Morgunblaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 22. ágúst 1963. MORGUNBLAÐIÐ 23 Krúsjeff og fylgdarliði vel fagnað í Belgrad Júgóslavar hafa fengið nýjar MIG-19 orrustuþotur * NIKITA Krúsjeff, for- sætisráðherra Sovétríkj- anna, kom í opinbera heim sókn til Júgóslavíu á þriðjudaginn. Var kona hans, Nína og hörn þeirra tvö í fylgd með honum og ýmsir háttsettir sovézkir embæt tismenn. ^ Tito, forseti Júgóslav- íu, og helztu ráðherrar landsins, tóku á móti gest- unum á flugvellinum í Belgrad. Var skotið úr 42 fallbyssum er flugvél þeirra af gerðinni Iljusjin 18 Ienti ásamt júgóslavn- eskri flugsveit, er hafði fylgt gestunum frá landa- mærum Júgóslavíu. Var það sveit nýrra rússneskra MIG 19 orrustuþota, sem ekki var vitað áður vestan hafs að Júgóslavar hefðu fengið. Hefur flugherinn í Júgóslavíu til þessa verið að miklu leyti búinn banda rískum Sabreþotum. I»eir Krúsjeff og Tito föðm- uðust og kysstust hjartanlega að sið kommúnista og spjöll- uðu glaðlega saman þegar þeir gengu að heilsa sendi- ráðsstarfsmönnum, er á flug- vellinum voru. I þeirra hópi var annar ritari kínverska sendiráðsins í Belgrad, XJhen Chinqh Wei. Var til þess tek- ið. að 1. fulltrúi kínverska sendiráðsins var þar ekki, þótt vitað væri að hann dveld ist nú í Belgrad. Er Tito haíði ávarpað gesti sína með tilhlýðilegu hóli og Krúsjeff svarað í sömu mynt, óku þeir saman í opinni Rolls-Royce bifreið inn í borg ina. — Lúðrasveit lék gamalt rússneskt lag, „Katjusja", er þeir óku frá flugvellinum. Verzlunum og skrifstofum { Belgrad var lokað tveim klukkustundum fyrr en vana lega til þess að fólki gæfist UTAN UR HEIMI kostur á að fagna sovézku gestunum. Létu borgarbúar og sitt ekki eftir liggja, veif- uðu sovézkum og júgóslavn- eskum fánum, fleygðu yfir gestina blómum og hylltu þá mjög. Krúsjeff og fylgdarlið hans mun dveljast í Belgrad næstu tvo daga, en síðan fer hann í ferðalag um landið, m. a. til borgarinnar Skoplje, þar sem jarðskj álftarnir miklu urðu. — ★ — Ferðaáætlunin er annars með líku sniði og flestar opin berar heimsóknir í Júgóslav- íu. Tito ekur með gesti sína um landið, sýnir þeim dýra- lífið, heldur síðan til Adría- hafsstrandarinnar, þar sem farið er í skemmtiferð á hrað bát hans og hafnað á eyjunni Brioni. Þar skemmtir Tito sér og gestum sínum með því að steikja sjálfur kjöt á teini og gjarna er matazt úti við, ef við verður komið. Þessi heimsókn Krúsjeffs til Júgóslavíu er hin þriðja. Hann kom þangað fyrst sem forsætisráðherra árið 1955 og var þá ætlunin að reyna að binda endi á fjandskapinn, sem ríkt hafði milli Rúss- lands og Júgóslavíu um margra ára skeið og endaði Krúsjeff. með því, að Júgóslavíu var vísað úr Kominform árið 1948. Ari síðar, 1956, fór Krúsjeff aftur til Júgóslavíu, en fyrr á árinu hafði Tito heimsótt Sovétríkin og verið geysivel fagnað af landsbúum. Um þessar mundir var óró- legt í A-Evrópu og var ekki laust við, að Krúsjeff fyndist Tito helzt til of sjálfstæður í skoðunum sínum á málefn- um nágrannaríkja sinna. Þeir ræddust við í heila viku á eynni Brioni og síðan fór Títo, öllum að óvörum, flugleiðis eftir Krúsjeff alla leið suður á Krímskaga, til þess að halda viðræðunum áfram. Ferðir beggja voru opinberlega kall- aðar „veiðiferðir", en ástæð- an var hinn alvarlegi ágrein- ingur þeirra í milli út af því, hvernig bezt væri að bregð- ast við vaxandi ólgunni í A- Evrópuríkjunum. Og áfram hélzt misklíðin. Árið 1958 var birt ný stefnu- skrá júgóslavneska kommún- istaflokksins, og var sú sýnu verri hinni fyrri, að áliti Moskvu-manna, - Brást Sovét stjórnin þá þannig við, að hún „frestaði um fimm ár“ að veita Júgóslövum 100 miUj. sterlingspunda framkvæmda- lán, er Krúsjeff hafði heitið Tito forseta eftir fyrstu heim sóknina 1955. Síðast í nóvember 1960 voru Júgóslavar víttir — þá í yfir- lýsingu ráðstefnu 81 komm- únistaflokka, er haldin var í Moskvu. En innan árs frá birtingu þeirrar yfirlýsingar fór að hilla undir þáttaskil í samskiptum rikjanna, því að þá tók að kastast alvar- lega í kekki milli Rússa og Kínverja. Andstöðunni gegn Júgóslav íu létti smám saman, unz Krúsjeff tók að skilja, hve mjög það var honum mikil- vægt, að hafa stuðning Júgó- slava í deilunni við Kínverja, og samkeppninni við þá um áhrif í ríkjum Asíu og Afríku. Afstaða sovézka forsætis- ráðherrans sýnir, að hann telur stefnu Titos hafa mikil áhrif í hinum A-Evrópuríkj- unum. Hann er jafnframt þeirra skoðunar, að sú stefna, er Júgóslavar hafa byggt á kommúnisma sinn á umliðn- um árum, sé heillavænlegri til frambúðar en hin ósveigj- anlega og hrokafulla stefna kínversku kommúnistanna. — Búddatrúar- menn Framh. af bls. 1 0 Bandarikjamenn áhyggjufullir Bandaríkjastjóm hefur látið í ljós áhyggjur vegna atburðanna í S.-Viet Nam og fordæmt að- gerðir stjórnar landsins. Óttast Bandaríkjamenn, að ofbeldisað- gerðirnar gegn Búddatrúarmönn unum geti haft í för með sér blóðuga borgarastyrjöld í land- inu. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn veitt stjórn Ngo Dinh Diems mikla fjárhags- og hernaða raðstoð í baráttu hennar við skæruliða kommún- ista, (Viet Cong) í landinu. Þegar Kennedy Bandaríkjafor «eta bárust fregnirnar af aðgerð- um stjórnar Ngo Dinh Diems aflýsti hann ýmsum fundum, sem hann átti að sitja í dag, til þess að geta betur fylgzt með gangi mála í S.-Viet Nam. Af hálfu Bandaríkjastjórnar voru aðgerðir stjórnar Ngo Dinh Diem Hordæmdar og í yfirlýs- ingu, sem hún sendi frá sér sagði m. a„ að samkvæmt fregnum þeim, sem stjórnin hefði aflað sér, virtist ljóst, að stjórn S,- Viet Nam hefði gripið til ofbeld isaðgerða gegn leiðtogum Búdda trúannanna í landinu. Brytu að- gerðir þessar algerlega í bága við heit stjórnarinnar um að leysa trúarbragðadeiluna á frið- •amlegan hátt I lok yfirlýsing- •rionar segir, að Bandaríkja- stjóm fordæmi aðgerðir stjórn- ar S.-Viet Nam. Af hálfu utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna var látið að því liggja, að stjórn landsins hygði á stefnubreytingu varðandi mál- efni stjórnar Ngo Dinh Diem og í Bandaríkjunum spyrja menn nú hvort unnt sé að halda áfram að styðja stjórn, sem geri sig seka um jafn frekleg ofbeldis- verk og stjórn S.-Viet Nam. í kvöld var allt með kyrrum kjörum í Saigon og Hue, en hern aðarástandinu hefur ekki verið aflétt. Talið er, að aðgerðir stjórnarinnar í dag geti haft mjög alvarlegar afleiðingar. T.d. sé hætta á, að þær verði vatn á millu Viet Cong kommúnista, sem njóta stuðnings kommún- istastjórnarinnar í N.-Viet Nam. — /Jb róttir Framh. af bls. 21 asson, ÍR, 4) Guðbjartur Gunn- arsson, HSH. Kúluvarp; 1) Kjartan Guðjóns son, KR, 2) Sigurþór Hjörleifs- son, HSH, 3) Ari Stefánsson, HSS. Kringlukast: 1) Sigurþór Hjör leifsson, HSH, 2) Kjartan Guð- jónsson, KR, 3) Sigurður Sveins son, HSK, 4) Ari Stefánsson. HSS. Spjótkast: 1) Kjartan Guðjóns son, KR, 2) Halldór Jónasson, ÍR, 3) Sigurður Sveinsson, HSK. Sleggjukast: Jón Ö. Þormóðs- son, ÍR, 2) Halldór Jónasson, ÍR. Þar sem ekki eru fjórir kepp- endur í grein hafa ekki fleiri keppendur reynt sig í greininm — Barn dettur Framh. af bls. 1 gær, hittu að máli Jón Ragnarsson, þjón, sem aðstoð aði við að ná þeim mœðgin unum Birnu Björnsdóttur og 3ja ára syni hennar upp úr gjánni. Kvaðst Jón hafa staðið á hlaðinu fyrir utan hótelið um kl. 4—5 um daginn og þá hefði telpan komið hlaupandi og sagt, að bróðir sinn og móð ir hefðu fallið í gjá og bað um hjálp. Jón hljóp þegar af stað með telpunni og þegar komið var á staðinn var Pétur þar fyrir og var að draga drenginn upp á kaðli, sem hann hafði haft í bátnum. Aðstoðaði Jón hann svo við að ná konunni upp. Sagði Jón, að algert krafta verk hefði ráðið því, að þau mæðgin hefðu komizt lífs af. Drengurinn hefði sloppið ó- meiddur við að falla 5 metra niður þrönga gjána, móðirin hefði aðeins hruflazt við að henda sér á eftir honum, eiginmaður hennar hefði kom ið á bátnum og haft kaðal í honum, því ella hefði orðið að hlaupa aftur að Valhöll og til baka. Vafasamt væri, að mæðginin hefðu haldið út í ísköldu vatninu, sem sól nær aldrei að hita upp. Sagði Jón, að Birna hefði sagt, að sér hefði legið við yf irliði bæði af angist og að bíða í ísköldu vatninu með drenginn, enda hefði hún hríð skolfið þegar búið var að ná henni upp og lengi verið að jafna sig. Þau mæðginin voru vafin inn í teppi og flutt að Val- höll, þar sem að þeim var hlúið. Á nesi þvf sem slys þetta varð eru víða þröngar gjár og sprungur, sumar marga metra djúpar. Mosi vex fram á brúnir gjánna og sums staðar yfir þær, svo iðulega er erfitt að sjá hvers kyns er. Það er því ljóst, að bráð nauðsyn er að setja upp merki til að vara fóLk við hættunni, áður en verra hlýzt af. — Þjófurinn Framh. af bls. 24 því sem ég talaði lengur við hann, en þráaðist samt við að fara með mér niður á stöð, en smám saman gat ég þokað honum upp Bankastræti þang- að til einhver leigubíll kom aðvífandi. — Ég bað bílstjórann að ná í lögregluna, og þegar hún kom, var ég fyrir stundu kom inn með hann upp að glúgg- anum aftur. Ég vissi varla hvað ég átti af mér að gera, meðan ég beið, því að þetta var allt svo rólegt og þvingað. Þetta var strákur liðiega tví- tugur. — Kornelíus kom niður £ búð fljótlega eftir að lögregl- an tók strákinn, og hann vildi endilega gefa mér úr til að þakka mér fyrir hjálpina. Hcppdrœtti Krabba- meinsfélagsins : Hver á nr. 11656? DREGHD VAR í gærmorgun í hs»ppdræitti Krabbameinsflélagsj Reykjavíkur. Upp kor nr. 11656. Sá heppni, sem hefur vinnings- miðann undir höndum, getur vitjað vinningsins í skrifstofu félagsins í Suðurgötu 22. — ísólfsskáli Framh. af bls. 3 um við Búrfell í Þjórsárdal, Heklu, Tindafjallajökul og Eyjafjallajökul. Vestmanna- eyjar sjást ágætlega núna, en stundum sjást þær enn betur í hillingum, þá verða þær eins og kantaðar og Suðureyjarn- ar risa úr sæ. Við sjáum að visu móa í eina þeirra nú. Þegar komið er aftur heim 1 ísólfsskála, komast gestir að því að frú Sigrún hefur ekki legið á liði sínu, því brátt er tekið að framreiða kvöld- verð. Meðal rétta er humar, hið mesta lostæti. — Humarinn kom sprikl- andi á land í dag, segir Páll En hann er ekki borðaður hér á Stokkseyri. Þetta er víst eina heimilið, þar sem menn leggja sér krabba til munns. Þó hef ég afrekað það, að fá frændur mína til að bragða aðeins á þessum ljúffenga mat hérna heima hjá okkur. En svona er um marga hluti t.d. þykir okkur skötuselur- inn ekki beinlínis frýnilegur eða girnilegur til átu, en hann er einhver dýrasti fiskurinn á Englandsmarkaði. Nú minnist einhver á, að marhnútur sé frábær matur, en fær litlar undirtektir. Skúli Halldórsson kveður sér hljóðs og þakkar boðið fyrir hönd gesta. Páll segir einnig nokkur orð. Hann segir að nú sé draumur sinn upp- fylltur, er hann hefur fengið Tónskáldafélagið í heimsókn til sín í ísólfsskála. Kveðst hann vona að félagið komi sem oftast saman og sér sé alltaf ánægja að taka við félögunum. Upphefjast nú innblásnar samræður með andans mönn um, svo að við leikmenn þökk um fyrir okkur og hverfum á braut — Ö. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12 taka afstöðu til. En níðbréflin sjálf — og hvort Helander hafi skrifað þau — verða enn sem fyrr kjarni málsins. —- Meðal nýrra vitna í málinu eru tveir Norðmenn, sem báð- ir telja mjög vafasamt að Helander hafi skrifað níðbréf- in. Annar þeirra er fingrafara- sérfræðingurinn J. Hafnor og hinn er Per Övrebö, sem er kunnáttumaður í því að rekja einkenni á vélrituðu máli til ritvéla. Hefur verjandi Heland ers kvatt þá til að bera vitni. Engir þeirra, sem um málið fjölluðu fyrir báðum réttum áður, koma nærri því í þetta sinn, og saksóknari verður annar en þá var. — Um úrslit- in verður engu spáð. En fari svo, að Helander verði sýkn- aður nú, er ekki hægt að stefna neinum fyrir níðbréfa- ritunina, því að sökin fyrnist á tveimur árum, en 11 ár eru liðin síðan bréfin voru skrif- uð. Ýmislegt bendir til þess, að Helander verði sýknaður. En verði hann talinn sekur í annað sinn er málið ekki þar með úr sögunni. Svo lengi sem Helander lifir mun hann halda áfram að berjast fyrir sak- leysi sínu. En hann er nú orð- inn 75 ára og heiisan farin að bila. ESSKÁ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.