Morgunblaðið - 27.08.1963, Síða 11

Morgunblaðið - 27.08.1963, Síða 11
Þriðjudagur 27. ágúst 1963 MORCUNBLAÐIÐ li Friðriks lofsamlega getið „The IMew York Times66 Frammistaða hans í Los A ngeles talin mjög athyglisverð FRAMMISTAÐA Friðríks Ól- afssonar, stórmeistara, á ný- afstöðnu skákmóti í Los Angeles, hefur að vonum vak- ið mikla athygli víða um lönd. M. a. hefur bandaríska stór- blaðið „The New York Times“ getið afreks Friðríks í bak- siðufrétt. Birtist hún si. laug- ardag, 24. ágúst. Ritstýóri skákþáttar blaðs- ins, A1 Horowitz, er þekktur maður á sínu sviði. Hann seg- ir eftirfarandi um Friðrik, undir fyrirsögninni: „Það er oft erfiðast að vinna „unna skák“: Þrátt fyrir óheppni sem tví- vegis henti Friðrik Ólafsson, stórmeistara, fékk hann 7% vinning af 14, stm mögulegir voru. Hann náði 3.—4. sæti, ásamt Miiguel Najdorf, frá Argentínu. Með tilliti til þess, . hve hörð keppnin var í Los Angeles, verður árangurinn að teljast mjög athyglisverð- ur. Þó verður það að teljast enn athyglisverðara, að Frið- rik Ólafsson hefði náð fyrsta sæti, hefði heppnin ekki brugðizt honum, ekki einu sinni, heldur tvisvar. Verst gegndi, þegar hann féllst á jafntefli við Oscar Panno, eftir 29. leikinn í skák þeirra í lokauimferðinni. Friðrik sást yfir, að 29. leikur Panno var hrein vitleysa, sem hann hefði raunverulega átt að gjalda með manni. Takið einnig eftir óheppi Friðriks í skák hans við Paul Keres, frá Sovétríkjunum, í 4. umferðinni. Skákin fór í bið, er leiknir höfðu verið 40 leikir — Kt-B2. Þá hafði hvítur tvo biskupa á móti tveimur riddurum. Vissulega átti hann góðar vonir til þess að vinna. Samt átti hann við að etja ósigr- andi vilja, reynslu og hæfi- leika Keresar. Friðrik stóðst ekki álagið. Eftir að svartur lék 56. leik, P-Kt4, fór að halla jafnt og þéd undan fæti fyrir hvítum. Eftir 57. leik, QxKP, fóru allar sigurvonir hvits út um þúfur. Þó hefði hann ekki átt að tapa. 69. leikur svarts, Q-K3, réði úr- slitum. Eftir drotningaskiptin voru riddararnir meira virði en biskuparnir. 85. leikur svarts, Kt-B5, réði því, að Friðrik gat ekki leikið PxKT, vegfta 86. leiks, P-Q6, o. s. frv. KERES ABCDEFGH ABCDEFGH OLAFSSON Position after 40. — KtB2 XV Níðurröðun ríkisstarfs- launaflokka manna i BLAÐINU hefir borizt eftirfar- andi fréttatilkynning frá Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja: Breyting sú, sem gerð hefur verið á launakerfi ríkisins með Kjaradómi og samningi um skip an ríkisstarfsmanna í launa- flokka er mjög umfangsmikil. Ekki hefur enn ' reynzt unnt Vegna takmarkaðs tíma að af- greiða ágreiningsatriðin. ^Munu eamningsaðilar taka þau til með- íerðar á næstunni, og er það síð- an hlutverk Kjaranefndar að skera úr um það, sem ekki tekst samkomulag um. Auk niðurröðunarinnar í launa flokka, þá hafa samningsaðilar gert eftirfarandi samkomulag um framkvæmd aldurshækkana: „Við ákvörðun aldurshækkana ekal starfsaldur hjá þeim, sem skipta um störf hjá ríkinu, reikn ast þannig: Þegar um er að ræða samkon- ar starf, skylt starf eða starf inn- I------------------------------- an sömu ríkiSstofnunar, telst starfsaldur frá þeim tíma, er hlutaðeigandi ríkisstarfsmaður hóf störf í hinni fyrri stöðu. Fari ríkisstarfsmaður í starf, óskylt hinu fyrra, gildir fyrri starfsaldur hjá ríkinu í hinu nýja starfi allt að sex árum. Hafi maðurinn starfað hjá ríkinu lengur, þá taki hann laun í hinu nýja starfi miðað við sex ára starfsaldur. í því tilfelli, að starfsmaðurinn fari í betur laun- aða stöðu, skulu laun hans í nýju stöðunni aldrei vera lægri en launin í hinu eldra starfi. Nú tekur maður verr launaða stöðu, en hann hafði áður, þá gildir fyrri starfsaldur, hvort sem utn skylt eða óskylt starf er að ræða“. Það skal tekið fram, að ekki hefur verið gert neitt samkomu- lag milli aðila um það, hvernig taka beri tillit til starfsaldurs við sambærileg störf hjá öðrum en ríkinu og verður því að meta sérstaklega hvert slíkt mál. Þar sem sýnilegt er, að fulln- aðarafgreiðsla á» röðun í launa- flokka og ákvörðun starfsaldurs tekur langan tíma, þá voru báðir aðilar sammála um að vinna að því, að útþorgun hefjist hinn 1. sept. ni. samkvæmt Kjaradómi, og verði launin greidd í fyrstu eftir tillögum samninganefndar ríkisins um röðun einstakra starfsmanna í launaflokka. í þeim tilfellum, þar sem breyt ing verður á launum starfs- manns við endanlega röðun samningsaðila eða úrskurð Kjaranefndar, verði leiðrétting framkværad svo fljótt sem unnt er. Kjararáð B.S.R.B. mun leggja fram skriflega greinargerð um hvern einstakan starfsmann, sem ágreiningur er um, sera grundvöll fyrir frekari viðræð- um, og hefur óskað eftir að fá samskonar greinargerðir frá samninganefndinni. Skrifstofa bandalagsins og að ildarfélögin hafa þegar hafið undirbúning að slíkum greinar- gerðum. Áríðandi er, að þeir einstakl- ingar, sem telja, að röðun þeirra eða ákvörðun starfsaldurs sé ekki í samræmi við settar reglur, hafi samband við félag sitt eða skrifstofu B.S.R.B., ef þeir hafa ekki þegar gert það. Skrifstofan er opin daglega kl. 10 — 12 f. h. og 1 — 6 e. h. og er hún á Bræðraborgarstíg 9. Símar skrifstofunnar eru 22877 og 13009. Þá vill B.S.R.B. vekja athygli á að ekki má breyta frá vinnu- tímaákvæðum Kjaradóms nema með samþykki viðkomandi starfsmannafélags. ■R ■ A Fjorar vasabækur Penguin-útgáfan hefur nýlega frá sér fjórar nýjar bækur í vasabókarstærð. Fjalla þær um ólík efni. Litli hvíti hesturinn, eftir Elizabeth Goudge, var valin af Library Association árið 1946, og fékk Carnegie-verðlaun félags- skaparins. Hún fjallar um kynni ungrar stúlku af Vesturríkjum Bandaríkjanna fyrir 100 árum, m.a. kynni hennar af hvítum hesti. Furðuhljómar er um jass- músik. Whitney Balliet, gagn- rýnandi New Yorkers, og sér- fræðingur í jassmúsik, skrifar í 40 'greinum allar tegundir af jazzi. Þriðja bókin er vísindaskáld- saga er nefnist Samvizkuspurn- ing, eftir James Blish. Hún ger- izt árið 2049 og segir frá fundi nýs lands, Lithia, á plánetu úti í geimnum. Og fjórða bókin er enn ein bók um fjölmarga sigra leyni- lögreglumannsins Ellery Queens, og heitir blátt áfram Ævintýri E.Q. Höfundar Eilery Queens- bókanna eru tveir Ameríkumenn Frederic Dannay og Manfred Lee, og eru bækur þeirra um þennan afburða lögreglumann nú orðnar 30 og seljast allar vel. Allir dásama Lél hóiono dynja ó bílnum Akranesi, 24. ágúst: — Nýlega bar svo við, að kaupkona héðan var á leið eftir Hvalfjarð arvegi í fólksbílnum E-135. Þetta var í Kjós. Tveir synir hennar voru líka í bílnum^ og ók sá eldri, 17 ára gamall. „Nú það bara heilt hestamanna félag á ferðinni", sagði sá yngri hlæjandi, er hann leit jóreykinn í fjarska. Hægt var á ofan í 30 km. hraða. Komu þar 3 menn ríðandi. Um leið og hestarnir, sem voru 8 fóru framhjá, tók einn skapvarg urinn sig upp, lagði bóginn á bílinn, braut rúðu og lét hófana ganga á bílhúsinu eins og hann væri að berja bumbu. Menn og dýr sluppu þó 6- meidd, nema hvað klárin hrufl- aði sig á einum fæti. — Oddur. sem nu fer sigurför u daf er framleiddur fyrir þá, sem vilja þægilegan, sparneytinn, sjálf- skiptan bíL ÁBYRGÐ I*að er 2ja ára ábyrgð á (Vario- matic) sjálfskiptingunni eða 40 þús. km akstursleið og 12 mán. ábyrgð á vél hversu marga kíló- metra sem þér akið. Hollenzki daf-billinn er allur ein nýjung: Sjálfskiptur, enginn gírkassi, eng in gírstöng, aðeins benzín og bremsur. — Þarf aldrei að smyrja. — Allur kvoðaður. — Kraftmikill. — Sparneytinn. — Loftkældur. — Kraftmikið still- anlegt lofthitakerfi. — Sérstæð fjöðrun á hverju hjóli. — Hæð frá jörðu 17 cm. — Stillanleg framsæti. — Rúmgóð farangurs- geymsla. — Örugg viðgerða- þjónusta. — Varahlutbirgðir fyrirliggjandL Verksmiðjulærðii viðgerðamenn. bkL alla Evrópu SÖLUtJIVIBOÐ: Vestmannaeyj ar: Már Frím.annsson. Akureyri: Sigvaldi Sigurðsson, Hafn- arstræti 105, sími 1514. Suðurnes: Gónhóll h.f., Ytri-Njarðvík Akranes: Gunnar Sigurðsson. Verð krónur 118, 018.oo Söluumboð viðgerða- og varahlutaþjónusta ð. Johnson & Kaaber hf. Sætún sími 24000 x |

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.