Morgunblaðið - 27.08.1963, Síða 1

Morgunblaðið - 27.08.1963, Síða 1
24 síður I1 áfgangur 182. tbl. — ÞriSjudagur 27. ágúst 1963 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hrifsar völd af bróöur sínum? Saigon, S-Vietnam, 26. ágúst AP • Henry Cabot Lodge, hinn nýskipaði sendiherra S- Vietnam gekk í dag á fund Ngo Dinh Diem, forseta og afhenti honum trúnaðarbréf sitt. Um leið afhenti hann ©rðsendingu frá Kennedy, Bandaríkjaforseta, þar sem hann leggur áherzlu á, að Bandaríkjastjórn líti mjög al varlegum augum ofbeldisað- gerðir stjórnarinnar gegn Búddatrúarmönnum. , • Talsmaður handaríska utanríkisins, sagði frétta- mönnum síðdegis, að borizt hefðu upplýsingar frá Saig- on, þess efnis, að yfirstjórn hersins bæri ekki ábyrgð á handtökunum síðustu daga ©g aðförum að bænahúsum Búddatrúarmanna. Hafi það verið lögreglulið, ásamt sér- stökum öryggissveitum, er ekki lúti yfirstjórn hersins, sem annazt hafi þessar að- gerðir. • Allir helztu starfsmenn sendiráðs S-Vietnam í Wash- ington hafa sagt upp stöðum sínum í mótmælaskyni við aðgerðir stjórnar sinnar gegn Búddatrúarmönnum. Áður hafði sendiherrann Tran Van Chuong sagt af sér. í S-Vietnam eru herlög enn í gildi en ekki hafa borizt fregn- ir af átökum þar í dag. f gær voru a.m.k. tvö þúsund stúdent- Framh. á bls. 23. Mynd þessi var tekin á Vesturlandsvegi aðfaranótt mánudags, e ftir hinn harkalega árekstur, sem sagt er frá í frétt annars staðar í blaðinu. Til vinstri er Skoda-bíllinn, sem fór heila veltu og k om niður á hjólunum. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.). Afvopnuðu herverðina — og flýðu tíl V.Berlinar IMeredith í framboði fvið næstu þingkosningar í U.s.4. New York, 26. ágúst. — AP-NTB — Berlín, 26. ágúst AP-NTB AÐ minnsta kosti þrettán manns reyndu að flýja frá A Þýzkalandi til V-Þýzkalands um helgina, og vitað er, að níu þeirra heppnaðist flótt- inn. Þeirra á meðal var tveggja ára dreng hnokki, sem komst óséður og heill á húfi yfir jarðsprengjuhelti á landamærunum. Ennfremur a-þýzkur hervörður í Berlín, er réðist á og afvopnaði ann- an vörð, er stóð vakt með honum. Þá bar það til að þrír ungir m< s.l. föstudag, réðust á Rússar leysa úr haldi japanska fiskimenn Tokíó, 26. ágúst AP • Sovétstjórnin tilkynnti í dag, að innan skamms yrðu látnir lausir allir japanskir fiskimenn, sem verið hafa í haldi í Sovétríkjunum, sak- aðir um brot á sovézkri land- helgi. Kom tilkynning þessi stjórn Japans mjög á óvart, að sögn japanska utanríkis- ráðuneytisins. Það var sendiherra Sovétríkj- anna í Tokíó, Vladimir M. Ving radov, sem flutti japanska utan- ríkisráðuneytinu tilkynnignuna, þar sem segir m.a., að ákvörðun Sovétsjórnarinnar nái til allra japanskra fiskimanna, dæmdra og ódæmdra, sem í haldi séu í Sovétríkjunum. Samkvæmt upp lýsingum Japansstjórnar eru það 117 menn. Ennfremur hef- ur Sovétstjórnin lagt hald á 33 fiskibáta, en ekki er á þá minnzt í tilkynningunni. Af hálfu Japansstjórnar og japanskra dagblaða er litið á þetta sem lið í þeirri stefnu Sovétstjórnarinnar að hafa „frið samlega sambúð“ við Vesturveld in og ríki, sem; þeim eru sér- staklega hlynnt. Dagblöðin minna á, að undanfarið hafi mátt greina viðleitni af hálfu Sovétstjórnarinnar til þess að bæta samkomulagið við Japani. Þó benda þau á, að nokkr.u kunni að ráða samkeppni við Kínverja um hollustu vinstri manna í Japan. a-þýzka herverði, afvopnuðu þá og komust yfir til V-Berlínar. Framh. á bls. 23. • Fyrirhugað er, að James Meredith, blökkustúdentinn, sem nýlega lauk prófi frá Mississippi-háskólanum, verði í framhoði við næstu þingkosn ingar í Bandaríkjunum. Mun hann bjóða sig fram fyrir nýj- an flokk, sem stofna á næst- komandi miðvikudag í sam- bandi við gönguna til Was- hington — sem fara á tii árétt- ingar kröfunni um jöfn rétt- indi hvítra og blakkra. — Er þess vænzt, að þátttakendur í göngunni verði hátt á annað hundrað þúsunda. Hinn nýi flokkur á að heita „Þjóðlegi mannréttindaflokk- urinn“. Kenning bandarísks Sífeðlisfræðings: Hugsanlegt að ofnotkun fúkalyfja geti hamlaö vexti lífvera Washington, 26. ágúst — AP 'fc Bandarískur vísindamað- ur, dr. Edward G. Pollock að nafni, hefur bent á, að hugá^ anlegt sé, að mikil og lang- varandi neyzla svonefndra fúkalyfja (antibiotica) kunni að valda hömlum á vexti líf- vera; jurta, dýra og jafnvel manna. Telur hann nauðsynlegt, að rannsaka gaumgæfilega verkanir lyfjanna með hlið- sjón af þessum möguleika. Jafnframt bendir dr. Pollock á, að hugsanlegt sé, að færa sér í nyt þessa eiginleika lyfj- anna til þess að hamla vexti ýmissa' jurta. Dr. Edward Pollock starfar við ríkisháskólann í San-Fernando í Kaliforníu, en skoðanir sínar á málinu hefur hann lagt fram í skýrslu til ársfundar bandarískra lífeðlisfræðinga, sem um þessar mundir er haldinn í háskólanum í Massaschusets. í viðtali við fréttamenn í dag sagði dr. Pollock, að þessi ein- kennilegi eiginleiki fúkalyfjanna geti haft í för með sér ýmsa kosti. Til dæmis sé hugsanlegt, að hamla vexti vissra jurta, er valda vandræðum vegna skjótrar út- breiðslu eða ofvaxtar. Ennfremur sagði hann, að gæfu frekari rann- sóknir góða raun. ætti að vera opin leið til þess að hamla mark- visst vexti plantna, í því skyni til Sovézkir bjarga bandarískum Boston, 26. ág. NTB - AFP SOVÉZKUR togari bjargaði í dag áhöfn af bandarískum fiski- báti, er kviknaði í u.þ.b. 90 sjó- mílur austur af Cape Cod. Á bandaríská bátnum, sem hét „Saint Nicholas“ voru átta menn. Sendu þeir út neyðarblys . er kviknaði í bátnum, og var sovézkur togari næst slysstaðn- um. Hann náði að komast þang að og ná mönnunum um borð, áður en „Saint Nicholas* sökk. Fyrir tveim vikum bjargaði sovézkur togari þotuflugmanni, er varð að varpa sér í fallhlíf út úr flugvél. sinni dæmis, að miða þroska þeirra við v hentugan markaðstíma. Á hinn bóginn sagði dr. Poll- ock augljóst, að sporna yrði við hugsanlegum áhrifum lyfjanna í þá átt, að hamla vexti líffæra í börnum og fullorðnum. Væri brýn nauðsyn, að gera ýtarlegar rannsóknir á áhrifum fúkalyfja á alla lifandi starfsemi — meðal annars bæri að rannsaka hvort fúkalyf, sem mikið eru- notuð gegn sjúkdómum og oft um langa tíma í senn — til dæmis penicil- lín og streptomycin, hefðu slík hömlunaráhrif. Skýrsla dr. Pollocks fjallar einkum um áhrif lyfsins Aureo- mycin (Chlortetraccycline) á t plöntur. Segir hann, að áður hafi verið vitað að þetta lyf — og önn ur af Tetracycline-flokknum — gætu hamlað rótarvexti, en ekki héfði ti) þessa verið fullkunnugt um eðli þessara hömlunaráhrifa. Nýjar rannsóknir sagði hann að bentu til þess, að fúkalyfið hefði bein áhrif á myndun kjarna sýru þeirrar, sem við eðlileg skil- yrði leiðir til myndunar ýmissa eggjahvítuefna og hvata. Væri Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.