Morgunblaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 22. ágúst 1963,
William Drummond:
MARTRÖÐ
O -*
16
En þar skjátlaðist henni. Tony
Newton hafði oft áður látizt
koma óvænt með svona við-
skiptaerindi, sem hann vissi um
fyrirfram, en þessi hringing frá
Daníel Graham kom honum enn
meir á óvart sjálfum en nokkurn
tíma hinum.
Hann var fokvondur, þegar
hann kom í Newton-húsið. —
Hver andskotinn gengur á, Gra-
ham? spurði hann, þegar Daníel
opnaði fyrir honum. — í>ví gat
þetta ekki beðið til morguns?
— Ég vona, að ég sé búinn að
vinna hér nógu lengi til þess, að
þér vitið, að ég mundi ekki kalla
á yður svona, nema ástæða væn
til, sagði Graham. Hann hafði
þann leiða vana, sem er svo al-
gengur hjá undirmönnum, að
nota hátíðlega orð og orðatil-
tæki til þess að bæta upp undir-
tyllustöðu sína. — Ef þér vilduð
gera svo vel og koma inn fyrir.
Graham veik til hliðar til þess
að hleypa húsbóndanum. inn í
innri skrifstofuna. Á borðinu
sínu sá Tony hrúgu af bókhalds-
bókum með minnismiðum
stungnum inn milli blaðanna.
— Sem ritari hér í skrifstofunni,
hef ég verið að athuga bækur
hinna ýmsu Newton-fyrirtækja.
Og mér þykir fyrir því að segja,
að ég hef fundið ýmislegt aflaga,
sem ég þóttist verða að vekja
athygli yðar á, án tafar. Ég hef
strikað með blýanti undir þau
atriði, sem ég óska sérstaklega,
að þér athugið. Tony gekk að
borðinu og tók að athuga bæk-
urnar. Meðan hann var að því,
gekk Daníel að skáp og tók fram
viskíflosku og hellti í glas og
bætti í það ís úr kælinum. Hann
setti glasið á borðið við hliðina
á bókunum. Síðan gekk hann og
fékk sér sjálfum annað eins.
Hann horfði á húsbónda sinn
fletta bókunum með æfðri hendi
manns, sem getur áttað sig á
slíku á einni svipstundu.
Alvörusvipurinn á andliti
Newtons þyngdist í sífellu. —
Þetta lítur ekki fallega út, Gra-
ham, sagði hann. — Hvað finnst
yður?
— Mér finnst þetta liggja Ijóst
fyrir, sagði Grahám hæversk-
lega.
— Einhver hefur verið að- fé-
fletta fyrirtækið. En hvers
vegna?
— Ég gæti helzt getið mér þess
til, að peningarnir hafi verið not
aðir til að koma Elliot út úr
fyrirtækinu, eða finnst yður það
ekki?
Newton datt í hug Manning
með öll hestaveðmálin sín, vinn-
ingarnir, sem alltaf var verið að
grobba af og töpin, sem aldrei
voru nefnd á nafn. — Þér vitið,
hver þetta er?
— Fæst orð hafa minnsta
ábyrgð, sagði Graham. — Ég
þarf að athuga þetta nánar, áður
en ég kveð upp úr um það. En
mér fannst réttara að segja yður
frá því strax, þegar ég fann
þessa sjóðþurrð. Ég vona, að ég
hafi gert rétt.
— Já, fullkomlega, sagði
Newton. — Þér hafið gert fyrir-
tækinu ómetanlegan greiða. En
þetta er sniðuglega gert, finnst
yður ekki?
— Það vil ég nú ekki segja,
sagði Graham. í svona flóknu
og samsettu fyrirtæki eins og
okkar, hefði hver maður með
mikið framkvæmdavald og góða
bókfærslukunnáttu getað gert
þetta miklu betur.
— Af þessu ^etur maður séð,
Daníel, að í kaupsýslu getur
maður helzt engum treyst . . .
finnst yður ekki, Daníel? Það er
ljótt að þurfa að segja það.
— Peningarnir eru undirrót
alls ills. Svo stendur í biblíunni,
herra.
Newton gekk að skápnum og
fékk sér í glasið. — Ég held, að
þér getið haft gott af einum
til, Daníel, sagði hann. — Þetta
hlýtur að hafa réynt á' yður. En
vitanlega hafið þér engum sagt
þetta enn?
— Auðvitað ekki, sagði Gra-
ham og fékk sér vel í glasið.
— Ef þetta síast út, sagðí New
ton, — gæti þafj váldið ómetan-
legu tjóni á kauphöllinni. Þá gæt
um við allir orðið atvinnulausir.
Fengjum á okkur rannsóknar-
nefndir og tilheyrandi.
— Mér eru fullljósar afieið-
ingarnar, sem það mundi hafa,
sagði Daníel.
— Jæja, ég óska yður til ham-
ingju með mikið og þarft verk,
Daníel. Þér skuluð sjá, að New-
ton-fyrirtækin gleyma yður
ekki, ef þér standið yður.
Graham brosti. — Þakka yður
fyrir, herra. Ég hef alltaf ímynd-
að mér, að ég gæti verið fyrir-
tækinu svo þarfur, að ég ætti að
vera í einhverri meiri ábyrgðar-
stöðu.
12. Kafli.
Þegar Kit vaknaði næsta morg
un, var Tony að hnýta á sig-bmd
ið. Hann hafði skorið sig við
raksturinn og það var ofurlítill
bómullarhnoðri á kinninni á hon-
um, með blóði í. Hann virtist
helzt alls «ekki hafa sofið um
nóttina.
— Hvað er að, Tony?
— Að? Hann sneri sér ekki
við, heldur horfði á hana í spegl
inum. — Það er bara það, að
Daníel Graham hefur komizt að
því, að þetta Elliot-mál er stærra
en nokkurn okkar grunaði. Ég
verð að komast snemma í skrif-
stofuna.
Lofaðu mér að búa til kaffi
handa þér. Hún var þegar komin
fram á rúmstokkinn.
— Hef engan tíma til þess.
Ungfrú Andrews getur búið mér
til kaffi, þegar hún kemur.
— Það tekur ekki augnablik.
— Ég má ekki tefja hálft
augnablik, auk heldur heilt,
svaraði hann gremjulega. — Ég
verð að kynna mér þessar bæk-
ur áður en hinir koma. Hann
stakk veskinu sínu í jakkavas-
ann, tók skæri og skellti ofan af
bómullarhnoðranum og gekk
áleiðis til svefnherbergisdyranna.
— Ætlarðu ekki að kveðja
mig? sagði Kit.
— Fyrirgefðu elskan sagði hann
og gekk til hennar og kyssti hana
á ennið. Hugur hans var margar
mílur í burtu. — Fyrirgefðu
mér-
Hún reyndi að leggja armana
um hálsinn á honum og draga
hann til sín . . . En hann sleit
sig lausan. — Þú sérð mig þegar
þú sérð mig, sagði hann. —
Farðu eitthvað með Beu, en
reiknaðu ekki með mér. Þetta er
einn vondi dagurinn.
Klukkan átta hófu hnoðhamr-
arnir hina daglegu skothríð sína.
Kit fór í slopp og gekk út í eld-
hús, til þess að taka til morgun-
verðinn sinn. Meðan kaffið var
að hitna, gekk hún út á svalirn-
ar og horfði út yfir London. Sól-
in skein glatt, beint framan á
hana. Niðri á götunni stóð Bryan
Younger og var að tala við tvo
menn- sína. Tvær dúfur voru í
gælum á höfðinu á. Roosevelt —
frægðin átti líka sínar skugga-
hliðar.
Hún gekk inn aftur, skildi
gluggann eftir opinn og settist
við morgunverðinn og tók að
líta í „New York Herald Tri-
bune‘.‘ Tony var því frekar and-
vígur, að hún væri að fylgjast
með því, sem gerðist í Ameríku,
en samt var það, sem gerðist í
New York, Chicago, Cleveland
og Los Angeles, ennþá raunveru-
legra í hennar augum, en annað,
sem gerðist annars staðar á jörð
inni.
Hún þvoði upp, fór svo í bað
og klæddi sig, hringdi í matvöru-
búð og skrifaði Noru bréf. Hún
stakk fimm punda seðli inn í
bréfið og þegar hún hafði lokað
því hringdi hún í Claridge. Það
var einhver leirvörusýning á veg
um upplýsingaþjónustu Banda-
ríkjanna, sem henni datt í hug,
að Beu mundi langa að sjá.
Sími Beu var á tali. — Ef hún
er laus innan næstu tíu mínútna,
viljið þér þá biðja hana að
hringja í Grosvernor 33824, sagði
Kit. — Ef ekki, þá hringi ég
aftur s’óinna.
— Svona eigið þér að halda á barninu frú.
— Er þetta frú Newton?
spurði símastúlkan. — Ég var að
reyna að hringja til yðar áðan,
en miðstöðin sagði, að númerið
væri lokað.
— Það er að minnsta kosti í
lagi núna, sagði Kit.
Hún hringdi af og náði sér í
lakk í skúffu á borði Tonys. En
sér til furðu fann hún í skúffunni
stórt umslag, sem var merkt
„Wiluna West — Trúnaðarmál“.
Það var ekki Tony líkt að vera
með verzlunarbréf heima hjá sér.
Þessi Elliot-karl var víst ennþá
að hrella hann.
Hún fann lakkið og fór með
það yfir að borðinu þar sem bréf
ið hennar lá. Meðan hún var að
lakka það, hringdi síminn.
— Halló, Bea!
— Frú Newton, sagði söngl-
andi rödd í símanum. — Eruð
þér þarna frú Newton?
Hún sleppti heyrnartólinu,
eins og hún hefði brennt sig á
því. Það dró símatólið eftir gljá-
fægðu borðinu en þó datt það
ekki á gólfið, heldur hékk heyrn
artólið dinglandi niður undir
gólfi. En röddin hélt áfram að
söngla.
Kit hljóp að glugganum og
lokaði honum. í fyrsta sinn
kunni hún vel við hávaðann frá
byggingunni, skothríðina á hnoð
hömrunum, glyminn í stálbitun-
um, suðuna í umferðinni á stræt-
inu, og óminn af fimmtu sin-
fóníu Beethovens frá íbúðinni
fyrir neðan, því að allt þetta
samanlagt nægði til að deyfa
þessa viðbjóðslegu rödd.
Tveim hæðum neðar stóð
Bryan Younger uppi í húsgrind-
inni og veifaði til hennar. Hún
veifaði á móti í kveðjuskyni, en
svo breytti hún því í bendingu
til hans um að koma upp —
en þá hafði hann snúið sér frá
aftur, til þess að líta eftir verk-
inu.
Hún opnaði gluggann aftur.
Heyrnartólið var hætt að dingla
og röddin var þögnuð. Hann var
farinn úr símanum, þessi mað-
ur, hver sem hann svo kynni að
KALLI KUREKI
■*-
•-K-
Teiknari; FRED HARMAN
— Byrjaðu þá. Reyndu að réttlæta
að hafa mig að fífli. Mig langar að
heyra hvaða lygar þér dettur nú í
hug.
— Ég reyndi að hitta þig við vagn
inn, en hestúrinn ileygði mér af baki.
Ég hafði ekki hugmynd um að þú.
værir með þessa kerru, þegar ég
stöðvaði hana.
— Ég ætlaði bara að stöðva fyrsta
hestinn eða kerruna sem ég sæi og
hætti meira að segja á það að verða
settur í steininn svo ég Kæmist heim
nógu snemma til að taka á móti þér
eins og hæfði.
— Elsku gamli kallinn minn.
— Kalli, hafðu miskunn með mér.
Verð ég að gera þetta.
— Þú ert flæktur í netinu og þú
átt sjálfur sökina.
vera. Eða þá var hann hinu
megin við símann og beið í of-
væni eftir svari hennar. _
Hún tók upp heyrnartólið og
hélt því að eyranu, en þar heyrð
ist ekkert, hvorki tal né andar-
dráttur. En hann gat nú verið
þarna samt. Þessi hugsun ruddi
sér æ meir til rúms hjá henni,
samfara löngun til að taka mann
lega á móti. Hún opnaði munn-
inn og hóf langa skamma-
romsu, sem hún var sjálf hissa
á, að skyldi geta komið frá henn
ar eigin vörum. Hún æpti og
öskraði og svaraði honum í hans
eigin mynt. Og svo, áður en
hann gæti svarað, skellti hún
heyrnartólinu á.
3lUtvarpiö
Fimmtudagur 22. ágúst.
8:00 Morgunútvarp.
12:00 Hádegisútva/þ.
13:00 „A frívaktinni", sjómannaþátt-
ur (Eydís Eyþórsdóttir).
15:00 Síðdegisútvarp.
18:30 Danshljómsveitir leika. — 18:50
Tilkynningar. — 19:20 Vfr.
19:30 Fréttir.
20:00 Þættir úr ballettinum „Þyrni-
rósa eftir Tsjaíkovski. Hljóm-
sveitin Philharmonia í Lund-
únum leikur. George Weldon
stjórnar.
20:30 Erindi: Saga mannfélagsfræðinn-
ar: II. (Hannes Jónsson félags-
fræðingur).
20:50 Sandor Konya óperuaríur eftir
Puccini.
21:05 Úr verkum Margrétar Jónsdótt-
ur skáldkonu. — Flytjendur:
Skáldkonan' sjálf og Briet Héð-
insdóttir.
21:35 Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit
eftir Gúnther Raphael. Einleik-
ari á fiðlu: Wolfgang Marschner.
Borgarhljómsveitin i Dresten
leikur. Stjórnandi: Rudolf Neu-
haus.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Kvöldsagan: „Dularilmur" eftir
Kelley Roos; V. (Halldóra Gunn
arsdóttir blaðamaður þýðir og
les).
22:30 Nikkan á ný (Henry Juul Ey-
land).
23:00 Dagskrárlok.
Föstudagur 23. ágúst.
8:00 Morgunútvarp.
12:00 Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13:00 „Við vinnuna‘‘i Tónleikar,
15:00 Síðdegisútvarp.
18.30 Harmonikulög.
18.50 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20:00 Efst á baugi (Björgvin Guð-
mundsson og Tómas Karlsson),
20.30 Chaconna fyrir strengjasveit eft-
ir Johann Pachelbel.. Kammer*
hljómsveitin í Munchen leik«
ur. Hans Stadlmair stjórnar.
20.40 Erindi: Ferð um Sognsæ (Ing-
ólfur Kristjánsson rithöfundur),
21.05 Tilbrigði og fúga eftir Brahms,
um stef eftir Hándel, op. 24
Leon Fleisher leikur á píanó.
21.30 Útvarpssagan: „Herfjötur" eftii
Dagmar Edquist; VH. (Guð-
jón Guðjónsson þýðir og flytur),
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Kvöldsagan: „Dularilmur" eftii
Kelley Roose; IV. (Halldóri
Gunnarsdóttir þýðir og les).
22.30 Menn og músík; VHI. þáttur:
Schubert (Ólafur Grixm
•on).
23:36 Dagekrárlofc