Morgunblaðið - 27.08.1963, Page 14

Morgunblaðið - 27.08.1963, Page 14
14 MORGUNBIAÐIO Þriðjudagur 27. ágúst 1963 Vinna Slúlkur helzt vanar saumaskap óskast. Verzlunin SEL Klapparstíg 40. Hjartans þakkir til vina og vandamanna fyrir heim- sóknir, gjafir og hlýjar kveðjur á 75 ára afmæli minu 13. ágúst s.L — Guð blessi ykkur öll. Helga Ásmundsdóttir, Nesi, Grindavík. Þakka öllum þeim, er minntust mín á 70 ára afmælinu 12. júlí s.L — Lifið heil. Magnús Kristjánsson, Bolungarvík. Móðir okkar SIGURDÍS ÓLAFSDÓTTIR andaðist 23. ágúst að Elii og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Ólafur Magnússon, Ingibjörg Magnúsdóttir, Áslaug Magnúsdóttir, Sigrún Bernburg. GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON frá Súgandafirði, andaðist 16. þessa mánaðar í Osló. Kristín, Þorleifur, Eiríkur. Maðurinn minn og faðir okkar SIGURÐUR BALDVIN EINARSSON andaðist að heimili okkar Gnoðavogi 42, 25. þ. m. Ingveldur Filippusdóttir og börn. Jórtas Thorvald Guðmundsson Jarðarför MARGRÉTAR GRÍMSDÓTTUR Hvaleyrarbraut 5, Hafnarfirði, sem lézt 21. þ. m. fer fram frá Fossvogskirkju, laugar- daginn 31. ágúst kl. 10% f.h. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag íslands. Athöfninni verður útvarpað. Vandamenn. Móðir okkar GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR (frá Njarðvík), Norðurbraut 15, Hafnarfirði, andaðist 20. ágúst. Minningarathöfn fer fram frá kap- ellunni í Fossvogi laugardaginn 31. ágúst kl. 10% f. h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Jarðsett verður í Neskaupstað. Börnin. Móðir min, JÓHANNA GESTSDÓTTIR Stýrimannastíg 7, andaðist 25. þ. m. — Útförin fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 31. ágúst kl. 10,30 árd. Fyrir hönd aðstandenda. • Kristján Pétursson. Minningarathöfn um móður okkar ÖNNU SIGRID GUNNLAUGSSON frá Vestmannaeyjum, fer fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. þ. m. kl. 10%. — Athöfninni verður útvarpað. — Jarðsett verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 31. þ. m. kL 2 e. h. Ella Halldórsdóttir, Ólafur Halldórsson, Gunnlaugur Halldórsson, Axel Halldórsson, Gunnar Halldórsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföðuT og afa JÓHANNS BERNHARD Svava Þorbjarnardóttir, Guðný Bernhard, Guðmundur Magnússon, Þorbjörg Bernhard, Ingvi Örn Jóhannsson, Helga Kristín Bernhard, Jóbann Guðmundsson. IUinning REYKAVÍK er að verða það fjölmenn, að það vekur æ minni athygli, þótt einn og einn af sam- borgurunum hverfi úr hópnum út á hafið mikla. En það eru ekki nema fáir áratugir síðan að segja má, að hver einstakur hafi sett einhvern svip á bæinn, með sinni tilvist, og þannig var það í mín- um augum um Jónas Thorvald Guðmundsson, sem nú hefur ýtt sínum báti úr vör. Já, hann kom einmitt gjarnan í hugann, ef bátur var nefndur því faðir hans var einn þeirra Reykvíkinga þeirra daga, sem átti bát og var sífellt á bóti — oft einn á báti með byssur í hendi og hvassan svip. Það var hinm kunni sjósóknari og fugla- skytta Guðmundur frá Helgastöð um, sem batt sína bagga á sinn hátt, fór sínar leiðir og setti 7/7 sölu Mercedes-Benz 220, ’55. Selst ódýrt. Ope( Karavan ’60, mjög góður bíll. Skoda Ok'tavia ’61 sem nýr. Meriedes-Benz 180 ’55, mjög vel með farinn. Volkswagen ’63. Opel Rekord ’55. FW»i«mai=ES5i Bergþörugötu 3. Simar 19032. 20070 ,o r/BÍLÁ^LÁNw Vörubíll — Benz ’62—3 ósk- ast til kaups. TIL SÖLU Volkswagen ’62 og ’63. Opel Caravan ’63. Volvo Station ’63. Opei Rekord ’59. Chevrolet ’56, einkab. Mjög mikið úrval af fallegum bílum. INGÓLFSSTRÆTl 11 , Símar 15-0-14 og 19-18-1. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Málfiutningsskrifstofa Austurstræti 10 A. Sími 11043. Félagslíf Knattspyrnufélagið Valur Meistara, I. og II. fl. æfing í kvöld kL 8. Áríðandi að allir mjætL Þjáifarar. FRAMARAR! Framvegis verða æfingar, sem hér segir: Meistara- og I. flokkur: Mánud. 9—10, miðviku- og föstudaga 8,30—10. II. flokkur: Mánud. 8—9, mið- viku- og föstud. 7,30—8,30. III. flokkur: Þriðjudaga og fimmtudaga 8—10. IV. flokkur: Mánudaga, þriðju daga og fimmtudaga 7—8. V. fl. A og B: Mánud. 6—7, miðvikuda.ga og föstudaga 6,30—7,30. V. flokkur C: Þriðjudaga og fostudaga 5,30—6,30. Þjálfarar. sannarlega svip á fábrotið líf bæjarins þá. Kona hans og móðir Jónasar Thorvalds, hét Jóhanna Gísladóttir og var hin mesta fríð leiks og gæðakona. Hún dó á heimili Jónasar og konu hans fyrir fáum árum. Æskuheimili Jónasar var ná- lægt mótum Grettisgötu og Bar- ónsstígs. Þar stóð hann oft á stétt inni sem unglingur, hár og herða- breiður, bjartur og drengilegur. Og þannig reyndist hann alla æv- ina; hvort sem hann var heima, eða á vinnustað, þá fylgdi honum ávallt bæði styrkur og birta. Hann klæddi ekki hugsanir sín ar í búning ritaðs, máls, gjörðist ekki skáld eins og Kristmann bróðir hans. Hann fór troðnar brautir eins og þeir hinir bræður háns tveir: Jón Guðmundsson og Kristinn Guðmundsson, útvarps- virki á Siglufirði — hann vann þessari borg á mestu byltinga- tímunum, sem yfir hana hafa gengið. Hann réðist ungur að ár- um sem verkamaður hjá Reykja- vikurbæ og þar stóð hann trúfast ur í starfi fram á hinzta daginn. Þannig notuðust kraftar þessa atgervis- og drengskaparmanns. Jónas Thorvald eignaðist mikla heimilishamingju. Hann fékk þá konu, sem 'hann unni og eldur alúðarinnar og kærleikans slokkn aði þar aldrei. Þau giftust, hann og Guðrún Jóhannsdóttir, eftirlif andi kona hans, þann 1. október 1927. Eg kom um skeið oft á heimilið, og ég fór hverju sinni ríkari þaðan brott, svo göfug- mannlega og yndislega sá ég þau bera byrðarnar saman. Þau eignuðust tvo mannvæn- lega syni, sem nú horfa jafn hug- djarfir fram á veginn og Jónas Thorvald gjörði í upphafi sinnar ferðar. „Verið karlmannlegir verið styrkir, allt hjá yður sé í kær- leika gjört.“, Þannig kom hann fram -gagn- vart oss öllum þessi mæti vinur. Nú er báturinn hans horfin, eins og báturinn hans Guðmund- ar frá Helgastöðum áður hvarf. Þannig hverfa bátarnir frá oss allir smátt o" smátt út á hafið. Garðar Svavarsson — Utan úr heimí Framh. af bls. 12 Diem út af þeirri braut, er hann nú hefði hætt sér inn á, — og sagði, að efnahags- aðstoð hennar yrði til einskis, því að stjórn Diem væri „jafn vel enn óvinsælli en stjóm Than Bao Dai hefði verið“, — en Than Bao Dai var kon ungur áður en Diem tók völd in fyrir áratug. Sendiherr- ann bætti því við, að efna- hagsaðstoð Bandaríkjanna færi ekki nema að nokkru leyti til þess að standa und- ir kostnaði við baráttuna við kommúnista. Verulegur hluti hennar væri notaður til þess að festa Diem og fjölskyldu hans í sessi. — Bætti hann því við, að Ngo Dinh Nhu, bróðir forsetans og tengda- sonur sinn, væri fullkomlega valdasjúkur maður. Hins veg ar reyndi hann aðeins að bera í bætifláka. fyrir dóttur sína, Madame Nhu, sagði, að hún væri orðin algert fórn- arlamb stjórnarinnar. Áður hefur sendiherrann lýst því yfir, að dóttur hans skorti alla virðingu fyrir Búddatrú- armönnum í S-Vietnam. Sendiherrann sagði að lok- um við fréttamann AP, að hann byggist við að fara ein- hvern tíma aftur til S-Viet- nam. „Ég er ékki stjórnmála maður og óska ekki eftir völdum“, sagði hann, — „en ég fer einhverntíma heim aft ur, því að hvað svo sem nú kann að gerast, munu sið- gæðisöflin í S-Vietnam halda áfram að vera sterk — og þau mimu sigra áður en lýk- ur. ★ Sem fyrr segir, er sendi- herrann faðir Madame Nhu, sem gift er hinum áhrifa- mikla bróður forsetans. Litlir kærleikar eru með þeim feðginunum og hefur svo lengi verið. Dóttirin er alger andstæðingur beggja foreldra sinni í trúmálum. Hún hefur opinberlega lýst því yfir, að faðir sinn se hugleysingi — og fyrir nokkrum árum tók Ngo Dinh-fjölskyldan allar eignir Tran van Chuongs eignarnámL Fyrir alllöngu lýsti hún því yfir, að bezta ráðið til þess að hafa Búdda trúarmenn góða væri að kúga þá enn meir. Og það virtist í engu hafa áhrif á frúna, þegar Búddamunkurinn Qu- ang Duc brenndi sjálfan sig til bana í mótmælaskyni við meðferðina á trúarbræðrum sínum. Hún hafði um það þau orð í viðtali við frétta- menn, að þeir hefðu að vísu „steikt“ einn af múnkum sín um, en áður hefðu þeir gef- ið honum deyfilyf — „og þeir voru svo sem ekki sjálfum sér nógir við þennan bruna, heldur urðu þeir að nota innflutt benzín, til að hella yfir manninn", bætti hún við. Þessi ummæli vöktu hryll- ing og viðbjóð viða um heim og í Washington lýsti sendi- herrann, faðir hennar þvi yfir, að hún hefði þama túlk- að sínar eigin skoðanir, en • ekki skoðanir ríkisstjórnar- innar. ★ Kaþólskir menn og Búdda trúarmenn hafa lengi átt í illdeilum í S-Vietnam. Búdda trúarmenn staðhæfa enn 1 dag, að það hafi verið fyrir tilstilli kaþólskra, að Frakk- ar náðu tangarhaldi á Viet- nam. Madame Nhu segir hins vegar, að forfeður hennar sjálfrar, er voru Búddatrú- ar, hafi brytjað niður ka- þólska og Búddatrúarmenn hafi fyrir rúmum tíu árum brennt mest alla Ngo Dinh fjölskylduna lifandi, þar sem hún var í kirkju. Diem, forseti hefur yfir- leitt reynt að forðast átök við Búddatrúarmenn þau tíu ár, er hann hefur verið við völd. Aðeins þriðji hluti stjórnarinnnar, sem skipuð er 17 ráðherrum, — og hers- höfðingjum landsins, sem eru nítján talsins, — eru kaþólskrar trúar og kaþólsk- ir menn, er aðild hafa átt að tilraunum til stjórnarbylt- inga hafa hlotið sömu refs- ingu og Búddatrúarmenn, er dæmdir voru fyrir . sömu sakir. Á hinn bóginn hefur hann hlynnt að trúbræðrum sínum eftir mætti, þar sem um var að ræða stöðuveit* ingax og aðstöðu ýmiss ko»- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.