heldur kalla það ímynd anir. Hún er næm fyrir utanað komandi áhrifum, bæði frá hlut- um og fólki. Þér skiljið, að í kaup skap, þarf maður ekki annað en vita, hvað hinn maðurinn er að hugsa, til þess að geta fengið hann til að hugsa eins og maður sjálfux. En hún er alltaf að reyna að hugsa sér, hvað hinri aðilinn sé að hugsa.... bara af eintómri samúð. Bandið var nú á enda og slóst áfram. Foster gekk að og stöðvaði tækið, Þræddi bandið í og renndi því til baka. Frú Newton tók af sér heyrnartólið. — Mér hefði aldrei dottið í hug, að svona fóik væri til.... og sízt svona margt. — En yðar maður var þarna ekki, eða hvað? spurði Byrnes. Hún hristi höfuðið. — Nei, hann var allt öðruvísi en þessir allir. Allt öðruvísi. — Á hvaða hátt? spurði Byrn es snöggt. — Það er erfitt að útskýra. En.... þér skiljið.... allir þess ir eru að reyna að fá einhverja kynferðislega nautn út úr þessu. Kétt eins og þeir séu að sýna sig bera.... en bara t orðum. En það sem minn leggur mesta á- herzlu á, er morðfýsnin. Kyn- ferðisþátturinn, sem hann bætti inn í.... það er eins og það sé bara til uppfyliingar hjá honum .... ég veit ekki hversveigna. Til þess að hræða mig? Kannski hef ur hann líka heyrt um þessa kyn viilinga og sé að látast vera einn úr þeirra hópi? Það fór kipp ur um hana, tók Byrnes eftir, að- allega þó þannig, að hún hristi höfuðið. Og Newton gekk til hennar og laigði arminn um axlir hennar. — Þú ert víst búin að fá nóg að þessu, Kisa, sagði hann — Eg vil ekki koma þér í æsing aftur. — Hugsaðu ekki um mig, elsk an, sagði hún. — Ef lögreglustjór inn vill láta miig hlusta á fleira, ætla ég að gera það. — Hvað segið þér um það, Fost er? Hina spóluna? — Eg held ekki, að það sé ó- maksins vert. Eftir því sem frú | Newton lýsir þessu.... þeir eru allir eins, að undanteknum hon um Growther, kannski en hann er hann er nú í þriggja ára vist í Dartmoor. — Þá er víst bezt, að við "geL um ykkur næði til að hugsa, saigði Newton og greip arm konu sinnar, huggandi. Byrnes reis úr sæti sínu. — Mér þykir leitt, að hafa ekki get að orðið yður meira að liði. Hann gekk fram fyrir skrifborðið sitt og kvaddi þau með handabandi. — Það sem þér sögðuð um muninn á yðar manni og þessum, sem þér heyrðuð, frú Newton er mjög eftirtektarvert. Mjög svo. En það fær mig til að spyrja sjáif an miig einnar spurningar. — Og hver er hún? spurði Newton. — Hver er tilgangurinn hjá þessum náunga? Newton kinkaði kolli og leit á konu sína. — Auðvitað nákvæmlega það, sem hann segir, sagði frú New ton. — Hann ætlar að myrða mig. — En ef svo væri, þá hefði hann gert það í gærkvöldi, í allri þokunni, sagði Byrnes. — Betra tsekifæri hefði hann ekki getað fengið. Newton kinkaði aftur kolli. — Það er ekki nema satt. Kisa. Allir karlmennirnir þrír litu á hana. Hún opnaði munninn til að tala, en lokaði honum aftur, án þess að segja orð. — Mér finnst þetta vera tals- verð huiggun, sagði Byrnes. — Fyrir mig? spurði hún beisk lega og horfði á öll andlitin þrjú, sem áttu bágt að dylja vantrú sína. — Já, fyrir yður alveg sérstak lega, sagði Byrnes. Jafnvel brjál aður maður getur haft sína sér- stöku, rökréttu hugsun, sem við verðum annars að geta okkur til um. En eftir öllum sólarmerkjum að dæma, hefur hann ekki í hyggju að myrða yður hvað sem hann annars kann að segja. — Nei, ekki strax, sagði frú Newton. — Og aldrei, held ég svaraði Byrnes með festu./— En ef þess ar árásir verða endurteknar, skul uð þér leita til mín tafarlaust. Hann tók í höndina á frú New ton og um leið og hún var kom in út úr dyrunum í fylgd Fost- ers, sneri hann sér að eiginmanni hennar. — Eg skal hringja til yðar í skrifstofuna í fyrramálið, ef ég má, saigði hann lágt. — Ef til vill hefði frúin gott af ein- hverju róandi meðali. Byrnes gekk aftur að skrif- borðinu sínu og tróð í pípuna sina Síðan greip hann innanhússím- ann. — Biðjið Foster að koma til mín, sagði hann. Foster kom inn samstundis. — Hvað lízt þér á þetta? — Eg veit svei mér ekki. Hún mundi verða gott vitni fyrir rétti, finnst þér ekki? — Já, hún skáldaði það ekki iafnharðan eins og sumir gera, sagði Byrnes. — Gallinn er sá, að það sem hún er allra sann- færðust um, talar mest gegn henni. — Já, það vill ekki almenni- lega koma heim og saman, sam- þykkti Foster. — Nema hún þjáist beinlínis af ímyndunarveiki og ofskynjunum, sagði Byrnes og saug pípuna. — En hvað finnst þér um manninn? — Eg hafði nú aðallega augun á stúlkunni, sagði Foster og glotti. — Samkvæmt skipun! Hann.... jú hann er einn þessara sem eru fæddir með silfurskeið í munninum, eins og við segjum. Og skeiðin verður víst orðin úr hvítagulli áður en hann deyr. Að öðru leyti er hann ósköp al- vanalegur. — Ef þú værir ríkur og ættir ættarfyrirtæki, mundir þú þá bíða til þrjátíu og níu ára aldurs með að gifta þig? saigði Byrnes, og ef þú svo giftist svona girni- legri stúlku, mundirðu þá kalla hana Kisu? Hann hristi höfuðið. —Eg ætla að hringja il hans í fyrramálið og stimga upp á því rrwð allri lagni, að ef hann eyddi svolítið meiri tíma í konuna sína og minna á fyrirtækið, yrði frú Newton ekki fyrir svona aðkasti, að öllum líkindum. — En ef það sem þú segir, stendur heima.... — Það verður ekki að neinu gagni. Byrnes stundi. — Það veit ég manna bezt sjálfur. En hvað getur veslings lögreglumaður gert? Hann færi ekki eftir nein um ráðleggingum frá mér ef ég segði honum, að hann væri að gera konuna sína brjálaða með því að huigsa meira um fyrirtæk ið sitt en hana, og það eina, sem hún þarfnaðist, væri svolítil ást. Hann sló úr pípunni sinni. — Til þess að geta leyft sér að segja annað eins, þarf maður að vera í Harleystræti og taka tíu pund fyrir hvert viðtal. 7. kafli. Þeir sem hittu Beu fræn^^. . fyrsta sinn, fannst hún vera ægi leg, eða aumkunarverð .. eða þá hvorttveggja í senn. Hún var afskaplega rík og afskaplega fín til fara. Fæturnir voru eins og á ungri stúlku. Mittið grannt, bak ið beint og hún bar sig afburða vel. Fatnaðurinn var af fínustu tegund og áberandi einfaldur. Hárið var hreinasta listaverk, þar sem blátt, grænt og rauðleitt skol duldi hvíta litinn, sem því var étlilegur. En enda þótt hún not- aði öll hugsanleg fegrunarmeð- öl, svo að tilsýndar virtist hún ung, gat ekkert dulið ellimörkin, e nær var komið. Hún var ein þessara kvenna, sem þola ekki að eldast á eðlilegan hátt. Hún hélt dauðahaldi í æskuna, rétt eins og drukknandi malðuir í stráið, og það, að hún orkaði frá hrindandi á fólk á stuttu færi, stafaði eingönigu af þessari löngu un til að vera yngri en hún var í raun og veru. Tony sagðist dást að þessari viðleitni hennar, en vorkenndi henni að hafa farið á mis við alla hamingju. Sjálf hafði hún verið auðug og því valið sér þrjá eiginmenn á sama hátt og hún valdi sér föt. Þeir tolldu í tizkunni og hæfðu henni. En svo fóru þeir sömu leið og fötin — slitnuðu og úreltust. Hún hafði lagt sér til kaldrana legan talsmáta] Hún gat komið með athugasemdir eins og þessa: „Eg veit, að það er auðveldara að vera hamingjusamur í fátækt en ef maður er óhamingjusamur er þægilegra að vera rikur“. Aðal sorgin í lífi hennar var sú, að hún hafði aldrei eignast barn En það var ekkert sorgarefni fyrir Kit sem hafði misst móður sína átta ára göpiul. Bea frænka hafði — á sinn kaldranalega hátt — sýnt henni alla þá ást, sem hún annars hefði sýnt eigin barni og ef til vill enn meiri, þar eð hún hitti hana ekki nema svo sem tvisvar á ári. Þegar Kit var að bíða eftir henni á flugvellinum, fór hún að hugsa um, að umgengnin við Beu frænku væri býsna miklu auðveldari en umgengni barns við móður sína. Hún gat sagt Beu ýmislegt sem ekki hefði kom ið til mála að segja við móður hennar. Bea hafði einhvern und ursamlegan hæfileika til að gera gaman úr öllu — þangað til henni fannst tírni til komin að slá yfir í alvöruna ífllltvarpiö Fimmtudagur 1. ágúst. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Á frívaktinni", sjómannaþáttur (Eydís Eyþórsdóttir). 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Danshljómsveitir leika. — 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Vfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Einsöngur: Elisabeth Schwartz- kopf syngur vinsæl lög; undir* leik annast Gerald Moore. 20:15 María Curie; IV. erindi: Síðarl starfsárin (Sigurjaug Arnadótt- ir). 20:30 Létt-klassísk músik frá vestur- þýzka útvarpinu (Pýzkar hljóm- sveitir leika). 20:55 Aldarminning Stefáns Stefáns- sonar skólameistara: Erindi flytur Ingimar Óskarsson náttúrufræðingur, en Óskar Ingimarsson og Andrés Björns- son lesa úr ritum Stefáns. 21:50 Organleikur: Árni Annbjarnar- son leikur forleik, sálm og fúgu eftir Jón Þórarinsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Keisarinn 'í Al- aska“ eftir Peter Groma; XX. (Hersteinn Pálsson). 22:30 „Oklahoma": Rafn Thorarensen kynnir lög úr söngleik eftir Rodgers og Har^erstein. 23:15 Dagskrárlok. Föstudagur 2. A,r**t 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18.30 Harmonikulög. Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20.00 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.30 Gamlir húsgangar: Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur. Stjórn andi Páll Pampichlef Pálsson. 20.45 „t»orgeir í Vík“t söguljóð eftir Henrík Ibsen, í þýðingu Matt- híasar Jochumssonar (Þor- steinn Ö, Stephensen). 21.10 Einsöngur: Maria Callas syngur þrjá söngva úr óperunni „Macbeth“ ^f^r Verdi. 21.30 Útvarpssagan: „Herfjötur* eftir Dagmar Edquist; I. (Guðjón Guðjónsson þýðir og flytur). 22:00 Fréttir og veðurfregmr. 22:10 Kvöldsagan: „Keisarinn í Al« aska“ eftir Peter Groma; XIX, (Hersteinn Pálsson) 22.30 Menn og músík; V. þáttur: Moz- art (Ólafur Ragnar Grímsson hefur umsjón með höndum). 23.15 Dagskrárlok. 16250 VINNINGARI Fjórði hver miði vinnur að meðaltalil Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1(XX) krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. KALLI KUREKI * — * — Teiknari: Fred Harman LAITri HE S RJLLED THIS STUWT BEFORE ! AMSWERS AM AD, THEM B£TS COl ~ FEET' WAIT'LLX &ET MTHAMDSOMHIM/ HE JUST WOEKS FOE ME, MA’AM' IF YOUSTILL WAMTHIM AFTERYOUSEE HIM, I GUAKANTEE YOU G0T Y0UCSELF A HUSBAND* — Frú mín góð, hann hefur leikið þetta áður. Hann sendir svar við aug- lýsingu, en sér sig svo um hönd og hleypst á brott frá öllu saman. Bíðið J>ér bara þangað til ég næ í hann. — Þessi Bláskeggur. Hvar get ég náð í hann? / — Leigið yður vagn og hraðið yður út á búgarð Kalla kúreka. Ég ætla að stytta mér leið yfir sléttuna og verða á undan honum heim. — Búgarð Kalla kúreka? Eigið þér við að hann búi hjá yður? — Allir þessir nautgripir, sem hann skrifaði um í bréfinu. Hann á þá ekki. — Hann er bara vinnumaöur hjá mér. Ef þér viljið hann eftir að þér sjáið hann, er ég viss um að þér hafið náð yður í mann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.