Morgunblaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 22. ágúst 1963. MORGUNBLAÐIÐ 15 “SyfihSkaffihol/a « *p -------i Sviþjið • 1 SVÍ>JÓÐ er sá siður, sem mörgum útlendingum virðist oft erfitt að átta sig á, hið svonefnda „semmel“ átið. í árhundruð hafa Svíar borðað á hverjum þriðjudegi föstunnar eina eða fleiri „semmel", sem síðar hetfur manna á meðal fengið nafnið þriðjudagsbolla. Þetta hefur orðið til þess, að ég Íeik mér nú að því að standa úti á götu á þriðjudögum og skipta fólkinu í tvo hluta. Já, lítið er ungs manns gaman. • Á þriðjudögum falla allir í tvo hópa: semmelhóp- inn og ekki semmelhópinn. Sá fyrri er langtum stærri, en sá síðari virðist nú vinna óð- um á eftir því sem lengur líður fram á föstuna. Þessi skipting mín getur ef til vill virzt undarleg, en sá eða sú, sem getur farið algerlega áhugalaus fram hjá stórum brauðbúðarglugga fullum af stórum ljósum bollum með pappírnum frá „Ríkinu“. á miklum rjóma, hefur oft ekki leið til vinnustaðar eða heim. •__.________________. —___...-.t ,iii. 1 virzt vera eins og annað fólk. • Ég finn til með bollu- fólkinu. Það er allskonar fólk, magurt, feitt, langt, stutt, ungt gamalt, með rauðar kinnar eða blá n«f. Konur og menn. En öll hafa þau einskonar þeyttan rjóma augnasvip, sem virðist spyrja, hvort ekki sé hægt að fá auka möndlu- massa með. Jú, möndlumass- inn er það bezta, segja þeir, þar sem hann liggur falinn undir rjómanum. • Þeir geta ekki annað en horft á auglýsingarnar og stanzað fyrir framan glugga- útstillingarnar og — framar öllu — þeir geta ekki staðið á móti freistingunni: að kaupa sér bollu og snæða. Þeir sjást allsstaðar á göt- unum á þriðjudögum með poka, sem gefa innihaldið jafn skýrt til greina og það í brúna Þeir sjást bezt vegna þess að þeir reyna að fara laumulega með varninginn. Og svó fara þeir inn í einhvern kyrran kimann, opna pokann og njóta sjónarinnar og síða* bragðs- ins. Horfa — éta. Þeir sem kunna sig segja að þær skuli étnar með fingr um og nefi en ekki eins og snobbarnir með gaffli af diski. • Ég fann um daginn litla veitingastofu, þar allir éta bollurnar með fingrum og nefi eftir hljóðfalli útvarps tónlistarinnar. Þangað fer ég nú hátíðlegur á hverjum þriðjudegi og þegar ég kem út lít ég út eins og trúður, og ef ég sé ekki lífið ljós- rautt þá, þá er það í það minnsta rjómahvítt. Og svo hugsa ég á eftir: Fjandi er ég að verða sænsk- ur. — Immnm. Landsþing Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga FIMMTUDÁGINN 22. ágúst hefst í Reykjavík 7. landsþing Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga. Það er haldið á Hótel Sögu og stendur til laugardags 24. ág. Auk venjulegra landsþings- starfa verða umræður um eftir- talin efni (framsögumanna er getið í svigum): Framkvæmd tekjustofnalag- anna (Sigurbjörn Þorbjörnsson), frumvarp til nýrra skipulagslága (Zophonias Pálsson), varanleg gatnagerð, fjáröflun og fram- kvæmd (Stefán Gunnlaugsson), ráðstafanir sveitarfélaga vegna geðsjúklinga (Tómas Helgason), vöruinnkaup ríkisstofnana og sveitarfélaga (Pétur Pétursson) og stofnun sveitarfélagabanka (Jónas Guðmundsson). — Avörp flytia Geir Hallgrímsson og Gunn ar Thoroddsen. Ágæt gistihús víða á Snæfellsnesi BTYKKISHÓLMI 16. ágúst. — Þrátt fyrir það þótt sumarveðr- éttan hér við Breiðafjörð hafi verið með kaldasta móti og um- hleypingasöm, verður ekki ann- að sagt en ferðamannastraumur inn um Snæfellsnes hafi verið mikill og líklega með mesta móti. Þegar svo að Ennisvegur rverður opnaður mun hann enn Rannsókn á greiðsluþoli atvinnuveganna EINS og kunnugt er, hafði ríkis- stjórnin frumkvæði að því. að Vinnuveitendasamband fslands og Alþýðusambands fslands stofn uðu nefnd, er rannsakaði greiðslu þol atvinnuveganna. Vinnuveit- endasambandið hefur nú skipað Björgvin Sigurðsson, Helga Bergs og Þorvarð Alfonsson í nefndina, en ASÍ þá Björn Jónsson, Hjalta Kristgeirsson og Sigurvin Einars son. — Þeir Þorvarður og Hjalti fóru á mánudag tiil Noregs. þar sem þeir kynna sér rtarfsemi hag fræðistofnana atvinnurekenda og verkalýðssamtaka, en þær fást við hliðstæð verkefni og þau, sem nefndinni er ætlað að vinna að. Nefndinni hefur ekki verið valið nafn enn. aukast. Þegar vegurinn um Bú- landahöfða var opnaður í fyrra var þegar um hann mikil bif- reiðaumferð og hefir ekki farið rénandi, enda gaman að geta farið þarna hringferð um hluta Snæfellsness. Sumargistihúsið I Stykkis- hólmi hefir nú starfað um 214 mánuð og gefið ágæta raun. Ber öllum sem þangað hafa ileitað saman um að betra verði ekki á kosið með útbúnað allan og þjónustu. Þeir eru heldur ekki fáir sem leitað hafa sér hvíldar þangað í sumarfríum Og eytt dögum í hinu fagra um- hverfi Stykkishólms og er það að aukast. Húsnæði hótelsins er hið ákjósanlegasta í alla staði Og liggur vel við allri umferð. Þá hefir í sumar verið starf- rækt hótel í Grundarfirði sem veitt hefir góða þjónustu. Á Búðum hefir einnig í sumar eins og áður verið rekið sumár- gistihús við hinn ágætasta orð- stír, enda enginn viðvaningur sem því stýrir þar sem er frú Lóa Kristjánsdóttir. Hún hefir jafnan sýnt það að hún kann sitt fag. Á Hellissandi og í Ól- afsvík eru nú engin gistihús starfrækt á þessu sumri og er því ekki hægt að þakka eins og vert er þá þjónustu sem innt hefir verið af hendi í sumar í sambandi við Búðahótelið. Ým- islegt þarf að gera fyrir Búðir og mest er á ríðandi að fá stærra og veglegra húsnæði því með komandi árum eykst þessi þjónusta til muna. Þarf því að vinna bráðan bug að koma þarna upp myndarlegu hóteli öllum til vegsauka og ferðafólki til mikils hagræðis. í vor var 'gerð breyting á húsinu að inn- an, þ. e. borðsalurinn var stækk aður að mun og er nú hinn vist- legasti. Umhverfi Búða er hverj um þeim er þangað kemur ó- gleymanlegt og þaðan á margur maður úr sínu sumarleyfi fagrar og ómetanlegar minningar. — Fréttaritari. Blindrafélasið bakkar EINS OG kunnugt er efndi Blindrafélagið til happdrættis tilefni þess vill félagið færa styrktarfélögum sínum og öllum öðrum sem Veittu aðstoð og hjálp við sölu og dreifingu miðanna sínar beztu þakkir. Ennfremur vilja hinir blindu félagsmenn nota þetta tækifæri og þakka félögum Sjálfsbjargar og lögreglunni í Reykjavík fyr- ir ómetanlega hjálp þeirra. En síðast en ekki sízt ber að þakka öllum almenningi fyrir frábær- ar undirtektir og skilning sem fram hefur komið við þetta tæki færi. Happdrættisnefnd Blindrafélagsins. . — Minning Framh. af bls. 8 er ég í nokkrum efa um það, að sjómannastéttin á stærstan pátt i öflun þeirrar velmegun- ar, sem við búurr við í dag. Engra ber því fremur, að minn- ast með þakkláttim huga, en þeirra, sem í full 60 ár starfað hafa af dugnaði og karlmennsku fremstu línu mannskæðasta atvinnuvegar þjóðarinnar. En einnig vil ég færa vini mínum Þorbirni, beztu þakkir fyrir góða viðkynningu og auðsýnt vin arþel mér og konu minni. Systkini Þorbjarnar, fóstur- systur og vini hans alla bið ég að meðtaka innilegustu samúð- arkveðju okkar hjóna. Rvik. 31/7 1963. Jóhann Árnason. Haldið var í Skálholt HAFNARFIRÐI — Hinn 13. ágúst síðastliðinn buðu bif- reiðastjórar fólksbifi'eiðastöðv- anna hér, Landleiðir hf í Reykja vík, Valgarð Sigmundsson og Hjörleifur Gunnarsson í Sjúkra- samlaginu, öldruðu fólki í bæn- um í skemmtiferðalag austur i sveitir. Var þetta 14. árið og tókst ferðin, eins og jafnan áð- ur, mjög vel og fólkið hafði hina mestu skemmtun og á- nægju af. Lagt var af stað upp úr há- degi Og stanzað fvrst í Þrasta- lundi. síðan haldið upp Gríms- nesið og austur í Skálholt. Þar var kirkjan skoðuð og lýsti próf. Magnús Már Lárusson staðnum en Páll Kr. Pálsson lék á kirkjuorgelið. Þá var haldið i Aratungu og þar drukkið kaffi. Bauð Bergþór Albertssön bif- reiðastjóri fólkið velkomið og síðan flutti Stefán Jónsson for- seti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar stutt ávarp. — Við þetta tæki- færi þakkaði héraðslæknirinn, Ólafur Einarsson, fyrir þá, sem voru með frá hjúkrunarheimil- inu Sólvangi. en þaðan var all- margt. Komið var aftur til Hafnar- fjarðar laust fyrir klukkan tíu um kvöldið eftir ánægjulegan dag. — Bifreiðastjórunum. Land leiðum og öðrum sem að ferða- lagL þessu stóðu. ber þakkir skildar, en flest af eldra fólkinu. t. d. það á Sólvangi. hefir ekki annað tækifæri til ferðalaga en betta. Er það þessum aðilum mjög þakklátt fyrir huaulsem- ina. Þá 'má geta þess hér, að Hiörleifur Gunnarsson tekur alltaf þátt í ferðum aldraða fólks ins og lánar bíl sinn, og hefir að öðru leyti verið mjög hjálpsam- ur við að skipuleggja ferðalög- in. — G. E. Christine Keeler segir frá Hin fræga ungfrú Keeler hef- ur nú ritað ævisögu sina, þótt hún spanni enn ekki nema um aldarfjórðung. Eigi að síð ur er sagan hin forvitnileg- asta og kemur víða við — ogr auðvitað er Profumo ein aðal- hetjan. • FEIGHARFLAN SALOMONS ANDRÉE. Óttinn við almenn ingsálitið knúði hann til þess að leggja út í vonlausa ferð. Lík hans og félaga hans fund- ust ekki fyrr en eftir 33 ár. • ÍÞRÓTTIR. — Ýmislegt um íþróttir, og meðal undirfyrir- sagna má nefna: Hann hefur þrek á borð við tvítugan mann — Átta metrar í einu stökki — 2000 metra fall — þá kippir hann í strenginn. HÚS FRÁ GRUNNI — 2. áfangi. — Vikan fylgist með húsbyggingu.' KELLY KALDI TEKUR TIL SINNA RÁÐA. — Æsileg saga af viðureign við bófa í áætiunarflugvél. Framhaldssögurnar HNAPP- URINN og ÚTLAGARNIR, kvennaefni og m. fL VIKAi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.