Morgunblaðið - 28.08.1963, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.08.1963, Qupperneq 12
12 MORCUNBLAÐIÐ r Miflvikudagur 28. ágúst 1963 Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Otbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðilstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. ABYRGÐARLAUS HENTISTEFNA Blökkumannaleiðtoginn A. Philip Randolph skýrir fyrir þingmönnum ástæðurnar fyrir þvi, að forsvarsmenn mannréttinda nna eru að skipuleggja mann réttinda kröfugönguna. Hann lagði áherzlu á, að tilgangurinn væri ekki einvörðungu að auka frelsi blökkumanna, heldur væri ætlunin einnig að losa Ameríku við þann smánarblett að teljast fyrsta flokks þjóð, sem léti ekki kynþáttamisiétti við- gangast. (63—3558). Kref jost jaf nréttis l?yrir alþingiskosningarnar vorið 1956 lýsti Fram- sóknarflokkurinn því yfir, að segja bæri varnarsamningn- um við Bandaríkin upp og reka varnarliðið úr landi. 1 samræmi við þetta höfðu Framsóknarmenn ásamt kommúnistum forystu um samþykkt þingsályktunartil- lögu á Alþingi, þar sem þessi ákvörðun var áréttuð. Kosn- ingunum lauk og vinstri stjórnin var mynduð undir forystu Framsóknarmanna og með þátttöku kommúnista. En þá var það skoðun for- ystumanna Atlantshafsbanda lagsins að vörnum íslands og hins frjálsa heims væri teflt í hættu með því að reka varn- arliðið héðan burtu. Nú voru Framsóknarmenn komnir í ríkisstjórn og höfðu þar meira að segja forystu. Þá var áhuginn fyrir brott- rekstri varnarliðsins allt í einu gufaður upp eins og dögg fyrir sólu. Vinstri stjórnin samdi nú um áframhaldandi dvöl varnarliðsins á íslandi um ótiltekinn tíma og lét meira að segja borga sér álit- lega fúlgu í dollurum fyrir vikið. Engum íslendingi dylst því, að varnarliðið situr nú í landinu á ábyrgð Framsókn armanna og kommúnista, sem áttu sæti í vinstri stjórninni, og hreyfðu hvorki legg né lið, þrátt fyrir samninginn um á- framhaldandi dvöl varnarliðs ins um ótiltekinn tíma. Nú tala Framsóknarmenn mjög um undanlátssemi nú- verandi ríkisstjórnar við „hershöfðingja NATO“. End- umýjun og nýbygging olíu- geyma í Hvalfirði er nú að áliti Framsóknarmanna allt í einu orðin sönnun þess, að nú verandi ríkisstjórn íslands sé alger undirlægja NATO-hers- höfðingjanna!! * Ekkert sýnir betur hina á- byrgðarlausu og samvizku- lausu hentistefnu, sem Fram- sóknarmenn fylgja í utanrík- ismálum en þessar staðhæf- ingar þeirra nú. Þegar for- ráðamenn og hershöfðingjar NATO bentu vinstri stjórn- inni á það sumarið 1956, að brottrekstur varnarliðsins áf íslandi stefndi öryggi lands- ins í hættu, þá hikuðu Fram- sóknarmenn ekki við að fylgja ráðum þeirra, hætta við framkvæmd hinnar flas- fengnu þingsályktunartillögu og semja um áframhaldandi dvöl varnarliðsins. Þá minnt- ust Framsóknarmenn ekkert á „undirlægjuhátt við NATO- hershöfðingjana.“ Síður en svo. Sannleikurinn er sá, að Framsóknarflokkurinn er með hinu lánlausa atferli sínu í utanríkis- og öryggismál- um íslendinga að dæma sig úr leik sem lýðræðisflokk í íslenzkum stjórnmálum. Al- menningur í landinu getur ekki lengur tekið hið minnsta mark á skrifum Tímans um þessi þýðingarmiklu mál. Málgagn Framsóknarflókks- ins snýst í öryggismálunum eins og vindhani á burst. Það er vissulega -dapurleg stað- reynd og áhyggjuefni öllum þeim, sem'gera sér ljósa nauð- syn þess að lýðræðisöfl þjóð- arinnar standi saman um mót un íslenzkrar stefnu í utan- ríkis- og öryggismálum. HEIM AÐ HÖLUM CJíðastl. sunnudag var minnzt ^ 200 ára afmælis dóm- kirkjunnar á Hólum í Hjalta- dal. Við það tækifæri sótti mikill fjöldi fólks hið forna og fagra biskupssetur heim. Hólar í Hjaltadal eiga ennþá ríkan hljómgrunn í hugum ís lendinga, ekki sízt Norðlend- iinga. Sr. Jón Auðuns, dóm- prófastur, bendir á það í á- gætri grein hér í blaðinu sl. sunnudag, að á það tvennt megi minna, þegar Hólar eigi sinn dag, að þaðan hafi þjóð- inni borizt heilög ritning í stórmannlegri gerð, bæði um íslenzkt málfar og ytri bún- ing og á annað það, að þar hafi Jón Arason setið, hinn svipmikli kirkjuhöfðingi og ágæta skáld. Það er vissulega rétt, að við Hóla í Hjaltadal eru tengdar margar og merkar minningar. Þar var annað höfuðból krist- innar kirkju í margar aldir og þar stóð merkilegt menn- ingar- og menntasetur. Hólar hafa aldrei komizt í slíka nið- urlægingu sem Skálholt bjó við um langan aldur. Ástæða þess er fyrst og fremst sú, að þar var byggð dómkirkja úr varanlegu efni, sem Norð- lendingar hafa haldið vel við og sýnt sóma. ★ Tillögur hafa verið uppi um það, að biskupar vrðu settir á bæði hin fornu biskupsset- ur, Skálholt og Hóla. Þegar þjóðinni fjölgar er mjög lík- legt að að því ráði verði horf- ið og margir telja raunar, að biskup íslands eigi nú þegar að setjast að í Skálholti, eftir í DAG er áformað í Washington D.C. í Bandaríkjunum mannrétt indakröfuganga blökkumanna til stuðnings hinu nýja mannrétt- indafrumvarpi Kennedys for- seta, sem nú liggur fyrir Banda- ríkjaþingi. Fyrirliði og hvata- maður kröfugöngunnar. A. Phil- ip Randolph, sagði nýlega í við- tali við nokkra bandaríska þing- menn, að hún eigi að vera „tákn hinnar miklu baráttu blökku- manna fyrir jafnrétti." Aðspurð- ur um tilgang kröfugöngunnar sagði hann, meðal annars? „Við munum koma saman til að túlka bræðralag og til að reyna að skapa Jiljórrigrunn meðal þjóð arinnar um setningu nýrrar mannréttindalöggjafar. Amerísk ir blökkumenn óska nýs þjóð- skipulags, betri framtíðar, og að staðurinn hefur verið end- urreistur svo glæsilega sem raun ber vitni. Framtíðin mun að sjálfsögðu skera úr um það, hvað gert verður í þessum efnum. Margt bendir til þess, að íslendingar geri sér í vaxandi mæli ljóst, að treysta beri tengslin milli nú- tíðar og fortíðar og gefa hin- um fornu biskupssetrum og. menningarmiðstöðum nýtt gildi með því að fá þeim aft- ur sitt fyrra hlutverk og stöðu í hinu íslenzka þjóðfélagi. MÁL VANGEFINNA TVrýlega var haldið í Osló nor- ’ rænt þing um fávitafram- færslu og vanvitaskóla. Sóttu það nokkrir íslendingar, þeirra á meðal frú Ragnhild- ur Ingibergsdótttir, læknir fávitahælisins í Kópavogi. Á þinginu voru rædd margvís- leg vandamál á þessu sviði. Við íslendingar eigum áreið anlega margt ógert til þess að sjá vangefnu fólki og fá- vitum farborða með sæmileg- um hætti. Víða um land á fólk í vandræðum, vegna þess að húsrými er ekki til, sem veitt geti öllu því fólki viðtöku, sem æskilegt er að dvalið geti á hælum. Er nauðsynlegt að gefa þessu máli va^æidi gaum í framtíðinnú þeir vilja ekki verða fórnardýr úrkynjunar, siðspillingar i og og niðurlægingar." Nokkur frumvörp liggja nú fyrir Bandaríkjaþingi, er fjalla um afnám kynþáttamisrétti, er enn eimir eftir af, svo og um bætta fjárhagslega afstöðu blökkumönnum til handa. Kröfu gangan í Washington er skipu- lögð, til þess að flýta fyrir sam- bykki frumvarpanna, er stuðla eiga að auknu frelsi og betri atvinnuaðstöðu blökkumanna, Philip Randolph sagði, að áöur en kröfugangan hæfist myndu tíu leiðtogar gera Kennedy for- seta og stjórnmálaleiðtogum þingdeildanna grein fyrir kröf- Washington, 26. ágúst AP ^ Anatol Dobrynin, sendi herra Sovétríkjanna í Wash- ington gekk í dag á fund Kennedys, Bandaríkja- forseta, og afhenti honum sérstaka orðsendingu frá Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna. -*• Þar lýsir Krúsjeff á- nægju sinni yfir undirritun Móskvusamkomulagsins um takmarkað bann við kjarn- orkutilraunum og segir heim sókn bandarísku öldungar- deildarþingmanna og Dean Rusks, utanríkisráðherra, á dögunum, hafa verið mjög gagnlega. Sendiherrann og Kennedy um þeirra. Síðan mun krrfu- gangan halda frá Washington Monument til Lincoln MemoriaL A. Philip Randoiph, sem er 74ra ára að aldri, hefur um langt skeið verið forsvarsmaður kyn- þáttajafnréttarins, og hann er einnig forseti atvinnuráðs amer- ískra blökkumanna (Negro Amer ican Labor Council). Hann á- varpaði, ásamt öðrum leiðtogum blökkumanna, 60 öldungadeild- arþingmenn og þingmenn full- trúa deildar Bandaríkjaþings, en meðál þeirra voru viðurkenndir stuðningsmenn mannréttinda- frumvarps Kennedys og aðrir þingmenn, sem ekki hafa tjáð skoðun sína. ræddust við í tæpa klukkustund og sagði hinn fyrrnefndi við fréttamenn, er hann yfirgaf Hvíta húsið, að þeir hefðu rætt hvað frekar væri hugsanlegt að gera til þess að bæta sambúð Austurs og Vesturs og draga úr spennu í alþjóðamálum. Sagði Dobrynin, að Kennedy væri til viðræðna um ýmis atriði þar að lútandi, þá er Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, kæmi til Washington i haust til þess að vera við setn- ingu Allsherj arþings Samein- uðu Þjóðanna. Dobrynin er fyrir skömmu kominn til Washington frá Moskvu, þar sem hann ræddi við stjórn sína. Hann kvaðst aðspurður ekkert geta .pm það sagt, hvort Krúsjeff væri að vænta til Bandaríkjanna á næst unni. Bandarískir þingmenn hlýða á blökkumannaleiðtogann A. Phiiip Randolph. (63—3560). Ldbrynin afhenti Kenne* dy orðsendingu Krusfeffs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.