Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 3
1 Miðvikudagur 28. ágúst 1963 MORGUN BLAÐIÐ 3 Akureyri, 27. ágúst. HINN þrísigldi barkur, Gorch Fock, skólaskip í vestur- þýzka flotanum, seig hátign- arlega inn á Akureyrarhöfn á tíunda tíinanum í morgun og lagði að Ytri Torfunes- hryggju. Svo seglprúður knörr er fáséður hér á Akur- yri, enda þustu margir ofan á bryggju, ekki sízt yngri ár- gangarnir, virtu fyrir sér dýrðina og undruðust leikni matrósanna, þegar þeir klifr- uðu af mikilli fimi um reiða og rár og hinar 45 metra háu siglur. Skipði lagði upp í þessa för frá heimahöfn sinni, Kiel, hinn 1. ágúst og verður þrjá mánuði að heiman. Það sigldi fyrst til Harstad í Noregi, síð- an innan skerja norður með endilöngum Noregi til Bar- entshafs og Bjarnareyjar, Svalbarða og allt norður á 77. gráðu norðurbreiddar, en norðar hefur ekkert slíkt skólaskipt farið. Þaðan var stefnt til Jan Mayén og svo til Eyjafjarðar og legið fyrir festum við Hrísey í nótt. Héð an heldur skipið á laugardag Litið upp eftir rám og re'öum. Vestur-þýzkt skólaskip kemur úr Dumbshafi til Akureyrar til Þórshafnar í Færeyjum, Edinborgar og þaðan heim. Á Gorch Fock eru nú 265 menn, foringjar, starfslið, handverksmenn og sjónvarps menn, sem eru að taka 45 mín. kvikmynd af ferð skipsins, að ógleymdum 164 sjóliðsfor- ingjaefnum, sem í för þessari fá 3ja mánaða þjálfun í sjó- mennsku við mjög strangan aga og erfiða vinnu. Þeir hafa allir lokið stúdentsprófi og auk þess mjög ströngu undir- búningsnámskeiði í sjómanna fræðum og ætla sér að verða foringjar í þýzka flotanum. Meðal þeirra eru þrír frá íran (Persíu) óg tveir frá Thai- landi (Síam), sem taka svo við foringjastöðum í herflota heimalanda sinna að þjálfun þessari lokinni. Annar Pers- inn er meira að segja nú þeg- ar sjóliðsforingi, en starfar um borð sem óbreyttur. Fréttamönnum var boðið um borð kl. 5 síðd., og þeim sýnt skipið hátt og lágt. Þeir ræddu þar við Kommandant Hans Engel, Kapitan von Wit- zendorf og Stackelberg, sjó- liðsforingja. Auk þess voru viðstaddir Hirschfeld, sendi- herra, og Kurt Sonnenfeld, ræðismaður. Yfirmennirnir gátu þess, að skipið hefði komið til Keykja víkur fyrir röskum tveimur árum, og kváðu áhöfnina hafa talað um það mánuðum sam- an á eftir, hve sú heimsókn hefði orðið ánægjuleg og eftir minnileg. Nú hefði þá langað til að kynnast norðanverðu landinu, og því væru þeir hingað komnir. Síðasta ferð var farin til Karabíska hafs- ins. Þar var að vísu heitara, en náttúrufegurð þykir þeirn miklu meirr hér. Þjóðverjunum verður boðið Vaglaskóg, að Goðafossi og (Ljósm. Mbl. Sv. P,) til Mývatns, meðan skipið stendur við, og fara þeir þang að í tveimur hópum. Einnig verða þeim sýndar íslenzkar kvikmyndir. Sjóliðarnir þýzku hafa sett mikinn svip á Akureyrargöt- ur í dag, enda þykir þeim gott að stíga á fasta grund eftir langa útivist í Dumbs- hafi. — Sv. P. " < —7—~ .. „Gorck Fock“ í Akureyrarhöfn. Ungir Akureyringar þyrptust skoðuöu það af miklum áhuga. um borð í þýzka skipið UM hádegi í gær var hæðar- hryggur og mjög stillt veður um ísland og Grænland. Lægð var austur undir Noregsströndum og olli N- kalda á Austurdjúpi en önnur lægð var suður af Grænlands odda og stefndi austur eftir fyrir sunnan ísland. Loks var talsverð lægð yfir Baffins- landi og olli fallandi loftvog og hægri S-átt á vestanverðu Grænlandi. Getur lægð þessi valdið veðrabrigðum hér á landi innan tíðar. IsunsniM Eining undans Siðustu dagana hefur komm- únistablaðið verið að sækja í sig veðrið út af samningum þeim, sem nú er rætt um að gera við Atlantshafsbandalagið um að það byggi nýja olíugeyma í Hvalfirði og nauðsynleg hafn- armannvirki í því sambandi, en eins og kunnugt er hafði Tíminn, málgagn Framsóknar- flokksins, alla forystu í árásum á ríkisstjórnina út af þessu máli, þegar fyrst var frá því skýrt. Nú eru kommúnistar tekn ir að nálgast málflutning Fram sóknarblaðsins, enda hefur þeim fundizt það súrt í broti að vera eftirbátar Tímans, og er það að vonum. Bæði beina blöðin skeytum sínum að Bjarna Benediktssyji, formanni Sjálfstæðisflokksins. Kommúnistablaðið hneykslast á því, að hann skuli minna á þá staðreynd að ísland dróst inn í hernaðarátökin 1940, þótt hér væru engar varnir og segir síð- an: „En byltingin í hertækni og vopnabúnaði hefur orðið svo al- gjör síðan 1940, að Bjarni Bene- diktsson gæti með ámóta mikl- um rétti vitnað til hermennsku steinaldarmanna máli sínu til sönnunar“. Rússar vita um mikilvægi íslands En þótt ritstjórar kommúnista blaðsins þykist ekki vita það, þá hefur rússneskt tímarit glopr að því upp úr sér, að rússnesk- um hernaðarsérfræðingum sé fullkunnugt um það, að hernað- arþýðing íslands sé nú geysi- mikil og ef til vill meiri en nokkru sinni áður. Þetta rit benti á það, að helztu kafbáta- leiðir um Atlantshaf væru í ná- lægð íslands, og þess vegna er það, sem það skiptir meginmáli fyrir íslendinga að hér sé sú aðstaða og þær varnir, sem nægi til þess að Rússum sé það fyrirfram fullljóst, að þeir gætu ekki náð yfirráðum á íslandi né í námunda við landið. Herfræðingar TímaiiS Tíminn byrjar hins vegar rit- stjórnargrein sína á eftirfarandi orðum: „Að vonum hefur sú túlkun Morgunblaðsins vakið mikla at- hygli, að það séu svik við NATO, ef íslenzk stjórnarvöld fallist ekki á allt sem hershöfð- ingjar þess fara fram á. Enn meiri athygli hefur þetta vakið, vegna þess að tekið hefur ver- ið kröftuglega undir þessa kenningu í Reykjavíkurbréfum þeim, sem formaður flokksins og væntanlegur forsætisráðherra skrifar í blaðið. Það er m.ö.o. staðfesting þess, að hér er um að ræða stefnu helztu forvígismanna Sjálfstæðis fIokksins“. Tíminn hefur áður skrifað um það, að herforingjar Atlants- hafsbandalagsins væru frekir og misvitrir. Hins vegar virðist rit- stjórar Tímans telja sig sér- staka herfræðinga og vita ná- kvæmlega hvaða varnir henti íslendingum bezt, án þess svo mikið sem að leitast við að kynna sér sjónarmið þeirra, sem aðrir telja herfróða. En at- hyglisverðust er samt yfirlýs- ing blaðsins fyrir nokkrum dög- um, að ekkert væri athugavert við að láta Atlantshafsbandalag- inu i té þá aðstöðu hér á landi, sem það hefði ekkert gagn af, en hins vegar bæri að forðast eins og heitan eldinn að heim- ila bandalaginu þær aðgerðir hér á landi, sem styrkja nmn'lu varnarmátt þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.