Morgunblaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 22
2? MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. ágúst 1963, íÞRómriniR iircims Úrvalslið 62 stúlkna og pilta norrœnni keppni í Laugardal Samtímis keppt í sömu grein. um á hinum IMorðurlöndunum 1 GÆR birtum við skrá yfir þær stúlkur, sem valdar hafa verið til að taka í fyrsta sinn þátt í norrænni keppni í frjáls um íþróttum. Hér fylgja svo nöfn þeirra „sveina, „drengja" og „unglinga“, sem unnið hafa sér rétt til þátttöku í keppninni. Þessi norræna keppni í frjáls um íþróttum er þannig að hvert land stefnir fjórum beztu í hópi stúlkna og 3 aldursflokkum pilta saman á einn stað á laugardag Og sunnudag og þar er keppt í sömu greinum í öllum löndun- um. Síðan er árangurinn borinn saman og eftir þeim úrslitum fer endanleg röð þjóðanna. Keppnin hér verður á Iaug- ardag kl. 2 og sunnudag kl. 16,30. Alls eru kallaðir til keppninnar 18 stúlkur, 14 „svein ar“, 16 „drengir“ og 14 „ungl- ingar". Eru þetta 4 beztu á land inu í hverri grein, ,sem keppt er í. Er ekki að efa að þessi keppni getur skapað góðan áhuga hjá yngra fólkinu og keppnin verð ur án efa hin skemmtilegasta. Hér koma svo nöfn piltanna: SVEINAR: 100 m hlaup: 1) Haukur Ingi- bergsSön, HSÞ, 2) Sigurjón Sig- urðsson, ÍA, 3) Þórður Þórðar- son, KR, 4) Sigurður Hjörleifs- son, HSH. Sérsloknr flug ferðir vegno KR-leiks ó Aknreyri ÞAÐ VERÐDR án efa mikið um að vera er Akureyringar og KR-ingar ráða örlögum ts landsmótsins í knattspyrnu til sigurs og fallsins á sunnu- daginn á Akureyri. Flugfélaglð býður sérstak ar ferðir þangað norður og kostar farið kr. 750,00 báðar leiðir í stað hins venjulega verðs sem er kr. 1130,00. Verð ur flogið norður bæði á laug ardag og sunnudag og til baka á sunnudagskvöld. Er Flugfélagið reiðubúið að láta stærri vélar á rútuna ef þörf er. Cordiff fær ekki John Chorles nð sinni STJÓRN ensku 1. deildarinnar hefur fyrst um sinn stöðvað frekari athafnir í þá átt að John Charles verði keyptur til Cardiff City af Roma. Cardiff og Roma höfðu samið um kaupin fyrir viku en stjórn deildarinnar kveðst ekki staðfesta kaupin vegna þess að ekki er allt á hreinu með sölu John Charles frá Leeds til Roma. Leeds kvaðst eiga ófengnar um 1,2 millj. (ísl.) kr. hjá hinu ítalska félagL 400 m hlaup: 1) Þorsteinn Þorsteinsson, KR, 2) Haukur Ingibergsson, HSÞ, 3) Geir V. Kristjánsson, ÍR, 4) Jón Þor- geirsson, ÍR. Hástökk: 1) Erlendur Valdi- marsson, ÍR, 2) Sigurður Hjör- leifsson, HSH, 3) Haukur Ingi- bergsson, HSÞ, 4) Ásbjörn Karlsson, ÍR. Langstökk: 1) Haukur Ingi- bergsson, HSÞ, 2) Sigurður Hjör leifsson, HSH, 3) Jón Þorgeirs- son, ÍR, 4) Einar Þorgrímsson, ÍR. Kúluvarp: 1) Erlendur Valdi- marsson, ÍR, 2) Sigurður Hjör- leifsson, HSH, 3) Arnar Guð- mundsson, KR, 4) Sigurður Jónsson HVÍ. Kringlukastl: 1) Erlendur Valdimarsson, ÍR, 2 Kristján Óskarsson, ÍR, 3) Arnar Guð- mundsson, KR, 4) Halldór Krist- jánsson, HVÍ. DRENGIR: 100 m hlaup: 1) Einar Gísla- son, KR, 2) Skafti Þorgrímsson, ÍR, 3) Ólafur Guðmundsson, KR, Höskuldur Þráinsson, HSÞ. 400 m hlaup: 1) Skafti Þor- grímsson, ÍR, 2) Ólafur Guð- mundsson, KR, 3) Halldór Guð- björnsson, KR, 4) Höskuldur Þráinsson, HSÞ. 80Öm hlaup: Halldór Guð- björnsson, KR, 2) Ólafur Guð- mundsson, KR, 3) Marinó Egg- ertsson, HSÞ, 4) Jóhann Guð- mundsson, USAH. 110 m grindahlaup: 1) Þor- valdur Benediktsson, HSS, 2) Reynir Hjartarson, ÍBA. Hástökk: Sigurður Ingólfsson, Hástökk: 1) Sigurður Ingólfs- son, Á, 2) Þorvaldur Benedikts- son, HSS, 3) Ársæll Ragnars- son, USAH, 4) Þormar Krist- jánsson, USAH. Langstökk: Ólafur Guðmunds- son, KR, 2) Þorvaldur Bene- diktsson, HSS, 3) Skafti Þor- grímsson, ÍR, 4) Höskuldur Þrá- insson, HSÞ. Kúluvarp: 1) Guðmundur Guð mundsson, KR, 2) Skafti Þor- grímsson, ÍR, 3) Ólafur Guð- mundsson, KR, 4) Sigurður Ing ólfsson, Á. Kringlukast: 1) Guðmundur Guðmundsson, KR, 2) Sigurður Harðarson, Á, 3) Ólafur Guð- mundsson, KR, 4) Sigurður Ing- ólfsson, Á. Spjótkast: Oddur Sigurðsson, ÍBA, 2) Ólafur Guðmundsson, KR, 3) Ingi Árnason, ÍBA, 4) Skafti Þorgrímsson, ÍR. UNGLINGAR: 100 m hlaup: 1) Jðn Ingi Ingv- arsson, USAH, 2) Kjartan Guð- jónsson, KR, 3) Ingimundur Ingimundarson, HSS, 4) Hrólfur Jóhannesson, HSH. 400 m hlaup: Valur Guðmunds son, KR, 2) Kjartan Guðjónsson, KR, 3) Ingimundur Ingimund- arson, HSS, 4) Gunnar Karls- son, HSK. 1500 m hlaup: 1) Valur Guð- mundsson, KR, 2) Jón H. Sig- urðsson, HSK, 3) Gunnar Karls- son, HSK, 4) Ingimundur Ingi- mundarson, HSS. 3000 m hlaup: Valur Guð- mundsson, KR, 2) Páll Pálsson, KR. Þrístökk: Sigurður Sveinsson, HSK, 2) Kjartan Guðjónsson, 3) Ingimundur Ingimundarson, HSS, 4) Halldór Jónasson, ÍR. Hástökk: 1) Halldór Jónasson, 2) Kjartan Guðjónsson, KR, 3) Jón Ingi Ingvarsson, USAH, 4) Ingimundur Ingimundarson, HSS. Langstökk: 1) Ingimundur Ingimundarson, HSS, 2) Kjartan Guðjónsson, KR, 3) Halldór Jón- Framh. á lvs. 23 Hér er Halldóra Helgadóttir KR að setja met í 400 m hlaupi. Það gerði hún meðan blaðamenn voru í verkfalli. Þá komu hingað 20 sænskar stúlkur frá GKI og kepptu hér nokkrum sinnum. Myndin er frá B-riðli 400 m hlaupsins. Halldóra bætti metið um 10.4 sek. en það gamla átti Ásdís Karlsdóttir. Keppni þeirra Halldóru og hinnar sænsku var afarspennandi og sú sænska þoldi ekki hraðann, en féll eins og myndin sýnir nokkra metra frá marki að- framkomin. Halldóra var og útkeyrð — en hresstist fljótt er hún heyrði um hversu dug- lega hún bætti metið. (Ljósm. Sv. Þ.) 5 heimsmet sett í einni landskeppni BANDARÍKJAMENN og Japan- ir háðu landskeppni í sundi. Stóð hún í 3 daga og lauk á mánudaginn. Bandaríkjamenn unnu keppnina með 63 stigum gegn 22 — gífurlegur yfirburða sigur. Keppnin fór fram í Tokíó. Bandaríkjamennirnir eru sterk ari í sundi en nokkru sinni áður. í þessari keppni bættu þeir heimsmetin í 200 m skriðsundi, 1500 m skriðsundi, 4x100 m boð- sundi, 200 m flugsundi og 4x200 m boðsundi, þar sem þeir Scholl- ander, Modonough, Townsend og Saari syntu á 8.03,7, sem er 6,1 sek. betra en hið gamla heims met Japana. Bandarikjamenn unnu þrefaldan sigur í nokkr- um greinum, m.a. 100 m skrið- sundi, þar sem Modonough sigr- Jóhann Bernhard Minning Jóhann Bernhrard ritstjóri lézt föstudaginn 16. þm. að heimili sínu við öldugötu 33 héi í bæ. Jóhann var fæddur að Hrauni í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu 8. október 1918. Jóhann ólst upp hér í bæ. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1939. Á uppvaxtarárum þreytti Jó- hann ýmsar íþróttir og beindist hugur hans snemma að frjálsum íþróttum. Tafl var honum mjög hugleikið og dráttlist. Um skeið var Jóhann meðal hinna fræknustu íþróttamanna er stunduðu frjálsar íþróttir, met- hafi og meistari. Hann var glæsi- legur á vellí og heilbrigður í keppni og vildi ætíð fara að lög- um og sýna fullan drengskap. Eftir að Jóhann hætti keppni gerðist hann ötull starfsmaður fyrir íþrótt sína og svo heitur og sánnur uhnandi að tæplega munu finnast önnur dæmi gleggri. Jóhann var í KR og unni sínu félagi, en laus við allar félags- legar öfgar. Hann vai allra manna fróðastur um afrek ís- lendinga frá upphafi frjálsra íþrótta. Iðni Jóhanns og elja að leita uppi skýrslur og gögn um mót og árangur manna á ýmsum tímum og á ýmsum stöðum vai frábær. Átti hann orðið mikið safn sögu- legra gagna. Safn sem ómetan- legt mun reynast. Með útgáfu Árbóka frjáls- íþróttamanna var stigið stórt og þýðingarmikið spor. Sögulegt og menningarlegt afrek unnið. Jó- hann mun þar hafa lagt fram drýgstan skerfinn sem ritstjóri þeirra bóka. Fyrsta bókin kom út 1943. Ritstjórar að henni voru Jóhann og Brynjólfur Ingólfsson. Var þar um Grettistak að ræða hjá þeim félögum. Jóhann starfaði um árabil í stjórn Frjálsíþróttasambands ís- lands og lagði þar grundvöll að laganefnd samibandsins. Hann samdi og þýddi lög og reglur og var óþreytandi að skipuleggja mót og semja móta-reglur. Jóhann var um skeið ritstjóri fþróttablaðsins, auk þess gaf hann út íþróttablaðið „Sport“. Hann skrifaði fjölmargar íþrótta greinar í dagblöð bæjarins. Jóhann var samvizkusamur 5 öllum ritstörfum og setti sér það mark, að hafa ætíð það er sann- ara reyndist. Fallinn er góður drerjgur fyrir aldur fram. Brautryðjandi á sínu sviði. Jóhann átti mörg störf óleyst. Hann brast til þess þrek að vinna úr því safni gagna um íþróttir er hann með mikilli mæðu hafði safnað að sér. „Það krefur tóm, það krefur þrek að koma þar nokkru í tó. Hver tæmir allt það timburrek af timans stóra sjó. Öxartálgu-spýtur, sprek og spón. — Til er nóg.“ Hver tekur nú upp þráðinn? Hver tekur upp merki hins fallna riddara? Þar er nú skarð fyrir skildi. aði á 54,0 Clark 54,6 og Ilman 54,9. í 200 m baksundi setti Fukus- hima japanskt met 2.12,2 Bartsch USA synti á 2.16,4 og McGeagh á 2.17,6. Schollander er fyrsti maður- inn sem syndir 200 m skriðsund á skemmri tíma en 2 rhín. Hafði hann nýverið sett heimsmet er landskeppnin hófst, synti þá á 1.58,6 mín. Jóhann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Svöfu Þorbjarnar- dóttur, 23. maí 1943. Þau eignuð- ust þrjú mannvænleg börn, Guð- nýju, Þorbjörgu og Helgu. Faðir Jóhanns var Jón Jónsson skipstjóri og er löngu látinn. Mó3 ir hans Guðný Jakobsdóttir býr hér í bæ; myndarkona og gáfuð, Jóhann Bernhard er horfinn úr hópnum. Hættur að teikna mynd- ir. Hættur að setja sinn sér- staka svip á frjálsíþróttamótin. Hættur að vera hrókur alis fagn- aðar með spaugí sínu og kímni. „Skjótt hefur sól brugðið sumri.“ Ég kveð þig Jóhann ög þakka fyrir samfylgdina. Minningarnar brjótast fram og ég verð þög- ull. Gakk þú inn í fögnuð herra þíns. Undir nýjum himni á nýrri jörð munu leiðirnar aftur liggja sam- an, því: „Háa skilur hnetti himingeimur. Blað skilur bakka og egg, En anda, sem unnast, fær aldrei eilífð að skilið“. Samúð vottast aðstandendum, konu, börnum og móður. Bcnedikt Jakobsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.