Morgunblaðið - 27.08.1963, Page 12

Morgunblaðið - 27.08.1963, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. ágúst 1963 wgmtlMbifrUÞ Útgefandi: Hf. Arvafeur, Reykjavík. Frajnkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: &rni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. ^ Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. BARÁTTAN GEGN BÍLUNUM rjölmargar fjölskyldur hafa á síðustu mánuðum eign- azt eigin bifreið. Á götum og vegum um land allt sjá rpenn nýjar bifreiðir, einkum litlar og þægilegar fjölskyldubif- reiðir. Menn hafa fagnað inn- flutningsfrelsinu og meðal annars hagnýtt sér það til þess að eignast eigin bifreið. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun sinni, að greiða ætti fyrir því, að sem flestir gætu eignazt bifreiðir og sérstaklega bæri að hafa í huga, að það gæti ekki verið þjóðarhagur að halda við gömlum bílskrjóðum, bæði yki notkun þeirra slysahættu og þar að auki væri full þörf fyrir allt vinnuafl hér á landi, þó að það væri ekki bundið við viðhald og endurnýjun hálfónýtra bifreiða. En ástæðan til þess að þetta er hér nefnt á ný, er sú, að kommúnistablaðið hefur nú hafið heilagt stríð gegn bíl- um. Dag eftir dag er hamrað á því, hve óskaplegt það sé, að almenningur skuli nú hafa frelsi til að eignast eigin bif- reið og hagnýta sér það. Telur blaðið þetta hina mestu sóun og ráðleysi. Morgunhlaðið er hins vegar þeirrar skoðunar, að litlar og þægilegar fjölskyldubifreiðir séu ekki lengur lúxus, heldur nauðsynleg tæki í sambandi við vinnu fjölmargra manna, þótt hinu sé auðvítað ekki að leyna, að um leið eykur eign eigin bifreiðar á ánægjuna og margir gleðjast áf því að hafa nú betra tækifæri en áður til að ferðast um landið, fara í stuttar ökuferðir í frístund- um o.s.frv. En sú staðreynd, að bifreiðaeign eykur á á- nægjustundir lífsins, virðist líka fara mjög í taugarnar á kommúnistum. Hin gamansama hlið þessa máls er, að áróður sá, sem kommúnistar hafa nú tekið upp, er ekki nýr af nálinni; þeir héldu honum einnig uppi hér fyrrum. En fyrir nokkr- um árum var hætt að tala um það, að bílar væru lúxus og það væri hin mesta gjaldeyr- issóun að kaupa þá. Þá hag- aði sem sé þannig til, að bifreiðir voru keyptar frá kommúnistaríkjunum og þá þótti „íslenzkum“ kommún- istum sjálfsagt að auka bif- reiðainnflutninginn sem allra mest. Þótt frjálst sé nú að kaupa bifreiðir — eins og yfirleitt allar vörur aðrar frá komm- únistaríkjunum — eru þeir af eðlilegum ástæðum fáir, sem kaupa bifreiðir þaðan, og þá horfa málin öðruvísi við í her- búðum kommúnista. VEGIRNIR Ijj’n þegar verið er að tala um bifreiðir, fer ekki hjá því að mönnum detti í hug ástand veganna. Hin síaukna umferð veldur því að vegir hér.sunn- an- og vestanlands a.m.k. hafa verið með versta móti í sum- ar og moldryk óskaplegt. Enginn efi er á því að bíl- eigendur vildu fúsir leggja fram nokkurt fé til að unnt verði að hraða endurbótum á vega- og gatnakerfi landsins. Þeir mundu ekki telja það ó- æskileg útgjöld eða skatt í venjulegum skilningi. Um það hefur verið rætt að taka ákveðið gjald af benzín- sölu, sem rynni beint til end- urbóta á vegakerfinu. Þó tek- in væri t. d. ein króna af hverjum benzínlíter mundi benzín satnt ódýrara hér en í flestum nágrannalöndunum. Slíkt gjald mundi hins vegar gera unnt að stórauka vega- og gatnaframkvæmdir um land allt og á tiltölulega skömmum tíma gjörbreyta vegakerfinu. Morgunblaðið telur að slíkt gjald ætti að leggja á benzín, hver sem upphæðin yrði, enda væri tryggt, að það væri eingöngu notað til vega- og gatnaframkvæmda. KVÖLDSALA 1 ð undanförnu hafa miklar umræður farið fram um svonefnd kvöldsöluleyfi í Reykjavík, þ.e.a.s. leyfi verzl- ana til að selja vörur til kl. 11,30 á kvöldin, ýmist um söluop eða í sérstokum sölu- stöðum, sem gefið hefur verið hið óvirðulega heiti „sjopp- ur“. Mikill ágreiningur hefur verið meðal kaupmanna um fyrirkomulag slíkrar kvöld- sölu, og einnig hefur gengið erfiðlega að ná samkomulagi milli kaupmanna og verzlun- arfólks um fyrirkomulag vinnutíma. Hinu er ekki að leyna, að það er mikið hagræði fyrir neytendur að geta náð í nauð- synjavöru á öðrum tíma en venjulegum verzlunartíma. Auðvitað er ekki hægt að ætl- ast til þess að ætíð sé hægt að verzla í næstu búð, en hins Ngo Dinh-fjölskyldan. — Talið frá vinstri: Le Thuy, 17 ára dóttir Ngo Dinh hjónanna, Madame Nhu, Ngo Dinh Thuc erkibiskup, eldri bróðir forsetans, Ngo Diem, forseti og Trac, 15 ára sonur Ngo Dinh Nhu. Fremst fyrir miðju eru tvö börn þeirra hjóna, Quyhn, 10 ára sonur ' og Queyen, 4 ára dóttir. Stjórn Diems vinnur aldrei stríðið við kommúnista — segir sendiherra S-Viet INIam í Washingten, er sagði af sér FRÁ ÞVÍ var skýrt í frétt- um s.l. fimnitudag, að sendiherra S-Vietnam í Washington, Tran Van Chuong, hefði sagt af sér embætti í mótmælaskyni við stefnu stjórnar lands síns. Er hann hafði sent Ngo Dinh Diem, forseta, lausnarbeiðni sína átti hann fund með frétta- manni AP-fréttastofunnar í Washington, þar sem hann sagði m.a., að Banda ríkjastjórn yrði að gera sér ljóst nú þegar, að nú- verandi ríkisstjórn S-Viet- nam, undir forsæti Ngo Dinh Diem, myndi aldrei vinna stríðið við Viet- cong kommúnista í land- inu. „Möguleikar stjórnarinnar í þeirri baráttu eru ekki einu sinnu einn af hundraði, þrátt fyrir þá milljón dollara, sem Bandaríkjastjórn leggur land inu til daglega", sagði sendi- herrann. Tran Van Chuong er 65 ára að aldri. Hann hefur ver ið sendiherra lands síns í Washington í níu ár og kona Tran van Chuong, sendiherra. hans fastafulltrúi hjá- Sam- einuðu þjóðunum álíka lengi. Hún hefur einnig sagt af sér því embætti og hafa þau hjón lýst því yfir, að þau muni dveljast í Bandaríkjun um, fyrst um sinn. ★ Sendiherranum varð tíð- rætt um fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna við Suður-" Vietnam, sem hann sagði verða 'til alltof lítils gagns fyrir þjóðina í heild. Hins vegar er nauðsynlegt að hægt sé að ná í vöru einhvers stað- ar eftir kl. 6 á kvöldin. Hver sem niðurstaðan verð- ur, hljóta neytendur að vænta þess, að það hagræði, sem þeir um skeið hafa notið, verði ekki af þeim tekið, heldur vegar kvaðst hann ekki hafa á reiðum höndum ráð til handa Bandaríkjastjórn um, hvað henni bæri að gera landsmönnum S-Vietnam til aðstoðar. „Bandaríkjastjórn setti ekki að hætta að styrkja S- Vietnam nú“ sagði hann, „því að það myndi einungis leiða af sér, að komroúnistar tækju öll völd í landinu á svip- stundu. Á hinn bóginn er ekki rétt, að engan megi styrkja til valda þar nema Ngo Dinh Diem, forseta“. „Við minnumst þess“, hélt hann áfram, „að fáir fóru í fótspor Winston Churchill, er hann lét af embætti, en þó lifði Bretland það af. Viet- nam mundi vissuiega lifa það af þótt forsetinn færi frá. í raun réttri, er sú leið eina vonin til þess að sigra í bar- áttunni við kommúnista, sem er sameiginlegt markmið Bandaríkjanna og S-Viet- nam“. ★ Chuong sagði, að áður en herferðin gegn Búddatrúar- mönnum hófst, hefði hann trúað því, að Diem, forseti, gæti endurbætt stjórn sína þannig að hann yrði áfram þjóðhöfðingi en skipaði jafn- framt þjóðstjórn til starfa sér við hlið. „En frá því á miðvikudag“, sagði hann, „hef ég verið þess fullviss, að forsetinn verður að fara frá“. Chuong taldi ólíklegt, að Bandaríkjastjórn gæti þokað Framh. á bls. 14 verði einhver leið fundin til að leysa þennan vanda. Ann- að væri afturför, sem menn myndu illa sætta sig við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.