Morgunblaðið - 27.08.1963, Side 17

Morgunblaðið - 27.08.1963, Side 17
Þriðjudagur 27. ágúst 1963 MORCUNBLAÐIÐ 17 Magnús Björnsson, ríkisbókari MEÐ Magnúsi Björnssyni, ríkis- bókara er fallinn í valinn einn hin ötulasti og traustasti starfs- maður, sem ég hefi kynnzt. Fund- um okkar bar fyrst saman árið 1939 er ég hóf starf í fjármála- ráðuneytinu sem skrifstofustjóri þar. Tókust brátt með okkur góð kynni; enda leyndi það sér ekki að hér var á ferðinni maður sem kunni sitt verk og hafði fullan áhuga á að leysa það sem bezt af hendi. Höfðum við að sjálfsögðu mik- ið saman að sælda og kom ég þar aldrei að tómum kofanum, því hann fylgdist ágæta vel með öllu því er laut að status ríkis- sjóðs á hverjum tíma. Magnús var maður vel greind- ur og prýðilega að sér um'allt er varðaði starf hans, en þó var nákvæmni hans og trúmennska í starfi ekki síður mikilsvert. Hann var ósérhlífinn og starfsþrek hans virtist óbilandi þann tíma, sem við unnum saman, vinnu- dagurinn oft langur, enda jukust Störfin frá ári til árs. Má vera að hann hafi með þessu ofboðið heilsu sinni. , Magnús var prúðmenni í fram- komu og dagfarsgóður og lét sér óviðkomandi málefni litlu skipta og lítt fyrir það gefinn að láta á sér bera. Starfið var honum eitt og allt. Hann var glaðlegur og skemmti legur í vinahóp ef svo bar undir og hafði glöggt auga fyrir því broslega í lífinu. Nú er skarð fyrir skildi og sakna ég vinar í stað, en ég mun ávallt geyma minninguna um þennan góða vin og starfsbróður í þakklátum huga. Magnús Gíslason. MAGNXJS Björnsson, ríkisbókari, hafði úm nokkurt skeið átt við alvarlega vanheilsu að stríða. Hann var tekinn þeim sjúkdómi er ber í sér banagrun, en nú í sumar hafði hann verið með hressara móti og vinir hans voru vongóðir um að fá um skeið not- ið samfylgdar hans, en þær von- ir eru nú orðnar að engu. Magnús lézt á Landsspítalanum hinn 19. þ. m. Magnús Björnsson var Skag- firðingur að ætt og uppruna, fæddur að Narfastöðum í Við- vikursveit 8/5 1904. Ég kann ekki að rekja ættir hans, en sjálfur bar hann öll einkenni þess að eiga til. ágætra forfeðra að telja. Ungur að árum fór hann í bænda skólann að Hólum og -lauk þar búfræðiprófi árið 1923., En hug- ur Magnúsar stóð til hærri mennta, en félausum unglingum í alþýðustétt stóðu þá fáar leiðir opnar til að gera æskudrauma sína að veruleika. Hann tók því það ráð, eins og margir fátækir unglingar til sveita í þá daga að fara í Samvinnuskólann og út- skrifaðist þaðan árið 1928. Þótt þessi námsferill sé ekki langur, þurftu menn oft að leggja harð- ara að sér til að komast hann, en margir þurfa nú til að ijúka háskólanámi. Svo mjög hafa tímarnir breytzt námsfúsum ungl ingum í hag frá því þeir menn sem nú eru á miðjum aldri voru ungir. Nokkru síðar sigldi Magnús til Kaupmannahafnar og dvaldi þar um skeið við verzlunarnám. Ár- ið 1931 hóf hann störf sem full- trúi í ríkisbókhaldinu og árið 1935 var han skipaður í embætti ríkisbókara. Um þær mundir uk- ust mjög öll umsvif í ríkisrekstr- inum, sem kröfðust nýrrar tækni og skipulagningar í ríkisbókhald- inu. Það kom því í hlut Magnús- ar að ráða fram úr þeim vanda sem því fylgdi, og það varð strax ljóst öllum ráðamöniium að hinn ungi ríkisbókari var fullkomlega vanda sínum vaxinn. Magnús var évenju skýr í allri hugsun og Minning hafði ágætan hæfileika til að einbeita sér að hverju því verk- efni er krafðist úrlausnar. — Auk þess var hann samvizkusamur svo að af bar og ósérhlífinn til allrar vinnu, enda mun vinnu- tími hans oft hafa verið lengri, en heilsu manna er talinn heppi- legur. Það má vafalaust fullyrða að Magnús hafi raunverulega byggt upp þetta mikilvæga emb- ætti í þeirri mynd sem það nú er og árangurinn af starfi hans mun verða undirstaða þess um langan aldur. Á þeim tæpum þrjátíu árum, sem Magnús hefur skipað embætti ríkisbókara, hafa margar ríkisstjórnir farið með völd og þótt innan þeirra hafi gætt sundurlyndis um ýmsa hluti, mun þó öilum hafa verið það sameiginlegt að bera fullt traust til embættisreksturs ríkis- bókara. Enda þótt embætti Magnúsar Björnssonar væri ærið umfangs- mikið, stundaði hann alla jafna nokkra kennslu. Hann kenndi bókfærslu við Samvinnuskólann um alllangt skeið og siðar við i/ienntaskólann, meðan honum entist heilsa. Hann minntist þess oft hve mikla ánægju hann hefði haft af að kenna námfúsum ungl- iingum, enda stundaði hann þessa kennslu fyrst og fremst sér til ánægju, en ekki til fjár. Það var mjög í samræmi við alla skap- gerð hans að hafa löngun til að miðla öðrum af þeirri þekkingu sem hann hafði öðlazt, en í öllu því er laut að hinum flóknari viðfangsefnum bókfærslunnar, munu fáir hafa staðið honum að sporði. Það mun hafa verið laust eftir árið 1930 að nokkrir ungir menn og einhleypir stofnuðu sameigin- legt mötuneyti, sem fékk inni að Gimli við Lækjargötu. Einn af forgöngumönnum þess var Magn- ús Björnsson og öllum hinum fannst sjálfsagt að fela honum húsbóndavaldið á þessu nýja heimili, sem átti eftir að verða fjölmennt og eftirsótt. Þegar menn staðfestu ráð sitt og stofn- uðu eigin heimili komu nýir menn sem fylltu þeirra skörð, en flestir þeir sem yfir; ífu Gimli héldu samt áfram tryggð við fé- laga sína þar, og voru þar dag- legir gestir; það var eins og marg ir litu á mötuneytið að Gimli sem sitt annað æskuheimili. Þarna ríkti hinn ágætasti félags- andi, þrátt fyrir sundurleitar skoðanir og flokkadrætti eins og gerist og gengur meðal ungra manna. En vinsældir þessa fjöl- menna heimilis og sá andi sem þar ríkti var framar öllu að þakka húsráðanda, Magnúsi Björnssyni. Um ágæti hans í þeirri stöðu ríkti fullkomin ein- ing og bar þar margt til. Góðvild og yfirlætisleysi voru þeir grunn tónar £ fari hans, er löðuðu menn að honum öðrum fremur og gerðu návist hans eftirsóknar- verða. I samskiptum hans við æðri sem lægri, og dagfari öllu, gætti þeirrar upprunalegu sið- fágunar sem á rætur sínar í hjart anu. Þessar ljóðlínur eins af þjóð skáldum okkar gætu vel átt við Magnús Björnsson: „Kurteisin kom að innan sú kurteisin sanna, siðdekri öllu æðri, af öðrum sem lærðist.'* Magnús Björnsson átti \sér mörg áhugamál. Hann var mjög vel heima í íslenzkurn bókmennt- um, sérstaklega ljóðum, og voru jafnan tiltækar ívitnanir í ljóð- perlur höfuðskáldanna. Hann hafði ánægju af spilum og tafli og náði þar mikilli leikni. Hann velti fyrir sér mörgum hinum flóknu gátum tilverunnar og kynnti sér ýmsar stefnur og hug- myndir, hleypidómalaust og með fullri gagnrýni. Ég minnist þess hve miklar mætur hann hafði á þeim fræga spekingi Lao-tze, og þótt hvorki honum né öðrum hafi reynzt unnt að ná þeirri full- komnun að lifa og breyta í anda Taos, finnst mér einhvern veg- inn að Magnús Björnsson hafi staðið nær því en flestir aðrir sem ég hef kynnzt. Þar ségir m.a. svo um þann fullkomna mann: Hann hreykir sér ekki, þess vegna ljómar hann. Hann vegsamar ekki sjálfan sig, þess vegna ber hann af öðrum. Og af því hann keppir ekki við aðra, getur enginn í heimi keppt við hann. Þeir sem bezt þekktu Magnús Björnsson munu kannski sérstak- lega minnast þessara eiginleika í skaphöfn hans. Magnús kvæntist ekki og átti enga afkomendur. Nánustu eft- irlifandi ættiingjar hans eru syst- ir hans tvær, sem nú eiga um sárt að binda við fráfall slíks mannkostamanns og bróðir þeirra var. Og hans er saknað af fjölmennari vinahópi, en algengt er, og þá ekki sízt meðal sam- starfsmannanna, sem allir munu vera á einu máli um að ,betri og drengilegri húsbóndi og starfs- félagi sé vandfundinn. Við félagarnir sem grundvöll- uðum vináttu okkar fyrir nær þrjátíu árum, fylgdum einum úr hópnum til grafar fyrir nokkrum mánuðum. í dag fylgjum við Magnúsi Björnssyni þennan sama áfanga. Þannig er dauðinn far- inn að höggva skörð í þessa sam- stilltu fylkingu, og dugir vart annað en taka slíku með karl- mennsku. Við munum halda á- fram að koma saman á góðri stund og minnast ljóma liðinna daga. Samfylgd Magnúsar Björns sonar gerir þær minningar heið- ríkari og bjártari en þær ann- ars hefðu verið. Guðmundur Sigurðsson. Mnnsfield Kanadísku nælon-hjólbarð- arnir, mjúku og ódýru í eftir- töldum stærðuir.: 500/520x13 590/600x13 640x13 560/590x14 750x14 800x14 560x15 590x15 640x15 670x15 710x15 760x15 600x16 . 600x16 f. jeppa 650x16 650x16 f. jeppa 750x20 825x20 900x20 1000x20 BÍLANAUST Höfðatúni 2. Sími 20185. STAPAFELL Keflavík. Sími 1730. Góður ýtumaður óskast á nýja jarðýtu úti á landi. Uppl. Biia & búvéiasalan við Miklatorg. Sími 23136. Framköllun Kopering 2ia daga afgreiðslufrestur. — Póstsendum. — Somkomur Fíladelfía SamkioTna í kvöld kl. 8.30. — Göte Anoleson talar. — ALlir velkomnir. Peningalán Útvega peningalán. Til nýbygginga. — endurbóta a íbúðum. — íbúðarkaupa. Uppl. kl. 11-12 f.h. og 8-9 e.h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A Sími 15385 og 22714 Cuíjón Eyjólfsson löggiltur endurskoðandi Hverfisgötu 82 Sími 19658 VDNDUÐ II n FALLEG H ODYR u n öiq arþorjónsson &co Jíafimxtnvti if Til sölu er 6 herbergja íbúð á neðri hæð við Stigahlíð. Ibúðin er nálægt 140 fermetrum. Aðeins tvær íbúðir í húsinu. íbúðin selst tilbúin undir tréverk og máln ingu. Góð kjör. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9 — Sími 14400 — 20480. Garðahreppur — Garðahreppur Duglegir krakkar óskast til að bera Morgunblaðið til kaupenda þess í hreppnum. Gjörið svo vel að hringja eða gefið ykkur fram við afgreiðsluna, sími 41247. \ Hoftúni við Vífilsstaðaveg sími 51247.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.