Morgunblaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLADID
Fimmtudagur 22. ágúst 1963.
Hjartanlega þakka ég öllum, sem glöddu mig með
gjöfum og skeytum á 70. afmælisdegi mínum.
Sæmundur Eiríksson frá Berghyl.
Konan mín og móðir
GYÐA DANÍELSDÓTTIR
Bergþórugötu 2
andaðist 20. þ.m. í Landakotsspítala.
Þorsteinn Asgeirsson,
Nanna Þorsteinsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir og sonur
STEFÁN BJÖRNSSON
frá Hnífsdal
andaðist í Landsspitalaiium aðfaranótt 21. ágúst 1963.
Kveðjuathöfn fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn
23. ágúst kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað.
Sigfríð Lárusdóttir,
börn og Jóna Guðmundsdóttir.
Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar
JÓHANN BERNHARD
er andaðist 16. ágúst sl. verður jarðsunginn í dag
fimmtudag 22. ágúst kL 3 e.h. — Athöfnin fer fram í
Dómkirk j unni.
Svava Þorbjarnardóttir
og dætur.
Útför
ELÍNAR G. ÁRNADÓTTUR
frá Yztu Görðum, Brekkustíg 14 B
fer fram laugardaginn 24. ágúst kl. 10,30 frá kapellunni
í Fossvogi. Athöfninni verður útvarpað. Blóm afbeðin,
en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líkn
arstofnanir.
Börn og tengdaböm.
Jarðarför eiginkonu minnar
GUÐRÚNAR ALBERTSDÓTTUR
fer fram föstudaginn 23. þ.m. frá Fossvogskirkju kl.
3 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vildu
minnast hinnar látnu er bent á Slysavarnafélagið.
Gísli Kristjánsson.
Móðir okkar
KRISTÍN BJARNADÓTTIR
Hróarsholti,
verður jarðsett 24. ágúst að Hraungerði kl. 14,30. —
Húskveðja heima kL 13,30. Bílferð frá BSÍ kl. 11,30.
Bömin
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa
GUÐBJARTAR ERLINGSSONAR
Sogavegi 140.
Sérstaklega þökkum við samstarfsmönnum hans hjá
SVR fyrir þá vinsemd og hjálp, sem þeir hafa í té látið.
Sigurborg Magnúsdóttir,
börn, tengdabörn og
barnabörn.
Innilegustu þakkir til allra fjær og nær, sem sýndu
okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför
bróður og móðurbróður okkar
GUÐMUNDAR HALLDÓRSSONAR
úrsmiðs, Bjarnhólastíg 17, Kópavogi.
María Halidórsdóttir,
Kristín Ottósdóttir.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
JÓNS HJARTARSONAR
Skagnesi.
Sigríður Heiðimannsdóttir,
böm og tengdaböm.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð
og hluttekningu við andlát og jarðarför
DANÍELS MAGNÚSSONAR
sem lézt 29. júlí sl. Sérstaklega þökkum við læknum
og hjúkrunarkonum á Vífilsstöðum íyrir góða hjúkrun
og alúð sem hann naut þar. Fyrir mína hönd, systkina
barna og tengdabarna.
Geirlaug Guðmundsdóttir.
Sandræktin reynist vel
Fréttabréf frá Hornafir&i
Höfn í Hornafirði, 20. ág.
f HORNAFIRÐI er fyrra hluta
heyskapar lokið fyrir nokkru
hjá flestum, og mun heyfengur
víðast allmikill og nýting góð á
mestum hluta hans. Spretta hef-
ur víða verið góð, einkanlega
kom mikið heymagn úr hinum
nýju sandræktargirðingum, en
það eru félagsreitir hjá viðkom-
andi hreppum, aðallega í Suður-
sveit og Mýrum. Fremur slæmt
útlit er með háarsprettu.
Ekki lítur vel út með kartöfl-
ur, eins og nú horfir, en getur
lagazt.
Með kornræktina er tvisýnt
hvernig verður.
Frá Hornafirði hafa verið
gerðir út fjórir bátar með drag-
nót. Hefur afli þeirra verið
fr_-mur rýr. Tveir bátar eru á
humarveiðum, og hafa þeir haft
góðan afla. Til dæmis hefur vb.
Hafbjörg frá Neskaupstað nú
um 90 lestir af humar í rúmum
2o sjóferðum.
Atvinna er góð, bæði við nýt-
ingu aflans, og svo við bygg-
ingaframkvæmdir. Einniig er
unnið við götulagningu i pláss-
inu, þ.e. undirbúningi undir
steypu.
Aðalbyggingaframkvæmdir á
Höfn á þessu ári eru byggintg
hins stóra verzlunarhúss kaup-
félagsins og kirkjusmíði. Hvort
tveggja er í fulium gangi.
— Gunnar.
Fró Bíldudol
BÍLDUDAL, 20. ág. — Afll
snurvoðarbáta er nú heldur að
giæðast. Héðan eru gerðir út
fjórir bátar á snurvoð, og hafa
þeir fengið allt upp í rúm sex
tonn hver.
Á sunnuda.g sýndi Sumarleik-
húsið sjónleikinn „Ærsladraug-
inn“ við húsfylli og ágætar und-
irtektir.
Eftir ellefu daga vinnu er gert
ráð fyrir þvi, að lokið verði við
að leggja nýja veginn frá Vest-
fjarðavegi ofan í Trostansfjörð.
Verður nýi vegurinn níu km
langur.
Hér er blíða og steikjandi
hiti. — H.
Fjölmenn héraðsmóí
Sjálfstæðismanna í
Dalasýslu og N-ís.
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna
í Dalasýslu var haldið síðastlið-
irm «unnudag að Kirkjuhvoli,
Saurbæ. Mótið var mjög vel sótt
og fór vel fram.
Eysteinn Jóhannesson
HINN 22. júlí s.l. var jarðsung-
inn í Reykjavík Eysteinn Jó-
hannesson, hótelstjóri á Laugar-
vatni Varð hann bráðkvaddqr á
Laugarvatni miðvikudaginn 17.
júlí, sextugur að aldri.
Æviágrip Eysteins Jóhannes-
sonar verður ekki rakið hér,
enda hefur það verið gert í öðf-
um minningargreinum, sem um
hann hafa birzt. Vil ég aftur
á móti í línum þessum sérstak-
lega geta hins vandasama og
þýðingarmikla starfs, sem Ey-
steinn vann á Laugarvatni 15
síðustu ár ævi sinnar. Árið 1947
réðist Eysteinn sumarlangt sem
hótelstjóri til Héraðsskólans á
Laugarvatni, hvarf síðan burt úm
sinn, en kom aftur til starfa að
Laugarvatni vorið 1949 og
gegndi þar síðan störfum bryta
og hótelstjóra til hinztu stundar.
Starf Eysteins á Laugarvatni
var erfitt og ábyrgðarmikið. Á
vetrum veitti hann forstöðu
mötuneyti nemenda og starfsliðs
þriggja skóla á staðnum. Er hér
um að ræða á þriðja hundrað
manns. Útheimtir slíkt starf ærna
fyrirhyggju. Mikla hagsýni þarf
til að framreiða góðan og holl-
an mat með þeim hóflega til-
kostnaði, er hentar pyngju skóla
fólks. Þetta tókst Eysteini vel
að dómi þeirra, er eitthvað
þekktu til sambærilegra mötu-
neyta hérlendis eða erlendis. —
Á sumrum stjórnaði Eysteinn
hóteli því, sem rekið er af Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni. Þar
kom að sérlega góðu haldi hin
frábæra starfskunnátta Eysteins
og sú einstaka fágun og hátt-
vísi, sem hann hafði tamið sér
við langvinn kynni af erlendum
menningarþjóðum.
Eysteini lét vel að veita gest-
um, honum fannst ekkert nógu
gott fyrir gesti sína, og fátt hefði
honum fallið þyngra en vita þá
fara burt frá sér óánægða. Svo
fór að sjálfsögðu, að með Ey-
steini og flestum dvalargestum,
þeim er sóttu Laugarvatn heim
ár eftir ár, tókst hin bezta vin-
átta. Ræddi Eysteinn ávallt um
gesti sína af mikilli hlýju og
hlakkaði til endurfunda við þá,
er sumra tók ár hvert.
Eysteinn var mikill áhugamað-
ur um gistihúsamál almennt, og
var honum hið mesta hjartans-
mál, að Laugarvatn mætti blómg
ast sem sumargististaður ekki síð
ur en sem skólasetur.
Ýmsir kynnu að halda, að Ey-
steinn hefði borið mikið úr být-
um fjárhagslega fyrir hótelstjórn
sina á sumrum, en svo var ekkL
Auk hóflegra mánaðarlauna bar
hann ekki annað úr býtum á
Laugarvatni en ánægjuna af vel
unnu starfi. Er ég hér kominn
að einum eftirminnilegasta þætt-
inum í fari Eysteins, en það var
hin fágæta hollusta hans og trú-
mennska í starfi. Hefði engum
ókunnugum manni dottið í hug,
að hin miklu verðmæt-L er Ey-
steinn fór höndum um sumar
og vetur, væri ekki hans eigin.
Eysteinn Jóhannesson var höfð
ingi í sjón og raun og vina-
fastur með afbrigðum. Á heimili
hans og hinnar ágætu konu hans,
frú Ellu, var vinum þeirra fagn-
að af sannri hjartahlýju. í vina-
hópi var Eysteinn hrókur alls
fagnaðar, víðförull og margfróð-
ur.
Eysteinn mátti ekki aumt sjá
og tók ávallt svari lítilmagnans.
Hann var gæfumaður hinn mesti
og vann gott starf.
Við hið sviplega fráfall Ey-
steins missti Héraðsskólinn á
Laugarvatni dyggan og ósér-
plæginn starfsmann, og verður
skarð hans vandfyllt.
Við samstarfsmenn Eysteins á
Laugarvatni höfum misst traust-
an vin og mikla hjálparhellu.
Mestur er þó harmur fjölskyldu
hans, og votta ég henni dýpstu
samúð mína.
Það var táknrænt, að Eysteinn
dó í starfi.
Vinir hans eiga um hann dýra
minningu.
Benediht Sigvaldason
skölastjóri.
Samkomuna setti og stjórnaði
síðan Friðjón Þórðarson, sýslu-
m ður, Búðardal. — Dagskráin
hófst á einsöng Kristins Halls-
sonar, óperusöngvara, uncirleik
annaðist Ólafur Vignir Alberts-
son, píanóleikari. Þá flutti Sig-
urður Ágústsson, alþingismaður,
ræðu. Að lokinni ræðu Sigurðar
söng Sigurveig Hjaltested ein-
söng. Því næst flutti Magnús
Jónsson, bankastjóri, ræðu. Síð-
an sungu þau Kristinn Hallsson
og Sigurveig Hjaltested tvisöng.
Þar næst fór Brynjólfur Jóhann-
esson, leikari, með gamanþátL
Þá sungu þau Sigurveig og
Kristinn nokkra tvísöngva og að
lokum söng Brynjólfur Jóhannes
son gamanvísur. Ræðumönnum
og listafólkinu var mjög vel tek-
ið. Samkomunni lauk svo með
dansleik.
A3 Reykjanesi
Héraðsmót Sjálfstæðismanna f
Norður-ísafjarðarsýslu var hald-
ið að Reykjanesi síðastliðinn
sunnudaig.
Mótið var fjölsótt og fór mjög
vel fram. Samkomuna setti og
stjórnaði síðan Baldur Bjarna-
son, bóndi, Vigur. — Dagskráin
hófst með einsöng Guðmundar
Guðjónssonar, óperusöngvara,
undirleik annaðist Skúli Hall-
dórsson, píanóleikari. Þvi næst
flutti Jónas G. Rafnar, alþingis-
maður, ræðu. Að lokinni ræðu
Jónasar söng Guðmundur Guð-
jónsson nokkur lög. Þá flutti
Matthías Bjarnason, aiþingis-
maður, ræðu. Síðast á dag-
skránni var gamanþáttur, er þeir
fluttu leikararnir Árni Tryggva-
son og Jón Sigurbjörnsson. —
Ræðumönnum og listamönnum
var mjög vel tekið af áheyrend-
um. Mótinu lauk með dansleik.
Boudiul hefui
létzt um 18 kg.
Algeirsborg, 20. ágúst
—NTB-Reuter.
* MOHAMMED Boudiaf,
leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar í Alsír, sem nú er
í fangelsi hefur létzt um
18 kg frá því hann hóf
hungurverkfall sitt.
Upplýsingar þessar eru
fengnar úr bréfi, dagsettu 15.
ágúst, er Boudiaf ritaði konu
sinni. Þar segir Boudiaf m.a.,
að hann liggi í sjúkrahúsi
í Saida, hafi tvívegis misst
meðvitund af hungrinu og
þá verið gefin fljótandi nær-
ing.
í öðru bréfi til konu sinn-
ar hefur Boudiaf neitað þeim
ásökunum stjórnar Ben BeJla,
að hann hafi verið í tengsium
við skæruliðsforingjann Abdel
Kader, sem handtekinn var í
Algeirsborg í síðustu viku.