Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 8
8 MOHGUNBLADID ' Miðvlkudagur 28. ágöst 1963 < SVOL FJOLL OG TÆR ■ ' ' DAGBÓKARSLITUR i Hittum Jón í Möðrudal. Hann er 83 ára gamall, sérkennilegur og mikill músíkant fyrir minn smekk. Hendur hans iða af músík. Svo er hann einnig mál- ari, skáld, bóndi, gestgjafi og góðkunningi Kjarvals. Hann segir að það séu ein- ungis gáfumenn sem skilji og finni, að hann sé músíkséní. En það er samt ekki þess vegna sem ég segi að hann sé góður fyrir minn smekk. Við hittum hann úti í kirkju, þar sem hann spilaði á orgelið fyrir Guðmund Daníelsson og konu hans. f>að var merkileg athöfn og mátti ekki á milli sjá, hvor var hug- fangnari á þessari stund, skáldið eða bóndséníið. Guð- mundur hefur gott vit á org- elspili. Hann var eitt sinn org- anisti fyrir vestan. Þá var líf í tuskunum í kirkjunni. Jón í Möðrudal sagði að Guðmund- ur væri í senn fínn maður og gáfaður. Það sýnir hverjum augum skáldið leit á orgelspil Möðrudalsbóndans. Kirkjuna gerði Jón sjálfur og lét sig ekki muna um að mála altaristöfluna líka. Hún er af Jesú, sitjandi uppi á fjalli, ef ég man rétt. Jón er mjög trúaður maður og ég gæti ímyndað mér hann eigi ýmislegt í pokahorninu, þeg- ar hann ber að dyrum hjá Pétri gamla. „Ég er óskaplega duglegur," sagði Jón, „og þess vegna hef ég aldrei neitt að gera.“ Ég vissi að þetta var rétt. Það sannaðist á kirkju- byggingunni. Nú getur hann setið öllum stundum og spilað fyrir þá, sem eru nógu gáf- aðir til að hlusta. Og hann hef- ur nægan tíma til að hlusta á þá, sem eru nógu músíkalsk- ir til að syngja fyrir hann. Hann segist aldrei hafa þurft að borga svo mikið sem krónu fyrir að hlusta á karlakóra syngja undir berum Möðru- dalshimni. Þegar hann hafði lokið orgelleikhum, gengum við út í vinnuherbergið hans. Á leiðinni sneri hann sér við, benti á kirkjuna og sagði: „Ég ætlaði ekki að láta Möðrudal tapa á minni dvöl hér.“ Og við þau orð hefur hann staðið. f vinnustofunni eru nýút- skornar brauðfjalir með höfðaletri, ýmislegt málara- dót, borð og mynd af konu hans uppi á vegg. Hún var merkiskona. „Nú eru liðin 19 ár síðan ég missti vinu mína,“ sagði hann. „Fólk heldur að ég sé ákaflega glaðlyndur og alltaf í góðu skapi, en ég kem því bara þannig fyrir sjónir. Ég er síður en svo glaðlynd- ur. Ég hef ekki hlegið síðan vina mín dó nema í eitt skipti. Þá lá ég í rúminu mínu og var að lesa í blaði um einhvern tannlækni, sem smíðaði tenn- ur í ríkan mann, en kona hans sagði að hann skyldi ekki borga tannlækninum, því þau væru fátæk og vant- aði peninga. Þá fór tannlækn- irinn heim til ríka mannsins að sækja peningana, en ríki maðurinn gerði sér lítið fyr- ir og beit tannlækninn með hans eigin tönnum. Þetta er í eina skiptið sem ég hef feng- ið hláturskast í skrokkinn þessi 19 ár. En sagan er fynd- in og líklega lýsir hún nokk- uð vel samskiptum manna nú á tímum.“ „Ekki ert þú ríkur," sagði ég við Jón. „Jú, ég er ríkur að ýmsu, en ég hef átt litið af pening- um. Þó gæti ég snarað 20 þús- und krónum á borðið, ef ég þyrfti þe*s með. Ég hef alla mína ævi gefið eigur mínar. Ég hef gefið söðls í 60 ár, og það var ekki fyrr en nú um daginn, að ég tók í fyrsta skipti peninga fyrir höfuðleð- ur. Ég var gestrisinn og greið- ugur, þegar ég var í manna tölu. Þegar Sigurður á Foss- hól var yfirlýstur gestrisnasti maður landsins, krafðist ég þess ég yrði númer tvö. Það hafa líka allir viljað láta mig fá frítt bílfar um allt landið og enginn hefur neitt á móti því að taka við mér, því ég borða lítið. Svo borga ég fyr- ir mig með því að dansa skrautdans við frúrnar. Borgi aðrir betur.“ „Faðir þinn var ríkur?“ spurði ég. „Það varð lítið úr fénu hans, því það kom fellivor eftir að hann dó.“ „Hvaðan ertu ættaður?" spyr ég. „Við erum ættaðir frá fyrsta kórnum á íslandi," svarar Jón hróðugur. „Hann söng fyrir sunnan. En sjáið þið hérna. 3. grein Hvaða bóndi á íslandi haldið þið gæti sýnt ykkur brúð- kaupssöng Bretadrottningar, hérna er hann í þessari bók, svart á hvítu, jú sjáið þið til: Praise my soul. Ég spurði 90 stórlaxa, sem hingað komu, hvort þeir kynnu „Á hendur fel þú honum“ og „Hærra minn guð til þín“ og fór svo að syngja fyrir þá, en söng önnur lög sem þeir höfðu aldrei heyrt. Þeir kunnu hvor- ugt lagið. Ég krúkkaði þá. í þessari ensku bók, sem mér var eitt sinn gefin, eru þús. und lög og 750 í þeirri sænsku, sem þarna liggur. Jón ísleifs- son, átrúnaðargoð ykkar Reykvíkinga, kom hér eitt sinn. Ég spurði hvað hann kynni mörg lög, sem hefðu verið samin um „Hátt ég kalla“. „Oo, fjögur,“ segir hann. Þá segir ég: „Ég kann fimm.“ Og þetta kallið þið ykkar meistara. Ég spurði Jón ísleifsson hvað hann kynni mörg lög við textann „Þér risajöklar." „Þrjú,“ sagði hann. En ég er ekki farinn að sjá það. Þetta er langfallegasta lag Sigfúsar Einarssonar." „Ertu viss um að það sé eftir Sigfús?“ að æfa þig betur áður en þú ferð að spila fyrir públik- um.“ Svo gekk hann að gluggakistunni, tók bréf frá Kjarval og sagði: „Þetta er fallegt bréf, hann segir að ég sé félagi hans í listun- um.“ Við stóðum úti á hlaði og virtum fyrir okkur fjalla- hringinn. Ég gat ekki betur séð en Jón í Möðrudal væri einn af tindunum, þar sem hann skyggndist um; Slór- fell, þar sem kindurnar slóra frameftir á haustin, Tindhóll, Einbúi, Hádegistindur, Kverk fjöll, Herðubreið, Dyngju- fjöll, Kollótta Dyngja, Bræðraskarð, Sandfell, Gríms staðanúpur. Mig sundlaði, hvernig er hægt að muna þetta allt óbrenglað? „Mig dreymdi að Krúsjeff og Kennedy væri að sameina alla hvíta menn, mig dreym- ir oft sérkennilega drauma,“ sagði Jón. „Og ég hef bund- ið þennan draum minn í ljóð: Jón í Möðrudal og fjöllin hans. „Já-já.“ Við bjuggumst til ferðar og kvöddum, en þá segir Jón: „Ykkur liggur ekkert á. Vitr- ir menn segja að ég sé skemmtilegur, en Steini í Víðidal fullyrðir að ég sé leiðinlegur. Hann er ágætur maður, en finnst ykkur þetta bera honum fagurt vitni? Og hérna sjáið þið brúðkaups- mynd af Ásgeiri Ásgeirssyni og frú Dóru. Hann var hér kaupamaður í þrjú ár, kom hingað sautján ára gamall.“ Nú kom ung stúlka inn í stofuna og settist við orgel- ið og fór að spila. Jón leit góðlega til hennar og sagði: „Heyrðu Sjonni, þú verður Mig dreymdi fyrstu febrúarnótt, í fleti minu svaf ég rótt, að Krúsjeff og Kennedy komu saman, sem kannski þótti þeim ekki gaman að sameina alla hvíta menn, sem sundraðir hafa verið enn, í samfélagi gegn svörtum mönnum sem allir stóðu í sömu* önnum; Krúsjeff og Kennedy sýndist mál að brúa nú þann breiða ál, sem breiðzt hefur milli vesturs og austurs í bróðerni og án a flausturs. Og af því að klausturs rímar við austurs, og flausturs, þá dettur mér það í hug, að Jónas á Klaustri sagði við mig fyr- ir kosningar, að þessi draum- ur væri heimspeki. En ég kaus hann samt ekki.“ Við kvöddum Jón í Möðru dal og héldum austur öræfin niður í Jökuldal til Egilsstaða. Það var held- ur einmanaleg ferð fyrst framan af. Grænar þústir eins og hólm- ar í auðn, minna á strit hvers- dagsins og stríð við höfuð- skepnur. Þarna kom einhvern tíma út úr torfbænum gamall bóndi, litaðist um á hlaðinu, skyggndist til veðurs og sagði: „Skildi hann koma á í dag?“ Gekk síðan aftur inn í bæ, gluggaði í postillurifrildi. Á túninu biðu hans kal- blettir og þúfnapælur. Nú rýfur ekkert þögnina nema jarmur kindar og kliður fugls. Frá Skjöldólfsstöðum er meiri reisn yfir landinu, þó dalurinn sá hárðbýll og Jökulsá eins og leðja í þröngu gljúfri, svo allar aðrar ár eru eins og bað- vatn samanborið við hana. Á Skjöldólfsstöðum átti einu sinni heima falleg stúlka, hefur Páll ísólfsson sagt mér. Hofteigur er grænn flipi nið- ur að veginum. Þaðan er Bjarni Benediktsson ættað- ur; eitthvað grænt er í honum líka, en ekki mikið; hann hefur fengið meira af steinvölum og börðu jökul- grjóti. Benedikt faðir hans sagði eitt sinn við mig nú fyrir skemmstu: „Maður borg- ar sína grænu jörð með fölu grasi í ellinni.“ Sannkallaður jökuldalur. En alla leiðina var ég að hugsa um Jón í Möðrudal, og það sem hann hafði sagt um Krúsjeff og Kennedy. Það fór einkennilegur hroll- ur um mig, þegar ég ók um þetta . land, þar sem áður höfðu staðið 30 býli, en voru nú öll í“ eyði, og síðan Jök- ulsá í fylgd með okkur eins og dauði þessara viðsjálverðu tíma. Og til að geta nú hrellt einhvern er þetta atómljóð, og ekkert annað. Öldurnar eru orð. Hann kastar úr báru, segir gamall bóndi og gáir til veðurs Öldurnar eru hvísl úr djúpi hafsins Hlustum við skel og þang Öldurnar kveðja af óþekktri strönd, þar sem frelsið er ekki hvítt vindbarið segl, heldur fáni úr rauðu blóði: Við hlustum á blóð ykkar, hvíslandi orð, hlekkjuð við fangelsi tímans. Orð hafsins blóðug og rauð eins og öldin. ; i: Æskuheimili Ingólfs Arnarsonar í Noregi. Hugm ynd Jóns í Möðrudal. —i----r~ —— — —i ■■ - — ——

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.