Morgunblaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 1
'24 síclur 50 árgangur 178. tbl. — Fimmtudagur 22. ágúst 1963 Prentsmiðia Morgunblaðsins í S-Viet Nam Hundruð Búddatrúarmanna handtekin Hemaðarástand í landinu — Bandaríkjastjórn fordæmir aðgerðirnar Saigon, Washington 21. ágúst. — (NTB-AP) — t DAG kom til átaka í borgunum Saigon og Hue í Suður-Viet Nam, er stjórn Ngo Dinh I)jem lýsti hernað- arástandi í landinu og lét handtaka fjölda Búddatrúar- manna, bæði munka og nunn- ur. — Bandaríkjastjórn hefur fordæmt þessar aðgerðir stjórnar Suður-Viet Nam og látið að því liggja, að hún muni breyta afstöðu sinni til stjórnarinnar. Hafi hún geng- ið á gefin heit um, að leysa trúarbragðadeilurnar í land- inu án ofbeldis. Eins og kunnugt er, hef- ur Bandaríkjastjórn skipað Henry Cabot Lodge sendi herra í Saigon. Þegar fregn irnar um ofbeldisaðgerðir Stjórnar Ngo Dinh Diems, bár ust, var hann á leið til borg arinnar um Tokyo, þar sem hann hugðist dveljast nokkra daga. Nú hefur honum verið fyrirskipað, að halda þegar í stað til Saigon. • Fjöldahandtökur Það var í morgun, sem stjórn S.-Viet Nam lýsti hernaðar- ástandi í landinu og skipaði her- mönnum sínum að handtaka fjölda munka og nunna, sem 6tjórnin segir, að hafi fótumtroð- ið landslög. Eins og kunnugt er hafa Búddatrúarmenn, sem eru um 70% þjóðarinnar krafizt jafn réttis við rómversk kaþólska, sem eru aðeins 10%. Ngo Dinh Diem forseti er kaþólskur. Þegar hermenn réðust inn í bænahús Búddatrúarmanna í Hue og Saigon, snérist mann- fjöldi munkunum og nunnunum til hjálpar og lét grjóthríð dynja á hermönnunum. Segir stjórn S.-Viet Nam, að nókkrir her- menn hafi fallið í átökunum. Her mennirnir beittu táragasi og tókst að dreifa mannfjöldanum. Handtóku þeir hundruð munka og nunna. Útgöngubann er í S.-Viet Nam átta tíma á sólarhring og hefur herinn fyrirskipun um að skjóta hvern þann, sem brýtur bannið. Stjórnin hefur lagt hald á flest ar útvarpsstöðvar í landinu og stöðvað fréttasendingar til út- landa að mestu. í yfirlýsingu, sem Ngo Dinh Diem sendi út í dag segir, að Búddatrúarmenn hafi ekki sýnt þann samnings- vilja, sem stjórnin gerði ráð fyrir. Nokkrir stjórnmálamenn hafi reynt að notfæra sér ólguna, sem ríkti í landinu vegna trúar- bragðanna og stjórnin því neyðzt til þess að grípa til aðgerða. Framh. á bls. 23 Norska stjórnin ielld í kvöld? Osló, 21. ágúst (NTB). TALIÐ er, að umræðunum um Kings Bay-málið, í norska Stór- þinginu ijúki annað kvöld, og verður þá gengið til atkvæða um vantrauststillögu á stjórn Einars Gerhardsens, sem borin hefur verið fram vegna málsins. Eru það borgaraflokkarnir fjórir, sem bera fram tillöguna, en þeir hafa samanlagt 374 þingsæti eða jafnmörg og stjórnarflokkurinn. I>að eru atkvæði tveggja þing- manna sósíalíska þjóðarflokks- ins, sem ráða úrslitum og hafa þeir lýst stuðningi við sljórnar andstöðuna. Þykir því nær ein- sýnt að 28 ára stjórnartímabil verkamannaflokksins sé á enda Talið er, að konungur feli for- manni stærsta borgarafiokksins, John Lyng, stjórnarmyndun og hann myndi minnihlutastjórn með hinum borgarailokkunum þrcmur. Þetta er gjáin við Þingvallavatn, sem drengurinn datt niður í. Gjáin er svo þröng, að hún er um 50 sm. þar sem hún er breiðust og um 5 metra fall er niður að vatnsyfirborðinu. Hversu djúpt ískalt vatnið er veit enginn. Þykkur mosinn gerir erfitt um vik að átta sig á hættunni á mörgum slikum gjám á þessu svæði. Jón Ragnarsson, þjónn, sem aðstoðaði við björgun drengsins og móðir hans, bendir á staðinn, sem slysið varð. (Ljósm.: Sv. Þ.) Barn datt í rffúpa vatnsgjá á Þingvöilum Afoðírín kastaði sér niður eg hélt því í !4 klst. NÝLEGA féll þriggja ára gamall drengur ofan í gjá með vatni í á Þingvöllum, þar sem 5 m voru niður að vatnsborðinu, og bjargaðist fyrir snarræði móður hans, sem kastaði sér niður á eftir honum pg hélt honum uppi í hálftíma, þar til hjálp barst og maður hennar gat náð þeim upp á kaðli. Þau hjónin Pétur Pálsson, verkfræðingur, og Birna Björnsdóttir, kona hans voru í Hótel Valhöll með fcvö börn sín, 10 ára telpu og þriggja ára dreng, sunnudaginn 11. ágúst Eftir hádegið fór Birna með börnin út í hraunið, en Pétur fór á báti út á vatn. Hún gekk fram á nesið aust an við Öxarárósinn. — Þarna virðist slétt hraun, vel mosa- vaxið, en eftirá sáum við að það er fullfc af gjám, sagði Birna í símtali við Mbl. ofan úr Borgarfirði í gær, en þau hjónin vor þar að veiða. — Eg sá yndislega vík þarna við vatnið og lagðist í sólbað, en dóttir mín fór með litla strákinn svolítið frá til að tína ber. Hann datt svo allt í einu niður um gjáarop, sem hefur verið ca. hálfur metri á vídd og lenti. í vatn- inu um 5 m niðri í gjár.ni. Hann hefur farið á bólakaf, því hann var rennandi blaut ur, en þegar ég knm hlaup- andi hékk hann á steinnibbu og saup hveljur. Birna hafði engin umsvif, en kastaði sér niður til drengs ins, á hlið við hann til að lenda ekki ofan á honum. Hún fór líka á bólakaf, fann engan botn, en virtist gjáin víkka rétt undir vatnborðinu. hún gat svo skorðað sig af með drenginn og beið þann- ig í ísköldu vatninu. En 10 ára teipan hljóp heim að Val höll eftir hjálp. Sá að eitthvað var að Pétur, sem var á báti úti á vatninu, sá Birnu og dóttur sína hlaupa um á bakkan- um, og grunaði að eitthvað væri að. Hann réri í land, fann gjótuna og sá hvers kyns var. Hann hafði kaðal í bátn um, hijóp eftir honum. Kað allinn náði niður, Birnu tókst að binda honum um dreng- inn, sem dreginn var upp og síðan hún sjálf á eftir. Henni var þá orðið mjög kalt, og farin að stirðna enda lítið klædd í sólbaðinu, og um hálf klukkustund var liðin frá því hún lenti í vatn inu. Meðan Pétur var að ná þeim upp á kaðlinum kom telpan hlaupandi frá Valhöll og með henni Jón Ragnarsson þjónn, sem hjálpaði honum við að ná konunni. Hafði drengnum ekki orð- ið meint af þessu. Hann hafði aðeins smákúlu á enni. Birna var talsvert skrámuð, „en það er nú ekkert sem talandi er um“, segir hún, fyrst þetta tókst allt saman. — í öllu þessu rak hver ótrúleg tilviljunin aðra, svo manni finnst eftirá það ganga kraftaverki næst. Fyrst að telpan skyldi sjá hvar dreng urinn datt, svo við misstum engan tíma við að finna hann að hann skyldi ekki meiðast í fallinu, að Pétur sá okkur og að hann hafði nógu langt reipi í bátnum, og svo ótal margt, sagði Birna að lokum. Annars er engin á- stæða til að gera mikið úr þessu í blöðunum, nema ef hægt væri að vara fólk við þessum gjótum, sem alls staðar eru á Þingvöllum. — xxx — Morgunblaðsmenn, sem staddir voru á Þingvöllum í Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.