Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 17
1 Miðvikudagur 28. ágúst 1963 MORCUNBLAÐIÐ 17 — Útflutningur Framh. af bls. 14 trúa Sambandsstjórnarinnar, þar sem rætt var um á hvern hátt væri unnt að auka viðskitpin við Austur-Evrópu. Áður höfðu ver- ið gerðir 'samningar um aukin viðskipti við tvö þessara landa, þ. e. Pólland og Ungverjaland, en framundan voru samningar m.a. við Rúmeníu og Sovétrík- in. Vestur-þýzki iðnaðurinn ósk- aði eftir aðstoð af hálfu Sam- bandsstjórnarinnar til að greiða fyrir viðskiptunum. Voru það einkum stórfyrirtæki í stáliðnað- inum og skipasmíðastöðvar, sem knúðu á i bessum efnum. Bretar hafa stefnt að því í mörg ár að auka útflutning sinn til þessara landa, m.a. fisksölusam- tökin Britfish Ltd. Það sem af er þessa árs, hafa þau selt til Sovétríkjanna fryst bolfiskflök fyrir 32,5 milljónir kr. og gera ráð fyrir að selja enn meir þang- að síðar á árinu. í blaðaviðtali í Norges Hand- els og Sjöfartstidende 16. júlí sl. segir einn af framkvæmdastjór- um Frionor, Arne Asper, að Norð menn hafi selt 4700 tonn af bol- fiskflökum til Sovétríkjanna í ár og að erfitt sé að segja, hvort um aukningu verði að ræða, „en að af hálfu þeirra (Norðmanna) vonumst við að sjálfsögðu til, að þetta leiði til aukinna viðskipta. •— Orðrétt á norsku: „Paa vort spörgsmaal om de store leveransene til Sovjet- Samveldet innebærer en permanent ökning í salge av norsk fisk til dette land, svar- er direktör Asper at det er • meget vanskeligt á si, men fra norsk side haaper vi selv- sagt at det skal före til ökt samhandel, slutter han.“ Það eru því fleiri en íslenzkir útflytjendur, sem geta hugsað sér aukin viðskipti austur á bóginn, en því geta allir verið sammála að forsenda þess að svo beri að gera af hálfu íslendinga, hlýtur setíð að vera sú, að við fáum vör- ur í staðinn^sem fullnægja kröf- um okkar. Án nokkurs vafa má auka enn meira hrávöruinnflutn- ing frá þessum löndum. Hvort innkaupamöguleikar frá Austur- Evrópu hafi verið kannaðir til hlítar, skal látið ósagt. Það er t.d. mál margra, að Austur-Þjóð- verjar og Pólverjar byggi prýði- leg fiskiskip. Tékkar eru heims- frægir fyrir framleiðslu sína á glervörum o.s.frv. Að ræða um slíkt er annað og meira mál. Vostur-Evrópa. Að lokum skal frá því skýrt, að af hálfu SH hefur verið lögð sérstök áherzla á að reyna að auka sölur í Vestur-Evrópu. Hef- ur sö'lustjórum fyrirtækisins ver- ið tíðförulla á þessa markaði í ár en nokkru sinni fyrr, en auk þess hefur SH í fleiri ár haft sölu 6krifstofu í Englandi. I Vestur-Evrópu er við mjög ramman reip að draga, sem er viðskiptastefna Efnahagsbanda- lags Evrópu í sjávarútvegsmál- um, en sem kunnugt er stefnir bandalagið að því að setja 18% ytri toll á freðfisk og hefur sú Stefna þegar komið til fram- kvæmda að hluta, þannig að I löndum, eins og t.d. Hollandi, er kominn á 6% tollur, þar sem áður var enginn. Stærri og stærri hluti innflutts síldarmagns til Vestur- Þýzkalands er tollaður með 6% tolli, en hún var áður svo til ó- tolluð, vegna þess hve tollfrjáls- ir innflutningskvótar voru rúmir. Auk þess nýtur sjávarútvegur EBE-landanna, t.d. hinn vestur- þýzki, ríflegra ríkisstyrkja, en það hefur mjög veikjandi áhrif á samkeppnisaðstöðu fiskframleið- enda utan svæðisins. Þessi þróun skapar ákveðna tregðu hjá fiskkaupendum inn- an EBE, sem sjá hvert stefnir gagnvart séljendum utan svæð- isins, þannig að þeir vilja held- ur styrkja innkaupasambönd sín við framleiðendur innan EBE. Norðmenn og Danir njóta mun betri tollakjara á freðfisksölum sínum til Bretlands vegna stöðu sinnar innan EFTA, en fslending ar, sem standa utan svæðisins. Af innfluttum íslenzkum fiski verður að greiða 10% toll í Bret- landi, en aðeins 5%, komi fisk- urinn frá Danmörku og Noregi. í framtíðinni mun SH, sem ætíð áður, leggja áherzlu á að seljá til þeirra markaða, sem hag kvæmastir eru fyrir sjávarútveg og fiskiðnað landsmanna. í stefnu samtakanna í sölumálum felst það að tryggja hjóðarhag og auka velsæld þjóðarinnar fyrir til- stuðlan íslenzkrar útflutnings- framleiðslu. Syndið 200 metrana Ján Hjartarson, Skagnesi-Kveðja Á Eystranesi má auðan Stól líta, nú fækkar ferðamönnum fallinn er ein af hetjum sönnum. Að viði gengin í vestri sól. Hjarta ljúflingsins hætt að slá. Ekkert fær grandað göfugmenni í gömul spor þó aftur fenni. Lifa minningar mörgum hjá. Á Skagnesi var þitt ríki reist. Ótrauður barðist alla daga iðjumanns líf er hetjusaga. Flestra vandræði fékkstu leyst. Á nýjar leiðir nú liggja spor. Framtíðarlandið nú færðu að kanna fegurð og hamingju reyna sanna. Þar auganu mætir eilí. t vor. Vinur og frændi far nú vel. Aftur við sjáumst einhveintíma við ellina verð eg enn að glíma. Blessi þið drottinn bak við hel. B. E. Jón Rögnvaldsson, umsjónarmaður Lystigarðsins á Akureyri, lengst til hægri, sýnir skógræktar- mönnum Lystigarðinn. Á myndinni sjást í fremstu röð talið frá vinstri: Halidór Sigurðsson, Eið- um, Björn Ófeigsson, Reykjavík, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Reykjavík, Helgi Hersveinsson, Patreksfirði, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Patreks firði, Hákon Guðmundsson, Reykjavík, Ólöí Árnadóttir, Reykjavík og Jón Rögnvaldsson, Akureyri. — Skógrækt Framh. ai bls. 13 Stjórn Skógræktarfélagsins Á aðalfundinum áttu tveir stjórnarmenn að ganga úr stjórn Skógræktarfélagsins, þeir Einar Sæmundsen og Hákon Guðmunds son, hæstaréttarritari. Voru þeir báðir endurkjörnir. Auk þeirra eiga sæti í stjórninni þeir Sig- urður Bjarnason, ritstjóri frá Vig ur, Hermann Jónasson, alþingis- maður og Haukur Jörundsson, skólastjóri á Hólum. Skógræktarfélag Eyfirðinga hafði haft veg og vanda að und- irbúningi þessa aðalfundar Skóg ræktarfélagsins og var hann all- ur hinn prýðilegasti, undir for- ystu þeirra Guðmundar Karls Péturssonar, yfirlæknis, form. Skógræktarfélags Eyfirðinga og Ármanns Dalmannssonar, fram- kvæmdastjóra félagsins. Skrúfstykki Eigum fyrirliggjandi skrúí- stykiki í miklu úrvali. Hagstætt verð. LUDVIG STORR Sími 1-33-33 \ *""£ t ;•* ;• % \ •• -T -Wv Fablon-Topji Plastdúkur Það er á allra færi að klæða og skreyta með FABLON sjálflímandi plastdúk. Mjög sterkt slitlag. Nýkomið aftur um 30 munstur og í öllum viðarlitum. Fæst hjá: Málarabúðinni Vesturgötu Helgi Magnússon & Co, J. Þorláksson & Norðmann, Skiltagerðin Skólavörðustíg Brynja verzlun, P. Hjaltested, Heildsölubirgðir: Davlð S. Jónsson & Co. hf. ÍTSALA »j karlmannafatnaði í DAG HEFST ÚTSALA Á KARLMANNAFÖTUM OG STÖKUM JÖKKUM. IVSikið úrvað — Stórlækkað vero KOMIÐ SNEMMA O G GERIÐ GÓÐ KAUP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.