Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ' Mi!,'''’^ii(ía£rur 28. ágúst 1963 William Drurhmond: MARTRÖÐ — Kit, elskan! sagði Peggy. — Mig dauðlangar í tesopa. Verð- urðu lengi enn? Kit gekk fram að stiganum. — Búðu það til strax, góða mín, sagði hún. Ég er alveg að koma. Henni hafði dottið nokkuð í hug. Meðan þær drukku, sagði hún: — Segðu mér eitthvað um ykkur Roy. Hún sagði þetta svo alvar- lega, að Peggy varð að einu spurn ingarmerki. — Hvað viltu vita um okkur? spurði hún og hló. — Jæja, hverning jikkur kem- ur saman í raun og veru, sagði Kit. — Þú ert alltaf að barma þér yfir því, að hann skuli vera fjarvistum, en samt ferðu aldrei út með öðrum karlmönnum. Treystirðu honum? Og treystir hann þér? Trúir hann þér? — Þetta var hermannagifting, sagði Peggy. — Ég kynntist hon- um þegar ég var í hjálparsveit kvenna. Ég varð skotin í ein- kennisbúningnum. Og Roy í mínum búningi. Ég ætti ekki að vera að kvarta. Ég vissi vissi vel hvað það er að vera gift manni í flotanum. — En treystir hann þér sem konu, eða telur hann þig alltaf vera stelpukrakka? — Varla á mínum aldri, góða mín. Ef ég hef um eitthvað að kvarta .... jæja, ég vildi nú gjarna, að ég væri ekki tekm eins mikið og sjálfsagður hlutur .. . sem kona Róy Thompson, flota- deildarforingja, bíðandi sperrt og uppdregin og gljáfægð eins og látúnið um borð hjá honum. — Það sýnir að minnsta kosti, að hann kann að meta þig, sagði Kit. — En aftur á móti tilbiður Tony þig og það nægir þér ekki, sagði Peggy og brosti. — Konur eru aldrei ánægðar . . . ekki frem ur en karlmennirnir, býst ég við. Ég gæti vel þegið dálítla til- beiðslu, svona öðru hverju. — Ef þú hétir Katrín, sagði Kit, — vildirðu þá láta kalla þig Kisu? — Jæja, þú líkist n.ú dálítið kettlingi, væna mín. Þú eins og biður um að strjúka þér. — Og með hvassar klær líka? Peggy skildi ekki upp né niður — Ég skil ekki hvert þetta tal okkar getur farið með okkur. Kit hellti í bollana aftur. — Ég var að velta því fyrir mér, hvað hefði orðið, ef þetta sama hefði komið fyrir þig . . . Ef þú hefðir sagt Roy, að þú hefðir fengið símahringingar með saur- ugu tali og hótun um morð, og þið hefðuð svo bæði farið til Scot land Yard og talað við Byrnes, og meðan þú varst að hlusta á segulbandsupptökur með hinum og þessum óþverra, þá hefði Roy hlustað á Byrnes fræða sig á því, að svona ofheyrnir væru algeng- ar hjá kynferðilega ófullnægðum konum, hver hefðu þá orðið við- brögðin hjá Roy? Peggy tók vindling upp úr vesk inu sínu og kveikti í. — Það er bágt að segja! — Það er auðvitað honum til lasts. Það þýðir, að hann hefur verið svo önnum kafinn að vera Roy Thompson flotadeildarfor- ingi, að hann hefur ekki haft tíma til að fullnægja konunni sinni. Það er móðgun við hann sem karlmann. Og ef hann er karl maður, ætti það að geta gert hann almennilega .vondan. Peggy glotti. — Og ef hann er það ekki, ætti það að geta gert hann ennþá verri. Hún var orðin eitthvað óróleg undir þessu tali, svo að Kit fór að halda, að flota- deildarforinginn væri kannske eitthvað atkvæðameiri á sjónum en í rúminu. En hún var ákveðin að láta ekki undan í röksemda- færslu sinni. — Hvað sem Roy kynni að finn ast um þig, sagði Kit, — mundi hann ekki vilja sanna, að Byrnes lögreglustjóri hefði á röngu að standa? — Ekki ef hann tryði því sjálf- ur, að Byrnes hefði á réttu að standa, sagði Peggy. — Áreiðan- lega ekki. Hann mundi bara skammast sín fyrir það. Af því að það væri hans vanrækslu að kenna að konan hans hefði far- ið að þjást af þessum . . . ofskynj- unum. Ég held, að Roy mundi reyna að lækna mig með þessu, sem hann hefði hingað til van- rækt. Og sennilega mundi hann stinga upp á að fara í ferðalag til útlanda — eins og Tony hefur þegar gert. — En góða mín! Kit fann, að reiðin sauð upp í henni yfir þessu hvernig þessar ensku konur voru reiðubúnar til að þola mönnum sínum hvað sem vera skyldi. — Yrðir þú ekki alveg fokvond við hugsunina um, að maðurinn þinn tryði betur ómerkilegum lögreglu snáp en konunni, sem hann hefði gifzt. Það er þó einum of mikið. — Hvað gat hann annað gert? sagði Peggy, sem líklega hefur, að því er Kit hélt, verið móðguð yfir þessari amerísku gagnrýni á brezkum karlmönnum. — Það get ur bara ekki komið heim og sam- an! — Eg skal bara segja þér, hvað hann hefði getað gert, svaraði Kit. Hann hefði getað heimtað að láta hlusta símann. Skilurðu það ekki, að okkur hefði getað verið innan handar að sanna það á einn eða annan hátt. Að minnsta kosti þyrftum við ekki að vaða svona í villu og svima. — Það er nokkuð til í því. En hvers vegna stakkstu ekki upp á því strax? — Eg var bara svo ringluð, sagði Kit. — Og Scotland Yard . . . hann óx mér einhvernveginn svo í augum. Eg hélt, að menn irnir þar vissu hvað þeir voru að gera. Og auk þess. sat ég þarna eins og ræfill með heyrnartólin á höfðinu, meðan þeir töluðu saman á þennan brezka karl- manna-hátt sinn. Eg var eins og hver annar bjáni. — Kannski Tony hafi líka ver ið bjáni, sagði Peggy um leið og hún stóð upp og tók saman boll ana á bakkann. — Hugsaðu ekki um þetta, góða min, ég skal þvo upp. — Það er allt í lagi með mig, sagði Kit. — Þessi umhugsun og tilraunin til að finna út úr leynd- ardóminum hafði hresst hana við. Hingað til hafði hún aldrei fengið svigrúm til að jafna sig eftir eina árásina, áður en sú næsta kom. En nú fannst henni hún vera að sigrast á þessu. Hún var farin að taka á móti. — Þvo þú upp bollana og ég skal þurrka þá og koma þeim fyrir. Úti í eldhúsinu sagði Peggy: — Þú getur nú ekki láð Tony þó hann láti eins hrífast af Scot- land Yard og þú gerir sjálf — eða gerðir. Ef út í það er farið gefur starf hans honum ekki mik ið tækifæri til að fást við þessa hlið lífsins hérna í Bretlandi. Kit þurrkaði bollana með föst um og einbeittum tökum og kom þeim fyrir í skápnum. — Hvers vegna er hann þá að gefa í skyn, að ég sé eins og einhver krakk: í þessum efnum? spurði hún. Og hann er veraldarvanur maður, sem veit og þekkir allt. Ef. ég hefði sjálf tekið þetta mál í mín ar hendur, Peggy, kynni ég að hafa gert það jafnilla, en minnsta kosti aldrei verr. — Já, en nú ætlar hann að fara með þig til Feneyja, mót- mælti Peggy. — Þar geturðu gleymt þessu fyrir fullt og allt. — Án þess að komast til botns í því? Vera þjár vikur við Stóra skurðinn og hugsa um það, og koma svo aftur í þetta sama- Eg hef ekki trú á mikið gagn af því! Þær gengu aftur inn í setustof una. — Mér finnst þú nú dálítið ósanngjörn við manninn þinn, sagði Peggy. — Finnst þér það? sagði Kit með beizkju. — Jæja, reyndu að láta hrinda þér fyrir strætis- vagn, og sjáðu svo til, hversu vænt þér þykir um, þegar allir segja, að það sé bara ímyndun. Hún gekk út að glugganum. Storminn hafði lægt og sólin var að koma fram aftur gegn um blý grá skýin. — Eg vildi óska, að síminn hringdi, svo að þú gætir' einu sinni fengið að heyra í hon um sjálf. Þá gæti þér kannski fundizt ég hafa eitthvað til míns máls. En það var nú ósanngjarnt að ráðast svona að Peggy. Ef út í það var fkrið, hafði hún ekkert gert nema vera góður nágranni. Hún var ekkert skyldug til að eyða hálfum deginum í að hafa af fyrir nágrannakonu sinni. Peggy kom og lagði arminn um — Það er ókurteisi að benda, axlirnar á Kit. — Fyrirgefðu, Kit, mér þykir þetta verulega leitt. Eg skil að minsta kosti, að þú hefur liðið allar helvítis kvai •ir, hvað sem þetta kann að vera. Kit hratt henni frá sér. Þetta „hvað sem þetta kann að vera“ kom henni í uppnám. Peggy hélt, eins og öll hin, að hún væri brjáluð. Kit gekk út á svalirnar og horfði á mennina, sem voru að vinna við nýbygginguna. Bryan var þar, karlmannlegur og traust vekjandi, í rykfrakka. Hann tók ekki eftir henni, en henni nægði að sjá, að hann var þarna nær- staddur. — Ef þú vilt, að Scotland Yard hlusti í símann, hversvegna bið- urðu ekki Byrnes um það? Kit sneri sér að Peggy, ofsa- reið. — Eg? Kynþyrsta eigin- konan frá Grosvennortorginu, er leggur sig niður við hvert ó- merkilegt bragð til þess að vekja eftirtekt eiginmannsins á sér? Nei, komdu mér ekki til að hlægja! — Ef Tony beiddi hann þess, mundi hann gera það. Hvers vegna biðurðu ekki Tony? — Af því að Tony er sann- færður um, að þetta sé allt sam an uppgerð í mér, sagði Kit og talaði hægt eins og hún væri að tala við heimskan krakka. — Og hvert nýtt tilfelli, sem síðan hef ur orðið hefur bara sannfært hann æ betur um, að hann hafði á réttu að standa. Hún leit á síma tólið. — Bara að þú gætir heyrt það með eigin eyrum. Þú gætir talið honum hughvarf! — Kannski hringir hann, sagði Peggy. — Annars er það skrít ið að vona það. Kit smellti með fingrunum. — Mér dettur nokkuð í hug. Hann þarf, ekki einu sinni að hringja. — Hvað í ósköpunum áttu við? — Þú manst þarna í fyrsta skiptið? Þú varst niðri að setja bréf til Roy í póstinn. Ef ekki það hefði verið, hefðirðu heyrt það, er ekki svo? Óli. Peggy botnaði ekki neitt 1 neinu. — Hvers vegna getum við ekki sagt að við höfum heyrt það, jafnvel þó að engin hring- ing hafi komið? — Það væri bara lygi. — Já, en meinlaus lygi, sagði Kit. — Rétt til þess að gera Tony skiljanlegt, að ég er ekki veik. Og þá mundi hann kalla á Byrnes og fá hann til að láta hlusta símann! — En, Kit! Peggy Thompsen var alveg hneyksluð. — Við skul um hafa þetta á hreinu. Þú vilt láta hlusta símann, til þess að sanna, að þessar hringingar séu raunverulegar. En svo viltu fá mig til að votta falshringingu- Ef þeir trúa mér, þá vilja þeir auðvitað ekki láta hlusta . . . og ef þeir trúa mér ekki . . . þá er þetta allt nákvæmlega eins og Byrnes segir, að það sé. Kit tók í báða olnboga á vin- konu sinn. — Eg veit, að það lít ur þannig út, Peggy. En ég sver þér, að það er ekki. Þú verður að trúa mér. Þú veizt ekki hvaða helvítiskvalir eru, þegar allir halda, að þú sért að æpa: „Úlfur, Úlfur!“, eins og heimskur krakki. — Já, en . . . — Þú ert eini vinurinn minn, Peggy. Þú verður að hjálpa mér. Peggy linaðist. — Gott og vel, sagði hún. — Mér er nú mein- illa við það, en ef þú vilt láta mig koma fram fyrir þig, skal ég gera það sem ég get. Segðu mér nákvæmlega, hvað hann segir. Eitthvað stundarfjórðungi síð ar heyrðist í lyklinum í forstofu hurðinni og svo kippti hurðin í keðjuna. — Kit! kallaði Tony, — Það er ég! Geturðu ekki los að þessa bannsettu keðju? SHlItvarpiö Miðvikudagur 28. ágúst 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar, 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Lög úr söngleikjum. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Zara Leander syngur. 20.15 Vísað til vegar: Frá Vatnsfirði að Núpi (Ingimar Jöhannesson). 20.40 Lög eftir Bjarna Þorsteinsson. 20.55 Upplestur: „Skáldið*4, smásag* eftir Karel Capek (Hallfreður Örn Eiríkssop þýðir og flytur). 21.15 Frá tónleikup^im í Austurbæjar* bíói 27. maí s.l. — Poul Bireklund* kvartettinn leikur kvartett D-dúr, K. 285 eftir Mozart. 21.35 Þýtt og endursagt: JÞjóðgerðir og þjóðareinkenni eftir H. J, Eysenck (Eiður Guðmundsson, blaðamaður). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Dulariljnur'* eftir Kelly JRoos; VII. (Halldór* Gunnarsdóttir þýðir og les). 22.30 Næturhljómleikar: Urá útvarpinu í Israel. — Hljóðritað á tónleik* um 31. janúar s.l. — Kol Israel hljómsveitin leikur undir stjóru Dr. Kóbert Abrahams Ottósson* ar: a) Forleikur að óperunni „Töfraskyttan," eftir Weber. b) Kímnadanslög eftir Jón Leifs, c) Sinfónía nr. 2, — „Skapgerð* irnar fjórar'* eftir ^rl Nielsen. 23.15 Dagskrárlok. KALLI KUREKI •-k- Teiknari; FRED HARMAN — Gamli, náðu í ferðatöskuna hennar Mabel. Hún getur verið í kof- anum þínum fram að brúðkaupinu.. I>ú getur sofið í hlöðunni. — En sú svínastía. Hvernig getur þú verið hérna. Þú þarft sannarlega að fá þér konu. — Svínastía. Ég eyddi allri síð- ustu viku í að taka til. — Allt þetta drasl verður að fara. Uppstoppaðir dýrahausar, ekki nema það þó. Og mölétnar húðir. En ömur legt. — Heyrðu. Þú mátt ekki gera þetta. Hevrirðu það, betta -»j:u minja- gnpir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.