Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNtUADIÐ Miðvikudagur 28. ágúst 1963 ■t * IUannréttindagangan fer fram í Washington i dag Washington, 27. ágúst — AP RÓSEMI og virðuleiki ein- kennir væntanlega þátttak- endur í kröfugöngunni, sem farin verður í Washington á morgun, miðvikudag, til að leggja áherzlu á full mann- réttindi til handa blökku- mönnum. Þó gætir nokkurs efa í röð- um þeirra, sem að undirbún- ingi standa; ekki vegna þess, að þeir efist um málstaðinn eða réttmæti göngunnar, held ur vegna yfirvofandi verk- falls járnbrautarstarfsmanna. I»eir hafa boðað til verkfalls- ins á miðnætti á miðvikudag. Verði af því, getur farið svo, að meginhluti þeirra, sem í kröfu- göngunni taka þátt, verði að haf- ast við í höfuðborginni um ó- ákveðinn tíma. í dag, þriðjudag, sat þing lands ins að störfum og reyndi að koma sér saman um lagasetningu, sem komið geti í veg fyrir verkfallið. Ljóst er nú, að verkfallshótun járnbrautarstarfsmanna hefur haft talsverð áhrif. Talsmaður þeirra, sem að göngunni standa, Sy Posner, sagði í dag, að a.m.k. 2000 manns, sem ákveðið höfðu að koma til Washington, til þátt- föku í kröfugöngunni, hafi dregið sig til baka. Þó er ljóst, að þátttaka verður allmikil, og hafa verið gerðar sér stakar ráðstafanir til að afla fjár tjl að standa undir kostnaði við þátttöku blökkumanna, sem lítið fé hafa milli handa. Er þar um að ræða nokkur hundruð blökku- menn frá Suðurríkjunum. Lögreglan í Washington hefur gert sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir alvarleg upp- þot, en margir efast mn, að und- irbúningurinn sé nógur, þar eð enginn veit, hve margir munu leggja leið sína tíl borgarinnar. Lögreglan miðar þó ráðstafanir sínar við þátttöku 100.000—250.- 000 manns. A. Philip Randolph, sá, sem annast stjórn göngunnar, hefur tilkynnt, að allt verði gert, sem hægt er, til að hindra, að til óeirða komi. Annað aðaláhyggjuefni borgar- yfirvaldanna í Washington er, að erfiðlega kunni að ganga að flytja alla þátttakendur burt, að göngunni lokinni. Einkum og sér í lagi verður þetta vandamál erf- itt viðureignar, ef járnbrautar- verkfallið skellur á á miðviku- dagskvöld. Meðal þátttakenda í kröfu- göngunni verða margir heims- kunnir menn, þ.á.m. kvikmynda- leikarar. Sumir koma langt að, jafnvel alla leið frá Evrópu, s. s. Charlton Heston. Aðrir leikarar leggja leið sína frá Hollywood, en þar virðist góður andi ríkja í hópi leikara, þótt litarháttur allra sé ekki sami. Tilboðin í holræsið frá 37-56 milliónir kr. TILBOÐ í holræsið mikla, sem liggja skal eftir Fossvogsdal og út í Skerjafjörð, voru opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar um helgina. Fimm tilboð bárust, þar af tvö frá sama aðilanum. Véltækni h.f. • króna. Hæsta tilboðið var 56 milljónir króna. Innkaupastofnunin vinnur nú Skemmdir framdar á skurðarvél MAÐUR sem vinnur við skurð á túnþökum við Grensásveg hefur kært til- lögreglunnar vegna skemmda, sem gerðar voru á skurðarvélinni. Þegar maðurinn kom tll vinnu sl. föstudagsmorgun var vélin í gangi og bar þess greini- lega merki, að henni hafði verið ekið um nóttina. í ljós kom, að mótorinn er skemmdur. Rannsóknarlögreglan beinir þeim tilmælum til fólks, sem kynni að hafa orðið vart við skemmdarvargana að gera að- vart hið fyrsta. að útreikningum tilboðanna, sem taka mjög mismunandi tillit til ýmissa atriða. Þess má geta, að eini fasti liðurinn í tilboðunum er verð á pípunum, sem kosta um 10 millj. króna, miðað við verð- lag Pípuverksmiðjunnar. Áttræð í dag ÁTTRÆÐ er í dag Ástríður Helgadóttir frá Stokkseyri. Hún dvelst nú að Lindarbraut 4, Sel- tjarnarnesi. Strokkur gýs eftir háifrar aldar svefn GEYSISNEFND fékk jarðhita um. unz þau hættu alveg upp deild raforkumálaskrifstof- úr 1915 eða um líkt leyti og unnar til þess að bora í hver- inn Strokk, sem er skammt gos Geysis. Mað borun 40 metra djúprar holu niður úr frá Geysi í Haukadal, með botni Strokks hefur upp- þeim árangri, að Strokkur er streymi heits vatns aukizt, nú tekinn að gjósa á ný eftir vatnið stigið upp í hina fornu um hálfrar aldar svefn. Hafa skál, sem er svipuð Geysis- gosin mælzt allt að 35 metra skálinni, og gos hafizt að nýju. há. Strokkur var áður fyrr Gosin eru mjög tíð, án þess mesti goshrer í Haukadal að sápa sé látin í hverinn, næst á eftir Geysi og er gos- — koma með fárra mínútna um hans víða iýst í hinum millibili. Þau eru mishá og ná eldri ferðabókum. Á seinm hluta 19. aldar urðu gos hans sum allt að 35 metra hæð. Engra breytinga hefur orðið treg, unz nýtt líf færðist í vart í öðrum hverum við bor- þau við jarðskjálftana miklu unina í Strokk. á Suðurlandi 1S96. Eftir alda- mótin dró þó aftur úr gosun- (Frétt frá Geysisnefnd). 5 humarbátar með 23 tonn Akranesi, 27. ágúst. MOKAFLI hefur borizt hér á land af humarbátunum í dag. Afli 5 báta var 23 tonn. Fram var aflahæstur með 6,2 tonn, þá Bjarni Jóhannesson 5.3, Sæfaxi 4.6, Ásmundur 3.6 og Svanur 3.3 tonn. Logn og blíða er um allan sjó. Einn bátur héðan fékk 50 tunnur af síld í nótt. Heyrzt hefur, að Skírnir og Haraldur hafi haldið á miðin út af Austfjörðum. — Norska stjórnin Framh. af bls. 1 ins, var sagt, að komi til alvar- Iegra umræðna á þingi um stefnuskrá stjórnarinnar, verði boðað til framhaldsfundar 19. sept. — Verkamannaflokkurinn lagði til í dag, að stjórn Lyng hraði störfum sínum, svo að unnt verði að taka afstöðu til stefnu- skrár hennar, áður en gengið verður til bæjarstjórnarkosn- inga. Vinstri flokkurinn lýsti því yfir, að þátttaka hans í stjórnarsam- starfi muni verða í anda stefnu- skrár flokksins. Sósíaliski þjóðarflokkurinn krefst yfirlýsingar stjórnarinn- ar, svo að taka megi afstöðu til hennar í tæka tíð fyrir bæjar- stjórnarkosningar. Stjórn Gerhardsens hélt ár- degis síðasta fund sinn með Ól- afi konungi, en nýja stjórnin var útnefnd skömmu eftir hádegi. í viðtali því, sem Lyng átti við Briisselblaðið „Derniere Heure“, segir forsætisráðherr ann, að stjórn hans muni fylgja óbreyttri stefnu í utan- ríkismálum. Hann vék einnig að Efnahagsbandalagi Ev- rópu, og sagði, að það væri ótímabært að ræða það nú, hvort Noregur ætti að taka þátt í því samstarfi. Lyng vildi fátt segja um framtíð stjórnar sinnar, ann- að en það, að kosningarnar 23. sept. myndu segja til um, hvort þjóðin vildi styðja stjórn, sem ekki starfaði 1 anda sósíalisma. Hinn nýi vegur fyrir Ólafsvíkurenni. Þegar hefur verið lokió við um 400 af 1200 metrum. Grjóthruii lenti á 2 mönnum i Ólafsvíkurenni GRÓTHRUN lenti á tveim mönn- um um kl. 8 í fyrrakvöld þegar verið var að sprengja í nýja veg inum fyrir Ólafsvíkurenni. Ör- skömmu eftir sprenginguna kom grjót fljúgandi ofan úr hlíðinni og lenti á mönnum. Slasaðist annar þeirra svo mikið, að sjúkra flugvél Björns Pálssonar varð að flytja hann á Landsspítalann. Líkur eru taldar til, að grjót- flugið hafi stafað af sprengmg- unni. Lentu tveir steinar, frem- ur litlir, á mönnunum tveim um axlir eða þar um bil. Annar þeirra, Björgúlfur Þorvaldsson, fékk þyngra högg og hrapaði hann nokkra metra mður eftir hlíðinni. Hinn maðurmn var minna slasaður. Læknirinn í Ólafsvík kom á staðinn og lét hann flytja Björg- úlf á börum vestur með Ólafs- víkurenni. Þurfti að flytja mann- inn í fjörunni. Bíll kom á móti frá Gufuskálum, sem flutti hinn slasaða til flugvallarins. Flugvél frá Birni Pálssyni flutti manninn svo til Reykjavíkur, þar sem hann var settur inn á Landsspít- alann. Meiðslin munu ekki vera lífshættuleg. Patet Lao segist vilja frið í Laos Vientiane, 27. ágúst — AP PHOUMI Vongchivit, upp- lýsingamálaráðherra stjórnar innar í Laos, hélt í dag á fund forsætisráðherrans Souvanna Phouma, prins, og beiddist þess, að viðræður yrðu tekn- ar upp um lausn ófriðar þess, sem steðjað hefur að innan- lands, undanfarna 5 mánuði. í för með upplýsingamálaráð- herranum var talsmaður Pat- et Lao (kommúnista) í N- Laos. Þetta er fyrsti fundur, sem Vongchivit á með Souvanna Phouma, frá því sá síðarnefndi kom úr heimsókn til aðalstöðva Patet Lao, sl. mánudag. Talið er nú fullvíst, að fyrir liggi viljayfirlýsing Souphanou- vong, prins, leiðtoga Patet Lao, þess efnis. að sainningaumleitun- um beri að hraða. Hefur styrjald- arástand það, sem ríkt hefur und anfarna mánuði, valdið mikilli ringulreið í landinu. Berlega hef- ur komið fram, að Genfarsam- komulagið um Laos hefur ekki verið haldið. Vongchvit átti tveggja stunda fund með Souvanna Phouma. Að honum loknum skýrði upplýsinga málaráðherrann fréttamönnum svo frá, að það væri ætlun og vilji Patet Lao að komast að frið- samlegri lausn mála í Laos. Sagði ráðherrann, að brýna nauðsyn bæri til þess að koma í veg fyrir frekari bardaga í landinu. Vongchivit sagðist hafa fengið Souvanna Phouma orðsendingu frá Souphanauvong, en þar væri að finna tillögur um friðsamlega lausn. Er þar einkum að finna, að sögn ráðherrans, tillögur, er miða að því að finna frambúðar- lausn deilu þeirrar, sem staðið hefur um Krukkusléttu. Þar hafa bardagar verið mestir undan- farna mánuði. Ekki vildi ráðherrann greina frá tillögunum í einstökum atrið- um, en forsætisráðherrann mun nú hafa þær til athugunar. Höfnuðu Keeler London, 27. ágúst — NTB. FÉLAG brezkra leikara hefur látið fara frá sér yfirlýsingu, vegna Christine Keeler, sem mest kom við sögu Profumo-málsíns. Segir í tilkynningu félagsins, að ungfrú Keeler fái ekki inn- göngu í félagið, þar eð þátttaka hennar í kvikmynd um Profumo málið sé ekki til þess fallin að auka hróður félagsins. Önnur stúlka, Yvonne Bucking ham, leikur hlutverk Keeler í myndinni, en taka hennar fer nú fram 1 Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.