Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 22
29 MORGUN BLAMQ Miðvikudagur 28. ágúst 1963 ÍÞRÍTTAfRílTIR MRRGMIABSMS Bretar hafa valið lið ^itt: Lið Breta skipa 9 Englend ingar og 2 Skotar fnginn nýliði reyndur. Eirara á 62 landsleiki að baki í GÆR var valið landslið Bretlands sem leikur við íslend- rnga í undanrásum knattspyrnukeppni Olympíuleikanna í Tokíó. Keppni Breta og íslendinga verður „heima og heim- an“ fyrri leikur-inn laugardaginn 7. september í Reykjavík en hinn síðari laugardaginn 14. september á Wimbledon. Það liðið sem ber hær-ri hlut í þessum tveimur leikjum keppir síðan við Grikkland (heima og heiman). Sigurvegarar í þeim leik mæta sírtan annaðhvort Frökkum eða Tékkum um rétt til að skipa eitt að 16 sætum í úrslitum knatt- spyrnukeppninnar í fokíó. Reyndir leikmenn Bretlandseyjar senda samein- að lið áhugamanna til knatt- spyrnukeppni Olympíuleikanna. Liðið sem Bretar hafa nú valið er skipað 9 Englendingum og 2 Skotum. Di Stefnno þorfnast hvíldni HINN frægi knaítspyrnumað- ' ur di Stefano, sem rænt var og hafður í haldi í 56 klst., mun fara heim til Spánar eins fljótt og færi gefst, jafnvel í dag, miðvikudag, eftir upplýs ingum spænska sendiráðsins í Caracas en þangað sneri hann er honum var sleppt. Fulltrúi í sendiráðinu sagði að knattspyrnuhetjan þyrfti nauðsynlega að fá hvild, og hann gæti ekki leikið með Real Madrid í leik á miðviku- dag eins og fyrirhugað var og heldur ekki í leik í Bogota. Di Stefano þráir að sjá konu sína og börn og „andlegt og líkamlegt ástand hans kemur í veg fyrir að hann geti keppt*. Liðið Markvörðurinn Mike Pinner er reyndasti maður liðsins./Hann er 28 ára gamall, málflutnings- maður í Lundúnum. Hann hefur 51 sinni leikið landsleik fyrir England og 11 sinnum að auki í Bretlandseyjaliði. Hann leikur með Leyton Orient. Að öðru leyti er lið Breta í leiknum í Reykjavík þannig skipað. H. bakvörður er J. Martin sem leikur méð Wimbledon. Hann hefur áður verið í enska áhugamannalandsliðinu. Hann verður fyrirliði Breta í leiknum hér. V. bakvörður er Skotinn Will- é iam Neil, sem leikur með Queens Park og hefur verið landsliðsmaður Skota í áhuga- liðum. H. framv. er J. Ashworth, sem leikur í liði brezka flotans og hef ur verið í enska landsliðinu. Miðvörður er R. K. Law frá Wimbledon. Hann hefur áður verið í landsliðinu. V. framvörður er R. Towns- end, sem leikur með Wealdstone og einnig í landsliðinu. H. útherji er M. Candey sem leikur með Maidstone Utd, og á einnig landsleiki að baki. Hann hefur reynzt einna bezti maður liðsins í æfingum þess og æfmga- leikjum. H. innherji er H. M. Lindsay, sem leikur með Wealdstone og á landsleiki að baki. Miðherji er T. Lawrence, sem leikur með Enfield og í landslið- inu. V. innherji er Skotinn P. G. Buchanan sem leikur með Queens Park og í skozka lands- liðinu. V. útherji er B. Harvey sem leikur með Walthamstow Avenue og hefur verið í enska landsliðinu. Sigríður í methlaupi í 80 m. gr. hlaupi. Vel heppnuð norræn keppni ung- linga og 5 met í frjálsum íþróttum Alit með sóma BIKARINN létti mjög brún KR-inga eftir taugaæsandi undirbúning og baráttu við Akureyringa nyrðra. Allur 'rammi undirbúnings og af- drifaríkrar keppni eins og hér var um að ræða var hinn' bezti. Akureyringar tóku tapi með karlmennsku og heit- 'strengingum um að vinna sæti í 1. deild sem fyrst á ný, Bæjarstjórn Akureyrar bauð komumönnum og kappliðum til kvöldverðar í nýja skíða- hótelinu og þar voru ræður fluttar. Meðan á leiknum stóð ríkti sama spennan á áhorfenda bekkjum og á leikvelli. Það var mikið kallað, eins og vera ber á svona leik, en engin á- læti urðu né heldur orðahnút-1 ur. Allt fór hið bezta fram,1 Akureyringum og starfsmönn-1 um vallarins til sóma. < Fjórir éfstu í meistaraflokki og efsti í 1. flokki. Feðgarnir Lárus og Ársæll eru peysuklæddir þriðji eg fjórði frá hægri. Þrír bræður efstir í meistaraftokki og sonur sigurvegarans vani. 1 flokk ’ Góður árangur Lárusar Ársælssonar í golfi ÞÁTTTAKA isl. stúlkna og yngri pilta i norrænni unglingakeppni í frjálsum íþróttum tókst mjög vel. Hvert land keppti á heima- velli og fór keppni á vegum FRÍ fram á Laugardalsvelli um s.l. helgi. Tókst hún mjög vel þó um fangsmikil væri og árangur varð í mörgum greinum mjög góður. Sýnir keppnin að yngra fólk hér skortir verkefni og að full ástæða er til að áfram sé haldið á þessari braut. Heildarúrslit keppninnar milli Norðurlanda liggja ekki fyrir fyrr en skýrslur allra landa hafa verið bornar saman. ★ Met Sigríður Sigurðardóttir ÍR setti 3 glæsileg íslandsmet í keppninni en sigraði einnig i fleiri greinum. Sigríður er óvenjulega efnileg frjáls- íþrótta stúlka og á án efa mikla framtíð fyrir höndum á þeim vettvangi. Hún er óvenjulega fjölhæf og tekur stórstígum framförum. Þá setti Erl. Valdimarsson ÍR sveinamet í kúluvarpi 17.24 sem er gott og mikið af- rek. Sveinamet setti einnig Sig. Hjörleifsson HSH sem stökk 13.56 m í þrístökki. Urslit í einstökum greinum birtast síðar. Enska knattspyrnan 1 UMFERÐ ensku deildakeppninnaf fór fram s.l. laugardag og uröu úr» slit Jþessi:* 1. deild. ArsenaL — Wolverhampton 1:3 Birmingham — Bolton 2:1 Blackburn — Liverpool 1:2 Blackpool — Sheffield U. 2:2 Chelsea — West Ham 0:® /erton — Fulham 3:0 Ipswich — Burnley 3:1 N. Forest — Aston Villa 0:1 Sheffield W. Manchester U. 3:3 Stoke — Tottenham 2:1 W.B.A. — Leicester 1:1 2. deild: Bury — Rotherham 4:2 Cardiff — Norwich 3:1 Huddersfield — Sunderland 0:2 Leyton O. — Preston 2:2 Manchester City — Portsmouth 0:2 Middlesbrough — Plymjuth 5:0 Newcastle — Derby 3:1 Southampton — Charlton 6:1 Swansea — Grimsby 1:1 Swindon — Scunthorpe 3:0 VESTMÁNNAEYJUM 26. ágúst. — Gólfmeistaramóti Vestmanna- eyja lauk sunnud. 25/8. Þetta mun vera 20. meistaramótið, sem haldið er samfellt, en 11. des. næstkomandi verður klúbb- urinn 25 ára. Þeir, sem oftast hafa orðið gollmeistarar Vest- mannaeyja, eru þeir Sveinn Ar- sælsson 7 sinnum og Guðlaugur Gislason 6 sinnum. Að þessu sinni varði Lárus Ársælsson titilinn og það með miklum glæsibrag. (Hann hefur þá 4 sinnum orðið Vestmanna- eyjameistaii). llann vann keppn- ina með 296 höggum, sem er mjög glæsilegt „skor“ og það langlægsta sem náðst hefur í keppni á þessum velli. Til sam- anburðar má geta þess að 1959 vannst íslandsmeistaramótið á sama velli á 310 höggum af bróð Framh. á bls. 23. Landsliðið valið n „blaðaliði" ÁlCVEÐIN^ er kappleikur tilraunalandsliðs landsliðs- nefndar KSl gegn liði er íþróttafréttamenn dagblaðanna velja. Verður leikurinn n.k. sunnudag í Laugardal. Lands- liðsnefndin valdi sitt lið siðdegis í gær, en lið fréttamanna verður valið í dag. Lið landsliðsnefndar er þannig: Sigþór Jakobsson Gunnar Felixc"-' Axél Axelsson KR KR Þrótti Ellert Schram Sveinn Jónsson KR (fyrirliði) KR Björn Helgason Jón Stefánsson Garðar Ámason Fram Akureyri KR Bjarni Feli vson Árni Njálsson KR Val Helgi Daníclsson Akranesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.