Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. ágúst 1963 Utflutningur sjávarafurða til Austur - Evrdpu - ettit Guðmund H. Garbarsson v iöskiptafræðing hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna TILEFNI greinar þeirrar, sem hér fer á eftir, eru leiðaraskrif um útflutningsmál í Morgunblað inu 30. júlí sl. í þeim er fjallað af miklu skilningsleysi um vanda mál útflutningsframleiðslunnar, jafnframt því sem ákveðnar merkingar, sem ekki eiga sér stoð, eru lagðar í ályktanir aðal- fundar Sölumiðstöðvár hraðfrysti húsanna, sérstaklega varðandi útflutning og sölu sjávarafurða til Austúr-Evrópu. Þar sem um- rœdd skrif um eina aðalatvinnu- grein landsmanna, sem þúsundir eiga afkomu sína undir, eru mjög villandi, er bæði rétt og skylt, að þeim sé svarað af hálfu þeirra, sem bera ábyrgð á að tryggja íslenzkum sjávarútvegi örugga markaði fyrir þann hluta aflans, sem fer ' frystingu. Með því tekst vonandi að varpa réttu ljósi á ákveðnar staðreyndir í út- flutningsmálum, sem erfitt er að hrekja, hverjar svo sem óskir manna í aðra átt kunna að vera. Ályktun SH um viðskipti við Austur-Evrópu Ástæðan fyrir leiðara Mbl. er eftirfarandi ályktun, samþykkt á aðalfundi SH 1963: „Aðalfundur SH, haldinn í Reykjavík í júní 1963, vill vekja athygli á að reynsla und anfarinna ára hefur.sýnt, að meðal stærstu kaupenda á hraðfrystum fiski og síld hafa verið svonefnd jafnvirðis- kaupalönd. Nú hefur dregið mjög úr Guðmundur Garðarsson innflutningi frá þessum lönd- um, og þá jafnframt úr sölu- möguleikum til þeirra. SÚor- ar því fundurinn á hæstvirta ríkisstjórn íslands, að hún geri einhverjar þær ráðstafanir, sem tryggi, að útflutningur sjávarafurða til þessara landa aukist í stað þess að dragast saman.“ Á grundvelli ofanskráðrar á- ályktunar kemst leiðarahöfund- ur Mbl. að þeim furðulegu nið- urstöðum; „að , skorað sé á rikisstjórn- ina að auka viðskipti við kommúnistaríkin, og auðvit- að með nýjum innflutnings- höftum og þvingunum“, og ennfremur, að „í þessari ályktun Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna er í raun réttri fólgin krafan um nýjar uppbætur. Samkvæmt henni á að heimila útflytjend um að selja vöru til kommún- istaríkjanna fyrir óraunhæft verð og þvinga síðan neytend- ur til að nota dýrari vörur, og oftast líka verri — sem keyptar eru yfir markaðsverði í þessum löndum". Vægt að orði kveðið má segja, að það sé óskiljanlegt, að nokk- ur skuli geta lesið framanskráð út úr ályktun SH. í henni er hvergi óskað eftir innflutnings- höftum, uppbótum né þess, að neytendur verði þvingaðir til eins eða neins. Hins vegar er bent á blákaldar staðreyndir, sem eru þær, að sölumöguleikar á hraðfrystum fiski og síld (salt- aðri og frystri) til vöruskipta- landanna hafa versnað og þess óskað, að ríkisstjórnin geri ein- hverjar þær ráðstafanir, sem tryggja að útflutningurinn til þessara landa aukist í stað þess að dragast saman. Þessar ráð- stafanir geta verið fólgnar í ýmsu, t. d. í auknum kaupum á hrávörum alls konar á heims- markaðsverði o.s.frv. Rétt er að fara nokkuð nánar út í eftirfarandi fullyrðingar: „Að selt sé til kommúnistaríkj- cnna fyrir óraunhæft verð," „að dýrari vörur — yfir markaðs- verði — séu keyptar í staðinn", og „að óskað sé nýrra uppbóta, innflutningshafta o.s frv. vegna aukinna viðskipta við vöruskipta löndin.“ „Óraunhæft verð“ Verð á útfluttum sjávarafurð- um ákvarðast annars vegar af hinum erlendu kaupendum og hins vegar innlendum seliendum. Þetta eru einfaldar staðreyndir, sem sérhver skilur. Að baki þeirra verðákvarðana, sem selj- endur og kaupendur taka, eru ótal mörg atriði, sem hafa á- Hjartans þakkir til vandamanna og vina fyrir gjafir og hlýjar kveðjur á 80 ára afmæli mínu 21. ágúst s.L Kær kveðja. Margrét Jósefsdóttir, Miðtúni 11. Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig, með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 75 ára afmælinu 18. ágúst s.l. Anna S. Vilhjálmsdóttir, Siglufirði. Jarðarför GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR frá Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 1,30. Aðstandendur. Eiginmaður minn, faðir og sonur STEFÁN BJÖRNSSON verður jarðsunginn frá kapellunni í Hnífsdal fimmtu- daginn 29. ágúst kl. 2 e.h. Sigfríð Lárusdóttir og börn,. . Jóna Guðmundsdóttir. Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar GUÐRÚNAR ALBERTSDÓTTUR Gísli Kristjánsson, Samtúni 8. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför KARLS G. GÍSLASONAR verkstjóra, Meðalholti 17. Fyrir hönd vandamanna. Nanna Einarsdóttir. Öllum þeim fjölmörgu fjær og nær, sem auðsýndu okkur svo ríka samúð og vinarhug við andlát og jarðar- för mannsins mins, föður, tengdaföður og afa GESTS GUÐJÓNSSONAR 1 skipstjóra, Siglufirði, færum við okkar innilegustu þakkir. Sérstaklega viljum við þakka stjórn og starfsmönnum Síldarverksmiðju ríkisins. , Rakel Pálsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför föður okkar, tengdaföður og afa STEFÁNS JÓHANNSSONAR bifreiðasala. Börn bins látna. áhrif á og móta hið endanlega verð. Ef litið er á hlið seljandans, í þessu tilfelli seljendur hrað- frystra sjávarafurða, þá er þess að gæta, að sala ákveðinna af- urða er stað- eða svæðisbundin, þannig að þeim (seljendum) eru ákveðin og þröng takmörk sett hvar og hvenær þeir bjóða af- urðirnar. Tökum t.d. hraðfrysta síld; markaður fyrir hraðfrysta sild er einkum í Austur- og Vest- ur-Evrópu. Bandaríkin kaupa sáralitla síld, þar sem hún er ekki á neyzluseðli þjóðarinnar. Austur-Evrópubúar hafa um aldaraðir verið miklir síldarneyt- endur miðað við aðrar þjóðir. Vestur-Evrópubúar neyta tals- vert mikið síldar, einkum Þjóð- verjar, Hollendingar og Svíar, en þó mun síldarneyzla vera frekar hnjgnandi hjá þessum þjóðum. f vestrinu ræður framboð og eftirspurn markaðsverðinu. Sé eigin síldarafli þessara þjóða mikill og fái þær hana ferska, minnkar innflutningsþörfin og vofa þá ætíð yfir miklar verð- lækkanir. Austur-Evrópuþjóð- irnar hafa ekki jafn góð skilyrði til eigin öflunar á síld og verða þær því að treysta á árvissan innflutning. Skapar það meiri stöðugleik í sölum, bæði hvað snertir magn og markaðsverð inn á þessa markaði. Útflutningur íslendinga á frystri síld síðustu árin staðfestir framanskráð, en hann hefur verið sem hér segir: minna í sinn hlut. 121 bátur stund uðu haust- og vetrarsíldveiðarn- ar við S.-Vesturland til áramóta 1962/63, og er það ekkert laun- ungarmál, að sölur á frystri og saltaðri síld til Austur-Evrópu eru bein forsenda þess, að hægt væri að gera út á þessar veiðar. Má telja fullvíst, að ekki hefði verið gert út á þær, ef ekki hefði verið unnt að nýta síldina í ann- að en mjölvinnslu. Verðmæti heildarútflutningsins árið 1962 var 3618 millj. króna. Útflutning- ur sjávarafurða til Austur-Ev- rópu árið 1962 var um 62.000 tonn, að verðmæti um 633 millj. kr., eða um 1/6 hluti heildarút- flutningsins. Helztu afurðir, sem þangað voru seldar, voru frystar sjávarafurðir, saltsíld, síldar- og fiskimjöl, fiskmeti niðursoðið og þorskalýsi. „Dýrari vörur — þvingun á neytendur". f þessari fullyrðingu kemur I ljós, að sá, er leiðara Mbl. skrif- aði hinn 30. júlí sl., hefur eigi kynnt sér nægilega verðlag á þeim vörum, sem við flytjum inn frá Austur-Evrópu. Meginhluti þeirra árið 1962 voru svonefndar hrávörur, þ. e. eldsneyti (olíur, benzín), málmar, trjáviður, kork, ennfremur nokkuð af korni, sykri og skepnufóðri. Svo dæmi sé tekið má nefna, að meira en 90% af innfluttum vörum frá Sovétríkjunum árið 1962 flokkast undir hrávörur. Vörur þessar eru Á R 1960 1961 jyoz Land Magn Verðm. Magn Verðm. Magn Verðm. tonn 1000 kr. tonn 1000 kr. tonn 1000 kr. Pólland ............. 3129 Sovétrikin ......... Tékkósióvakía ...... Vestur-Þýzkaland .... 866 Austur-Þýzkaland .... 2416 Rúmenía ............... 356 Færeyjai ........... Önnur lönd ............ 479 Samtals ............ 7249 16449 3334 19522 2036 12026 731 3312 5000 22415 4128 24479 4658 27705 3444 5621 25188 5206 28342 9921 377 2113 3858 22785 1783 30 171 1949 11102 826 4715 2557 235 1243 592 3422 34154 14456 76028 24125 132512 Miðað við hina takmörkuðu sölumöguleika á sild í Vestur- Evrópu, hefur Austur-Evrópa ver ið það svæði, sem hefur tekið á móti mestu magni á því verði, sem íslenzkar kringumstæður hafa krafizt. Það eru ekki selj- endur eða framleiðendur einir, sem ákvarða það útflutningsverð, sem krafizt er, heldur einnig aðr- ir þeir, sem taka þátt í fram- leiðslunni, eins og t. d. útvegs- menn, sjómenn og verkafólk. Óþarft er að lýsa því launaskriði, sem dunið hefur yfir íslenzku þjóðina sl. tvö ár, en laun hafa hækkað að meðaltali um 30%. Hráefnisverð hefur einnig hækk- að sem og allur annar reskturs- kostnaður. Þessi þróun hefur hert á kröfunum um að íslenzkir útflytjendur tryggi hærra verð fyrir afurðirnar. Sé aðeins litið á þýðingu þess fyrir útvegsmann- inn og sjómanninn að frysta sild- ina fyrir þá markaði, sem vilja kaupa hana þannig, fremur en að setja hráefnið í síldarverk- smiðjur, hljóta menn að skilja, að verðið, sem krafizt er af hálfu útflytjenda, er ekki „óraunhæft verð“, heldur forsenda hráefnis- verðs síldar í þessa verkun. Sam- kvæmt ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins var hráefnisverð síldar í frystingu sl. haust kr. 1,75 pr. kg., en síldar til vinnslu í verksmiðju kr. 0,75 pr. kg. eða 1.01 kr. hærra pr. kg. í frystingu. Er hér um að ræða lágmarksverð á fersksíld veiddri við Suður- og Vesturland sl. haust og vet- ur, en það er eingöngu slík síld, sem seld er úr landi fryst. Hverju mundi það muna fyrir útgerðarmenn og sjómenn, ef ekki væri lögð áherzla á að selja freðsíld til Austur-Evrópu? Má í þessu sambandi einnig minna á þýðingu saltsíldarinnar vegna þessara markaða. Miðað við útflutning ársins 1962 myndu þau 15.552 tonn, sem þangað seldust, hafa þurft að fara í vinnslu í verksmiðju. Það þýðir, að útvegurinn hefði feng- ið um 15,5 milljónum krónum keyptar á heimsmarkaðsverði og þar undir, og heyrir það til und- antekninga, að íslendingar þurfi að kaupa fyrir hærra verð til að tryggja útflutning þangað. % hluti heildarkaupa frá Sovétríkj- unum árið 1962 var eldsneyti. Að gæði austur-evrópskrar hrávöru séu mun lakari, og að hún sé mun dýrari en annars staðar frá, er m.a. því til að svara, að íslend- ingar eru ekki einir Vestur-Ev- rópuþjóða, sem kaupa hrávörur þaðan. Árið 1962 keyptu ftalir 7,3 milljónir tonna af eldsneyti frá Sovétríkjunum. Var það tæplega 1 milljón tonna meira en árið áður. Vestur-Þjóðverjar keyptu 4,2 millj. tonna, Svíþjóð 2,9 millj. og Finnland 2,8 milljónir. —- Brennsluolíuflutningur íslands var 312 þúsund tonn, og svo til eingöngu frá Sovétrikjunum. Hvað sem þessari upptalningu líður, eru allir _ð sjálfsögðu sam- móla um, að æskilegast sé að við- skipti séu ætíð sem frjálsust, en það þarf ekki endilega að þýða, að eigi geti verið hagkvæmt frá þjóðhagslegu sjónarmiði séð, að eiga viðskipti við AusturEvrópu, „Ósk um uppbætur, innflutningshöft o.s.frv.“ Að umrædd ramþykkt frysti- iðnaðarins gefi tilefni til þeirra hugleiðinga, að hún feli í sér ósk um uppbætur, innflutningshöft o. þ. h. er svo fjarri lagi, að á- stæðulaust er r.ð fjalla nokkuð um það. Hins vegar mætti til fróð leiks skýra frá því, að það er ekkert einsdæmi í heimi alþjóða- viðskipta, að þeirrar tilhneiging- ar verði vart, að æskilegt sé að auka viðskiptin milli austurs og vesturs, eins og fram kom í að- alfundarályktun SH, sem sam- þykkt var í júní sl. Á þessu ári hefur greinilega orðið mikil stefnubreyting í Vest ur-Evrópu í þá átt að stuðla beri að auknum viðskiptum við Aust- ur-Evrópu. 18. júlí sl. var hald- inn fundur í Bonn milli fulltrúa ves*‘—-þýzka iðnaðarins og full- Framh. á bis. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.