Morgunblaðið - 30.08.1963, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.08.1963, Qupperneq 22
22 MORCU N BLAÐIÐ r Fostudagur 30. ágúst 1963 Blaðalið úr öllum liðum 1. deildar — á að mæta 9.landsliði“ á sunnudag f GÆRKVÖLDI völdu fréttamenn blaða og útvarps lið það er næta á liði landsliðsnefndar á sunnudaginn — en sá leikur er einskonar „generalprufa" fyrir landsleikinn við Englendinga 7. sept. á Laugardalsvellinum. Skal þó strax tekið fram að lands- liðsnefnd er fyrir þann leik bundin af 20 mönnum sem hún hef- ur gefið upp sem væntanlega leikmenn í leiknum. Lið fréttamanna er þannig skipað: Steingr. Björnsson Hermann Gunnnarsson Örn Steinsen Akureyri Val KR Skúli Hákonarson Gunnar Guðmannsson Akranesi KR ' Skúli Ágústsson Högni Gunnlaugsson Hrannar Haraldss. Akureyri Keflavík Fram Jón Leósson Hreiðar Ársælsson Akranesi KR Heimir Guðjónsson KR Sameiginlegir varamenn fyrir bæði lið eru Geir KristJáns- son, Fram, Þorsteinn Friðþjófsson, Val, Magnús Torfason, Kefla- vík, Baldur Scheving, Fram, og Steingrímur Davíðsson, Val. Úrslit í norrænu unglingakeppninni Hér fara á eftir úrslitin í keppni ísL unglinga á Laugar- dalsvellinum en keppnin var liður í norrænni keppni jafnaldra þeirra. Úrslit keppninnar urðu ann ars: Kringlukast sveina: Erlendur Valdimarsson, ÍR. 51,46 Kristján Öskarsson, ÍR, 43,90 Arnar Guðmundsson, KR, 39,46 fi^úluvarp sveina: Erlendur Valdimarssön, IR, 17,24m. (ísl. sveinamet). Sigurður Hjörleifsson, HSH, 15,55 Arnttr Guðmundsson, KR, 14,90 Hástökk sveina: Sigurður Hjörleifsson, HSH, 1,65 Erlendur Valdimarsson, IR, 1,65 Haukur Ingibergsson, HSÞ 1,65 Langstökk sveina: Haukur Ingibergsson, HSÞ. 6,39 Ragnar Guðmundsson, A, 6,38 Sigurður Hjörleifsson, HSH, 5,96 Jón Þorgeirsson, ÍR, 5,74 100 m. hlaup sveina: Haukur Ingibergsson, HSÞ, 11,7 Ragnar Guðmundsson, A, 11,7 Sigurjón Sigurðson, ÍA, 11,8 Sigurður Hjörleifsson, HSH. 12,0 400 m. hlaup sveina: Haukur Ingibergsson, HSÞ, 55,6 Framh. á bls. 23. Kef Ivíkingar fengu lof i Danmörku KEFLVÍKINGAR hafa fengið mikið lof í dönskum blöðum eftir leikina sem þeir léku í Dan- mörku. Er þeim hrósað sem bar- áttumönnum sem fáa eigi sína líka. Á baráttu hafi þeir unnið lið sem stóðu þeim knattspyrnu- lega séð framar að tækni. Á Móti Hjörring Fyrsta leik sinn léku Keflvík- ingar við Hjörring og unnu með 2—1. Öll mörkin voru skoruð í síðari hálfleik. Leikurinn var nokkuð tvískiptur að því að Danir áttu fyrri háifleik, en Kefl víkingar þann síðari. Dönum tókst þó ekki að skora í fyrri hálfleiknum. Hannes stóð sig vel HANNES Sigurðsson gat sér góðan orðstír sem dómari í knattspyrnulandsleik Svía og Finna á dögunum. Hér höfum við fengið tvær myndir frá leiknum — eða nánar sagt starfi Hannesar. Það er mikilsvert fyrir ísl. dómara að fá að dæma leiki erlendra þjóða. Án efa hefðu þeir oftar tækifæri til þess ef kostnaður væri ekki svo mik- ill sem raun er við ferðir út og heim. Þess vegna mega ísl. knattspyrnudómarar vera þakklátir Norðmönnum, sem riðu á vaðið, og Svíum fyrir að hafa fengið isl. dómara á sína landsleiki. Einnig er það mikilsvert að þeir Haukur Óskarsson og Hannes Þ. Sigurðsson reynd- ust svo vel sem raun varð á í fyrstu leikjum sínum ytra. Má hiklaust ætla að ferðir dómara í þvílíkum erindum verði árlega eftir þetta. Það er viðurkenning fyrir isl. knattspymu einnig. Myndirnar hér að ofan eru af Hannesi í leik Svía og Finna. Sú efri er af honum í leik. Hin neðri með línu- vörðunum sem báðir eru norskir og hafa dæmt hér landsleiki Gulliksen t.v. og Arvid Nielsen. í þeim siðari skoruðu Keflvík- ingar tvívegis um miðbik háíf- leiksins en Danir bættu stöðu sína rétt fyrir leikslok. Sóttu Danir mjög er á leið en Keflvík- ingar brugðust ekki í vörninni. Áhorfendur sem voru allmargir voru á einu máli um að sam- gleðjast Kefivíkingum með sig- urinn. Hólmbert Friðjónssyni er hrós að mest fyrir þennan leik. Hann er sagður hafa verið sívinnandi og „heili“ liðsins. if Síðari leikurinn 1 síðari leiknum léku Keflvík- ingar við nágranna Hjörring* Brönderslev og unnu ö mörk gegn 3. í hálfleik stóð 3—0 fyrír Keflavik. Danir skoruðu siðan 3—1 og 3—2. Kefl^jkjngar 4—2, Danir 4—3 og Keflvikingar 5—3. Jón Jóhannsson miðherji skor- aði 4 mörk í þessum leik og Magnús Torfason framvörður það fimmta sem Danir kalla „draumamark". Blað eitt lýsir verðskulduðum sigri Keflvik- inga, segir þó liðin hafa verið jöfn að styrkleika en Danir hafi leikið verr en venjulega. Við þessa dóma Keflvík- ingar vel una. ' Hérna er knattspyrnukapp inn heimsfrægi di Stefano *em rænt var og hafður í háldi í 56 stundir. Hann var áfar taugaspenntur þegar hon Um var sleppt og vildi ólm- ur komast heun. £r sagt að hann hafi orðið lífhræddur mjög í „fangelsinu“. Di Stefano er t.h. á mynd- inni. Hinn er sá sem gætti hans aðallega og stóð fyrir ráninu. Sá heitir Maxim Cana les — og hrósar ser mjög af ráninu i blöðum byltingar- manna þar syðra. Di Stefano hafði óskað þess að hverfa heim sem skjótast. En hann jafnaði sig fljótt er úr prísundinni kom og í gær — miðvikudag — lék hann með Real Madrid (24 timum eftir að nann varð frjálsj gegn Sao Paulo. Leikurinn varð æsandi mjög og lauk með jafntefli, hvorugu liðinu tókst að skora.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.