Morgunblaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 22. ágúst 1961
Sýrland krelst /und-
ar í Öryggisráðinu
Israelsmenn rceða ástandið
á landamœrunum
Tel Aviv, New York, Bagdad,
21. ágúst (NTB-AP)
I YFBRLÝSINGU, sem uUnríkLs-
og varnarmálanefnd ísraelska
þingsins gaf út í dag segir, að
tsrael telji sig hafa fullan rétt
til þess að grípa til aðgerða í
varnarskyni, bindi öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna ekki enda
á árásarundirbúning og ofbeldis-
aðgerðir Sýrlandsstjórnar.
í New York er talið, að ör-
yggisráðið komi í fyrsta lagi
saman á föstudag.
Stjórnir Jórdaníu og Iraks hafa
heitið Sýrlendingum hernaðar-
aðstoð, komi tii bardaga á ianda
mærunum.
Önnur sæ-steinsugan. Hausinn er til vinstri með gadds ettum sogkjaftinum.
Segist nefndin vera sammála
ákvörðun stjómarinnar um að
fara þess á leit við öryggisráðið,
að það komi saman þegar í stað
tii þess að fjalla um aðgerðir
Sýrlandshers við landamaeri
tsraels. Fund nefndarinnar sátu
m.a. Levi Eshkol, forsætisráð-
herra og Golda Meir, utanríkis-
ráðherra.
Fregnir frá Sýrlandi hermdu í
dag, að stjóra landsins hefði
einnig farið þess á leit við ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna,
að það kæmi saman til fundar
vegna hins alvarlega ástands á
landamærum Sýrlands og ísraels,
sem skapazt hefði vegna árásar-
undirbúnings ísraelsmanna og
ofbeldisaðgerða þeirra. í kæru
Sýrlendinga til öryggisráðsins
segir m.a., að ísraelsmenn sendi
nú mikið lið til landamæranna
og hafi skotið á varðstöðvar Sýr
lendinga úr brynvörðum bifreið
um.
Kári ekki
í háska
í EINU dagblaðanna er skýrt
svo frá í gær, að Kári VE 47,
aflahæsta skipið á síldveiðun
um sunnanlands, hafi verið
nærri sokkinn, er skilrúm á
dekki sprakk cg halli kom
á bátinn skammt austur af
Reykjanesi aðfaranótt mánu
dags.
Kári kom með síld til
Reykjavíkur í gær og náði
fréttamaður Morgunblaðsins
tali af skipstjóranum, Guð-
jóni Kristinssyni. Kvað hann
atvik það, sem fréttin fjall-
aði um, mjög algengt á síld.
' Aftasta skilrúmið á dekkinu
hefði brostið, og vegna myrk
urs hafi skipverjar ekki orð-
ið varir við neitt fyrr en bát-
urinn tók að hallast á hliðina.
Við það hafi síld runnið úr
stíunum út í hliðina og bát-
arinn þá hallast enn meira.
Þar sem dimmt hefði verið
og erfitt að sjá í fljótu bragði
hvað um væri að vera, hafi
þær varúðarráðstafanir verið
viðhafðar, að blása út björg-
unarbátana, en eftir fáeinar
mínútur hafi svo mikilli sild
skolað út fyrir borðstokkinn
að báturinn hafi rétt sig við.
Var þá siglt til Vestmanna-
eyja eins og ekkert hefði í
skorizt og síldinni landað þar.
Björgunarbátarnir,
blotnað höfðu, voru settir í
land I Eyjum og breiddir út
ti| þerris, áður en þeim var
pakkað aftur. Sagði Guðjón
þá sdcýringu eðlilegasta á
fréttinni, að einhverjum, sem
séð hefði bátana flutta í
land, hefði vaxið það svo í
augum, að hann hefði gert
blaðinu aðvart. Sjálfur kvað
Guðjón slíka smámuni ekki
í frásögur færandi.
Sæ-steinsugur koma í síldarnót
VOPNAFIRBI, 21. ág. — Síð-
astliðinn sunnudag landaði
v.b. Guðný ÍS 266 síld í salt
hér á Vopnafirði.
Úr afla hennar komu tveir
fiskar, sem eru fremur sjald
gæfir hér á Iandi. Voru það
sæ-steinsugur (steinsugur eða
dvalfiskar). Fiskarnir voru
69 og 72 sm langir, svipaðir
ál í vexti. Munnurinn mynd-
ar sogskál með fjölda af smá-
tönnum, sem stækka eftir þvi
sem nær dregur munnopinu.
Um lífshætti sæ-steinsug-
eftir Bjarna Sæmundsson, að
hún hrygni í ósöltu vatni, en
leiti sér fæðu í sjónum. „Ann
ars er margt óvíst um hætti
hennar. Menn vita lítið um,
hvar hún heldur sig helzt, og
hverju hún nærist á. Senni-
lega lifir hún á fiskum, sem
hún festir sig á og sýgur hold
og blóð úr með hinum afar
sterku sogtækjum sínum, svo
sem þorskfiskum, síld, makríi.
laxi og silungi, og svo líka
á hræjum". Einnig eru þess
dæmi, að hún sjúgi sig fasta
á sundmenn í sjó. Heim-
kynni hennar eru í Norður-
Atlantshafi, en þar er hún
ekki algeng, fyrr en í sunn-
anverðum Norðursjó. Hingað
norður eftir slæðist hún stund
um.
Frystihússtjórinn hér geym-
ir fiskana í formalíni og mun
síðar afhenda þá Náttúru-
gripasafninu.
— Sigurjón.
Spellvirki í Bolungarvik
MIKIL spellvirki vont framin
við höfnina í Bolungarvík aðfara
nótt sunnudags. Maður situr nú
í gæzluvarðhaldi, grunaður um
að vera valdur að verkinu, ea
hann hefur ekki játað.
Talið er, að spellvirkin hafi
átt sér stað á öðrum tímanum.
f»á sást til manns, sem var að
ýta fólksbifreið ofan brimbrjót
inn og steypti henni síðan í höfn
ina. Maðurinn, sem sá atvikið,
hljóp til og telur sig hafa bor-
ið kennsl á spellvirkjann. Sjón-
arvotturinn vakti síðan upp lög-
reglumenn, sem handsömuðu
manninn við höfnina. Var hann
þá nokkuð ölvaður.
Fljótt kom í ljós, að fleira
hafði verið gert en velta bíln-
um í höfnina. Fiskikerru hafði
verið ekið í höfnina og kerru
með hafnarslöngum, sem lenti
þó ofan í báti og braut í hon-
um dekkborð. Kassa með dæl-
um, sem vó 480 kg upp úr sjó
(bíllinn vó rúm 700 kg) var
fleygt í höfnina, víbrator með
rafmótor og tunnu með róm og
járnskinnum. ítrekaðar tilraun-
ir höfðu verið gerðar til að koma
átta tonna hafnarkrana i gang,
en ekki tekizt. Honum hafði ver
ið læst með hengilás, sem er
horfinn, en ekki hafði tekizt
að koma honum í gang, því að
startvökvi hafði ekki verið not-
aður, þótt flaska með honum
stæði inni í húsinu. I>á höfðu
allir rafmagnsþræðir í vörubíl
verið rifnir og tættir. — Kafari
frá Isafirði var fenginn á mánu
ÍSAFIRBI, 21. ág. — Um há-
degisbilið í dag kom m.s. Haf-
rún frá Bolungarvík með um
1.700 tunnur af síld, sem fékkst
nálægt Vestmannaeyjum. Síldin
er smá og fer öll til vinnslu
hjá Fiskimjöli h.f. á Torfunesi.
Þetta mun vera mesti síldarafli,
sem eitt skip hefur komið með
til ísafjarðar. Löndun hófst strax
og hefur gengið ágætlega.
Hafrún fer út í kvöld og ætl-
dag, til þess að ná hlutunum
upp úr höfninni. Undrast marg-
ir, hveraig einn maður hefur
getað komið þessu öllu í sjó-
inn, og þykir líklegast, að eins
konar æði eða berserksgangur
hafi runnið á spellvirkjann.
Hinn grunaði hefur setið í
gæzluvarðhaldi á ísafirði síðan
á mánudag, en neitar öllu. Hann
kveðst að vísu hafa verið á ferli
við höfnina á þeim tíma, sem
verkið var framið, og kveðst ekki
hafa orðið var við neinar manna
ferðir.
ar að leita að síld í ísafjarðar-
djúpi í nótt. Skilyrði eru góð,
því að stórstreymt er. — V.b.
Guðrún frá Bolungarvík er far-
in á reknet. Kom hún inn í gær
með 70 tunnur úr 30 netum,
og aftur í morgun með innan
við 20 tunnur. V.b. Gunnvör frá
ísafirði er komin af síldveiðum
fyrir norðan og fór á reknet í
dag. V.b. Svanur frá Súðavík
er að fara á reknet. — H.T.
Síid til ísa/farðar
Bátar fara á rek.net
hœðir Kínverja
Krúsjeff
Belgrad 21. ágúst (NTB)
KRÚSJEFF forsætisráðherra
sagði í ræðu í Belgrad í dag,
að Sovétríkin myndu innan
skamms senda sérfræðinga til
Júgóslavíu til þess að kynna
sér stjórn iðnfyrirtækja þar
í landi.
Krúsjeff skýrði frá þessu
í ræðu, sem hann hélt í dag,
að viðstöddum starfsmönnum
vélaverksmiðju í Belgrad. í
ræðunni fór hann háðulegum
orðum um kínverska komm-
únista og sagði, að aðra stund-
ina þættust þeir geta lifað á
eigin auðlindum, en hina
heimtuðu þeir lán og aðstoð
frá Sovétríkjunum.
Krúsjeff lýsti gleði sinni
yfir framförum, sem orðið
hafa í Júgóslavíu frá því að
hann heimsótti landið 1956.
Einnig kvaðst hann vera á-
nægður með starfsemi Títós
Júgóslavíuforseta og stjómar
hans í þá átt að bæta sam-
búð kommúnistaríkjanna.
Er Krúsjeff heimsótti verk-
smiðjuna lék hann við hvern
sinn fingur, hló og lagði á-
herzlu á orð sín með handa-
pati. Hann sagði, að Kinverj-
ar hefðu gert sig hlægilega
með því að lýsa því yfir, að
þeir gætu staðið á eigin fót-
um efnahagslega. Þessi yfir-
lýsing þeirra væri ekkert
nema orðin tóm, því að jafn-
skjótt og þeir hefðu komið
henni á framfæri, hefðu þeir
skrifað Sovétstjórninni og
beðið um aðstoð og lán.
Síðan ræddi Krúsjeff um
verkalýðinn og sagði, að til
væru menn, sem segðu að
verkalýðurinn væri ekki leng-
ur sterkasta aflið í heiminum.
Hann sagði, að þó þetta væri
rétt hefði verkalýðurinn for-
ustuhlutverki að gegna vegna
hugsjóna sinna og aðeins
kommiúnlsminn gæti fullnægt
þörfum þjóðanna.
Krúsjeff sagði, að kapital-
istar héldu því fram, að t.d.
íbúar Júgóslavíu og Sovét-
ríkjanna væru þrælar komm-
únismans. Sagðist hann gleðj-
ast yfir því hve þrælarnir í
Júgóslavíu væru vel klædd-
ir og ekkert benti til annars,
en þeir hefðu nóg að borða.
Krúsjeff sagði, að sá ti-mi
myndi koma, að þeir, sem nú
köUuðu kommúnista þræla.
óskuðu þess að vera í þeirra
hópi.
Krúsjeff lotfaði framfarir f
Júgóslavíu og ræddi síðan
samibúð landsins við Sovétrík-
in. Sagði hann, að þar hefði
borið skugga á milli en þeir
væru óðum að hverfa. „Við
höfum sameiginlegan áhuga á
uppbyggingu kommúnismans
og við eigum sameiginlegan
óvin, heimsvaldastefnuna,"
sagði forsætisráðherrann.
Krúsjeff sagðist vera ánægð
ur með stjórn Júgóslavíu og
bar lof á Tító fyrir starf hans
í þágu bættrar sambúðar
kommúnistaríkjanna. Forsætis
ráðherrann lagði áherzlu á, að
Júgóslavía og Sovétríkin litu
sömu augum á ýmis alþjóð-
leg vandamál og vildu vinna
að afvopnun og friðsamlegri
lausn deilumála Krúsjeff lauk
ræðu sinni með eftirfarandi
orðum.‘ „Ég er kommúnisti og
ég óska þess sama til handa
þjóð minni og júgóslavnesku
þjóðinnL"
Verkamennirnir fögnuðu
forsætisráðherranum ákaft og
hrópuðu: „Lengi lifi Krú-
sjeff.“
Sexmannanefnd-
in á f undi
í DAG kl. 10 kemur hin svo-
kallaða sexmannanefnd saman á
fund til þess að gera tillögur
um verðlag á landbúnaðarvör-
um. í nefndinni eiga sæti þrír
fulltrúar neytenda og þrír full-
trúar framleiðenda. Auk þess
starfar hagstofustjóiri með nefnd
inni.
Fei Azkenosy
einn til
Moskvn?
, FYRIR nokkrum dögum
skýrði „New York Herald
Tribune" og ,Jíew York Tim-
es“ frá því, að sovézki píanó
leikarinn Vladimir Azkenasy,
;hefði fengið heimild sovézkra
yfirvalda til þess að dveljast
í Bretlandi, þar til kona hans,,
Þórunn Jóhannsdóttir, hefði
alið barn sitt, er væntanlega
yrði í október.
Blöðin hafa eftir Azkenasy,
að hann hafi ekki enn tekið
ákvörðun um, hvað gera skuli
eftir þann tíma. Hins vegar
hafi hann neitað því, að hann
hygði á búsetu í London í
framtiðinni, og bætti við: '
„Þegar október er liðinn,
kann að vera að ég fari til
Moskvu einn, eða ásamt konu
Iminni. Ég hef of mikla ást
á Rússlandi til þess að slíta
mig þaðan algerlega."
Tíundi kluli
rúnsiengsins
iundinn
London, 21. ág. (NTB)
BREZKA lögreglan fann t dag
30 þús. pund (rúmar 3 millj.
ísl. kr.) í íbúðarvagni nálægt
Dorking, fyrir sunnan London.
Telur lögreglan að hér sé um
að ræða hluta ránsfengs mann-
anna, sem frömdu lestarránið
í Buckinghamshire fyrir hálfum
mánuði.
íbúðarvagninn var á svipuð-
um slóðum og lögreglan fann
rúm 100 þús. pund í fyrri viku,
Lögreglan hefur nú fundið tí-
unda hluta peninganua.