Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 28. ágúst 1963 MORGUNBLADIÐ 23 — Viefnam Framh. af bls. 1 Haift er eftir starfsmönnum bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, að þeir séu ekki svartsýnni en áður var, eftir þessar fyrstu umræður. I>á ræddi Lodge í dag við bróður Diem, Ngo Dirnh Nhu, sem almennt er talinn sá, sem mestu ræður nú. Telja sumir vestrænir sendimenn, að hann hygigi jafnvel á alger yfirráð í landinu. Stóð fundur þeirra í rúmar tvær stundir. Ekki er kunnugt um, hvað þeim hefur farið á milli. Sennilegt þykír að stjórn Bandaríkjanna muni breyta af- stöðu sinni til stjórnar Suður- Vietnam. Þó hefur talsmaður og yfirmaður utanríkishjálpar Bandaríkjanna, David Bell, lýst því yfir, .að fjárhagsaðstoð við S-Vietnam muni ekki felld nið- ur. Mun afstaða Bandarikjastjórn- ar í þessu máli erfið, þar sem kommúnistar í N-Vietnam ógna frelsi allra venjulegra borgara suðurhluta landsins. Hins vegar hefur komið fram af orðsendingu þeirri sem Cabot Lodge afhenti Diem, að stjórn Bandaríkjanna fordæmir með öllu framkomu stjórnarinnar við Búddatrúar- menn. í>að hefur vakið talsverða at- hygli, að Vu Can Mau, fyrrver- andi utanríkisráðherra S-Viet- nam, var í dag handtekinn. Hann sagði af sér ráðherraembætti fyrir skemmstu, rakaði höfuð sitt, og var nú á leið til Indlands í pílagrímsför. Diem mun þó ekki hafa þótt hlýða, að Mau kæmist úr landi. Sendiráð fjölda ríkja í Saigon hafa undanfarna daga ekki getað upplýst stjórnir viðkomandi ríkja um ástandið í landinu, þar eð stjórn Diem hefur Iokað venju- legum boðleiðum. Verða sendi- ráðin nú að koma skilaboðum sín Sumar bridgemót SUMARMÓT Bridgesambands fs- lands verður haldið á Laugar- vatni dagana 30., 31., ágúst og 1. september n.k. Þegar hafa tilkynnt þátttöku sína um 150 manns. Þetta er í fyrsta skiptið, setn sumarmótið er haldið að Laugarvatni og er meiri þátttaka í því frá félögum á Suðurlandsundirlendi og suður með sjó en verið hefur. Af þátttakendum eru karlmenn heldur í meirihluta og mikið um hjoh. Áætlunarbifreið fer _ 30. ágúst kl. 5 síðdegis frá BSÍ, en mótið hefst kl. 8 með tvímenn- ingi. um eftir leiðum, sem stjórnin get ur fylgzt með. Hefur þetta vakið geysilega andúð erlendra sendi- manna í Saigon, og telja þeir, að hér sé um að ræða eitt alvarleg- asta brot á réttindum erlendra sendimanna, sem um getur. í hópi þeirra sendimanna, sem þannig hafa verið einangraðir, eru fulltrúar Sviss og Vatikans- ins. Á fundum Sameinuðu þjóð- anna í dag var rætt, hvort grípa skyldi til þess ráðs að kalla sam- an öryggisráðið til að fjalla um ofsóknir þær gegn Búddatrúar- mönnum, sem nú fara fram í S- Vietnam. Það er einkum fulltrúi Ceylons, sem berst fyrir því, að ráðið verði kallað saman. SNEMMA í gærmorgun tókst að bjavga bandarísku námumönnunum tveim, Henry Throne og David Fellin, sem í fjórtán daga hafa verið lokaðir niðri á hundrað metra dýpi í an- trasit-kolanámu í Hazlton í Pennsylvaníu. Björgunartilraunir höfðu staðið yfir allan þennan tinia en þær voru hinar erfiðustu og mátti ekkert útaf bregða, svo að ekki féllu saman göng Mynd þessa fékk Morgunhlaðið símsenda í gaer, en hún var tekin í sjúkrahúsinu í Hazle- ton, er eiginkona Davids Fellin fékk loks að heilsa manni sínum eftir 14 daga kvíðafulla bið. Komnir upp heilir á húfi -eftir 14 daga dvöl í iðrum jarðar • ■ Ottazt um líf þriðja námumaimsins, en björgunartilraunum haldið áfram in, sem boruð voru niður til þeirra. Mennirnir tveir voru hinir kátustu, þegar þeir voru dregnir upp, Throne fyrst, síðan Fellin. Þeir skiptust á gamanyrðum og sungu hástöf um og gerðu þannig sitt til þess að draga úr kvíða þeirra, er uppi biðu og báðu þess eftirvæntingarfullir, að allt gengi vel. Engu að síður grúfði sorg yfir öllum, því að enn var óvist um örlög þriðja mannsins, Louis Bova, sem var í nokkurri fjarlægð frá hinum tveim og ekki hefur heyrzt til í tíu daga. Fjórum sinnum hefur verið reynt að bora niður til Bova, en allar tilraunirnar misheppnastt veggir holunnar hafa jafnóð- um hrunið saman. Enn verð- ur björgunartilraunum hald- ið áfram og reyndar ýmsar gerðir bora. ★ ★ ★ Björgunarmenn hafa verið í stöðugu sambandi við þá Throne og Fellin í marga daga. Hafa matvæli og hjúkr- unargögn verið látin síga nið- ur til þeirra, eftir að tókst að bora fyrstu holuna, er var 15 cm í þvermál. Vandinn hefur síðan verið sá, að vikka hana nægilega mikið til þess að Unnt yrði að ná mönnunum upp. Throne lagði af stað upp kl. 1.50 eftir miðnætti, að staðartíma ( kl. 10 mínútur fyrir sex í gærmorgun, að ísl. tíma) og var 17 mínútur á leiðinni. Fellin var hinsvegar ekki nema rúmar 8 mínútur á leiðinni upp. Báðir voru dá- lítið skrámaðir, skeggjaðir og mjög óhreinir, þegar þeir komu upp en virtust hinir hressustu. Óskuðu þeir þegar eftir að komast í tæri við heitt bað og rakvélar. Áður en orðið var við bón þeirra, voru þeir látnir í hendur hjúkrunarliðs, sem beðið hafði á staðnum, til þess að veita aðstoð, ef með þyrfti. Fór fram bráðabirgðaathug- un á mönnunum, en síðan voru þeir sendir með þyrlu í sjúkrahús, þar sem beið þeirra bað, rakstur og ýtar- legri læknisrannsókn. Eiginkonur mannanna biðu þeirra í sjúkrahúsinu og urðu þar að vonum fagnaðarfund- ir, er þær höfðu heimt þá úr helju. Undanfarið hafa þær vart getað slitið sig frá slys- staðnum; þær töluðu oft við menn sína í síma, sem send- ur hafði verið niður til þeirra og vildu, að vonum, helzt fylgjast með björguninni til enda. Þó létu þær undan þrá- beiðni manna um að bíða held ur í sjúkrahúsinu, enda var ekki vitað hvernig mennirnir væru útleiknir. Þegar tekizt hafði að víkka holuna svo, að hún var orðin um 50 cm í þvermál — og undirbúningur hófst að ferða lagi þeirra Throne og Fellins — sendu þeir upp sín síðustu boð úr iðrum jarðar. Óskuðu þeir eftir að fá senda niður góðan málsverð, vel tilreidda , nautasteik, kartöflustöppu og allskyns grænmeti. Kváðust þeir vilja fá eitthvað girni- legt að borða, ef til þess kæmi að það yrði síðasta máltíðin. Matinn fengu þeir sendan frá beata hóteli bæjarins — en sem betur fer gekk allt vel og þeir eiga þess áreiðanlega kost á að snæða sig fullsadda af nautasteik á næstunni. Blaðamaðurinn, sem fann úrið, afhendir það Ingólfi Þor- steinssyni yfirvarðstjóra. Ljósm.: Sv. Þ. — Bíabamenn Framh. af bls. 24 sönnunargagn um umrædda ferð. Á tanganum við Vatnsvík svipti sig ungur blaðamaður klæðum og smeygði sér í sund skýlu, því framundan var hlut verk bjórsins, að grafa sig inn í vatnsbakkann með 1—lVz fets vatns undir sér og leir og mold yfir. Skreið hann síðan brynjaður ljóskastara og arfa klóru inn í grenið og hóf leit, meðan aðrir stóðu yfir og voru fálátir á svip. Enginn hafði trú á að til- tækið bæri árangur. En viti menn: — Úr, úr! öskraði frétta- maðurinn úr iðrum jarðar og lét hljóðið eins og einhver væri að kalla á hjálp vafinn innan í sængina sína. Var nú hlaupið af stað í bílinn og myndavélm sótt, því ekki var trúin á fyrirtækið meiri en svo, að hún var ekki höfð með út á tangann: Fréttamaðurinn kom upp úr gjánni, allur útataður aur og leðju með lítið kvenúr úr gulti, fiorngrip að útliti, sem sennilega á aldrei eftir að mæla tímann framar, en verður aðeins skemmtileg minning fyrir þá sem ferð- ina fóru og hlátursefni rann- sóknarlögreglunnar. Úrið bar vörumerkið Métal 533731 og viðgerðarskráning- arnúmer 24/8 J.S. 4811, en aft an á gullkassa þess voru greyptir stafirnir SH með skrautletri. Hér sjá menn í myndum gamanefni blaðamanna Mbl. V erkameimirnir höfðu slökkt Akranesi 27. ágúst. MILLI klukkan 2 og 3 eftir há- degi í dag kom eldur upp í síld- ar- og fiskimjölsverksmiðjunni hér. Slökkviliðið kom á vettvang, en þá voru verkamenmrnir þegar búnir að slökkva eldinn, sem kviknað hafði upp á lofti út frá logsuðu. Náði eldurinn ekki að breiðast út. — Oddur. > — Iþróttir Framh. af bls. 22 ur Lárusar, en hann varð einnig íslandsmeistari í Reykjavík 1957 og þá fyrsti sem vannst til þess 'titils án þess að keppa á sinum heimavelli. 1962 va>- Óttar Ingv- arsson íslandsmeistari á þessum velli með 307 höggum, svo að sjá má að Lárus hefur leikið mjög glæsilega. Skilyrði voru mjög góð báða dagana, sólarlaust, logn og pass- lega heitt. Keppni þessi var nokkuð erfið, þar sem byrjað var kl. 8 f.h. báða dagana Og spilaðar 36 holur hvorn dag. 7-8 tíma törn hvorn dag. „Parið“ á vellinum er 35 högg á 9 holur, 70 högg á 18 holur Eftir fyrri dag var Lárus.lægst- ur með 147 högg eða aðeins 7 yfir „pari“. Þátttakendur voru 12 og var skipt í meistaraflokk og 1. flokk. Skiptingin miðaðist við forgjöf 8. Þeir, sem hana höfðu eða lægra voru í meistaraflokki, hinir í 1. fl. Sex skipuðust þannig í hvorn flokk. Úrslit í meistaraflokki 1. Lárus Ársælsson Vestmanna eyjum 296 högg. 2. Leifur Ársælsson 309 högg. 3. Ársæll Ársælsson 316. 4. Kristján Torfason 316. Þeir Lárus, Leifiur og Ársæll eru bræður — og sá fjórði er Sveinn fyrrum íslandsmeistari, en hann hefur ekki getað verið mejS undanfarin ár vegna veikinda. 1. flokkur Þar sigraði sonur Lárusar Ár- sæll Lárusson með 328 högg, 2. Sveinn Þórarinsson 334 og 3. Magnús H. Magnússon 337. Móðir okkar JÓHANNA AMELÍA JÓNSDÓTTIR ljósmóðir, Grandavegi 39, Rvík, verður jarðsungin fimmtudaginn 29. ágúst, kl. 10,30 f. h. frá kapellunni í Fossvogi. — Athöfninni verður útvarpað. Synir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.