Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 24
fi Hefur játað þrjá peningaþjófnaði Akranesi, 27. ágúst. LÖGREGLAN hér hefur haft uppi á manni þeim, sem rændi peningaveski frá eldri manni með 14 þúsund krónum í s.l. laugardag á skemmtistaðnum Öl- ver. Við yfihheyrslu hjá fulltrúa bæjarfulltrúa játaði þessi sami maður að hafa tekið 8 þúsund krónur frá öðrum manni hér í bæ fyrir tæpu ári og loks þann sama dag frá þriðja manninum þúsund krónur. — Oddur. BLAÐAMENN Mbl. höfðu af því spurnir í fyrradag, er þeir heimsóttu rannsókn arlögregluna, að hún hafði ekki grandskoðað gjá þá við Vatnsvík í Þingvalla- vatni, er úraþjófurinn, sem stal úrunum hjá Jóni Sig- mundssyni, hafði notað sem felustað fyrir hin Blaðamaður Mbl. kemur uppúr gjánni með úrið og kastljósið.: Blaðamenn Mbl. fundu gullúr í þjófagjánni í Vatnsvík gömlu úr, sem voru ætluð til viðgerðar. Blaðamönnum f 1 aug því í hug að fara aftur í gjána og hefja þar leit í þeirri von að enn kynni að ieynast þar gamalt úr. Ferðin var í fyrradag farin að leiðsögn lögreglunnar, sem hafði ekki aðstöðu til að koma með í ferðina. í gær fóru fréttamenn á sama stað, enda töldu þeir sig hafa í fyrri ferð inni fundið staðinn, svo ekki varð um villzt. Ferðin í gær hófst með því að blaðamenn öfluðu sér Ijós-f kastara og arfaklóru til þess að rífa upp botn gjárinnar, ef þurfa þættL Vel úr garði _gerðir héldu þeir austur yfir MosfellsheiðL en þó vonlitlir að hafa nokkuð upp úr krafsinu þar sem áður hafði verið leitað á staðnum. Vitað var að ekki var lögð megináherzla á að leita ná- kvæmar þar sem hér gat að- eins verið um verðlaus úr að ræða, þótt þau kynnu að hafa eitthvert gildi _sem minjagrip- ir. Ferðin var "því engan veg- in gerð til að betrum bæta starf rannsóknarlögreglunn- ar, enda vitað að hún hefði leitað af allan grun ef ástæða hefði þótt til. Hins vegar var fréttamönnum kunnugt um að nokkur úr vantaði enn af þeim gömlu, sem voru til við- gerðar, og því ekki, vonlaust með öllu að finnast kynni gamall hjallur, ryðgaður og ónýtur, en þó skemmtilegt Framh. á bls. 23. Trygging sett vegna Milwood f GÆR voru veiðarfæri togarans Milwoods metin í Reykjavík og að sögn Geirs Zoega, umboðs- manns togarafélagsins, lagði hann fram 10,000 sterlingspunda tryggingu (liðlega 1,2 milljónir íslenzkra króna.) Geta eigendur Milwoods nú siglt skipinu heim. f gær fagnaði Willox útgerðar- stjóri Burwood Trawling Co., því að skipinu hefði nú verið heim- iluð sigling. John Smith, hinn frægi skipstjóri Milwood, fagnaði einnig tíðindunum í viðtali við blaðamenn, en vildi hinsvegar ekkert frekar um málið segja „til þess að forðast hleypidóma, er íslenzk yfirvöld reka mál gegn félagi mínu,“ eins og hann orðaði það. Mbl. átti í gærkvöldi samtal við Scottish Daily Mail í Aber- deen. Skýrði blaðið frá því að Willox útgerðarstjóri hefði látið svo um. mælt, að hér væri um að ræða gleðitíðindi. Bjóst hann við að menn yrðu sendir til ís- lands í dag (miðvikudag) til þess að sigla togaranum heim. Mbl. átti í gær símtal við skrif stofu Burwood Trawling, og fékk þar þær upplýsingar að John Wood, forstjóri fyrirtækis- ins, væri í leyfi, og ekki væri hægt að ná til hans í síma. Ekki var heldur hægt að ná sambandi við Willox, en sá sem fyrir svör- um varð, kvaðst ekki vita neitt um málið; ekki'hafa frétt um að togarinn væri laus eða að sett hefði verið trygging. Taldi hann að sex menn þyrfti til að sigla skipinu heim. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna á Dalvík 1. september ti.k. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna.á Dalvík verður haldið bunnudaginn 1. september kl. 9 síðdegis. Ólafur Björnsson, prófessor, og Bjartmar Guðmundsson, alþingismaður, flytja ræður. Leikararnir Árni Tryggva- son og Jón Sigurbjörnsson skemmta. Ennfremur syngur Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari, með undirleik Skúla Halldórssonar, píanó- Oiafur leikara. Björnsson ’ Guðmundsson Dansltikur verður um kvöldið. Bjartmar Að sögn Scottish Daily Mail átti blaðið samtal við Jo<hn Smith gær. Kvaðst hann gleðjast yfir þeim tíðindum að skip hans væri nú frjálst ferða sinna, en vildi að öðru leyti ekki ræða málin af fyrrgreindum ástæðum. Smith endurtók að ekki kæmi til greina að hann mætti við réttarhöld á íslandi, en mál hans verður tekið fyrir í Reykjavík 2. september n.k. Hefur Smith þegar verið birt stefnan af full- trúa frá landbúnaðar- og fiski- veiðaráðuneytinu brezka og lög- fræðingi íslenzka sendiráðsins í London. Ekki vildi Smith taka við stefnunni eða sinna henni á nokkurn hátt og var hún skilin eftir heima hjá honum. í gær gat Smith þess þó að ein af ástæðunum fyrir því að hann mundi ekki mæta fyrir rétti á íslandi, væri sá að dóttir hans væri á förum til Ástralíu um mánaðamótin, og hefði hann því öðrum hnöppum að hneppa. Bátur brennur á Skjálfanda r Ahöfnin bjargaðist um borð í annan bdt SPRENGING varð í vélarrúmi bátsins Guðmundar EA-142 frá Akureyri, er hann var að veiðum 4—5 mílur norður af Flatey á Sjálfanda klukkan að ganga sex í gærdag. Gaus upp mikill eldur og varð áhöfnin, þrír menn, að yfirgefa bátinn eftir að hafa reynt að ráða niðurlögum eldsins í alllangan tíma. Sigurbjörg ÞH- 62 bjargaði mönnunum og hélt með þá til Húsavíkur. Á Guðmundi EA-142 voru þrír menn, Ólafur Júlíus Aðalbjörns- son, Hjörtur Fjeldsted og Knútur Eiðsson, allir frá Akureyri. Þeir Ólafur og Hjörtur áttu bátinn, sem var smíðaður á ísafi, / úr eik árið 1942 og var 16 tonn að stærð. Þeir voru á handfæraveiðum 4—5 sjómílur norður af Flatey á Skjálfanda klukkan að ganga sex í gærdag, þegar þeir heyrðu ein- hvers konar sprengingu frá vél- inni og um leið gaus upp magnað ur eldur. Skipverjar reyndu hvað þeir gátu til að slökkva eldinn, en hann var óviðráðanlegur. Þarna í grendinni var 10 tonna bátur, Sigurbjörg ÞH-62, og klukkan að verða 8 um kvöldið urðu skipverjar af Guðmundi að fara um borð í Sigurbjörgu, sem hélt með þá til Húsavíkur. Guðmundur E-A-142 var keypt ur fyrir 2—3 árum frá Hólmavík og hélt sama nafninu áfram hjá hinum nýju eigendum. Mikil samgöngubót BERGUR Lárusson, sem nýlega er kominn til Reykjavíkur, eftir reynsluför með vatnadrekann, skýrði Morgunblaðinu frá því, að hann hefifi reynzt prýðilega bæði á vatni og landi. Myndi hann vafalaust geta stórbætt samgongur við öræfi. Bergur sagði, að Vegagerð ríkisins hafi flutt vatnadrekann austur að Álftavatni, en síðan hafi honum sjálfum verið ekið austur fjörur, yfir Skeiðará og að Faigurhólsmýri. Þaðan hafi svo verið farið til baka^aítur að Núpsstað og ferðin aðeins tekið 4'é tíma, þrátt fyrir óslétta sanda þarna á milli vatna. Kvað Bergur vatnadrekann hafa reynzt þrýðilega í alla staði, bæði á sjó og landi, og væri hann ekki sérlega dýr í rekstri, því hann hafi flugvéla- mótor og flugbenzin sé r.iiklu ódýrara en bílabenzín. Auk þess megi setja í hann díselvél. Taldi Bergur farartækið geta stórbætt samgöngur við ÖræfL enda tæki það bæði farþega og mikið af vörum, gæti m. a. tekið jeppa og litla fólksbíla. Ágæt síldveiði nokkurra skipa SÍLD fannst í fyrradag 80 mílur austur af norðri af Langanesi. Guðmundur Þórðarson var fyrst- ur á staðinn í gærmorgun og fékk 1200 mál og fór með aflann til Raufarhafnar. Þá er kunnugt um eftirtalin skip, sem fengu síld' á svipuðum slóðum og suð-austar: Margrét 1100 mál, Jón Garðar 800, Halki- on 400, Framnes 1100, StLgandi 900, Sigurður SI 900, en báðir þessir bátar misstu út 200 mál á landleið vegna veðurs, Vörður 450, Ólafur Bekkur 400, Skipa- skagi 150, Þorleifur Rögnvalds- son 400, Guðmundur Péturs 200. Veður spilltist fljótlega og varð ekki af meiri veiði.' Þarna var norð-vestan bræla og ekki veiðiveður í gærkvöldi, en fór heldur lægjandi síðustu klukku- tímana og vonast eftir loigni með morgninum. Menn eru bjartsýnir yfir vdiðinni á þessum slóðum. Islenzku síldarleitarskipunum hefur verið kunnugt um síldina á þessum slóðum, en hún hefur ekki verið í veiðanlegu ástandi fyrr en nú. HERAÐ8MÓT Sjálfstæðismanna <í Blönduosi 1. september n.k. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Austur-Skaftafellssýslu verður haldið á Blönduósi sunnudaginn 1. september kl. 8.30 síðdegis. Gunnar Gíslason, alþingis- maður, og Hermann Þórarins- son, hreppstjóri, flytja ræður. Til skemmtunar verður einsöngur og tvísöngur. — Flytjendur verða óperusöngv- ararnir Kristinn Hallsson og Sigurveig Hjaltested, undir- leik annast Ólafur Vignir Gunnar Aibertsson. Ennfremur Hermann Gíslason , „ .... ¥,, Þorannsso; skemmtir Brynjolfur Johann- esson, leikari. Dansleikui verður um kvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.